Vísir - 07.10.1972, Blaðsíða 6

Vísir - 07.10.1972, Blaðsíða 6
6 Visir Laugardagur 7. október 1972. vísrn Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson RRstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14. Simi 86611 (5 linur) Askriftargjald kr. 225 á mánuði innanlands i lausasölu kr. 15.00 eintakið. Blaðaprent hf. Allt stefnir að einu marki Strax þegar skattskrár komu fyrir almennings- sjónir i sumar vakti undrun flestra sú meðferð, sem gamla fólkið fékk eftir hinum nýju skattalögum rikisstjórnarinnar. Reiðin út af þessu hneyksli var svo almenn, að stjórnin sá sér ekki annað fært en að láta lækka þessar álögur nokkuð, þótt það væri hvergi nærri nóg. Þar með hafði rikisstjórnin þó viðurkennt einn af mörgum ágöllum þessarar laga- smiði sinnar Sú skoðun er mjög almenn, ekkert siður innan stjórnarflokkanna en meðal and- stæðinga þeirra, að þetta flaustursverk, sem skattalögin eru, þurfi rækilegrar endurskoðunar við, og er vart annað hugsanlegt en stjórnin neyðist til að láta undan þeim kröfum. Þeirri skoðun vex stöðugt fylgi, að þeir sem lokið hafa fullu ævistarfi eigi að vera skattfrjálsir, eða þurfi a.m.k. ekki að greiða skatt af eftiríaunum og ellilifeyri. Óliklegt er þó að sú breyting verði gerð meðan þessi rikisstjórn er við völd, þvi -aó eftir ráðsmennsku hennar hingað til að dæma mun henni ekki veita af öllu, sem hún getur seilzt eftir niður i vasa þegnanna. En einhvern tima hlýtur að þvi að koma, að þetta réttlætismál aldraðs fólks verði borið fram til sigurs. Málgögn rikisstjórnarinnar hafa talið það mikinn kost á nýju skattalögunum, að nefskattarnir skyldu vera felldir niður Var jafnvel stundum gengið svo langt i þeim skrifum, að helzt var að skilja þau svo, að álögurnar hefðu lækkað sem nefsköttunum næmi. Nokkuð fóru þau þó að draga i land i þvi efni, þegar ljóst var orðið að heildarhækkun skatta var gifurleg hjá öllum þorra gjaldenda. Þá var það einnig notað til réttlætingar lagabreytingunni að ungt fólk hagnaðist á henni vegna þess að nef- skattarnir voru felldir niður. Ekki verður þó séð að það breyti neinu fyrir unga fram yfir fullorðna. Þeir ungu greiða skatta sina eftir sömu reglum og hinir, nema rétt skyldi vera það sem einhvers staðar hefur verið bent á, að með niðurfellingu nefskatt- anna kunni eitthvað meira af álögum ungmenna að lenda á foreldrum þeirra eftir breytinguna en áður. Var það rökstutt með þvi að nefskattareikningarnir voru sendir beint til æskufólksins og sumt af þvi, sem hafði sæmilega sumarvinnu, taldi sóma sinn að greiða þá sjálft, en nú séu þessi gjöld lögð á foreldrana með nýjum hætti. Það versta við skattalögin er þó, að þau miða að þvi eins og fjármálastefna stjórnarinnar öll, að draga fjármagnið frá borgunum og fyrirtækjum þeirra til rikisins og efla þannig miðstjórnarvaldið eftir austrænni fyrirmynd. Valdsvið sveitarstjórn- anna hefur verið þrengt stórlega og tekjustofnar þeirra rýrðir jafnframt þvi sem skattheimta rikis- ins hefur vaxið úr hófi fram. Þar á ofan reynir rikis- valdið að ná til sin sparifé landsmanna með öllum tiltækum ráðum, eins og útgáfu spariskirteina, rikissjóðsvixlum o.s.frv. Hér stefnir allt að einu marki og þjónar sama vilja. Það leynir sér ekki hverjir hafa mótað stefnu og málefnasamning rikisstjórnarinnar. Hand- bragðið er auðþekkt. Alþýðubandalagsmenn mega sannarlega vel una sinum hlut. Þeir hafa fengið vilja sinum framgengt i flestum efnum, og þeir hugsa sér áreiðanlega að fylgja þeim sigri eftir og herða sóknina fremur en að draga úr henni, ef dagar stjórnarinnar eru ekki senn taldir. „Þegar Colosseum fellur, fellur Róm- og heimurinn með' Kæruleysi yfirvalda, óhreinindi og stöftugur titringur vegna um- fcröarinnar er smátt og smátt aö eyöileggja hinar fornu og fögru byggingar i Itóm. Fyrir 1.200 árum spáöi engilsaxneski munkurinn Kcda, „Svo lengi sem Colosseum stendur, stendur Róm. Pegar Colosscum fellur, fellur Kóm — og heimurinn meö” Nú er svo komiö aö hinir hjátrúafullu geta fariö aö veröa hræddir, þvi, aö Coloseum er aö falli komiö. iMánuöum saman hafa steinar hruniö úr múrnum og sprungur myndazl i vcggi. Fyrir stuttu skipuðu yfirvöld i Róm að girða Colosseum af. Það var orðið of hættulegt að hleypa fólki til að skoða það. Núna geta ferðamenn aðeins skoðað Colosseum með þvi að ganga eftir þröngum gangi sem gerður hefur veriö meðfram veggjum þess. Vegna þrengsla sem myndast i ganginum, þegar margir ferða- menn eru þar i einu, hafa leið- sögumenn nú komið upp hrað- skoðunarferðum. Sumum ferða- mönnum gefst aðeins timi til að smella af einni eða tveim mynd- um. Aðalorsök fyrir niðurniðslu byggingarinnar er ófullnægjandi eftirlit og viðhald, hristingur af völdum umferðar og eyðingar- máttur veðra og vinda. Illgresi hefur vaxið upp á milli steina og losað um þá. Colosseum var byggt árið 80 e.K. og gat rúmað allt að 53000 áhorfendur. Vigsluleikirnir stóðu yfir i 100 daga. Á miðöldum eyðilögðu jarðskjálftar tvo yztu múrana. Mikið af steinum þeim, sem hrundu úr veggjunum þá, voru teknir og notaðir i aðrar byggingar. I byrjun 19. aldar fyrirskipaði páfinn viðgerð á Colosseum og 1924 reyndi Mussolini að festa 10.000 verka- menn við viðgerðir og endur- byggingu Colosseum. Núna vakna ttalir upp við vondan draum. Þeim hefur allt i einu orðið ljóst að ekki aðeins Colosseum, heldur tugir annarra fornminja Hggja undir skemmdum. Leikhúsið Forum Romanum varð að girða af vegna öryggis ferðamannanna. Dóm- kirkjan i Milano sekkur á hverju ári einn cm. „Milano sekkur með kirkjunni eins og Feneyjarborg sekkur” segir vikuritið Oggi. 1 byrjun september lokuðu yfirvöld i Milano dómkirkjutorginu fyrir allri umferð til að reyna að vernda kirkjuna fyrir titringnum. Árangurinn varð algjört um- ferðaröngþveiti i miðborginni. Rómverskir sérfræðingar hugsa sér frekar að reyna að stöðva titringinn i jöröinni um- hverfis Colosseum með sérstök- um dempurum. heldur en að banna umferð i nágrenni 'þess. Gúmmiframleiðslufyrirtækið Pirelli hefur nú þegar notað slika dempara tvisvar i Róm. Lagðar Colosseum, ein frægasta bygging heims, meö áróðursspjöldum stjórn- málaflokkanna frá kosningu i vor fyrir framan. Illlllllllll Umsjón: Þór Matthiasson eru gúmrrHplötur undir akbraut- irnar. Þær minnka titringinn um 80%. Aðrir aðilar en Rómaborg vilja núna reyna að bjarga Colosseum. Bandariskur milljónamæringur Thomas. Merrick að nafni vill kaupa Colosseum. Merrick sendi umboðsmann sinn, sem er kona Fausta .Vitali að nafni. til Rómar, þar sem hún átti að reyna að komast að samkomulagi við róm- versk yfirvöld. Hafði hún i fórum sinum ávisun sem hljóðaði upp á 10.000 dali. átti þessi upphæð að Eins og sjá má er Colosseum illa farið, enda hefur litið sem ekkert verið gert til að halda byggingunni við. vera fyrirframgreiðsla fyrir Colosseum. Tilboðið er upp á 900 milljónir króna, en einnig býður hann 1.800 milljónir króna sem verja á til viðhalds og endurbóta á Colosseum. Tilboð þetta hefur mælzt mjög misjafnlega fyrir á ltaliu. Mörg itölsk blöð segja, að það sé hrós- vert að Amerikumaðurinn sýni meiri áhuga á viðhaldi Collosse- um heldur en rómversk yfirvöld hefi gert. Aftur á móti hafa mörg blöð lýst þvi yfir að Merrick sé brjálæðingur. Margir hafa kallað hann mann haldinn stórmennsku- brjálæði. Rómverskur embættis- maður sagði, að Merrick væri einn þeirra manna, sem héldu að þeir gætu gert allt fyrir peninga. Sum blöð hafa sagt að Rómverjar ættu að vera Merrick þakklátir fyrir það sem hann vill gera til að vernda Colosseum frá skemmd- Merrick var orðinn milljóna- mæringur þegar hann var þritug- ur. Peninga sina hefur hann grætt með að fylgja dyggilega máltæki sinu, sem er „griptu tækifærið þegar það býðst”. Hann hefur keypt mikið af fornminjum viða um heiminn og haldið þeim við. Siðan hann gerði tilboð sitt i Colosseum hefur siminn ekki þagnað heima hjá honum eitt augnablik. Hringt er til hans frá öllum hlutum heims. Ýmist er það fólk sem vill þakka honum, eða aðrir sem vilja skamma hann og svivirða. Merrick er ýmsu vanur og lætur sér þvi ekkert bregða vegna allra látanna, sem tilboð hans hefur ollið. Hvort sem itöisk yfirvöld sam- þykkja tilboð hans eða ekki. þá er nauðsynlegt að eitthvað róttækt verði gert til að bjarga Colosseum og öðrum fornminjum sem iiggja undir skemmdum, hvort sem það er á ítaliu eða annars staðar i heiminum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.