Vísir - 17.12.1972, Blaðsíða 29

Vísir - 17.12.1972, Blaðsíða 29
o □AG | D KVÖLD | O □AG j 29 | í KVÖLD | í DAG j Tveir menn hittast á veitingahúsi, báðum liður illa og báðir eru einmana. Þeir taka tal saman,- Sjónvarp kl. 21.45 í kvöld: Ekkill og öldungur rekja raunir sínar Æ algengara er að augu fólks opnist fvrir vandamálum gamals fólks og annarra, seni ciga við erfiðar félagslegar aðstæður að húa. Ekki svo að skilja að allir aldraðir eigi við illa elli að búa, en það er óneitanlega nokkuð uin gamalt fólk, sem hætt er að vinna og að vera fært um að sjá sér farboða, sé afskipt. Sjónvarpsleikritið, sem sýnt verður i kvöld, kann að fjalla eitthvað um vandamál af þessu tagi, en það greinir frá fundi tveggja manna, annar er einmana ekkill og hinn er aldraður maður kominn á eftir- laun. Einmanaleikinn sækir oft á gamalt fólk, sem býr út af fyrir sig i húsinu, sem það keypti sér á meðan það vann. Makinn er dáinn og enginn til að hugsa um, enginn til að tala við nema þegar börnin og barnabörnin koma i heimsókn, kannski einu sinni i mánuði. l>að er ekki eiun af hinum vinsælH rabbþáttum .lökuls Jakobssonar, sem er á dagskrá i kvöld. Iieldur er Jökull að hefja lestur úr bók sinni „Siðasta skip suður.” Eftirtektarvert er, að þetta leikrít er komið frá Sviþjóð og er skrifað af þarlendum manni, Sven Dalblac. Óviða mun vera meira gert fyrir þetta gamla fólk, allavega i efnalegu tilliti, en einmitt i Sviþjóð. En hvað sem peningarnir eru miklir sem það má ná i til almannatrygginganna, er enginn rikisstyrkur i félags- skap. Það hljóta að vera óskemmtil. hugrenningar, sem stundum hrærast i mörgum sem við þessa aðstöðu búa. Oft finnst þessu fólki að það sé til einskis gagns og að allir forðist að hafa það i návist sinni. Þetta er kannski i og með vegna þess, að i hinni öru þróun undanfarinna áratuga eru sjónarmið og lifs- munstur kynslóðanna svo ólik, að þær ná ekki sambandi hver við aðra. Það sem helzt hefur verið reynt að gera fyrir elztu kynslóðina á undanförnum árum, eða kannski það sem mest hefur verið talað um að þyrfti að gera, er að skapa þessu fólki þjóðnýt viðfangsefni, það er að láta það gera gagn. Vissulega yrði slikt, ef þvi væri komið á, til þess að gefa gamla fólkinu tilg. i lifinu. Þetta atriði um gagnið, sem manneskjan ff UTVARP MÁNUDAGUR 18.des- ember 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 13.30 I.estur úr nýjum barna- bókum 14.15 HeilbrigðismáLJóhannes Bergsveinsson læknir talar um neyzlu áfengis og ann- arra ávana- og fikniefna. (endurt.) 14.30 Siðdegissagan: „Siðasta skip suður" eftir Jökul Jak- obsson. Höfundur byrjar lesturinn. 15.00 Miðdegistónleikar: Frá tónlistarhátið i C'himay i baust.Reinhold Buhr og Les !Kt m getur gert, hefur i sumum hlutum heims, eins og i Japan, verið það þungt á metunum, að gamlir menn hafa þar öldum saman gengið á fjöll og týnzl sjálfviljugir, frekar en að þola þá skömm að verða til að iþyngja öðrum. En nóg um það, þetta sjón- varpsleikrit verður sýnt kl. 21.45 i kvöld og þá fáum við að sjá hvaöa tökum þessi vandamál verða tekin þar. — Ló. - - rr\ IH u Síðasta skip suður" Sá vinsæli útvarpsmaður og rithöfundur, Jökull Jakobsson, byrjar i dag lestur úr bók sinni ..Siðasta skip suður”. Við sem hlustum á útvarp erum orðin vön að Jökull spjalli við okkur i frjáls- legu formi, og er þvi nokkur til- breyting að heyra hann nú lesa af bók. „Siðasta skip suður” er hin álit- legasta bók, myndskreytt af Baltasar. Það væri ólikt Jökli ef ekki vieri hressilegiir og ferskur texti i henni lika. Breiðaljarðareyjar og mann- lifið þar var yrkisefni þeirra lelaga og aðallega segir frá veru þcirra i Flatey. Ló. Spáin gildir fyrir þriðjudaginn 19. desember. Hrúturinn, 21. marz—20. april. Þú átt að þvi er virðist góðan dag framundan, en að því til- skyldu, að þú treystir meira á sjálfan þig heldur en leiðbeiningar annarra. Nautið,21. aprfl-21. mai. Það litur út fyrir að þú njótir jafnvel meiri hylli en venjulega í dag, ogá þetta ekki hvað sizt við um kvenþjóðina, og karl | menn einnig nokkuð. Tviburarnir, 20. mai—21. júni. Þetta verður góð- ur og skemmtilegur dagur, og þó einkum er á liður. Þú færð hrós fyrir eitthvað, sem þú hefur unnið að nú að undanförnu. Kral)binn,22. júni—23. júli. Þú hefur lagt hart að þér að undanförnu, og þarfnast hvildar, en eitt- hvað, sennilega þin eigin skaptregða, getur komið i veg fyrir það. Ljóniö,24. júli—23. ágúst. Nú lætur Ljóninu, og mun þetta verða notadrjúgur dagur, einkum hvað snertir þau Ljónin, sem fást eitthvað við verzlun og viðskipti. Meyjan, 24. ágúst—23. sept. Þú virðist eiga við eitthvert vandamál að fást, sem veldur þér miklum heilabrotum, og þá sér i lagi afstaða annarra i sambandi við það. Vogin, 24. sept.—23. okt. Þú skalt fara gætilega að öllu, ef þér verður gert eitthvert girnilegt til- boð i viðskiptum, og er sennilegt að þar leynist fiskur undir steini. Di ckinn, 24. okt.—22. nóv. Það litur út fyrir að þetta verði þér mjög notadrjúgur dagur, senni- lega happadagur á einhvern hátt. Tefldu samt ekki djarfara en þörf gerist. Bogmaðurinn, 23. nóv.—21. des. Ef þú fæst við eitthvert skapandi starf, er liklegt að þetta verði þér góður dagur, imyndunaraflið jáfnvel fjör- ugra en nokkru sinni. Steingeitin, 22. des.—20. jan. Þú færð kveðju langt að, sem kemur þér mjög á óvart, getur jalnvel rifjað upp hálfgleymdar minningar, sennilega hinar ljúfustu. Vatnsberinn, 21. jan-29. febr. Vertu við þvi búinn, að þú verðir minntur á gömul loforð, enda ætti þér að veitast auðvelt að standa við þau eins og högum er háttað nú. Fiskarnir, 20. febr.—20. marz. Þér mun finnast flest ganga vonum framar i dag, enda ekki haft neina ástæðu til að kvarta, og kemur það þvi bet- ur i ljós, sem lengra liður á. Solistes de Liége leika Kon- sert i c-moll fyrir selló og strengjasveit op. 101 eftir Vivaldi. Pierre Fournier og Jean Fonda leika Sónötu fyrir selló og pianó op. 65 eftir Chopin. Fontanarosa strengjatrióið leikur Trió nr. 4 i c-moll eftir Brahms 16.00 Fréttir 16.15 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. 16.25 Popphornið 17.20. Börnin skrifa -Skeggi Ásbjarnarson les bréf frá börnum 17.45 Létt lög. Tilkynningar. 18.45. Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 IJaglegt mál. Páll Bjarnason menntaskóla- kennari flytur þáttinn. 19.40 Um daginn og veginn. Sigurður Helgason lögfræð- ingur talar. 20.00 islenzk tónlist 20.35 „Ouðspjöllin!’, bókar- kafli eftir Hendrik Willem van Loon.Ævar R. Kvaran flytur þýðingu sina. 21.00 Frá tónlistarhátið i Menton i Frakklandi i haust . Beethoven-kvartettinn i Róm leikur Strengjakvartett ur. 1 eftir Bohuslav Martinu. 21.20 A vettvangi dómsmál- anna.Björn Helgason hæsta- réttarritari talar. 21.40 islenzkt mál.Endurtek- inn þáttur Ásgeirs Blöndals Magnússonar frá s.l. laugardegi. 22.00 Fréttir 22.15. Veðurfregnir. útvarps- sagan: „Strandið” cftir Hannes Sigfússon.Erlingur E. Halldórsson les (8) 22.45 Hljómplötusafnið i um- sjá Gunnars Guðmundsson- ar. 23.40 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. SJONVARP Mánudagur 18. desember 1972 20.00. Fréttir 20.25 Vcður og auglýsingar 20.35 Bókakynning.Eirikur Hreinn Finnbogason, borgarbókavörður, getur nokkurra nýrra bóka. 20.50 Mannhcimur i mótun Franskur fræðslumynda- flokkur. Fyrirheitna landið Kvikmynd um þjóðlif og menningu i Kaliforniu. Þýðandi og þulur Óskar Ingimarsson 21.45 Vængir. Leikrit eftir sænska rithöfundinn Sven Delblanc. Aöalhlutverk Lars Lind og Gunnar Olson. Þýðandi Dóra Hafsteins- dóttir. Einmana ekkill kemur i veitingahús og sezt við borö hjá öldruðum eftir- launaþega. Þeir 'taka tal saman um lifið og vanda- mál þess. (Nordvision — Sænska sjónvarpið) 22.30. Dagskrárlok

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.