Vísir - 17.12.1972, Blaðsíða 22

Vísir - 17.12.1972, Blaðsíða 22
22 Vísir. .Mánudagur ls. desember 1972 1* .4 ** m U: -g JL Mmr. er mest gaman aft fá epli”, hrópa&i einn snáðinn, þegar Vfsimenn spurftu, livað væri skemmti- Itauður litur var ekki rfkjandi i klæðnaði þessara jólasveina, hcldur legast á Lillu jólunum. blár og hvitur. ## Mest gaman að fó eplið ## Litlu jólin í Fossvogsskóla Börnin skeinmtu hvert öðru með leikþáttum og söng á Litlu jólum Fossvogsskóla ,,Mér finnst mest gaman að fá eplið”, sagði litill og snaggaralegur snáði við Visismenn þegar þeir á laugardag litu við á Litlu jólum barnanna i Fossvogs- skóla. Hvort sem hann var að segja alveg satt i það skiptið, þá virtist hann ekki siður skemmta sér við söng góðra gesta, jóla- sveinanna Hurðaskellis og Skyrgáms. Það voru 7, 8 og 9 ára börn, sem héldu Litlu jól á laugar- daginn i skólanum, og þegar Visismenn gengu i eina kennslu- slol'una þar sem hópur barna var að setja á sig jólasveinahúfur úr pappir, og spurðu hvaða bekkur þetta væri, horfðu þau undrandi á okkur og sögðu: „Þetta? Þetta er bara hópur númer átta.” Og ekki að furða þó að þau svöruðu þannig, þvi að i Foss- vogsskóla er ekki til neitt sem bekkur, heldur þá einna frekar hópur. I einum hóp eru til dæmis ekki aðeins sjö ára börn heldur sjö, átta og niu ára börn. Fossvogs- skólinn er ólikur öðrum skólum að mörgu leyti. Má þar til dæmis nefna skemmtilega grein sem börnunum er kennd, en það er að matreiða. Yngstu börnin i skólanum fá að taka þátt i þvi að elda og steikja fisk og svo fram- vegis og þau eru látin lesa uppskriftir. Og það eru þau látin gera til þess að finna hvaða til- gangi það þjónar fyrir þau að fá að læra að lesa. En nóg um það. Þau þurfa hvorki að elda, reikna né lesa á m ■ I ' JJkmS 'm m «•; T V 1 " * \ w f h-'-Já r w * i Bæöi kennarar og nemendur sungu, svo aö undir tók i veggjum skólans. Við einn vegg skólans haföi veriö komið upp baðstofu, eins og þær bezt gcröust hér áður fyrr. t baðstofunni verður kennt að loknu jólahaldi. Litlu jólunum. Þá skemmta þau hvert öðru með leikþáttum, söng og gleðskap og þau ganga i kringum jólatré og syngja „Göngum við i kringum” af hárri raust. Það var lika ákaflega skraut- legur hópurinn sem gekk i kringum stórt jólatréð. 011 höfðu rauðar pappirs- jólasveinshúfur á höfðinu sem þau hafa búið til sjálf. Það sýnir sig fljótt á slikum skemmtunum, að tizkan nær til yngstu kynslóðarinnar, litlar stúlkur þramma um i siðum kjólum og litlir piltar i útviðum buxum og vestum. Sumir hverjir jafnvel i rúskinnsbux- um. Út við einn vegg skólans hefur verið komið upp baðstofu, sem kennarar og nemendur hafa hjálpazt að við að búa til. Innréttingin er eins og bezt gerðist i sveitabæjum og þarna koma börnin siðar meir til með að vera i kennslustundum og læra meðal annars átthaga- fræði. ,,Jú. það er alveg ægilega gaman á Litlu jólunum”, segja nokkur börn. þegar við röbbum við þau. „En við höfum nú samt verið á Litlu jólunum áður. Til dæmis i fyrra.” En þau hafa það samt ekki öll, nokkur yngstu barnanna segjast aldrei hafa verið á Litlum jólum áður. — Hvað er skemmtilegast? „Skemmtilegast? Það er nú eiginlega að labba i kringum jólatréð. Jú, svo er nú gaman þegar jólasveinarnir koma i heimsókn.” Og þegar jólasveinarnir fyrr- nefndu, Skyrgámur og Hurða- skellir koma loks i heimsókn, með bláar húfur og i skinn- vestum með gitarinn sinn, reynist alveg óþarfi fyrir þá að segja börnunum að syngja nú svo að þakið fjúki af húsinu, þvi að þau taka strax undir af fullum krafti, svo að undir tekur i öllu húsinu. -EA. Öll börnin höfðu keppzt við að konia saman jólasveinaluifum úr pappir siöustu dagana fyrir skemmtunina, og ekki er annað að sjá en vel hafi til tekizt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.