Vísir - 17.12.1972, Blaðsíða 6

Vísir - 17.12.1972, Blaðsíða 6
6 Visir. Mánudagur 18. desember 1972 Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Rit§tjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14. Simi 86611 (5 linur) Askriftargjald kr. 225 á mánuöi innanlands i lausasölu kr. 15.00 eintakið. Blaðaprent hf. Krónunni fórnað Rikisstjórnin hefur talað, og krónan er stýfð. Sú varð niðurstaða átakanna i stjórninni, að það úrræði var valið, sem stjórnarliðar höfðu harðast formælt áður. Ný skriða verðhækkana mun riða yfir i kjölfar gengislækkunarinnar. 10.7 prósent gengisfelling mun valda sam- svarandi verðhækkun á vörum, sem eru fluttar inn til landsins. Ekki þarf að fjölyrða um, að i þeim flokki eru flestar almennar neyzluvörur að frátöldum kjöt- og mjólkurafurðum. Ættu kjara- samningar að standa, ættu launþegar að fá þessa hækkun bætta, að visu eftir á. Gengisfelling bætir hins vegar hag útflutnings- atvinnuveganna, sem fá fleiri krónur en áður fyrir 1 hvern dollar eða pund, sem þeir selja fyrir erlendis. Þeir fá þannig fleiri krónur til að greiða með kostnað innanlands. Þó nægir 10,7 prósent gengisfelling ekki lengi i þessum efnum miðað við upplýsingar um stöðu atvinnuveganna nú. Stjórnin segir að visu, að verðhækkanirnar eigi að koma fram i hækkun kaupvisitölu. Ef svo væri, má búast við, að nýrrar gengisfellingar yrði brátt þörf til að mæta hækkun tilkostnaðar atvinnu- veganna. Þvi er ekki séð, hvernig unnt er að framkvæma þessa gengislækkun án kjaraskerð- ingar. Samtök frjálslyndra lögðu til i rikisstjórninni, að gengi yrði fellt um 16 prósent. Flokkurinn bar þessa kröfu fram með ákveðni og taldi, að þessi aðferð væri „hreinust”, eins og raunar hafði verið niðurstaða sérfræðinganna i valkostanefnd- inni svokölluðu. Alþýðubandalagið vildi hins vegar fara styrkja- og uppbótaleiðina, ekki sizt fyrir þær sakir, að hún var talin ógreinilegri og heppilegri til að villa um fyrir almenningi. Ólafur Jóhannes- son forsætisráðherra hafði áður borið fram eigin tillögur, og Framsóknarmenn féllust á aðferð, sem var mjög svo dullarfullur grautur ýmissa tillagna valkostanefndar. Samtök frjálslyndra höfnuðu þessum tiilögum samstarfsflokkanna með hörku, eins og segir i leiðaraÞjóðviljans i gær: „...mörgum þykir hins vegar gegna nokkurri furðu, hversu ákveðið einn stjórnarflokkanna hefur hafnað tillögum um aðrar leiðir en eigin valkost.” Ákvörðunin um 10,7 prósent gengisfellingu er eins konar málamiðlun þessara sjónarmiða i stjórninni. Hún er til þess ætluð, að Samtök frjálslyndra geti ekki hrósað happi yfir að hafa kúgað samstarfsflokkana, þótt að tillögum þeirra sé gengið i verulegum mæli. Aðalverkefnið var að halda stjórnarsam- starfinu gangandi enn um hrið. En hvað gerist næst, þegar verðhækkanirnar fara að sverfa að almenningi og kaupgetan minnkar? Hvað verður 1. marz, þegar kauphækkun kemur til? Á þá að lækka gengið fljótlega aftur, svo að blekking visitölutengslanna fái að haldast enn um sinn? Þessi gengislækkun er einsdæmi að þvi leyti, að hún er heimatilbúin af rikisstjórn vegna eyðslu- stefnu og ráðleysis, en ekki til komin vegna vand- kvæða á erlendum markaði, þar sem verðlag er i hámarki um þessar mundir. Hún er gerð, meðan gjaldeyrissjóðir eru enn miklir. Hún er böl, sem vinstri stjórnin hefur skapað og við þurfum öll að gjalda. Frönsku hermennirnir, sem lentu i striðsfangabúöum kommúnista i Indókínastyrjöldinni, heföu ekki hugsaö sig tvisvar um, spurðir uin, hvort þeir vildu heim eöa vera áfram um kyrrt. — En norðurviet- nömsku striösfangarnir sögðu Rauöa krossinum, að þeir vildu ekki fara. Sleppa fangarnir úr prísundinni fyrir jólahátíð? I>eir 1105 noröurvietnömsku striösfangar, sem Nguyen Van Thieu forseti bauöst til þess að framselja án nokkurra skiiyröa ,,eru ekki til” i augum Ilanoi- stjórnarinnar. l>eir fá aldrei bréf, aldrei pakka aö heiman, þvi aö væri þeim sent slikt frá Noröur-Vietnam, jafn- gilti þaö þvi, aö Ilanoistjórnin viöurkenndi i verki tilveru nóröurvietnamskra herja i Suður- Vietnam. — En þeir hafa til dagsins i dag staöfastlega neitaö þvi. bvi verða þessir fangar enn um sinn kyrrir á Pho Quoc-eyju þar sem sérhver dagur liður i algeru tilbreytingarleysi, hver öðrum likur, eins og fangarnir sem sitja á hækjum sinum i skugga fyrir sólinni, allir i upplituðum skyrt- um með stöfunum T.B. (viet- namska skammstöfunin fyrir striðsfangi) prentuðum á bakinu. í tilfinningarikri ræðu i suður- vietnamska þjóðþinginu lagði Thieu til, að báðir aðilar slepptu öllum striðsföngum fyrir jól. Thieu sagðist skyldi láta lausa án allra skilyrða 1105 norðurviet- namska striðsfanga á fyrstu dögum jólavopnahlésins til þess að sýna hug sinn i þessu efni. Heimildir, sem standa nærri stjórn fangabúðanna á Pho Quoc- eyju, þar sem fjöldi Norður-Viet- nama og 21. 200 Viet Congar eru hafðir i haldi, herma, að forvigis- menn úr hópi fanganna vinni að þvi að skipta föngunum upp i ( flokka til undirbúnings og flýtis- auka, ef lausn þeirra bæri brátt að. Phu Quoc-eyja er i Siam-flóa, fjörutiu milur undan ströndinni. Þar eru allir norðurvietnamskir striðsfangar hafðir i haldi, fyrir utan átta hundruð sjúka og særða, sem eru i haldi á fangelsissjúkra- húsinu að Bien Hoa. — Og, jú, fjörutiu til fimmtiu hafa verið fluttir til Con Son-eyju, sem i tið [ franskra yfirráða var kölluð ,,Vara-Djöflaeyjan.” Þangað voru þeir fluttir fyrir að hafa brotið gegn meðföngum sinum. Lengi vel gældu yfirvöld Suður- Vietnam við þá hugmynd, að reyna að snúa norðurvietnömsku föngunum, og fá þá til þess að ganga i lið með Suður-Vietnam. ,,En svo er komið”, var haft eftir opinberum aðilum,” að stjórnin, ef hún fær þvi ráðið, vill helzt ekki, að Rauða kross- i nefndin spyrji fangana hvort þeir vilji fara heim eða vera um kyrrt. Hún vill helzt horfa á eftir þeim öllum norður, þvi að hún mun lita grunsemdaraugum hvern þann fanga, sem vill heldur vera áfram syðra — eins og málum er komið.” Flestar tilraunir til heim- sendingar á norðurvietnömskum föngum hafa runnið út i sandinn. Sú siðasta var gerð i júni i fyrra, en þá bauðst Thieu til þess að senda 660 særða striðsfanga til Hanoi. begar Rauði krossinn, sem að venju fylgist eftir mætti með þvi, að alþjóðareglum sé fylgt i meðferð striðsfanga og hefur milligöngu i öllum slikum heimsendingum — þegar hann spurði fangana, hvort þeir vildu fara heim eða vera um kyrrt, þá neituðu allir að fara. Að undan- skildum þó þrettán mönnum. Og tilraunin féll svo um sjálfa sig, þegar Norður-Vietnamar hunzuðu stefnumót sem hafði verið sett utan landsins, en þar áttu þeir að veita viðtöku þessum þrettán föngum, sem höfðu viljað heim. Tveir læknar frá Rauða krossinum heimsækja fanga- búðirnar nokkrum sinnum á hverju ári. Og þrir aðrir fulltrúar Rauða krossins hafa litið eftir þvi, að ákvæðum Genfarsam- komulagsins sé fylgt. Þeir hafa dvalið viku i fangabúðunum i hverri heimsókn. Thieu forseti lagði til, aö gert yröi vopnahlé um jólin, og fram yfir áramót til aö byrja meö, og öllum striösföngum yröi sleppt lausum, svo aö þeir kæmust heim til fjöl- skyldna sinna um hátiöirnar. Illlllllllll ® ŒJM2I Umsjón: Guðmundur Pétursson Fangarnireru hýstir i bröggum með bárujárnsþökum og steyptum gólfum. Hver hefur sina eigin dýnu til að sofa á, en rúmin eru langir trébekkir meðfram veggjum. Litið er eftir.þeim af vietnömskum fangavörðum, en euk þeirra starfa við fangabúð- irnar um þrjátiu bandariksir ráð- gjafar. ,,Þar sem við tókum til fanga þréttán þúsund þeirra, þá finnst okkur, sem við berum að nokkru leyti ábyrgð á meðferð þeirra,” sagði einn Bandarikjamaður sem heimsótti eyjuna i siðasta mánuði. Hann fyllyrti, að fangarnir fengju ,,öll þau fjörefni sem þeir þurfa, og auk þess 700 gramma daglegan hrisgrjóna- skammt. En hin venjulegu kvörtunarefni striðsfaíiga, sem annarra fanga, eru þarna við liði. Þannig finnst þeim of litið um kjúklinga og kjötmeti, til- breytingarsnautt - mataræði og mikil vinna lögð á þá.” ,,Hinir auðsveipari fangar” eins og hann orðaði það i viðtali við fréttamann AP, „rækta blóm og grænmeti i fangabúðagarðin- um, gera vandvirknislega við bragga sina, og vinna sér inn aura til þess að geta verzlað i fangelsisbúðinni. Það gera þeir með trésmiðum, járnvinnu ým- issi, svina- og kjúklingarækt og jafnvel með þvi að sauma ein- kennisbúninga”. Harðlyndari fangar rifa i tætlur bækur og timarit, sem þeim eru fengin, neita að horfa á kvik- myndir eða vietnamska sjón- varpið, sem þeir bægja frá sér fullvissir um, að þar sé aðeins áróður hafður á boðstólum. beir halda endalausa cellu-fundi og harðneita að snerta við þvi að gera við bragga sina. Þegar bardagarnir á vig- stöðvunum hörðnuðu á þessu ári, var gæzlan hert i fangabúðunum, og ýmislegt var þá afnumið sem föngunum var leyft áður. Þannig eru nú ekki leyfðar heimsóknir aðstandenda. Áður komu þó hundruðir eiginkvenna og foreldra Viet Cong-fanga til heimsóknar með ferju, sem var fjórar klukkustundir á leiðinni milli lands og eyjar. En aldrei sáust neinir vinir eða ættingjar Norður-Vietnamanna. Né heldur hefur nokkur þeirra fengið bréf eða kort sent að norðan. Reyndar hefur einungis eins og ein tylft fanganna sjálfra notað sér aðstoð Rauða krossins til að senda bréf heim.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.