Vísir - 31.07.1972, Qupperneq 11
Yisir. Mánudagur. 31. júli 1972
IBV fékk stigin í fallbarátt-
unni á gjafamörkum sumarsins
Vikingar misstu af gulinu
tækifæri á laugardaginn,
þegar þeir mættu Vest-
mannaeyingum á Laugar-
dalsvelli, að koma sér af
botninum i 1. deildinni, en i
stað þess að ná stigum i
leiknum var annað uppi á
teningnum. Vestmanna-
eyingum var beinlínis
gefinn sigurinn með
tveimur einhverjum mestu -
gjafamörkum, sem sést
hafa i leik i deildinni í
sumar — og er þá langt til
jafnað. úrslit urðu 2-1 fyrir
iBV, sem með þessum
stigum hefur tryggt mjög
stöðu sína i fallbaráttunni
— en Víkingar sitja enn
neðstir og stöðugt sígur á
ógæfuhliðina hjá liðinu.
Diðrik Ólafssyni, nýja lands-
liðsmarkverðinum hjá Vikingi,
urðu á mikil mistök i þessum
leik, sem kostuðu lið hans bæði
stigin — mistök, sem jafnvel
fjórða flokks strákar láta sig ekki
henda — en svo á milli og einkum
siðari hluta leiksins sýndi Diðrik
marvörzlu, sem sjálfur Gordon
Banks hefði mátt vera stolitur af.
Þarna var skammt öfganna á
milli.
Vikingar náðu fljótt undir-
tökunum i leiknum, drifnir áfram
af frábærum leik Guðgeirs Leifs-
sonar, sem var i sérflokki
þessum leik, og höfðu yfirráðin á
miðjunni, en IBV var þó alltaf
hættulegt i snöggum sóknar-
lotum, þar sem örn Óskarsson
var áberandi bezti maður liðsins
mun betri en landsliðsmenn
liðsins. En framherjum Vik-
ings tókst ekki að nýta góða
undirbúningsvinnu Guðgeirs
framan af leiknum, þótt stundum
munaði litlu, enda ekki sérgrein
þeirra að skora mörk. Og svo kam
fyrsta áfallið hjá Viking.
Örn Óskarsson lék upp á 35
min, og talsvert utan vitateigs
spyrnti hann knettinum i átt að
inarki. Diðrik hafði nægan tima
til að verja hiö auðvelda skot —
lét sig meira að segja falla niður
á hnén til aö hafa betra vald á
markvörzlunni — en viti menn,
liann greip knöttinn, en missti
hann svo allt i einu framhjá sér i
markið. Furðulegt hjá jafngóðum
markverði. Vestmannaeyingar
höfðu þarna náð forustu og i
byrjun siöari hálfleiks fengu þeir
annað gjafamark. Enn var Örn á
feröinni. lék upp að endamörkum
og gaf knöttinn fyrir. Senniiega
liefði hann farið framhjá markinu
og engin hætta skapazt, ef Diðrik
hefði ekki gripiö inn i. Hann
kastaði sérfyrir knöttinn — greip
- og stöðugt sígur á ógœfuhliðina fyrir
Víking í 1. deildinni - ÍBV sigraði 2:1
WC
■■nWMÍf-"
■
Diðrik Ólafsson var meira í sviðsljósinu en flestir aðrir i leik Vikings og ÍBV. Þarna varöi hann frábær-
lega skot Tómasar Pálssonar, en þriðji maður á myndinni er Haraldur Júliusson, Ljósmynd. BB.
hann. en missti hann svo frá sér
fyrir fætur Haralds Júiiussonar,
sem ckki átti i erfiðleikum mcð að
ýta honum i autt markið framhjá
liggjandi markverðinum. 2-0.
Þetta hafði úrslitaáhrif þvi ekki
tókst Viking að jafna þennan
mun, en litlu munaði — jafnvel
voru flestir áhorfendur á þvi, aö
eittsinn hefði knötturinn farið inn
fyrir marklinu IBV, en dómarinn
Rafn Hjaltalin, sem ekki átti einn
af sinum betri dögum, var viðs
fjarri og linuvörður geröi enga at-
hugasemd.
Eftir siðara markið tókst Vik-
ingum fljótt að laga stöðuna i 2-1.
Það var á 12. min aö Guögeir gaf
vel inn i vitateiginn til Páls
Björgvinssonar, sem skallaði
aftur á Jón Karlsson og honum
tókst að skora án þess hinn ágæti
markvörður IBV, Ársæll Sveins-
son, fengi vörn við komið — en
þessi ungi piltur á Faxaliðinu
fræga átti annars gallalausan
leik.
Eftir markiö var mikil spenna i
leiknum og góð tækifæri á báða
bóga. A 16 min gaf Eirikur
Þorsteinsson frá sér knöttinn i
góðu færi til Guðgeirs, sem
spyrnti framhjá — og rétt á eftir
sýndi Diðrik snilldarmarkvörzlu
nokkrum sinnum og varði hörku-
skot Tómasar oe Haralds, auk
þess sem hann með góðu úthlaupi
hirti knöttinn af tám Tómasar.
Á 36. min. var mikill darraðar-
dans i vitateig IBV — og þá álitu
flestir Viking hafa jafnað. Gefið
var inn i teiginn og mark-
vörðurinn hljóp út og sló knöttinn
frá. En hann kom strax aftur inn i
teiginn til Hafliða Péturssonar
sem átti gott skot á markið, en
knötturinn lenti i Arsæli þar sem
hann var á leið i markið aftur, til
Eiriks, sem spyrnti aftur á mark
— og þá spyrnti einn varnar-
maður IBV, sem var langt inni i
markinu, knettinum frá og er úti-
lokað annað en knötturinn hafi
verið kominn vel inn yfir linu,
þegar það átti sér stað.
Lokaminútur leiksins sóttu
Vikingar ákaft — en IBV menn
hugsuðu aðeins um að halda þvi,
sem þeir höfðu náð, og spyrntu
stöðugt útaf. Heldur leiðinlegt, en
sjálfsagt að verja fenginn hlut.
Ýmsir góðir sprettír sáust U
þessum leik, einkum i fyrri hálf-
leik — það var oft unun að sjá til
Guðgeirs, og hraði og kraftur
Arnars i ÍBV-liðinu yljaði
mörgum. Annars er framlina
IBV skipuð skemmtilega leikandi
mönnum, fljótum og sterkum, en
vörn liðsins er hins vegar afar
opin. Þar björguðu þeir Arsæll og
Ólafur þvi, sem bjargað varð •—
og heppnismörkin tvö tryggðu svo
sigurinn. En varnarleikurinn
gerir það að verkum, að liðið
blandar sér nú ekki i keppnina
um efsta sætið eins og i fyrra.
Það á ekki af Viking að ganga i
þessu móti — alltaf eitthvað til að
felia liðið. Margir leikmenn liðs
ins sýndu þokkalegan leik að
þessu sinni — sumir ágætan á
köflum — en það kom talsvert á
óvart i hálfleik, að Stefán
Halldórsson,, sem hafði verið
hættulegasti framherjinn var
tekinn útaf, og kom Eirikur i
hans stað og lék vel, en gaman
hefði veriö að sjá þá saman.
Dómarinn Rafn Hjaltalin,
Akureyri, var engan veginn nógu
vakandi i þessum leik — þessi
annars ágæti dómari var ekki i
essinu sínu. Einkum kom á ovart
þegar Asgeir Sigurvinsson, IBV,
lék i gegn i fyrri hálfleik og
Vikingar höfðu ekki annað ráð en
brjóta á honum til að forða
marki, að dómarinn dæmdi auka-
spyrnu áAsgeirog sýndi honum
svo gula spjaldið þegar Ásgeir lét
i ljós óánægju. Það var skritið og
eins og Rafn þyldi spennuna i
leiknum enn siöur en leikmenn.
$mœ'-.
Ljotar tölur
fró Þýzkalandi
Islenzka landsliðið i hand-
knattleik lék fyrri leik sinn i
Vestur-Þýzkalandi á laugardag
og fékk mikinn skell hjá vestur-
þýzka landsliðinu — tapaði
leiknum með 10-20. eftir að 7-3
stóð fyrir Þjóðverja i leikhléi.
I gærkvöldi lék Island aftur
við Vestur-Þjóðverja og þá i
Olympiu-höllinni i Augsburg.
Þrátt fyrir itrekaðar tilraunir i
allan gærdag og siðan i gær-
kvöldi tókst okkur ekki að ná i
samband við fararstjóra
islenzka landsliðsins til þess að
fá fréttir og úrslit leiksins — svo
og nánari gang fyrri leiksins.
Það var engu likara en jörðin
hefði beinlinis gleypt þá —
algjörlega útilokað reyndist að
finna þá, þrátt fyrir uppgefiö
simanúmer og stað. Sama
sagan var einnig hjá islenzka
útvarpinu.
Siðustu fréttir: Vestur-Þjóð-
verjar unnu siðari leikinn 18-16
FYRSTAR
1887
ogenn
ífullu
fjörí
itELLESENS
steel power
15VOLT IEC R2C
Daninn Wilhelm Hellesen
fann upp og framleiddi fyrstu
nothæfu þurrrafhlöðuna fyrir
85 árum.
í dag streyma HELLESENS
rafhlöður hingað beint frá
Kóngsins (Drottningarinnar)
Kaupmannahöfn, hlaðnar
orku.
Hringið eða komið og tryggið
yður þessa afbragðsvöru.
Við önnumst bæði heildsölu-
og smásöludreifingu.
RAFTÆKJADEILD HAFNARSTRÆTI 23 • REYKJAVIK • SIMI 18395 • SiMNEFNI ICETRACTORS