Vísir - 07.10.1972, Blaðsíða 5

Vísir - 07.10.1972, Blaðsíða 5
Visir Laugardagur 7. október 1972. 5 nú Umsjón: Þórarinn J. Magnússon Flugvél Hughes breytt í bót m------------------->■ NKI, þctta er ckki flugvél Hughes lengur...þetta er hraöbátur Kenneth I.ondon! Gömlu góðu lúxus- flugvélinni hans Howards Hughes hefur nú verið breytt i sér- deilis skemmtilega listisnekkju. Fyrir þvi stendur auðmaðurinn Kenneth London. Flugvélin er af gerðinni Boeing 307 og er orðin 36 ára gömul. Billjónamæringurinn Hughes hafði af henni mikið yndi á piparsveinsárum sinum og varði sem svarar 22 milljónum islenzkra króna i að gera hana sem huggulegasta. Kn þegar svo Kenneth London kom auga á hana fyrir um það bil tveim og hálfu ári, var hún nánast sagt hræ. Siðan þá hefur Kenneth kostað i kringum eina og hálfa milljón króna til við- gerða á vélinni — og öllum sinum fritima frá viðskiptum sinum. ,,En „Londonaire” (nafn hennar nú) á lika eftir að vinna mér upp tima, þegar hún kemst á flot,” segir Kenneth sem stöðugt er á ferðalögum út um allar trissur. Að fjarlægðum vængjum og stéli er fleytan 56 feta löng og 12 feta breið. Stássstofan er ein 28 fet á lengd og tekur 12 manns i þægileg sæti. Nú, — og aðrir geta annað hvort setzt að hinum stóra bar við enda stofunnar — ellegar þá bara setzt i dúnmjúk teppin. Kenneth væntir þess að hrað- báturinn nái allt að 210 km hraða á klukkustund fyrir til- stilli þeirra 185 hestafla, sem hann verður búinn. Nýbreytni í danskri járnbrautarlest: Lœra tungumál á leið til vinnu Kyrsti málaskóli Danmerkur á lijólum rann af stað i siðustu viku. Nefnilcga járnbrautarvagn, sem flytur farþega milli Kaupmanna- hafnar og Helsingjacyri. Fólk, scm ferðazl hefur þessa sömu leið frain og til baka vcgna vinnu sinnar i lengri eða skcmmri tima — en aldrei blandað geði saman á þcssari 50 minútna leið. Sú tilraun, að hefja mála- kennslu i vögnunum virðist ætla að gefa mjög góða raun. Allir sýndu farþegarnir i fyrstu ferðinni áhuga á að vera með og er lestin rann upp að brautar stöðinni i Helsingjaeyri voru far- þegarnir masandi hver upp i annan rétt eins og ættingjar, sem eru að koma i fyrsta sinn saman eftir margra ára aðskilnað. — Það var merkileg lifsreynsla að fá tækifæri til að kenna hóp svö ólikra manneskja, sem i lestinni voru, segir stud. mag. Katja Smith, sem kennir ensku i vögnunum. Fólk verður glaðlegra — Mörg okkar höfðu ferðast saman i lest i áraraðir morgun eftir morgun, vegna vinnu sinnar. En aldrei mælt orð af vörum. Einstaka kannski kastað kveðju á hina um leið og komið var upp i lestina, en siðan gripið dagblað og skýlt sér á bak við það, þar til á leiðarenda, segir einn farþeganna. — Nú erum við öll orðin dús. Uppburðarleysið er liðin tið. Lestrarferðirnar eru nú reglu- legar ánægjustundir — og oftast of fljótt á enda. Nú má heyra samræður á ýmsum tungumálum fara á milli farþega. Og allir geta verið með. Enginn þarf að vera útundan vegna minnimáttarkenndar eða óframfærni. Þrjú tungumál eru kennd i vögnunum til að byrja með, nefnilega enska, þýzka og franska. Þrátt fyrir að kennslubækur eru engar hafðar um hönd, heldur aðeins skrifblokkir og teikningar, gengur tungumálakennslan greitt. Og tilkostnaðurinn er litill: 40 - 60 kennslustundir kosta ekki meira en 960 isl. krónur. KONUR ATHUGIÐ KONUR ATHUGIÐ r || Heilsurœktin HEBA auglýsir I m V'ið liöfum opnað nýja og glæsilega heilsuræktarstofu að Auöhrekku 33 þar sem fram mun fara megrunarlcikfimi eftir sérstöku kerfi, scm eingöngu er ætlað megrun og bor- ið liefur mjög góðan árangur. Jafnframt þvi verða timar fyrir þær, scm aöeins vilja stunda almenna leikfimi. Háðleggingar um mataræði, heimaæfingar og vigtun einu sinni i viku. Sturtuhöð, saunaböð, Ijósaböö og infrarauðir lampar, ásamt sjampó, sápu og olium, allt á boðstólum og innifaliö i verðinu. Einnig verður hægt að fá líkamsnudd, partanudd og snyrtingu eða ráðleggingar um snyrtingu. Aðeins 20 konur i flokk i einu og æft verður 2svar. Konur notið slíkt tækifæri, allar konur vilja lita vel út. Innritun er hafin i simum 41989 og 42360 alla helgina. ! Nauðungaruppboð scin auglýst var i 14., 18. og 20. tölublaði Lögbirtingablaðs- ins 1972 á eigninni Miðbraut 5. 1. hæð, Seitjarnarnesi, þinglesin eign llclgu Kinnsdóttur, fcr fram eftir kröfu Ver/.lunarbanka islands h/f á eigninni sjálfri þriðjudaginn 10. október 1972 kl. 2,30 e.h. Sýslumaðurinn i (lullbringu- og Kjósarsýslu TIL LEIGU 5—6 herbergja ibúð, Góð ibúð á góðum stað. Upplýsingar i sima 34033 milli kl. 5 og 7. Matreiðslukona og stúlka IVIatreiðslukona og stúlka vön eldhússtörfum óskast á hótel við borgina. Uppl. i sima 36066. Bílasalan við Vitatorg auglýsir Bilasýning i dag laugardag og á morgun sunnudag kl. 13-19. íbúð til sðlu miliiliðalaust Til sölu er milliliðalaust 4 herb. risibúð i Tjarnargötu. Mjög falleg og nýtizkuleg ibúð. íbúðin er nýstandsétt með nýtizku eldhúsi og baðherbergi, harðviðarklæðing i stofu. Teppi i horn fylgja. Verð 1750 þús- und. útborgun 850 þúsund. Uppl. i sima 14275 og utan skrifstofutima 14897.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.