Vísir - 07.10.1972, Blaðsíða 3

Vísir - 07.10.1972, Blaðsíða 3
Laugardagur 7. október 1972. 3 Enginn Vísir til Akur- eyrar á miðvikudögum — vegna breytinga á flugi Sárreiðir kaupendur Visis á Akureyri hafa hringt undanfarið og kvartað yfir þvi að fá ekki iniðvikudagsblaðið fyrr en á fimmtudag. llafa þeir haft orð á, að það sé einkenniiegt að engin flugferð skuli vera frá Reykjavik til Akureyrar frá hádegi á mið- vikudag til fimmtudags. „Þessi kvöldferð á miðviku- dögum var mjög litið nýtt og þess vegna ákveðið að fella hana niður” sagði Sveinn Sæmundsson blaðafulltrúi F.f. þegar Visir hafði samband við hann. En hann tók fram að þetta yrði sennilega siðasti veturinn sem ekki væri kvöldferð á hverjum degi milli Reykjavikur og Akureyrar. Þá tók Sveinn fram, að i vetur eru 17 ferðir i hverri viku miili Reykja- vikur og Akureyrar á móti 15 i fyrra Af þessum 17 ferðum eru 13 beinar.en áður var mikið flogið i gegnum Húsavik til Akureyrar. Við verðum þvi að biðja kaupendur Visis á Akureyri og i Eyjafirði að sýna þolinmæði á miðvikudögum i vetur og vonum að blaðið komist til þeirra snemma á fimmtudögum. Yfir sumartimann er Visir kominn til Akureyrar litið seinna en farið er að selja hann á götunni i Reykja- vik. -SG. Nýju lögin kosta milljón á togara llækkuð iðgjalda nemur um fimm hundruö þúsund krónum á ári á hvern togara, vegna nýju laganna um tryggingar sjó- manna, samkvæmt útreikningur Bæjarutgerðar Reykjavikur. Úlgeröarráð samþykkti á fundi sinum i gær aö tryggja skipverja á togurum BÚR til bráðabirgða samkvæmt boði tryggingafélag- anna. Er þelta gert i trausti þess, að þegar samið verði um starfs- grundvöll togaraútgerðarinnar hálfa — segir BÚR fyrir komandi ár milli fulltrúa L.i.ú. og rikisstjórnarinnar, verði tekiö fullt tillit til þeirra auknu utgjalda, sem hækkun ið- gjaldauna hefur i för með sér. — SG AIISSKILNINGUR AÐ VIÐ SÉUM HÆRRI — segir forstjóri Brunabótafélagsins „Það er algjör misskilningur að við séum með eitthvað annað verð á okkar slysatryggingum til sjómanna heldur en önnur félög. Gjaldskráin er sú sama hjá öllum tryggingafélögunum” sagði Ásgeir ólafsson, forstjóri Brunabótafélagsins, þegar Visir ræddi við hann i morgun. Ásgeir sagði að Magnús Kjart- ansson ráðherra hefði beðið sig að athuga möguleika á að félagið tæki að sér þessar tryggingar, sem hann og gerði. Að athugun lokinni gerði Brunabótafélagið tilboð um heildartryggingu allra sem skráðir væru á islenzk skip. Þá yrði aðeins gefið út eitt tryggingaskirteini og siðan væri það einn aðili sem bæri ábyrgð á greiðslu iðgjalda. Þetta tilboð þótti ekki aðgengilegt, heldur var ákveðið að hver útgerðarmaður um sig gæti tryggt hjá sinu félagi. „Þar með var okkar tilboð úr sög- unni og þessar tryggingar fara eftir samræmdri gjaldskrá félag- anna. Þessi tala sem fram hefur komið, 2.200 krónur fyrir manninn, er ekki frá okkur kom- in. Þessi tala virðist tilkomin vegna hækkunar á tryggingu skipverja á Svalbak úr 600 þús- undum upp i 3 milljónir”, sagði Ásgeir Olafsson. Búizt er við að þessi lausn á tryggingamálunum standi til ára- móta og á þeim tima gefist þing- mönnum tækifæri til að endur- skoða og lagfæra þau lög, sem þeir samþykktu einróma á siö- asta alþingi. —SG Það er rigning, sem hann Jón „minus”, leikbrellumeistari þeirra Brekkukotsmanna er að framleiöa. Og þetta þurfti að gera hér i Reykjavík þar sem rignt hefur látlaust vikum og mánuðum saman. En húsið varð að vera blautt fyrir myndatökuna og ekki hafði rignt. Alfgeir (Arni Arnason) himir upp við vegg, en statisti i hlutverki „gamals manns” er við dyrnar. Árni Arnason fékk þarna óvænta sumarat- vinnu, og vegna anna við kvikmyndaleik hefur námiö orðið að sitja einum um of á hakanum, sagöi hann sjálfur i gærkvöldi, en hann er á 3. vetri við Menntaskólann við Hamrahlið. Ekki kvaðst hann ætla að leggja leik fyrir sig i framtiðinni, en láta sér nægja endurminninguna um þessa miklu myndatöku, sem hér hefur farið fram i sumar. — JBP— ÞAÐ VANTAÐI RIGNINGU! onn Vann með fullu húsi Þráinn Sigurðsson vann sept- embermót Taflfélags Reykja- vikur með fuliu húsi, 5 vinningum af 5 mögulegum. Hann var aldursforseti mótsins, en nú eru nær 40 ár siðan hann tefldi með Olympiusveit islands i Folke- stone 1933. Þráinn var vel að sigr- inum kontinn, vann tvo hættuleg- ustu keppinautana. Braga Hall- dórsson og Jón Þ. Þór I siðustu umferðunum, 1 2. sæti varö Jón Baldursson nteð 4 1/2 vinning, en siðan komu Jón Þ. Þór, Jón Úlf- Ijótsson og Palmi Sighvatsson ineð 4 vinninga. Þátttakendur voru 50 talsins. Næst á dagskrá T.R. cr haustmót félagsins sem liefst sunnudaginn 22. október. A Olympiuskákmótinu eru Sovétmenn að missa þá forystu sem þeir hafa haft allt frá 1954. Mesta áfallið var þegar Pet- roshan tapaði gegn Hubner, V- Þýzkalandi i 2. umfer úrslita- keppninnar. Þetta er fyrsta tap- skák heimsmeistarans fyrrver- andi á Olympiumóti frá byrjun og þótti þvi töluverður viðburður. Islenzka sveitin hefur staðið sig mjög vel i B-riðlinum og á góða möguleika á sigri. A meðan beðið er eftir skákum frá Olympiu- mótinu skulum við lita á tvö lær- dómsrik endatöfl. 10. Ke5 Hg4 11. g7+ Kg8 (Svartur þolir ekki hróka- kaupin. Eftir 11.... Hxg7 12. Hxg7 Kxg7 13. Kxd5 Kf7 14. Kc6 vinnur hvitur.) 12. Hxa7 Hgl 13. Kxd5 Hcl 14. Kd6 Hc2 15. d5 Hcl 16. Hc7 Hal 17. Kc6 Hxa4 18. d6 Gefið. (Eftir 18. .. Hc4+ 19. Kb7 Hd4 20. d7 b5 21. Hc8+ Kxg7 22 d8D er öll von úti). 1 1 1 ;’-i • t t i Í t A B.C D E. F G H • t t 1 t I t i t i i i <§> ABCOEFGH Ilvitt: Stahlberg Svart: Tartakower 1934. Hér er hvitur augljóslega með tapað tafl. Eina vonin er að svart- ur sé full sigurviss og upp á það teflir hvitur meö: 1. c4! (Nú er einfaldast fvrir svartan að leika 1....Kf6 og hiröa peðið á g6. En hann uggir ekki að sér og gengur i gildruna.) Ilvitt: Capablanca Svart: Tartakower New York 1924. Hér er komin upp staða sem allt gæti gerst i. Einn möguleiki er: 1. Hd7 Hxc3+ 2. Ke 2 Hc4 3. Hxd5 Hxa4 4. Hxf5+ Kg2. 5. Ke3 með tvisýnum möguleikum. Það var sagt um Capablanca að það sem aðrir þyrftu vikur til að sjá, sæi hann i sjónhendingu. Hér sjáum við sýnishorn af snilli Capa i endatafli. 1. Kg3! Hxc3+ 2. Kh4! Hf3 3. g6 Hxf4+ 4. Kg5 He4 5. Kf6! (Með þvi að fórna tveim peðum hefiir hvitur tryggt sér vinnings- stöðu. Staða sem þessi sýnir hversu mikilvægu hlutverki kóngurinn gegnir i endatafli, en hér er það samspil hvita kóngsins og hróksins sem ræður úrslitum.) 1.... dxc4?? (Þar með breytist vinnings- staða i tap.) 2. h4 a5 (Ef 2... Kf5 3. h5 Kg5 4. d5 Kf6 5. d6 Ke6 6. h6 og vinnur.) 3. h5 a4 4. Kd2 b5 5. d5+! Kd7 6. h6! (Hvitur má engan tima missa, þvi eftir 6. Kc3? a3 7. h6 b4 hefur svartur bjargað sér.) 6... a3 7. Kc2! b4 8. hxg7 b3+ 9. Kbl! 5. Kg8 6. Hg7 + Kh8 7. Hxc7 He8 8. Kxf5 He4 (Eftir 9. Kc3? a2 10. Kb2 c3+ 11 Kal c2 12. Kb2 alD+ ynni svart ur.) (Svartur gerir sitt bezta, reynir að ná mótsókn til að trufla hvitan, en úrslitin eru þegar ráðin.) 9. ... a2+ 10. Kal! c3 11. g8D og hvitur vann. 9. Kf6 Hf4 + Jóhann örn Sigurjónsson. SAFNA í BJÖRGUNARHÚS Hrærivél, kjötskrokkur, skips- ferð til Vestmannaeyja, klæðnaður úr tizkuverzlun og fleira verður á hlutaveltu þeirri cr Kvennadeiid Slysavarnar- félagsins i Reykjavik heldur á morgun, sunnudag og hefst hún kl. 2. „Ofter þörf, en nú er nauðsyn”, segja þær kvenfélagskonurnar. Björgunarhús er verið að byggja á Grandagarði 1, á vegum deild- arinnar sjálfrar og Slysavarnar- félagsins, og byggir kvennadeild- in sjálf efri hæðina. Hlutaveltur Kvennadeildarinnar hafa gengið mjög vel þegar þær hafa veriö haldnar á haustin, en þær eru til húsa i kjallara Iðnskólans á Skólavörðuholti. Segja konurnar fyrirtæki hafa verið mjög vinsamleg og margt muna borizt til þeirra, en á hluta- veltunni er ekkert núll og ekkert happdrætti. — EA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.