Vísir - 17.12.1972, Blaðsíða 1

Vísir - 17.12.1972, Blaðsíða 1
f>2.árg. — Mánudagur lT.desember 1972 — 290. tbl. Kappsigling við leka Margar vörur hœkka nú SJÁ BLS. 3 Skoðanakönnun Vísis: Meirihlutinn vill auka ferðamanna- straum hingað Vist fáum viö sifellt fleiri krónur fyrir doilarana, pundin, mörkin og svo fram- vegis, sem feröamenn færa okkur. Kn of mikiö af öliu má gera. Visir geröi könnun á afstööu landsmanna til þess, hvort æskilegt væri að st- órauka f eröa m a nna - strauminn bingaö. I>etta var rc.vndar gert, áöur en gengislækkun varö á allra vörum nú. Umtalsverður meirihluti landsmanna vill stórauka feröamanna- strauminn og telur gjald- eyristekjurnar af honum meira viröi en tjón á ná.ttúru og menningu, scm hugsan- lega kynni af aö leiöa. SJA BLS. 2 Stríðsfangarnír, sem „eru ekki til" Þeir 1105 noröur-viet- niimsku striösfangar, sem Thieu forseti S-Vietnam hýöst til aö framselja, eru „ekki til” i augum Ilanoi- stjórnarinnar. L>eir fá aldrei bréf, aldrci pakka aö heiman. Sjá BLS. 6 Jólagjöfum pakkað í lit- myndasögur Yísis? Nú fara menn að pakka jóla- gjöfunum, og kannski vilja menn breyta vananum og pakka eitthvað öðruvisi, til dæmis í skókassa! Þá geta litmyndasögur Visis komið að góðum notum. SJA INNSÍÐU A BLS. 10 Bílainnflytjendur lögðu mest kapp á að afgreiða úr tollinum — Sjá baksíðu Víetnamviðrœð- urnar í strand — Sjá bls. 5 Sakar ísraelsmenn um pyntingar á Palestínuaröbum — Sjá bls. 5 ■<> ' i««pA f., t* ' :ö>: >t,J5£l Fí' «0 lítUK tON mi K« A8ST8K.SC (l <01 1» ESC8D0S t mnsmi mF wm m lEnmtónui m (UlBLBOUAt 0510 .v >.0“’0 , 00*» fA«5 »ns5fl Dollar gœti hœkkað um 15,25% Hannibalistar fóru með sigur af hólmi innan ríkisstjórnarinnar. — Gengislœkkunin 10,7%, en aukin sveigjanleiki í gengisskráningu Vikulöngum átökum innan rikisstjórnarinnar liefur nú lyktað ineð sigri llannibalista og gengislækkun íslenzku krónunnar. Seðlabank- inn tilkynnti i gær, að gengið hefði verið lækk- að um 10.7% Jafnframt var tilkynnt, að tekið verði upp 2.25% frávik til hvorrar áttar frá miðgengi, ef lagabreyt- ing þar að lútandi nær fram að ganga á alþingi. Gengið getur þvi hækkað eða lækkað um alls 4.5%, eftir að gjaldeyrisviðskipti verða afturgefin frjáls, — væntanlega á morgun. Það var ekki fyrr en seint á sunnudag, sem rikisstjórnin komst loks að samkomulagi um, hvaða leið skyldi farin til lausnar efnahagsvandanum. Þó var ljóst þegar á föstudag, eins og Visir skýrði frá i laugardagsblaði, að gengið yrði fellt. Ráðherrar Alþýðubandalagsins hafa þó greinilega ekki viljað gefa eftir fyrir kröfu Hannibalista um gengislækkun fyrr en fullreynt var, hvort ekki væri unnt að neyða þá til annarra aðgerða. Eining varð um það innan rikis- stjórnarinnar, að skeröa ekki visitöluna, þ.e. að allar verðlags- hækkanir, sem hljótast af gengis- lækkuninni verði bættar með visi- tölugreiðslum. Visitalan mun þó ekki breytast fyrr en 1. marz, sem þýðir að rikisstjórnin fær um þriggja mánaða frest áður en verðlagshækkanir ná-að hækka launin aftur. Gengislækkunin, sem nú hefur verið ákveðin samsvarar þvi, að verð á erlendum gjaldeyri hækk- ar um 12%. Auk þess gæti gjald- eyrir hækkað um 2.25% eins og frávikið gerir ráð fyrir. Banda- rikjadollar hefur verið seldur undanfarið á um 1% undir stofn- gengi, þannig, að Bandarikjadoll- ar gæti hækkað um 15.25% þegar gjaldeyrisviðskipti verða aftur gefin frjáls. Annar gjaldeyrir getur hækkaö nokkuð i samræmi við það, þó misjafnt. -VJ „STALU" SINUM EIGIN BÁTI og Landhelgisgœzlan náði þeim. Voru drukknir og á leið til Stykkishólms ölvaöir skipverjar á bátnum Gylli ÍS 508, tóku bátinn i óleyfi og hugöust sigla honum til Stykkishólms. Landhelgisgæzlan fékk beiðni um að finna bátinn og færa hann til hafnar, klukkan 02.25 i nótt. Gyllir fannst kl. 06,30 i morgun og fylgdu skipverjar varð- skipinu möglunarlaust til hafnar i Reykjavik og tók lög- reglan þar á móti þeim. Þegar varðskipið fann bátinn, var hann um 2 sjómilur út af Engey. Menn þeir, sem tókú bátinn, voru eins og áður segir skip- verjar á honum og þar að auki munu þeir hafa verið eigendur bátsins að hluta að minnsta kosti. Einn skipverja tilkynnti lögreglunni og siðan Land- helgisgæzlunni að báturinn hefði verið tekinn. Ekki er vitað hvort hann hélt að um þjófnað væri að ræða, eða hvort hann hefur vitað hverjir voru á ferð. Bálurinn var tekinn úr Reykja- vikurhöfn. —LÓ Hannibal og Björn hafa svínbeygt forsœtisráð- herra og kommúnista — segir Jóhann Hafstein, formaður Sjálfstœðisflokksins „Það hlýtur aö koma almenn- iugi algjörlega á óvart, aö núver- andi rikisstjórn skuli telja gengis- lækkun óhjákvæmilegt bjargráð. Eftir áfallaárin 1907-09 liefur vcr- iö citt mesta uppgangsskeiö þjóö- arinnar i cfnahagslegu tilliti”, sagöi Jóhann Ilafstein, formaður Sjálfstæðisflokksins, þegar Visir leitaöi til hans i morgun. „Fyrir kosningar og siðan hafa núverandi stjórnarflokkar for- dæmt gengislækkun til lausnar i efnahagsvanda. Nú beita þeir henni sjálfir i einu mesta góðæri til lands og sjávar. Vitað er, að forsætisráðherra hefur viljað framfylgja allt öðrum aðgerðum. Að minum dómi er gengisfelling krónunnar hvorki stjórnarráðstöfun i sam- ræmi við yfirlýsta stefnu rikis- stjórnarinnar né afleiðing af að- steðjandi utanaðkomandi erfið- leikum i efnahagslifi þjóðarinnar. Hún er lokaþáttur valdatafls inn- an rikisstjórnar þriggja ósam- stæðra stjórnarflokka. Hún er vitnisburður um forystuleysi inn- an rikisstjórnarinnar. Það eru Hannibal Qg Björn Jónsson, sem hafa svinbeygt forsætisráðherra og kommúnista.” -VJ Við berum fulla ábyrgð á þessari gengislœkkun — segir Magnús Kjartansson, ráðherra Alþýðubandalagsins Leysir ekki vandann segir Gylfi Þ. Gíslason, formaður Alþýðuf lokksins — Sjá baksíðu Og hér falla siöustu erlendu myntirnar i morgun á töflunni þeirra I Landsbankanum, portúgalskir escudos, og pesetarnir, sem hinum mörgu Spánarförum er svo annt um. (Ljósmynd Vísis BG)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.