Vísir - 07.10.1972, Blaðsíða 1

Vísir - 07.10.1972, Blaðsíða 1
<12. árg. — Laugardagur 7. október 1972. — 229. tbl. ÁFLOG Á LÖGREGLUVARÐSTOFU — lögregluþjónn rúmfastur og ökumaður blór og bólginn — sjó baksíðu Lvstmdur hafa Þegar fíniríið breytist í fjósaball Gubrún Jacobsen finnst þaö hjákátlegt að krefja karl- menn um hálstau, þegar fyrsta flokks skemmtistaðir hvað alla þjónustu og híbýli varðar ..breytast upp úr hálf ellefu i fjósaball af verstu tegund”. Hver kannast ekki við lýsinguna? — Sjá lesendabréfin á bls. 2. Rassskellt af lögreglunni eftir ballið Ung stúlka, 21 árs gömul kveðst hafa verið rassskellt á gamla (og góða?) islenzka visu, þegar henni var kippt inn i lögreglubil að loknu balli á Kööli. Stúlkan kveðst liafa verið ódrukkin og ekki kærö fvrir nokkurn skapaðan hlut... Sjá lesendabréfin á bls. 2 Ribbaldar vaða uppi í Langholtshverfi Það er viðar en i Holtunum i Iteykjavik að fólk verður fyrir árásum og áreitni. Vogabúar hafa kvartað yfir hinu sama. Einn ibúanna skrifar um ástandið i þessu ibúðarh verf i, þar sem fámennur hópur ribbalda storkar ibúunum, — og að þvi er virðist lögrcglunni lika. Sjá lesendabréfin á bls. 2 Barnsránið: Úrskurður Sakadóms kœrður Sjá baksíðu Viðrœðunum við Breta lýkur í dag Viðræðunum við scndinefnd llreta út af landhelgismálinu lýkur sennilega i dag, að sögn Ilans G. Andersen. Hann sagði i samtali við Visi, að vart væri liægt að segja, að Bretar hefðu komið fram með nýjar tillögur. En málin væru i deiglunni og ekkert lægi enn fyrir um árangur af þessum viöræöum. Viðræðurnar hófust á fimmtudag og þeint var fram haldið i gær. Þessar viðræður voru fyrst og fremst hugsaðar sem undirhúnings- fundir fyrir viðræður milli ráðherra landanna siðar meir. —SG SLYSAGILDRAN ER ENN Á SAMA STAÐ í SUNDUNUM — óánœgja íbúanna vegna aðgerðarleysis við að fjarlœgja skipsflökin — úrrœðaleysi við að fjarlœgja skipsskrokkana wv 1 Jf /j J i r u w 1 A L * jj i gSsm llli K aS ; i 1 j // !ií// ? w rJfll' Lokiö er við að skipta um skrúfu i togaranum Narfa og var það gert i Slippnum. „Skrúfan skemmdist i is i fyrravetur og við gripum tækifæriö núna og skiptum. Það komu sprungur i skrúfuna i átökunum við is- inn” sagði Guðmundur Jörundsson útgeröarmaður i samtali við Visi. Áður en Narfi fór I slipp landaöi hann 170 tonnum. Sagði Guðmundur að nú væri tregur afli og þorskur sæist varla. Narfi er vel undir vet- urinn búinn og siglir áleiðis á miðin, meðan nýja skrúfan snýst og snýst. ,,( byrjun var fullyrt að lokið yrði við að koma skipsflökunum í burtu á einhvern hátt fyrir vorið, eða í apríllok. Eigendum flakanna var settur skammur frestur til að fjarlægja flökin, með því að rífa þau niður eða flytja þau burtu á annan stað. Að öðrum kosti myndu borgar- yfirvöld láta flytja þau á kostnaðeigenda. Enn hefur ekkert verið gert, en flökin átti að flytja í september- lok i siðasta lagi." Þetta sagði Einar S. Einarsson, skrifstofustjóri i Samvinnubank- anum i viötali við blaðið, en Einar er faðir drengs, sem skarst illi- lega á andliti i einu flakanna i Sundunum i vor. Hefur Einar sið- an reynt að fá borgaryfirvöld til þess að fjarlægja þessi flök. Að þvi er Einar tjáði okkur eru ibúar i húsum i nágrenninu mjög óánægðir með þessi flök, þvi þau gera bæði að óprýða mjög þennan stað, sem áður þótti fallegur og svo stafar af þeim slysahætta þegar börn eru þar að leik, þvi sum hafa verið rifin að einhverju leyti. Ekki er ýkja langt siðan barn fótbrotnaði á þessum stað þegar það var að leik i einu flak- inu. Einnig hafa tveir menn fyrir- farið sér þar. Um það bil 100 fjölskyldur i fjórum fjölbýlishúsum i nágrenn- inu, lóðanefnd svokölluð, hafa mikið rætt um þessi ónýtu skips- flök og vildu gjarnan að þau yrðu fjarlægð. Laxfoss, Leó, Bliðfari og Vis- undur liggja nú i fjörunni, en búið er að fjarlægja nokkuð af Særúnu, en brakið liggur þar þó ennþá! Þegar blaðið hafði samband við Pétur Hannesson, hjá hreinsunardeild sagði hann að honum hefði skilizt að Visundur ætti að liggja áfram á sinum stað, en að flytja ætti Leo. Laxfoss kvað hann ekki liggja nema rétt upp i fjöruna, en meirihlutinn væri i sjónum. Eitt af þeim skip- um sem flytja átti i sumar, var ekki fjarlægt, sökum þess að aðilar þeir sém áttu að framkvæma það verk töldu sér það ekki fært, þar sem sandurinn væri svo votur, að erfitt væri að aka þangajð þungum bifreiðum og flytja þaðan þungar byrðar. Ekki kvaðst Pétur geta svarað þvi hvað yrði um flökin eða hvað verður gert. — EA TJÓNIÐ SAMSVARAR 13 BÍLVERÐUM Sjá bls. 2

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.