Vísir


Vísir - 31.07.1972, Qupperneq 21

Vísir - 31.07.1972, Qupperneq 21
Visir. Mánudagur. 31. júli 1972 21 f í DAG |í KVÖLD| í DAG | í KVÖLD | í DAG | „Maður hringir í allar áttir" segir ión B. Gunnlaugsson Útvarp kl. 13.00 á morgun: Eftir hádegið Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög og spjallar við hlustendur. liann Jón B. Gunnlaugsson hjá útvarpinu er áreiöanlega lagnari við húsmæðurnar i landinu en margur annar. Hann hefur nefni- lega þann sið að hringja i þær og reyndar fleiri landsmenn i þættinum „Eftir hádegi” á þriðjudögum og föstudögum, og cr þá svo elskulegur að leyfa þeim að velja sér eins og eitt öskalag, Visir heimsótti hann niður i útvarp og fylgdist með honum þegar hann var að taka upp þáttinn. ,,Jú, maður lendir oft á mis- jöfnu fólki,” segir Jón. Flestir kunna þessu þó vel en sumir halda jú að ég sé að plata en það kemur sárasjaldan fyrir. Ég hringi þetta 10-12 simtöl og geri það venjulega milli 11-12. Nú svo fer ég i það að ná i plöturnar niður i hljómplötudeild, og eftir það er ég kominn i beina útsendingu með þetta svo að timinn er ansi naum- ur. Þetta eru eitthvað um 25-30 lög i þættinum i hvert sinn. Blessaður vertu, maður hringir i allar áttir, venjulega hringi ég bara út i bláinn, vel númer af handahófi svo veröur það bara að ráðast hvar ég lendi. Ég er búinn að hringja út um allt land. Álfsey um daginn þar sem þeir voru að veiða 8500 lunda, einbúana á Hveravöllum o.m.fl. Það er stundum rigur á milli plássa, af hverju hringirðu þangað en ekki til okkar o.s.frv. Nú ef eitthvað forvitnilegt er að ske, sumarmót hér eða þar, þá hringi ég i þá aðila sem að þvi standa, skákin er núna, þá spjalla ég við skák- áhugamenn o.s.frv. Nú það sem maðúr vill ekki láta heyrast klippir maður i burtu, ,,segir Jón og lyftir upp tólinu og velur númer i borginni.” ,,Já góðan daginn. Þetta er hjá útvarpinu þátturinn „Eftir hádegið”. Hafið þið tækifæri á að hlusta á útvarpið eftir hádegi. Þið vilduð þá ekki velja ykkur eins og eitt lag. Jú jú Kornelius Vreesvick, hann er til. Stór og mikill og skeggjaður. Ég skal lofa þér að hlusta á hann. Já vertu blessuð.” Og Jón leggur simann á og segir að það geti oft verið vandasamt að verða við óskum þeirra sem hann talar við. ,,Við eigum nú yfirleitt flest lög sem beðið er um, nema þau nýjustu sem unga fólkið hlustar á i kananum. Ég hef nú lagt mig eftir þvi að vera ekki með lög sem alltaf er verið að spila, held mig meira við það gamla enda erú húsmæðurnar mest fyrir það.” Aftur lyftir Jón tólinu og hringir nú til Vestmannaeyja. Þar svarar honum alúðleg kona á Vestmannsbraut og biður um eitthvert lag frá ’55-’56. „Já, þetta vilja þær, hún hefur verið á aldri við mig þessi,” segir hann og glottir. Jæja, kallar Jón til Þorbjörns upptökumanns, ætli ég taki ekki eins og eitt i viðbót. Aftur er tólið tekið upp og Jón lætur fingurna leika um tölurnar á skifunni. ,,Er ég að trufla þig við matseldina”, segir hann við frúna sem anzar. „Hvað er nú að borða”. „Nú er það heimilisleyndarmál.” Árangurinn af þessu simtali: Húsfreyja vill alls ekkert lag. „Nei þetta kemur ekki oft fyrir, ég man ekki eftir þessu nema einu sinni tvisvar”, segir Jón og nú skýzt hann niður til að sýna okkur plötuumslagið af honum Kornelius Vreesvick sem einhver kona út i bæ var að biðja um rétt áðan. „Sko” segir hann, „við erum ekkert ósvipaðir og bendir á mynd af heljarmenninu framan á umslaginu.” Það er kominn matur klukkan er oröinn 12 og Visismenn að fara i mat en Jón hefur nóg að gera. Nú fer hann inn i hljómplötudeildina velur lögin sem hann ætlar að leika „eftir hádegi” og svo rakleiðis i beina útsendingu upp úr eitt. Á morgun er Jón svo enn á feröinni og skorum við á alla bæði hús- mæður og húsbændur að hlusta á þáttinn og velja sér lag ef ske kynni að Jón hringdi „óvart” til þeirra. GF ^■☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆'tí'íríI'w-C: n n n n n n n n n n n n n n n n n «- n n n n n n n n n n n n n n n n n n s- s- n s- p- s- s- «- s- s- s- s- s- s- s- s- s- s- s- s- s- s- s- s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s m M Spáin gildir fyrir þriðjudaginn 1. ágúst. Hrúturinn, 21. marz-20. april. Þungt undir fæti fram eftir deginum, en, og þá einkum fyrir tafir af ófyrirsjáanlegum orsökum. Þegar á liður ætti allt að ganga greiölegar. Nautið,21. april-21. mai. Margt gengur vel, sem þú tekur þér fyrir hendur i dag, en þó er ekki óliklegt að peningamálin þurfi talsverðrar að- gæzlu við i sambandi viö einhverjar fram- kvæmdir. Tviburarnir, 22. mai-21. júni. Það litur út fyrir að þú verðir tilneyddur að gera einhverjar skipulagsbreytingar i sambandi við störf, sem þú hefur tekið að þér. Krabbinn, 22. júni-23. júli. Svo virðist sem þú hafir einhverjar breytingar i huga, sem þarfnast munu rækilegrar athugunar, áður en þú tekur endanlega ákvörðun. I.jónið, 24. júli-23. ágúst. Þetta verður fremur rólegur dagur, að þvi er bezt verður séð, en nota- drjúgur eigi að siður, og mun sannast að sigandi lukka er jafnan bezt. Meyjan, 24. ágúst-23. sept. Það er ekki útilokað að þú eigir i einhverjum átökum i dag, og verðir að leggja þig allan fram, ef þú átt að ná þeim ár- angri, sem þú ætlar þér. Vogin.24. sept.-23. okt. Það er ekki óliklegt að ófyrirsjánlegar tafir setji svip sinn á fyrri hluta dagsins, eða að einhver loforð bregðist og geri allt erfiðara við að fást. Drekinn, 24. okt.-22. nóv. Einhver átök innan fjölskyldunnar virðast geta átt sér stað, og ætt- irðu að reyna að komast hjá að taka þar afstöðu, heldur stilla til friðar. Bogamaðurinn,23. nóv.-21. des. Það er ekki ólik- legtaö velti á ýmsu fram eftir deginum, en hæg- ist um þegar á liður og þú megir vera ánægður að kvöldi með hvað unnizt hefur. Stcingcitin, 22. des.-20. jan. Það litur út fyrir að einhver kunninginn komi fram við þig á annan hátt en þú geröir ráð fyrir, og það valdi þér tals- verðum heilabrotum. Vatnsberinn, 21. jan.-19. febr. Tætingslegur dag- ur, loforð munu efnast fremur illa, ófyrirsjáan- legar tafir rugla áætlanir þinar. Hvildu þig ræki- lega þegar kvöldar. Fiskarnir, 20. febr.-20. marz. Láttu þér ástæðu- litla gagnrýni og aðfinnslur eins og vind um eyr- un þjóta, en vandaðu störf þin sem áður og haltu þinu striki. ■d -S ■Ct ■Ct -S -s -Ct -Ct ■» -Ct ■» -s -ct -s ■tt ■Ct ■Ct -ct -Ct ■Ct -Ct -d ■Ct ■Ct -Ct -Ct -Ct -ct -Ct ■ct -ct ■ct -Ct ■Ct ■Ct -Ct ■ct ■ú •Ct ■ct -Ct ■ct ■ct ■Ct ■Ct •ct ■Ct ■Ct ■d ■Ct ■ct ■Ct -ct ■Ct ■ct ■ct ■Ct ■Ct -ct ■Ct -Ct ■ct -ct -Ct -ct -ct ■Ct ■ct -ct ■ct -ct -d -Ct ■ct ■Ct -Ct -d -d ■Ct ■Ct ■Ct -Ct -ct •Ct ■ct • -ct ■CI ■Ct •ct ■Ct ■d -ct -ct ■Ct -Ct ■ct ■ct •Ct -Ct -Ct -Ct ■ct ÚTVARP • MÁNUDAGUR 31. júli 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til- kynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Til- kynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar 14.30 Síðdegissagan: „Loftvogin fellur” eftir Itichard llughes. Bárður Jakobsson byrjar lestur þýðingar sinnar. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. 15.15 M iðdegistón1eikar: Kammertónlist Bolzano-trióið leikur trió i g-moll op. 15 fyrir fiðlu selló og pianó eftir Smetana. Sinfóniuhljómsveit útvarpsins i Berlin leikur „Hary Janos” -svitú eftir Kodály, Ferenc Friscay stj. 16.15 Veðurfregnir. Létt lög. 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.30 „Sagan af Sólrúnu” eftir Dagbjörtu Dagsdóttur. Þórunn Magnúsdóttir leikkona les (5).' 18.00 Fréttir á ensku. 18.10 Létt lög. Tilkynningar. 18.45. Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Daglegt mál. Páll Bjarna- son menntaskólakennari flytur þáttinn. 19.35 Um daginn og veginn. Halldór Blöndal kennari talar. 19.55 Mánudagslögin 20.30 Á Ilafnarslóð a. Kaupmannahöfn heilsað. Auðum Bragi Sveinsson les þýðingu sina á frásögn eftir William Heinesen. b. Kaupmannahöfn heilsað. Auðunn Bragi Sveins- son les þýðingu sina á frásögn eftir William Heinesen. 20.30 Á Hafnarslóð a. K a u p m a n n a h ö f n h e i I s a ð. Auðunn Bragi Sveinsson les þýðingu sina á frasögn eftir William Heinesen. b. Kaup- mannahöfn i islenzkum skáld- skap Magnus Jónsson kennari flytur erindi. 21.10 Frá Listahátfð i Schwetzingen 1972 Pianoverk eftir Arnold Schönberg og Alexander Skrjabin. Claude Helfer leikur (hljó'ðritað á tón- leikum 10. mái s.l.) 21.30 útvarpssagan „Dalalif” eftir Guðrúnu frá Lundi Valdi- mar Lárusson leikari les þriðja bindi sögunnar (5) 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Búnaðar- þáttur: Úr hcimahögum Gisli Kristjánsson ritstjóri ræðir við Johannes Daviösson bónda i Neðri-Hjarðardal um félagslif i Dýrafirði. 22.35 „Úr nótnabók Bertels Thorvaldsens” Leikið á flautu hans og gitar Jennýar Lind (Aður útv. 2. apr. s.l.) 23.35 Fréttir i stuttu máli. Dag- skrárlok.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.