Vísir - 17.12.1972, Blaðsíða 18

Vísir - 17.12.1972, Blaðsíða 18
Visir. Mánudagur 18. desember 1972 Útlitið dökknar stöð- ugt hjá Manch. Utd — eftir stórtap gegn Crystal Palace i Lundúnum á laugardag, 5-0 )i einhvern tima MBKM æ ‘ ".'T' OHH Þaöhefði einhvern tima þótt saga tii næsta bæjar, að um fjörutíu þúsund áhorfendur kæmu á Sel- hurst Park i Suður- Lundúnum í deilda- keppni, en á sama tíma væru aðeins 27 þúsund áhorfendur nokkrum kiló- metrum norðar á High- bury — hinum mikla leik- vangi Arsenal. En það var nú einmitt það, sem skeði á laugardag — minnsti áhorfendafjöldinn á leik- tímabilinu sá Arsenal sigra WBA 2-1 á sjálfs- markiá Highbury, en hins vegar fékk Crystal Palace beztu aðsókn á leik á leik- tímabilinu. Og það var ekki nóg með það, að tekjur væru miklar hjá Palace heldur vann liðiö mesta sigur, sem það hefur unnið i 1. deild og það á kostnað Manch. Utd., frægasta liðs eftirstriðsár- anna i Englandi. Fimm-núll voru lokatölurnar og það var sizt of mikið eftir gangi leiksins — möguleikar voru fyrir hendi að auka þá markatölu gegn liði, sem alveg var á botni getu sinnar. Manchester-liðið var með sömu leikmenn og að undan- förnu nema hvað fyrirliðinn Bobby Charlton var veikur, og George Best er enn i leikbanni hjá félaginu. Paddy Mulligan, irski bakvörðurinn, sem Palace keypti i haust, var fyrirliði Palace og skoraði fyrsta mark leiksins á niundu min. eftir að Don Rogers — bezti leikmaöur- inn á vellinum — hafði splundr- að vörn United. Nokkru siðar meiddist bakvörður Manch. Utd. Tony Dunne og næsta stundarfjórðunginn lék liðið með 10 mönnum meðan reynt var að koma Dunne i gagnið aft- ur. A meðan fékk Palace fjögur tækifæri til að auka við marka- töluna, en tókst ekki. Þegar út- séð var að Dunne mundi ekki ná sér var Denis Law sendur inn á völlinn — en þá opnaðist vörnin enn einu sinni og Mulligan skor- aði annað mark sitt i leiknum. Siðari hálfleikur var að mestu sýning hjá Palace og Rogers. Strax i byrjun siðari hálfleik einlék Rogers 50 metra — lék framhjá þremur varnarmönn- um og renndi knettinum i mark. 3-0. Alan Whittle, sem lék sinn fyrsta leik með Palace eftir söl- una frá Everton, skoraði fjórða markið með spyrnu af 18 metra færi, og siðasta markið skoraði Rogers, þar sem hann „dans- aði” kringum Alec Stepney, markvörð United, áður en hann renndi knettinum i mark. Norðar i Lundúnum lék Arsenal v ð lið, sem litið dregur að, West Bromwich Albion, og fólk i Norður-Lundúnum lét jólainnkaupin ganga fyrir leikn- um. Þrir af hinum föstu leik- mönnum Arsenal voru með flenzu og léku ekki — meðal annars markvörðurinn Bob Wil- son og Jeff Blockley. Allir leik- menn Arsenal viðloðandi aðal- liöið voru þvi á Highbury — (<nema þeir veiku — og enginn þeirra lék með varaliðinu. Arsenal fékk óskastart. A 8. min. missti markvörður WBA, Peter Latchford frá sér knöttinn og þegar Gordon Nisbit ætlaði að hreinsa frá — þvingaður af j i % ’'TÍ ■ Alan Ball — sendi hann knöttinn beint i eigið mark. Þessi Nisbit var áður markvörður hjá WBA, en hafði meira gaman að leika úti á vellinum — gerðisl bak- vörður með þeim árangri, að Ramsey hefur valið hann i landslið Englands, leikmenn yngri en 23ja ára. En áfram hélt leikurinn og alll útlit var fyrir góðan sigur ,,The Gunners”, en John Rad- ford skoraði annað mark Arsenal á 34. min. En fleiri mörk lókst Arsenal þó ekki að skora og tveimur min. fyrir leikslok skoraði Tony Brown með þrumuskoti efst i markið, sem Geoff Barnett kóm þó fingurgómunum á — en varð að sjá á eftir knettinum i markið. Þar var hann óheppinn, þvi hann hafði sýnt snilldarleik i markinu, og þvi ekki vist að Bob Wilson nái strax stöðu sinni aft- ur, þegar hann ris upp úr flenz- unni. Tony Brown var miðherji hjá WBA i stað Bobby Gould, sem hefur verið seldur til Bristol City. En þið eruð nú vist orðin óþol- inmóð eftir úrslitunum i get- raunaleikjunum. 1 Arsenal—WBA 2-1 1 Coventry—Norwich 3-1 1 C.Palace—Manch. Utd. 5-0 x Derby—Newcastle 1-1 1 Everton—Tottenham 3-1 x Ipswich—Liverpool 1-1 1 Leeds—Birmingham 4-0 1 Manch.C.—Southampton 2-1 1 Sheff.Utd.—Leicester 2-0 1 West Ham— Stoke 3-2 1 Wolves—Chelsea 1-0 2 BristolC.—Burnley 0-1 Flenzan hafði áhrif i nokkrum leikjum. Mikil blóðtaka var hjá Tottenham, sem lék án Martin Chivers, Mike England og Cyril Knowles, enda fór svo, að Ever- ton, sem hafði tapað sex siðustu leikjunum, vann Tottenham á heimavelli sinum. Joe Harper, sem Everton keypti frá Aber- deen fyrir 180 þúsund sterlings- pund, lék sinn fyrsta leik með sinu nýja félagi og þó miðherj- inn skozki skoraði ekki átti hann góðan leik. 1 hálfleik stóð 2-0 fyrir Everton. John Hurst skoraði með skalla á 23. min. og fyrirlið- inn Howard Kendall með þrumuskoti af 25 metra færi á 40 min. Kendall skoraði annað mark i siðari hálfleik, en Jimmy Neighbour eina mark Lundúna- liðsins. Liverpool lék án Tommy Smith og John Toshack i Ipswich og var Emlyn Hughes i þeirri óvenjulegu stöðu að leika miðvörð með Larry Lloyd — en það er sama hvar Hughes leik- ur. Hann er alltaf sami snilldar- leikmaðurinn. Framkvæmdastóri Liverpool, Bill Shankley, sagði fyrir leik- inn, að hann væri ánægður ef leikmenn hans næðu jafntefli. Það tókst — en mikil var press- an á vörn Liverpool lokakafla leiksins. En henni tókst að standast storminn og þýð- ingarmikið stig i keppninni um enska meistaratitilinn var i höfn. Þetta var frábær leikur. Liverpool náði forustu á 25. min. þegar ,,gamli” kappinn Ian Callaghan splundraði vörn Ips- wich með frábærri sendingu og Steve Highway, irski stúdentinn i Liverpool-liðinu, lék á David Best markvörð og renndi knett- inum i mark. Ipswich tókst að jafna á 53. min., þegar Mick Lampard skoraði og sótti mjög eftir markið — en sigri tókst lið- inu ekki aö ná. Forskot Liverpool i deildinni er nú komið niður i eitt stig. Lið- ið hefur 32 stig eftir 22 leiki — Arsenal 31 stig eftir 23 leiki — og Leeds 30 stig eftir 22 leiki. En staða Liverpool er þó betri, en stigatalan beint segir. Liðið hefur aðeins leikið 10 leiki á heimavelli — unnið alla — en 12 leiki á útivöllum. Hins vegar hefur Arsenal leikið 13 leiki á heimavelli og Leeds 12 og það er á heimavöllum, sem liðin fyrst og fremst fá stigin. Ipswich er i fjórða sæti með .27 stig, þá Chelsea og Derby með 24 stig. Neðst er Leicester með 15 stig úr 21 leik. Manch. Utd., WBA og Stoke hafa 16 stig eftir 22 leiki, Crystal Palace 16 stig eftir 21 leik, og Birmingham 17 stig eftir 23 leiki. Baráttan er þvi ekki siður hörð i botninum. En það var nú að vissu marki framhjáhlaup. Við skulum aftur snúa okkur að leikjunum á laugardag. Leeds vann enn einn stórsigur á Elland Road i Leeds, nú á kostnað Birmingham. Leik- menn Leeds yfirspiluðu mót- herja sina frá fyrstu minútu, en tókst þó ekki að skora fyrsta markið fyrr en 33 min., þegar Alan Clarke renndi knettinum i mark eftir nokkur skot „hárfint framhjá og yfir”. 1 siðari hálf- leik voru yfirburðir Leeds enn meiri. Clarke var algjörlega frir og skallaði i mark á 55 min. og fimm minútum siðar komst Peter Lorimer inn i slæma sendingu á markmann Birmingham og skoraði. Fjórða mark Leeds skoraði Mick Jones eftir að Clarke hafði skallað knöttinn fyrir fætur hans inn i vitateig. Derby County, núverandi Englandsmeistari, lék fingerða knattspyrnu með stuttum sam-, leik, sem hentaði illa á Baseball Ground, sem sagður er versti völlur hjá 1. deildarliði — það er grasteppið. Þetta var röng leik- aðferð i drullusvaðinu — en hins vegar var Newcastle-liðið stöð- ugt hættulegt með sinum lön; j sendingum. John Tudor náði að skalla i mark á 36. min. og þessi forustu Newcastle hélzt fram á 59. min. að Derby skoraði. Það var heppnismark Kevin Hectors — þar sem spyrna hans lenti i Tudor og fór i mark. En Derby sótti meira i leiknum og verð- skuldaði jafntefli. Rodney Marsh tryggði sigur Manch.-City á Maine Road með tveimur frábærum mörkum i siðari hálfleik. Fyrst jafnaði hann á 67 min. eftir að auka- spyrna Francis Lee hafði hafn- að i varnarveggnum — og sigur- markið skoraði Marsh sex minútum fyrir leikslok. Derek Jeffries skoraði sjálfsmark i fyrri hálfleik og Dýrlingar Sout- hampton höfðu þvi heppnisfor- ustu i hálfleik, 1-0. Gamla kempan, Geoff Hurst, sem svo lengi lék með West Ham, lék sinn fyrsta leik á Upton Park i Lundúnum — leik- velli West Ham — frá þvi hann var seldur til Stoke i sumar. Honum var fagnað mjög fyrir leikinn af tryggum áhorfendum, en þeir voru kannski ekki alveg eins hrifnir, þegar Hurst náði forustu fyrir lið sitt á áttundu minútu. Það stóð þó ekki lengi og leikmaðurinn, sem tók stöðu Hurst i West Ham liðinu, Pob Robson (keyplur frá Newcastle fyrir 120 þúsund sterlingspund) skoraði tvivegis með fjögurra minútna millibili. Staðan var 2-1 i hálfleik og Clyde Best skoraði 3ja mark West Ham með hörku- skoti af 25 melra færi. Á siðustu minútu leiksins mistókst mark- verði West Ham að halda knett- inum og John Ritchie skoraði annað mark Stoke. Eftir fimm leiki án sigurs á heimavelli tókst Úlfunum loka að hljóta bæði stigin. Það var gegn Chelsea, sem lék án fyrir- liðans Eddie McCreadie og Hutchinson (báðir meiddir), en hjá Úlfunum var Derek Dougan ekki með. Hin þýzka eiginkona hans var flutt á sjúkrahús á laugardagsmorgun. Það stóð ekki lengi á markinu, sem færði Úlfunum sigur. Mike Bailey tætti vörn Chelsea i sundur á 4 min. með innkasti á Alan Sund- erland, sem lék i stað Dougan, og miðherjinn ungi skoraði fyrsta mark sitt fyrir Úlfana. Chelsea sótti mun meira i siðari hálfleik og þá voru þeir Peter Osgood og Garner nærri að jafna. En allt kom fyrir ekki og undir lokin munaði sáralitlu, að John Richards skoraði annað mark fyrir heimaliðið. Sheff. Utd. náði sinum fyrsta sigri i niu leikjum gegn Leicest- er. Alan Woodward skoraði úr vitaspyrnu, en United var hepp- ið, þegar John Farrington lék á markvörð þeirra aðeins til að sjá skot sitt lenda i stöng og út aftur. Tveimur min. fyrir leiks- lok skoraði Trevor Hockey annað mark Sheffield-liðsins eftir að Peter Shilton hafði sleg- ið frá spyrnu Geoff Salmons. Colin Stein, fyrrum miðherji Glasgow Rangers og Hibernian, skoraði tvö af mörkum Coventry gegn Norwich, og lagði grunn að góðum sigri, sem jafnframt var fjórða tap Nor- wich i röð i deildakeppninni. Stein skallaði i mark á 14 min- útu eftir hornspyrnu Brian Ald- erson. Góð samvinna miðherj- anna leiddi til annars marks, sem Alderson skoraði snemma i siðari hálfleik. Trevor Howard, sem kom inn sem varamaður, skoraði fyrir Norwich á 63. min., en Stein skoraði á 71. min. og eftir það var sigurinn örugg- ur. Hann fékk knöttinn' fyrir markið ,,drap” hann niður á brjóstinu og sendi boltann i mark. Burnley vann góðan sigur i Bristol og jók forskot sitt i 2. deild I fjögur stig. Dobson skor- aði sigurmarkið strax á 4. min. Burnley hefur nú 31 stig, en Blackpool, sem tapaði óvænt heima fyrir Sheff.Wed. á laugardag. hefur 27 stig eftir 22 leiki, og QPR, sem ekki lék á laugardag vegna bleytu á Ieik- velli liðsins, hefur sama stiga- fjölda eftir 21 leik eins og Burnley. Siðan kemur eitt fræg- asta lið Englands, Aston Villa, með 26 stig i 21 leik. — hsim.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.