Vísir - 24.03.1973, Blaðsíða 6
6
Vlsir. Laugardagur 24. marz 1973.
VÍSIR
Útgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611
Afgrei&sla: Hverfisgötu 32. Simi 86611
Ritstjórn: Sí&umúla 14. Simi 86611 (7 línur)
Askriftargjald kr. 300 á mánuöi innanlands
i lausasölu kr. 18.00 eintakiö.
Blaöaprent hf.
Molarnir molna
Oft er sagt, að hreinasta flokkakerfið hér á
landi mundi vera tveggja flokka kerfi, þar sem
væri einn flokkur til hægri og annar til vinstri.
Þetta er vafalaust rétt. Hrærigrautur flokka og
endalausar bræðslur um rikisstjórn eru ekki til
góðs. Landsmenn hafa kynnzt þvi óþyrmilega
undir núverandi samsteypustjórn.
Litrikasta persónan á vinstri væng stjórn-
málanna hefur tvimælalaust verið Hannibal
Valdimarsson. Enginn hefur hamazt meira til að
sameina vinstri flokka. Hannibal sagðist árið
1956 vilja sameina Alþýðuflokkinn og Sósialista-
flokkinn. í þvi skyni gekk hann úr Alþýðuflokkn-
um til samstarfs við Sósialistaflokkinn, og
Alþýðubandalag var stofnað.
Hannibal sagði vilja sameina jafnaðarmenn og
samvinnumenn i einn flokk. í þvi skyni gekk hann
úr Alþýðubandalaginu og stofnaði nýjan vinstri
flokk á rústum Þjóðvarnarflokksins.
Hannibal leiddi hinn nýja flokk sinn fram til
sigurs i siðustu þingkosningum. Honum hefur
ekki tekizt að sameina sina eigin flokksmenn.
Þvert á móti hefur hann ekki siður en and-
stæðingur hans,,Bjarni Guðnason, gengið fram i
að kljúfa þennan litla vinstri flokk sinn.
Af eldmóði hafa Hannibal og Björn Jónsson
barið niður allar tilraunir til að sætta hina strið-
andi flokksmenn. Nú er flokkurinn formlega
klofinn. Bjarni Guðnason kominn úr þing-
flokknum og heldur einn á báti úti þingflokki.
Með Bjarna virðist standa þorri flokksmanna i
Reykjavik og slangur úti á landi.
Bjarni stefnir að þvi að bjóða fram sitt lið um
landið allt i næstu kosningum. Þar verður kominn
fimmti vinstri flokkurinn að sinni, og kannski
hinn sjötti, ef hreinlinukommúnistar verða einnig
með.
Hið góða, sem Hannibal hefur viljað, hefur
hann ekki getað. Baráttumaður sameiningar-'
innar hefur verið mesti klofningsmaður stjórn-
málasögunnar.
Mönnum virðist samt sem Hannibal hafi alla tið
i rauninni viljað sameina vinstri menn. En
sterkari öfl hafa verið að verki en Hannibal hefur
fengið við ráðið. Vinstri menn á landinu virðast
•einhvern veginn haldnir þeim kvilla að vilja helzt
vera einir á báti eða allavega með sem fæsta með
sér.
Það er til dæmis augljóst, að engin leið var að
halda saman minnsta flokknum,i Samtökum
frjálslyndra og vinstri manna. Þeir hafa á réttu
að standa, beggja vegna, sem segja, að það hafi
verið öllum fyrir beztu, að þetta fólk skildi að
skiptum.
Allir flokksmenn Samtaka frjálslyndra og
vinstri manna höfðu i frammi tilburði til að lýsa
stuðningi við lýðræðislegat jafnaðarstefnu. Þeir
halda þvi áfram, hver fyrir sig, eftir klofninginn.
Þessi sameiginlega hugsjón, sem þeir játa,
hvað svo sem i rauninni liggur að baki, virtist
litlu skipta. Alþýðuflokkurinn hefur margsinnis
klofnað með sama hætti.
Hannibal og Björn ætla nú að sameinast
Alþýðuflokknum. Hannibal er aldraður maður.
Hann vill setjast i helgan stein, innan um alla
molana.
ISLAND I KUPU
,,Hin vinstri sinnaða
samsteypustjórn íslands
hefur lent í óþægilegri að-
stöðu vegna þeirrar
ákvörðunar sinnarað senda
engan fulltrúa til alþjóða-
dómstólsins í Haag,"
skrifar einn fréttastjóra
Sviss Press Review, Peter
Sager að nafni.
Fréttaþjónusta þessi, sem er
óháð.sendir fréttabréf sin til fjöl-
miðla um heim allan og fjallar
nær eingöngu um alþjóðamál,
einkum þó stjórnmál og efna-
hagsmál.
„Rikisstjórn fslands heldur fast
við þessa afstöðu sina, þrátt fyrir
þá niöurstöðu dómsins, að hann
væri dómbær á það, hvort
tslendingar hefðu borið sig að
samkvæmt lögum, þegar þeir
einhliöa lýstu yfir stækkun fisk-
veiðilögsögunnar úr 12 milum upp
i 50 milur,” heldur fréttastjórinn
áfram i grein, sem hann skrifar
um landhelgisdeiluna.
„Lögfræðingar i alþjóðarétti i
Vestur-Evrópu teíja, að
tslendingar — sem aðilar að Sam-
einuðu þjóðunum — hljóti að
beygja sig undir úrskurði
alþjóðadómstólsins i þessu máli.
Engu að siður — þrátt fyrir þá
staðreynd, að dómarar réttarins
ákváðu að þinga i málinu (með
óvenjulega miklum meirihluta,
eða atkvæðum 40 dómara gegn 1)
— þá lýsti islenzki forsætisráð-
herrann, Ólafur Jóhannesson, þvi
yfir, að stjórn hans mundi áfram
hunza dómstólinn. — Og hann
bætti þvi við, að tsland mundi
koma á framfæri við Liberiu, að
Bretar notuðu dráttarbát undir
fána Liberiu til þess að aðstoða
brezka togara innan 50 milna
undan ströndum tslands.
Þegar forseti alþjóðadómsins,
sir Zafrulla Khan (frá Pakistan),
tilkynnti niðurstöðu dómsins um
aö taka „þorskastriðið” fyrir,
gagnrýndi hann um leið rikis-
stjórn tslands fyrir að neita að
senda fulltrúa til þess að skýra
málstað tslendinga. — Hann
sagði við það tækifæri, ,,að fisk-
veiðisamningar tslands við Bret-
land og Vestur-býzkaland frá þvi
i marz 1961 gerðu sérstaklega ráð
fyrir þvi, að aðilarnir legðu deilur
sinar fyrir alþjóðadóminn i Haag,
og hér væri augljóslega um að
ræða slika deilu.”
Bretland og Vestur-Þýzkaland,
hvort i sinu lagi, óskuðu eftir þvi,
að dómstóllinn skæri úr þvi,
hvort hann hefði lögsögu i fisk-
veiðideilu þeirra við tsland. Báðir
héldu þvi fram, að einhliða
stækkun tslendinga á fiskveiði-
lögsögu sinni i september 1972
bryti i bága við alþjóðleg lög. —
Dómstóllinn afgreiddi hvora
beiðnina þannig, að i bæði skiptin
voru 14 dómarar gegn 1 á þvi, að
dómurinn hefði lögsögu i málinu.
Peter Sager fréttastjóri vitnar
siðan i grein sinni til ummæla is-
lenzkra dagblaða og vekur þar á
meðal annars sérstaka athygli á
tilvitnun i grein eftir prófessor Alf
Ross, en hún hafði upphaflega
birzt i Kaupmannahafnarblaði. —
Ross segir þar, að ,,það hafi verið
eðlilegt, að Norðurlönd viður-
kenndu alþjóðadómstólinn og lög-
sögu hans i millirikjadeilum.”
HÆGT AÐ TVOFALDA
FISKAFLANN
— segja Rússar, sem „líta með skilningi
á afstöðu Islendinga"
Sovézki fiskimálaráðherrann,
Alexander Ishkov, sagði á blaða-
mannafundi, að nú væru veidd
um 70 milljón tonn af fiski árlega i
heiminum, en árið 1950 hcföi
heitdarafiinn numiö rúmlega 21
milljón tonnum. Veiðisvæðiö
hefði einnig stækkað. Kyrrahafið
væri nú mesta veiðisvæði heims,
en Atlantshafiö i öðru sæti. A
sjötta tug aldarinnar kom helm-
ingur ails afla úr Atlantshafi.
Fiskimálaráðherrann sagði
einnig, að samkvæmt útreikning-
um sovézkra og erlendra visinda-
manna væri hægt að auka fisk-
veiðar i heiminum um 50 til 100
prósent. En ráðherrann lagði á-
herzlu á, að á mörgum veiðisvæð-
um væru verðmætir stofnar, sem
þyrfti að vernda og auka, og til
þess yrði að koma umfangsmikil
alþjóðasamvinna.
Sovétrikin eru leiöandi fisk-
'veiðiþjóð og veiða þau um 11-12
prósent af öllum fiskafla heims,
og er allur fiskurinn nýttur og fer
ekkert til spillis. Sovézki veiði-
flotinn er útbúinn öllum nýtizku
tækjum og útbúnaði, sem gerir
það að verkum, að hægt er að
vinna úr 80 prósent af aflanum á
veiðisvæðinu.
Sovétrikin leggja drjúgan skerf
af mörkum til verndar og aukn-
ingar fiskistofna heimsins. Þau
ráða yfir þéttu neti af hafrann-
sóknarstofnunum, sem eiga 150
rannsóknar- og leitarskip. Rikis-
nefnd hefur eftirlit með veiði-
tima, tegund veiðiútbúnaðar og
lágmarksmöskvastærð. Eftirlit
þetta nær til allra sovézkra fiski-
skipa, hvar sem þau eru stödd.
A vegum sovézka fiskimála-
ráðuneytisins eru starfræktar 140
fiskeldisstöðvar. Við Azov- og
llllllllllll
M)
Kaspiahafið eru 18 slikar stöðvar.
Arið 1972 var sleppt þaðan 70
milljónum styrjuseiða. Vegna
þessara aðgerða og banni við
styrjuveiðum á opnu hafi hefur
stvrjustofninn i Kaspiahafinu
haldizt við. Arið 1972 var sleppt
880 milljón laxaseiðum frá sov-
ézkum fiskeldisstöðvum i Austur-
höfin. Það er augljóst, að það eru
ekki bara Sovétrikin. sem græða
á þessu, heldur einnig önnur lönd,
einkum við strendur Kaspiahafs-
ins og Austurhafanna.
Sovétrikin hafa einnig haldið
áfram fróðlegri tilraun, en það er
að flytja Kyrrahafslaxinn og
kóngakrabbann til Barentshafs,
sem mun verða hagkvæmt fyrir
alla þá, sem veiða i hinum norð-
lægu höfum.
Ráöherrann var spurður um af-
stöðu Sovétríkjanna til útfærslu
islenzku landhelginnar i 50 milur.
Hann svaraði þvi til, að Sovétrik-
in litu á þessa ákvörðun með
skilningi, þar sem fiskveiðarnar
væru efnahagsleg undirstaða ts-
lendinga, en jafnframt héldu
Sovétrikin fast við frelsi til sigl-
inga og veiða á úthöfum. Hann
sagði, að hægt væri að réttlæta út-
færslu landhelgi i mörgum tilfell-
um, en slikar ráðstafanir yrði að
taka á grundvelli alþjóðlegra
samninga, en ekki einhliða.
Sovétrikin hafa gert yfir 50
samninga við ýmis lönd varðandi
| eftirlit með fiskveiðum. Gott
dæmi um þetta er samvinna
| Comecon-landanna. Samvinna
milli Sovétrikjanna og Banda-
rikjanna á rannsóknum fiski-
‘ stofna og eftirliti fiskveiða eykst
stöðugt, svo og milli Sovétrikj-
anna og þróunarlanda Asiu,
Afriku og Rómönsku Ameriku.
Ráðherrann sagöi t.d., að Sovét-
rikin veiddu ekki við strendur
Pakistan, en löndin hefðu gert
með sér samning, og hefðu Sovét-
rikin sent fiskileitarskip til
Arabahafsins, sem væri nú að
rannsaka fiskistofna þar.
(STANSILAV Ilin.)