Vísir - 31.07.1972, Síða 6
6
Vísir. Mánudagur. 31. júli 1972
vísir
Útgefandi: Reykjaprent hf. (
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsscr. )
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson (
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson )
Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson (
Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson )
Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 ((
Afgreiðsla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 )
Ritstjórn: Siöumúla 14. Simi 86611 (5 linur) (
Askriftargjald kr. 225 á mánuði innanlands (
i lausasölu kr. 15.00 eintakið. )
Blaðaprent hf. (
Umskiptingarnir sjö
Almenningur hefur með undrun fylgzt með atferli (
ráðherranna, siðan þeir settust i valdastólana. )
Ýmsu hafa menn vanizt i stjórnmálum, en hegðun ))
ráðherra vinstri stjórnarinnar eru tvimælalaust
einsdæmi i kúvendingu. Litum á nokkur kornin. //
Dómsdagsræður núverandi fjármálaráðherra //
fjölluðu árum saman um fátt annað en það viti, að ))
fjárlög hækkuðu töluvert frá ári til árs. Svo hamraði \
hann á þvi, að hækkandi fjárlög væru sem olia á eld (
verðbólgunnar, að ekki mun hafa farið fram hjá /
mörgum. Þetta iðkaði hann allt eins, þegar sam-)
dráttur var i efnahagsmálum og augljós þörf at-1
vinnuaukandi aðgerða. í framhaldi af þessu var //
samt ekki beðið boðanna og f járlög hækkuð meira )
en nokkru sinni, um leið og hinn skeleggi baráttu- \
maður gat sjálfur ráðið. (
Alþýðubandalagið beitti sér af alefli gegn þvi, að (
íslendingar gengju i friverzlunarbandalagið EFTA. /
Framsóknarmenn sátu hjá. Þegar þeir stýrðu sjálf-)
ir, flýttu þeir sér að stiga skrefi lengra og gerðu við- \
skiptasamning við Efnahagsbandalag Evrópu, sem (
lengstum var erkióvinur þjóðarinnar samkvæmt/
boðskap Þjóðviljans. )
Fátt var núverandi valdhöfum meira hjartans)
mál en að bæta skattakerfið og létta byrðum af(
alþýðu manna, meðan þeir voru utan rikisstjórnar. /
Þeim hefur hins vegar verið fátt kærara i stjórnar-)
tið sinni en að ganga sem lengst i skattpiningu, eins \
og almenningi er ljóst. (
Nú er horfið mikilvægi þess að draga úr skuldum ((
rikisins. öðru vöndust þeir, sem glugguðu i sam- )/
tektir Framsóknarmanna um „skuldafenið” og )i
„rikisgjaldþrot” fyrrum. Vinstri stjórnin hefur ein- (
beitt sér að þvi að auka rikisskuldirnar og safna er- /
lendum lánum. Rikisbúskapurinn er jafnframt rek-)
inn með halla og skuldum safnað til frekari áherzlu \
á stefnuna. ((
Ráðherrar hafa einnig látið koma fram klókindi (/
sin i notkun niðurgreiðslna til að lækka vöruverðið. ))
Þeir hafa boðað, að kaupvisitölustigum verði hald- \
ið eftir til að hamla gegn kauphækkunum 1. septem- (
ber. Varla hafa þeir átt von á þessu, sem minnast /
grimmilegrar baráttu þeirra á fyrri tið. )
Vinstri stjórnin hefur ekki látið á sér standa að)
nota tækifæri til gengislækkunar. Hún stefnir sem(
hraðast til nýrrar gengisfellingar. /
Málefnasamningur vinstri stjórnar er orðinn
forngripur, þar sem finna má spakmæli núverandi)
valdhafa, meðan þeir voru utan garðs. \
Sjálfir eru þeir umskiptingar. (
Hendur ráðherranna
Þjóðviljinn leikur djarfan leik i skattamálunum )
og þykist vera þar „stikkfri”. )
Það er ánægjulegt, að i blaðinu skuli öðru hverju (
birtast sannleikurinn um skattsvivirðuna. En auð- /
vitað firra Alþýðubandalags menn sig engri ábyrgð )
með slikum kúnstum. Markmið þeirra kemur lik- \
lega bezt fram i grein, þar sem fjallað er um, hve (
hörmulegt það sé, að hönd Halldórs. E. hirði af /
gamla fólkinu það sem hönd Magnúsar rétti þvi. )
Þetta missir marks, þar sem öll þjóðin hefur fylgzt \
með aðild Alþýðubandalagsmanna að skattafrum- (
varpinu, samningu þess og samþykkt á Alþingi og i )
rikisstjórn. )
Stóri bróðir fylgist
betur og betur með þér
,.IIún er hin leyndasta af öllum
leynilegum stofnunum Banda-
rikjastjórnar. Fáir vita fullt nafn
hennar...
Bandariska ley niþjónustan
NSA (National Security Agency,
rikisöryggisstofnun) hefur um
árabil ráöið alia dulmálslykla er-
lcndra rikja.
15 þúsund starfsmönnum sinum
gefur NSA fyrirskipun: „segið
aldrei neitt”.
Þetta segir vestur-þýzka tima-
ritið Spiegel um „uppljóstranirn-
ar” i bandariska timaritinu
Ramparts, sem hafa vakið
mikla athygli um allan heim.
Fellwock nokkur hefur stigið á
stokk og skýrt frá starfsemi
leyniþjónustunnar, en litið er um
andsvör stofnunarinnar, sem hef-
ur þann hátt að svara helzt aldrei
neinu, sem um hana er sagt, gott
og illt.
Njósnarar í eigin heimi
Spiegel segir, að innan
þrefaldrar girðingar hafi NSA
eigin heim. Risastórt veitinga-
hús, átta snarlbari, eitt sjúkra-
hús, pósthús, banka. Ekkert
gleymdist, þegar gera átt svæðið
óháð umheiminum.
Spiegel segir, að innan þre-
faldrar girðingar hafi NSA eigin
heim. Risastórt veitingahús, átta
snarlbari, eitt sjúkrahús, póst-
hús, banka. Ekkert gleymdist,
þegar gera átti svæðið óháð um-
heiminum.
Stofnunin ræður ekki aðeins
einni stærstu samsteypu i
Washington. Hún ræður einnig
tvöfalt hærri fjárlögum en sú
leyniþjónusta Bandarikjamanna,
sem þekktari er og mikið i frétt-
um CIA. CIA eróháð NSA, en fæst
fremur við „ómerkilegri” mál-
efni, þótt stór séu.
2000 hlustunarstöðvar NSA um
allan heim hlera næstum hvert
útvarp veraldar, að sögn Spiegel,
hvert mikilvægt simtal. Efnið,
sem úr hlerunum fæst, er gaum-
gæfilega rannsakað og úr þvi
unnið.
Þá vekur sú fullyrðing einna
mesta athygli, að NSA-menn viti
„næstum alltaf’, hvað gerist i
ráðuneytum og sendiráðum i öðr-
um löndum.
Hvar eru mörk milli
,,góöra" og ,,vondra"
njósna?
Svo mikið er þó efnið, sem
hleranir og aðrar njósnir
veita, að lykilráðendur og mála-
menn stofnunarinnar komast
ekki yfir að ráða nema 10 til 15
prósent af þvi. Það er þó a 11 nokk-
uð. 80 prósent af „njósnaefni”,
sem bandarisk stjórnvöld fá,
koma frá NSA.
Ljósglæta barst inn i leyndar-
dóma leyniþjónustunnar fyrir
rúmri viku, segir Spiegel. Þá
birtist i blaði vinstri sinnaðra
kaþólskra manna Ramparts um-
sögn fyrrverandi ráðanda dul-
málslykla NSA um starfsemina.
Perry Fellwock, 26 ára „striðs-
andstæðingur” varð heimsfrægur
fyrir vikið. Hann kvaðst vilja
beina athygli almennings að
þessari hæstleynilegu stofnun
Þaö mál er mikið á dagskrá i
Bandarikjunum, hversu langt
opinberir aðilar geti gengið i
eftirliti og njósnum um almenna
borgara. Upplýst hefur verið um
viðtækar njósnir rikislögreglurin-
ar FBI og leyniþjónustunnar CIA
um einstaka menn, á ýmsum svið
um. Jafnvel þingmenn hafa kom-
izt að þvi, að njósnað hefur verið
um einkalif þeirra, mjög ýtar-
lega. Þetta er uppvist mál og
viðurkennt af aðstandendum
njósnanna. önnur hlið þess eru
njósnir um mafiuforingja, sima-
hleranir og þess háttar. Spurn-
ingin i landi einstaklingsfrelsis og
friðhelgi er sú, hvar er unnt að
draga markalinuna milli njósna,
sem eru „góðar” og þeirra sem
eru „vondar”. Sé það lagt i hend-
ur stjórnenda FBI, CIA og NSA,
hvers vegna er rangt að njósna
um einkalif Johns en rétt að
njósna um einkalif Bobs? Með
öðrum orðum, njósnir um mafiu-
menn mundu draga margt fram,
flytja marga þeirra i fangelsi að
verðskulduðu, en stjórnendur
gætu alveg eins njósnað um kynlif
annarra sér til gamans og haft til
„afsakanir”, ef þarf. Ekki verður
unnt að fjalla um slik mál i
réttarsölum, að neinu gagni, þvi
llllllllllll
Umsjón:
Haukur Helgason
að auðvitað eru ekki heldur til
sannanir á hendur mafiuforingj-
um. Ella væru þeir i fangelsi.
„Grunur” er svo viðtækt orð, að
ekkert hindraði Johnson forseta i
að skemmta sér yfir kynlifi þing-
manna og annarra, eins og sagt
er, að hann hafi gert vegna efnis
frá njósnum lögreglunnar;
„Njósnir” verða þannig tæki i
höndum valdhafanna gegn and-
Við gröf þjóðhetjunnar Komarvos geimfara.
Fellwock segist hafa verið yfir-
maður njósnara i Istanbul.
stæðingum þeirra meðal glæpa-
manna en jafnt gegn andstæðing-
um þeirra meðal skaklausra
borgara. Hin gifurlega tækni i
njósnum, sem flestir þekkja eitt-
hvað til, með hlerunartækjum,
sem nánast skeikar ekki og
„heyra” langar leiðir, getur fært
nær martröð skáldsins Orwell.
„Stóri bróðir fylgist með þér”.
Framburður Fellwocks er sem
olia á þennan eld meðal skelkaðra
borgara.
Vikjum aftur að grein Spiegel
um NSA. Þar er sagt, að yfirmað-
ur leyniþjónustunnar CIA hafi
i.verið „mjög æstur” vegna máls-
ins og kunnugum hafi þótt fram-
burður Fellwocks sennilegur,
enda mikið þar i af upplýsingum
um njósnatækni, sem mátti sann-
reyna utan girðingar NSA.
Rakið er, hvernig NSA viti
gjörla um verustað hvers sov.
kjarnorkukafbátar, hverrar eld-
flaugastöðvar, hverrar herdeild-
ar, og þekki öll vopn smá og stór,
sem Sovétmenn hafa.
„Ég vil ekki deyja" sagöi
Komarov
Fellwock segist hafa komizt að
raun um, að „mest hætta stafar
mér og fjölskyldu minni og
heimsfriðnum” af hernum.
Fellwock kveðst hafa gerzt
sjálfboðaliði i flughernum árið
1966. Hann gerði sér góðar vonir
um ánægju i þvi starfi. Varð þó
þreyttur á þjálfun, en útsendarar
NSA uppgötvuðu hann og buðu
starf.
Þeir rannsökuðu hann hátt og
lágt, fortið og nútið. Niðurstaðan
var jákvæð: Maðurinn var vel
fallinn til að starfa i NSA.
NSA, lærðu menn, var stofnað
árið 1952, i fyrstu fyrir herinn,
siðar fyrir hermálaráðuneytið
sem slikt.
Aðalverkefni:
Fylgjast með öllum elektrónisk-
um merkjasendingum erlendra
rikja.
Fylgjast með ratsjárstöðvum.
Hlera allar útvarpssendingar.
Fellwock gekk upp i starfinu.
Hann fékk að velja vinnustað og
kaus Istanbul, sem honum fannst
mest „spennandi”.
Hann varð yfirmaður vinnuhóps,
sem fylgdist með flugher Rússa
og hafði 25 „mors” sérfræðinga i
sinni þjónustu við það og fimm
,radd”fræðinga.
Unnið var úr efninu og það bor-
ið saman við aðrar upplýsingar
sem veitti Fellwock mikla þekk-
ingu á njósnakerfinu og þvi, sem
aflaðist i öðrum stöðvum NSA,
segir hann.
Hann segist hafa heyrt Kosygin
tala við geimfarann, Komarov,
sem fórst 24. april 1967 i Sojusi I,
Kosygin grét. Hann sagði, að
Komarov væri hetja, sem hefði
unnið mesta afrek i sögu Rúss-
lands. Kona Komarovs talaði
einnig við mann sinn. „Ég vil ekki
deyja, gerið eitthvað,” á Koma-
rov að hafa sagt. „Siðan heyrðist
óp.”
Fellwock bað um lausn árið
1968 og varð sjálfboðaliði i Viet-
namhernum.
Þar segist hann hafa fengið
„nóg”.