Vísir - 07.10.1972, Side 7

Vísir - 07.10.1972, Side 7
Visir Laugardagur 7. október 1972. 7 | IIMIM 1 s SÍÐAIM = Umsjón: Edda Andrésdóttir Enn er ekki hægt að segja með vissu hvort efnið Bcg sem við sögðum frá hér á siðunni er töfralyf, sem kemur til með að útrýma krabbam einssjúk- dómum. Það hefur vakið geysi- lega athygli, og stöðugar um- ræður og rannsóknir fara fram. israelskur sérfræðingur Dr. Jókvœðar og neikvœðar niður- stðður í tilraunum ó bcg David W. Weiss, hefur ásamt nokkrum öðrum sérfræðingum komizt að raun um það eftir rannsóknir og tilraunir, að þrátt fyrir það að bcg sé til þess hægt aö drepa niður krabbameins- bakteriur i ýmsum dýrum sem tilraunir hafa verið gerðar á, geti það haft þau slæmu áhrif aö það æsir krabbameiniö upp i öðrum dýrategundum. Hverjar ástæöurnar eru fyrir þvi, er ekki vitað. Þvi sézt að enn er ekki hægt að fullyrða um töframátt þessa lyfs, þrátt fyrir það að áður hafi verið gefin út skýrsla af Dr. Michael Hanna, sérfræðingi hjá Alþjóðlegu Krabbameinsstofn- unni, sem haldið hefur þvi fram að rannsóknir á dýrum og árangur við þær hafi reynzt 100 prósent, og vakið þar með vonir fólks um of. Nokkuð af þvi, sem þar var sagt, var þó borið til baka af Krabbameinsstofnunni. En aðrir vilja þó sanna ágæti þessa efnis bcg. Hópur rann- sóknarmanna i Chicago heldur þvi fram að bcg, sem samsett er af berklabakterium úr naut- gripum, sé hugsanleg vörn gegn einni tegund af krabbameini i börnum, þ.e. hvitblæöi.Það sem þeir hafa fyrir sér i þeim efnum, er rannsókn og tilraun sem gerð var á þúsundum barna i Chicago á árunum 1964 til 1969. 1 rannsókninni var athuguð heilsa svartra barna i gegnum sex ár. Fylgzt var með 54.414 börnum, sem sprautað höfðu verið við fæðingu með bcg og öðrum 172.986, sem ekki höfðu verið sprautuð. Af þeim börnum, sem sprautuð höfðu verið með bcg lézt aðeins eitt barn úr hvit- blæði, en vitað var um 21 barn, sem látizt hafði úr hvitblæði af þeim, sem ekki höfðu verið sprautuð við fæðingu. Astæðan fyrir þvi að svört börn voru aðeins rannsökuð er sú, að 97% af öllum þeim sem fæðast i Cook County Hospital i Chicago, eru svartir. En á þvi sjúkrahúsi var rannsóknin gerð og byggð á þeim skýrslum, sem þar voru til. 1 skýrslum sem borizt hafa frá Alþjóðlegu Krabbameins- stofnunni segir, að þrátt fyrir þessa jákvæðu niðurstöðu, megi ekki fullyrða að bcg sé lyf sem geti komið til með að varna hvitblæði, og telja rannsóknina ekki fullnægjandi. Þrátt fyrir allt er þó augljóst aö tilraunum við lækningu þessa algenga og erfiða sjúkdóms miðar mjög áfram, og eins og einn af öllum þeim fjölmörgu sérfræðingum sem nú starfa við rannsóknir sagði: „Þrátt fyrir neikvæðar niðurstöður i sumu, miðar okkur áfram. Nú er rétti timinn, og — haldið áfram við vinnuna”. — EA Samkvœmisklœðnaðurinn í vetur Fnlkinu er aftur farið að fjölga i bænum. Þeir sem fóru af landi brott yfir sumartimann eru nú flestir komnir heim aftur, annað hvort til náms eöa vinnu, og nú fækkar ekki fólkinu vegna sumarleyfa. Og um leið og skammdegið færist yfir og fólkihu fjölgar, lifna dans- staðirnir við og sainkvæmÍsUfið fer i fullan gang. Samkvæmislifið i heild sinni krefst þess i flestum tilfellum að fólk sé sæmilega til fara, og á ffnni dansstöðunum er þvi þannig háttað að flestar konur kjósa að koma i siðum kjólum. Kjólakaupin hljóta þvi að hefjast af krafti þegar vetrar, enda yfirleitt nóg úrvalið af siðum kjólum og stuttum i verzlunum hérlendis. Myndirnar hérá siðunni gætu verið ágætis hugmynd um það hvernig hafa á kjólinn, ef ein- hver veltir fyrir sér sniði ein- mitt nú. Flestir eru kjólarnir einfaldir i sniði og saum, nema þá einna helzt samfestingurinn sem sést á einni myndinni, en hann krefst kannski ofurlitið lengri tima við saumavélina en kjólarnir. Samfestingurinn er úr gulu þunnu efni, en við hann er borinn svartur, nokkurs konar túrban. Kjóllinn við hliðina er úr svörtu ullarkrepefni. Stuttu kjólarnir tveir á annarri mynd eru úr bleiku og gulu efni. Ekki finir, en þó lát- lausir og skemmtilegir. A enn annarri mynd er blár kjóll úr eins konar nælon efni, en við hann er borin rauð hálsfesti og rauðir skór. Hálsmál og ermar á kjólnum sem sést á einni myndinni er mjög skemmtilegt. Þetta snið má nota bæði við siða og stutta kjóla, og fer sennilega bezt á þunnu efni. —EA Það er mælt með STANLEY málböndum Næst þegar þú kaupir verkfæri, vertu viss um að það sé STANLEY

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.