Vísir


Vísir - 31.07.1972, Qupperneq 15

Vísir - 31.07.1972, Qupperneq 15
Visir. Mánudagur. 31. júli 1Í172 15 Pétur Guðjónsson: LOGBANN TIL VERNDAR TAPI — brezki vinurinn Landhelgismálið Furðulegasti og einstæðasti at- burður i sögu islenzkra blaða átti sér stað siðastliöinn föstudag, er einhver hefur tekið sig til og keypt heilsiðuauglýsingu i nokkr- um dagblaðanna, og birtir þar skrif til tslendinga, undir fyrir- sögninni „Ráðleggingar frá gömlum vini, opið bréf til is- lenzku þjóðarinnar”. Undir þessi skrif er skrifað, „Hagsmunasam- tök brezka fiskiðnaðarins”. Það skalstrax dregið i efa, hvort til er sú stofnun i Bretlandi, sem ber þetta nafn, og verður gengið úr skugga um, hvaðan peningarnir fyrir auglýsingar þessar komu. Séu samtokin hins vegar til, þá liggur fyrir stór efi að slik hags- munasamtök hafi getað staðið að auglýsingu sem þessari, þar sem það er stór hópur manna i Bret- landi, þó sérstaklega Skotlandi, sem á meiri hagsmuna að gæta i sambandi við landhelgi, sem er stærri en 12 milur, (hér er átt við allan þann fjölda skipa brezkra sem stunda veiðar á heimamið- um og eru dreifð meðfram öllum ströndum Bretlands). Þessir fiskimenn hafa mátt sin litils i stjórnmálalegum skilningi, þótt margir séu. Jafnvel miklu fleiri aö höfðatölu, heldur en þeir tiltölulega fáu einstaklingar, sem stunda tslandsmið, frá Hull og Grimsby. Þar sem útgerðarfyrir- tækin, sem skipin eiga, eru mjög dreifö og smá, mega þau sin litils á móti hinu fjármagnsvolduga, vel skipulagða, Sambandi brezkra togaraeigenda. Þvi hefur hér aðili auglýst, sem ekki er umkominn til þess að tala fyrir hönd brezka fiskiðnaðarins. Hér er á ferðinni ennþá einu sinni, hinn langi armur Togarasam- bandsins, sem ráðiö hefur algjör- lega gerðum brezku rikisstjórn- arinnar, i öllum fiskveiðideilum Breta og tslendinga. Brezka rikisstjórnin hefur i öllum fisk- veiðideilum milli landa okkar iátið stjórnast af blindum einka- hagsmunum þessa litla hóps, þótt það hafi gengið i berhögg við raunverulega brezka þjóðarhags- muni. Það setti strax sterkan ugg að greinarhöfundi, er hann byrjaði að lesa auglýsinguna, sem sifellt ágerðist er lengra leiö, vegna þeirrar algjöru fáfræði á sam- skiptum Breta og tslendinga til dagsins i dag, sem opinberast i auglýsingunni. Þvi algjöra skiln- ingsleysi á staðreyndum að haida það að Bretar með syndir sög- unnar á herðum sér, séu þess um- komnir, eftir tvær harðar land- helgisdeilur og beitingu hern- aðarofbeldis gagnvart smáþjóð, að setja sig i þann föðurlega sess, að fara að ráðleggja Islendingum eitt og annað. Hver von er til um frið milli tslands og Bret- lands, ef þeir aðilar i Bretlandi sem stjórninni ráða, gera sér ekki ljósa þá staðreynd, að öll lifsaf- koma Isiendinga er undir þorsk- fiskastofnum á landgrunninu komin, . Engin önnur auðlind er til, sem getur komið i þeirra stað. Það er skylda islenzkra stjórn- valda, að öölast og tryggja full- kominn yfirráðarétt tslendinga yfir þessum uppsprettum yfir 80% af gjaldeyristekjum sinum og menningarlifs. Hver sú stjórn sem beitir ekki öllu sinu afli til þessa, hefúr brugðizt þjóðinni, og hver sá einstaklingur, sem ekki stendur að baki rikisstjórn ts- lands i þessari viðleitni, hefur brugðizt skyldum sinum sem borgari. Nú liggur fyrir niðurstaða þriggja ára rannsókna á ástandi fiskistofna i norð-austur Atlants- hafi, á vegum NA Atlantshafs- nefndarinnar, sem leiðir þann alvarlega sannleika i ljós, að minnka þurfi veiðarnar um 50% i 5 ár, til þess að stofnarnir komist i þolanlegt horf. Lifsafkoma og þjóðartilvera tslendinga byggist á þessum fiskistofnum. Hvernig bér að lita á þá aðila brezka, i ljósi þessara staðreynda, sem þykjast vera gamlir vinir og um- komnir að ráðleggja okkur að gera hvorki eitt ’fié neitt i land- helgismálum okkar? Endemin birtast á ýmsa vegu. Ekki minnsti grundvöllur til viðræðna, er fyrir hendi við slika aðila um landhelgismál. Hvar var vináttan, þegar Bretar drápu menn i Dýrafirði og Hannes Hafstein, þá sýslumaður vestur tsfirðinga, rétt týndi lifinu, er hann var að reyna að stugga brezkum togara út úr firðinum? Hvar var gamli brezki vinurinn, þegar Islendingar reyndu að boða til fyrstu ráðstefnunnar um fiski- vernd 1948, um friðun Faxaflóa, sem þá var viðurkenndur af öllum fiskifræðingum, lika brezk- um, sem þýðingarmesta upp- eldisstöð i norður-Atlantshafi? Þessi vinur eyðilagði það að þessi ráðstefna gæti farið fram. Var það vinur sem rændi sjálfstæði þjóðarinnar með hernaðarlegu ofbeldi 1940? Var það vinarbragð, er brezku hernámsyfirvöldin innsigluðu allar loftskeytastöðvar islenzkra skipa i millilandasiglingum, og hefðu með þvi getaö orsakað missiheilla skipshafna? Voru það vinir er beittu tslendinga hörku- legustu efnahagsrefsiaðgerðum með löndunarbanninu 1952, sem átti aö brjóta niður islenzkan þjóðarhag? Þetta gerist eftir að Bretar voru búnir að tapa málinu á móti Noregi i Haag, og 3 milna reglan þeirra lýst ómerk og engin albióðalög. Þegar ekki var hægt að standa lengur á imynduðum alþjóðalögum, er gripið til efnahagsofbeldis. Er þetta framkoma vinar við vin? 1958 þegar Bretar treysta sér hvorki að berjast við tslendinga á alþjóðalagasviðinu, né hafa mátt til að ráðast að tslendingum með efnahagsofbeldi, er gripið öðru sinni á 18 arum til nakins hern- aðarofbeldis. Getur sá er slikt gerir kallað sig vin, eða talið sig umkominn til þess að ráðleggja tslendingum? Hér hefur aðeins verið stikklað á stóru, en af nógu er aö taka. Þessir auglýsendur hefðu getað sparað sér að minnast á ráðlegg- ingar og vini. Framkoma Breta gagnvart tslendingum • hefur verið staðfesting á einni af hinum mörgu frægu sigildu setningum, sem hafðar eru eftir de Gaulle Frakklandsforseta: „A hinu alþjóðlega leiksviði eru engir vinir heldur þjóðir hverra hags- munir fara saman”. Við skulum vona að Bretar fari meðsamninginn frá 1961 til Haag, þvi þá flytzt barátta okkar i land- helgismálinu inn á vettvang Sam- einuðu þjóðanna. Skv. stofnskrá, eru aðildarþjóðirnar skyldugar að leysa deilumál sin friösam- lega. Þvi er hernaöarofbeldi Breta á Islandsmiðum 1958-1961 brot á stefnuskrá þeirra. Það segir sig sjálft, að samningur, sem Islendingar eru neyddir til aö gera, til að binda endi á þetta (vinsamlega) hernaðarofbeldi, er ekki gildur. Ef Sameinuðu þjóö- irnar leggðu blessun sina yfir slikan ofbeldissamning, væru þær þar með að leggja blessun sina á hernaðarlegar ofbeldisaðgerðir stórþjóðar gagnvart smáþjóð. Þar með væri staðfest algjört öryggisleysi smáþjóðanna i heiminum. Þó verður kátbroslegust lög- bannsaðgerðarbeiöni Breta i Haag, ef af verður. Forsendan fyrir lögbannsaðgerð er sú, að verið sé að vernda ákveöin verð- mæti fyrir glötun. Hvað verður nú uppi á teningnum, ef athuguð eru fiskveiðiréttindi þau við tsland sem Bretar munu þá biðja um lögbann á tslendinga til að vernda? Þjóðhagslega hafa Bretar tapað 10 til 20 milljónum dollara árlega á sinni úthafsút- gerð. Þvi verður beiðni Breta um lögbann til verndar tapi. Mér þætti ekki óliklegt, að dómurinn visaði beiðninni frá með vítum á Breta. Bregðist Haag, er Alls- herjarþingið næsti vettvangurinn og þar eiga tslendingar i þessu máli stuðning yfirgnæfandi meirihluta aöildarþjóðanna. Þegar meta skal þann. álits- hnekki, sem Bretar koma til með að biða þar er landhelgismálið fyrir þá algjört aukaatriöi. Bretar eru nýgengnir i Markaðsbandalag Evrópu. Öhjákvæmilegur fylgifiskur þeirrar inngöngu er niðurfelling ýmissa iðngreina i Bretlandi, sem aðrar bandalagsþjóðir framleiða betri vöru i, fyrir minna verð. Það fólk og fjármagn, sem starf- að hefur i þessum iðngreinum verður flutt til annarra iðngreina, þar sem staðan er hagstæðari fyrir Breta. Þetta er grundvallar- reglan fyrir stofnun Markaðs- bandalagsins. Bretar, Þjóð- verjar og fleiri þjóðir hafa verið aö reyna að koma i veg fyrir að þetta grundvallarlögmál næði tit fiskveiða. Hér er veriö að berjast á móti timans straumi, öllum viö- komandi til tjóns. Þvi er það ráð- legging islenzks vinar til ykkar, geriö ykkur ljósa þróunina á einkaréttindum strandrikisins til nýtingar á hafsvæðum yfir land- grunnum, allt út að 200 milum. Nú siðast hefur Nyja Sjáland, sem er eitt af löndunum i brezka heimsveldinu, lýst yfir athug- unum á 200 milna fiskveiðiland- helgi. Látið okkur um að fiska á tslandsmiðum , þennan fisk kaupiö þið ódýrara af okkur, en þiö getið fiskað hann sjálfir. Fyrir þessi verðmæti verður á tslandi um ófyrirsjáanlega framtið markaöur til jafnvirðis á hinum fjölbreyttu iönaðarvörum, sem Bretland framleiðir. Eyöiö þeim kröftum, tima og fjármagni, sem væntanleg barátta við tsland kostar, til undirbúnings á flutn- ingu á þvi fólki og f jármagni, sem á tslandsveiðum hefur lifað, til annarra atvinnuvega eins og fyrir liggur að gert veröur á mörgum öðrum atvinnuvegum brezks efnahagslifs. Hjá Evrópuráöinu er sérstakur sjóður til aðstoöar i slikum til- fellum. Allt aunaö er vonlaus bar- átta á móti óstöðvandi þróun. Gangið að friðartilboði tslend- inga, gerið ykkur ljóst aö með þvi er gengiö miklu lengra, en kosn- ingaloforð siðustu kosninga heimila, en að sjálfsögðu með þvi skilyröi, að Bretar viðurkenni fullan yfirráðarétt tslendinga að 50 milna landhelgislinu. Til aö foröa framtiðarvandræðum, reynið að venja ykkur viö þá hugsun, að full yfirráð tslendinga yfir öllum landgrunnsmiðum að 500 Taðma dýptarlinu eða 200 milna fjarlægðarlinu sé á næsta leiti. Þetta eru „ráöleggingar frá gömlum vini”. □□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□DODDDD □ □ □ □ □ □ VISIR 8-66-11 □ □ □□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□ t j i í

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.