Vísir - 31.07.1972, Blaðsíða 7

Vísir - 31.07.1972, Blaðsíða 7
Visir. Mánudagur. 31. júli 1972 7 íssl MEST ÞÖRF fe- FYRIR LEIKSKÓLA Svanlaug Boidursdóttir _ síðait skóladagheimili er m.a. niðurstaða könnunar ó dagvistun í Reykjavík Leikskóli er sú tegund dagvistunarstofnunar, sem mest er þörf fyrir í Reykjavík, næst koma skóladagheimili, siðan dagheimili en vöggustof- ur reka lestina. Þetta kemur fram í niðurstöðu könnunar á dagvistun í Reykjavík, sem Þorbjörn Broddason lektor gerði fyrir Félags- málaráð Reykjavíkur- borgar. Eitt þúsund konum í Reykjavík, sem eiga börn á aldrinum 0-10 ára, var sendur spurningalisti, en síðan unnið úr svörunum. Af þeim börnum, sem þarfn- ast dagvistunar skiptist þörfin svona: 42% þarfnast leikskóla, 30% skóladagheimila, 20% dag- heimila og 8% dagvöggust. Þörf fyrir leikskóla sýnir sig vera mesta hjá þeim mæðrum, sem vinna eingöngu sem húsmæður, en þörf fyrir skóladagheimili mest hjá mæðrum, sem vinna fullt starf utan heimilis. Þá kemur fram, að 61% barna, sem könnunin náði til eru i gæzlu foreldra eða systkina á heimilunum, 12% eru i leik- skóla, 5% á dagheimilum, 13% hjá ættingjum og 6% hjá vanda- lausum. Samkvæmt könnuninni nota konur, sem vinna eingöngu húsmæðrast. sér ekki þá mögu leika að setja börn i gæzlu til ættingja en 46% kvennanna, i fullu starfi utan heimilis, og með börn yngri en þriggja ára leita til ættingja um gæzlu á börnunum. Vöggustofur eru ein- göngu notaðar af konum i fullu starfi utan heimilis. Hjá þeim konum, sem eiga börn á aldrinum 0-2 ára, og vinna eingöngu húsmæðrastörf, er gæzla barnanna hjá vanda- lausum nánast óþekkt fyrir- brigði, aðeins 2% þeirra kvenna hafa börnin i gæzlu hjá vanda- lausum. Oðru máli gegnir með þær konur, sem vinna hluta úr degi utan heimilis, og eiga börn á sama aldri, 22% hafa börn sin i gæzlu hjá vandalausum, og þetta prósentuhlutfall stigur enn, ef um ræðir konur, sem vinna fullt starf utan heimilis, 31% þeirra hafa börn sin i gæzlu hjá vandalausum, sem er um þriðjungur af gæzlunni. Leikskólarnir virðast notaðir af öllum konunum, sem eiga börn á leikskólaaldri, en notkun þeirra er mest áberandi hjá konum, sem vinna hluta úr degi. beir virðast hinsvegar ekki nægja konum i fullu starfi utan heimilis. Dagheimilin eru hverfandi lit- ið notuð af þeim konum, sem vinna hluta úr degi utan heimil- is og eiga börn á dagvistunar aldri, en fullur fjórðungur þeirra kvenna, sem eiga börn á dagvistunaraldri og vinna fullt starf utan heimilis hafa börn á dagheimilum. 1 könnuninni var spurt um beztan opnunartima dag- vistunarstofnana. Það kom fram meginlina á þá lund, að dagvistunarstofnanir séu ekki opnaðar seinna en klukkan átta og ekki lokað fyrr en klukkan sex. Þá var spurt um hvert höfuð- hlutverk dagvistunarstofnana ætti að vera. Kom fram skoðanamunur varðandi hlut- verk dagheimila og leikskóla, þannig, að meira en þriðjungur kvennanna töldu, að dagheimil- in ættu að vera miðuð við þarfir einstæðra mæðra og feðra og heimila, sem sérstakir erfið- leikar steðjuðu að. Aðeins sjötti hluti taldi hinsvegar, að leik- skólar ættu að vera einskorðaðir við þessar þarfir og naut hlut- verk leikskóla sem „aðstoðar- uppeldisaðili” töluverðs fylgis. Hver á að greiða rekstrar- kostnað dagvistunarstofnana? Um helmingur kvennanna var fylgjandi núverandi ástandi, að foreldrar greiði ákveðinn hluta af kostnaðinum, þriðjungur, að foreldrar greiði hluta kostnaðar ins, en eftir efnum, en sáralitils fylgis naut sú hugmynd að for- eldrar greiddu allan kostnað sem og hugmyndin um, að opin- berir aðilar, riki eða borg greiddu allan kostnað. 1 könnuninni kemur fram, að 49% kvennanna með börn á aldrinum 0-10 ára segjast vinna eingöngu húsmæðrastörf, 21% vinna hluta úr degi, 6% hluta úr ári og 17% vera i fullu starfi ut- an heimilis, en 7% gefa ekki nægilegar upplýsingar. Biðlistinn er oft langur hjá dagvistunarstofnunum i Reykjavlk. Telja má, að flest barnanna séu i gæzlu heima hjá sér. ARA R.ANN- SOKNIR HAFA SANNA-Ð SKAÐSEMI REYKINGA FYRIR HEILSUNA /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.