Vísir - 24.03.1973, Blaðsíða 8

Vísir - 24.03.1973, Blaðsíða 8
8 Visir. Laugardagur 24. marz 1973. Geir R. Andersen: Verzlunarhœttir og verðlagsmál Hinn 1. marz sl. reið yfir lands- menn ein hin hæsta og miskunn- arlaustasta holskefla verð- hækkana, sem um getur i þróunarsögu islenzkra verðlags- mála. Sú hækkun er þó hreinn barnaleikur hjá þeirri flóðbylgju, sem risa mun 1. júni nk. Og ef ástæða þykir nú til þess að hafa i frammi tilburði tii mótmæla og sameiginlegs viðnáms al- menningSy gegn verðhækkunum, m.a. með samdrætti i kaupum al- menns neyzluvarnings og þjónustu, viðnáms sem margir eru nú orðnir langeygir eftir, þá er hætt við, aö meö næstu verö- hækkunarskriðu þurfi að gripa til hreinna örþrifaráöa i sambandi við öflun daglegra lifsnauösynja „visitölufjölskyldunnar vinsælu”. Engar tilkynningar fyrir- fram. Alltaf endurtekur sig sama sagan, er veröhækkanir skella á, að almenningur virðist aldrei hafa neina vitneskju um hve mikið viðkomandi vörutegund muni hækka, enda viröist þessi þáttur i framkvæmd verð- hækkananna vera sá, sem er einna gruggugastur. Þetta átti við um siðustu veröhækkanir landbúnaðarvara, þetta átti einnig við um hækkun benzin- verðs, 1. marz sl., en engar til- kynningar voru birtar um þessar hækkanir fyrirfram, og fregnin um hækkun benzinverðs kom t.d. i flestum blöðum löngu seinna, i einu dagblaðanna 17. þ.m. Hér var kanske ekki um neina frétt að ræða, benzinið hækkaði aðeins um eina krónu, eöa hækkun, sem samsvarar áskriftargjaldi eins dagblaðs, miðað við mánaðarlega meðaleyðslu fjölskyldubils. Fólk hugsar sig gjarnan tvisvar um, áður en þaö gerist áskrifandi aö einu dagblaði til viðbótar þvi, sem það hefur þegar, — en þegar um bilinn, þarfasta þjón tuttúgustu aldarinnar er að ræða, ekki spurning. Rússneska elds- neytið, sem ranglega er nefnt benzin og er eitt lélegasta, sem fyrirfinnst er móttekið og greitt af þakklátu langlundargeöi islenzkra bifreiðaeigenda, Og enn berast tilkynningar um fleiri hækkanir, og allt eftir á. Þ. 21. þ.m. skýra blöð frá fundum i verðlagsnefnd tveim dögum áður, þar sem samþykktar hefðu verið allmargar hækkanir, þar á meðal hækkun á þjónustu rakara, þvottahúsa, hárgreiðslustofa og unnum fiskvörum, samtals meðalhækkun rúmlega 12%, fyrir neytendur. Þetta vitneskjuleysi al- mennings, og hins vegar van- mátta tilburðir til útskýringa á verðhækkunum kom glögglega i ljós i fréttum sjónvarpsins, eftir nýafstaðnar hækkanir á verði landbúnaðarvara, þar sem fréttamaður átti viðtal við einn af talsmönnum bændasamtakanna, og þar sem fréttamaöur túlkaði hinn undrandi almenning með spurningunni ,,en hvers vegna svona mikil hækkun?”, en tals- maður hækkananna lét móðan mása um ýmis konar ,,til- kostnaö”, sem bændur hefðu orðið fyrir undanfarið. Hins vegar voru engar tölur nefndar þessu til stuðnings, sem heldur var ekki að vænta i slikri hringa- vitleysu, sem hér opinberar sig sjálf með 40%hækkuninniá mjólk sem dæmi. Þeirri tillögu er hér meö komið á framfæri við frétta- stofnanir og ekki sizt sjónvarp , að hér eftir verði reynt að fá alla þá aðila, sem fengið hafa fram- gengt verðhækkunum fyrir vörur sinar eða þjónustu til að útskýra með tölum hinn aukna tilkostnað, sem veröhækkanirnar eru byggðar á. Þetta ætti að vera auövelt, og ef til vill gæti þetta orðiö til þess að lægja þær óánægjuöldur, sem risa hjá al- menningi i hvert sinn, sem verö- lag hækkar. Þetta ætti raunar að vera jafnskylt og réttmætt eins og venjan hefur verið, að loknum kjarasamningum við launþega- samtök, þegar viðtöl eru birt við forsvarsmenn launþega og at- vinnurekenda og nákvæm sundurliðun gefin á hverjum lið. Mjólkurdreif ing hættuleg. Forsvarsmenn bænda óttast vissulega reykviska kaupmenn og telja hættulegt, að sú breyting veröi tekin upp að leyfa matvöru- verzlunum, sem þess óska, og s.em oft eru miklu betur búnar kæligeymslum en útsölustaðir Mjólkursamsölunnar, að fá mjólkurafurðir i verzlanir sinar. En hver skyldi þá vera hættan og óttinn af hálfu bændasam- takanna. Jú, auðvitað peninga- hliöin, en ekki áhyggjur af geymsluþoli vörunnar, enda hefur vöruvöndun ekki verið sterkasta hliö bændasam- takanna. Það er sem sé hræðslan við aö fá ekki greiðslur inn eins fljótt og þeir fá hana i dag gegn- um einokunaraðstöðu sina, Samsöluna. Þetta kom einmitt fram i viötali við einn af forsvarsmönnum Mjólkurbús Flóamanna nýlega og sýnir dæmigerða afstöðu bændasamtakanna um sölu og dreifingu mjólkur og mjólkur- afurða. En á fundi þessarar stofnunar nú fyrir skömmu skora forráðamenn hennar á Alþingi aö fella það frumvarp, sem miðar að breytingum á Framleiðsluráðs- lögunum, og telja að Mjólkur- samsalan muni missa tök á dreifingu mjólkur við slika breytingu, og bæta við, að dreifingin færist þá úr höndum framleiðenda i hendur aðila, sem hafa fyrst og fremst „eiginhags- muni að markmiði”, og hætt við að hagsmunir framleiðenda verði settir til hliðar. Eins og hagsmunir fram- leiðenda, sem hér eru bændur, séu ekki „eiginhagsmunir! Og hver er munurinn á eiginhags- munum kaupmanna og eigin- hagsmunum bænda? — En það er eitt sem bændur og forsvarsmenn þeirra hafa aldrei minnzt á, en það eru hagsmunir neytenda. Og ef bændur eða þeirra samtök hafa minnzt á neytendur yfirleitt, hefur það verið i niðrandi merkingu. Kom þetta einnig fram i áðurnefndu viðtali, en þar sagði: „hér á Selfossi er komin nokkur reynsla á þetta, hér er mjólkur- sala i þremur matvöruverzlun- um, og mér skilst, að það hafi þegar orsakað greiðslutafir til bænda, og ástæöuna tel ég vera þá, að kaupmaöurinn veitir neytendum greiöslufrest, og nái siðan ekki inn greiðslunni”. Þaö er altitt, að kaupmenn veiti neytendum greiðslufrest, og það er þjónusta, sem bændur og for- svarsmenn þeirra hafa ekki hugað að, og slik þjónusta eykur ávallt sölu. En þrátt fyrir þessa aðgangs- hörðu innheimtu á vöru, sem ekki er nú öll fyrsta flokks, og oftar en ekki illa frágengin, eru þessi landssamtök bænda alltaf á heljarþröm og eru alltaf fyrst allra framleiöenda að hækka verðlagið, um leið og vind hreyfir á almennum launamarkaði i landinu Og þá þarf ekki haldafund hjá verðlagsstjóra, heldur eru hækkanir ákveðnar af sérstöku ráði, „verðlagsráði land- búnaðarins”, enn ein einokunar- aðstaðan, riki i rikinu. Slyngir piltar. Eftir mikið langlundargeð alls almennings með húsmæður i fararbroddi hafa þær loks látið i ljós mótmæli nokkur opinberlega og hyggjast nú neyta aflsmunar við hina háu skriðu verðhækkana landbúnaðarafurða með fjölda- samtökum um að kaupa ekki þessar vörur og reyndar aðrar lika, um sinn. Við þessu bregðast bændasam- tökin snarlega og um leið sniðug- lega. Þeim tókst það, sem fáir aðrir, og sizt af öllu önnur samtök framleiðenda, gætu leikið eftir, þótt ekki væri nema vegna þess, að talið yrði hlutleysisbrot og mismunun i samkeppnisaðstöðu. Samtök bænda fengu inni i sjón- varpinu með þátt, sem hét „Bændur þinga”, og var umræðu- þáttur tekinn upp i sjónvarpssal, með þátttakendum frá samtökum þeirra eingöngu, og það sem meira var. þættinum var stvrt af blaðafulltrúa samtakanna, sem hafði auðvitað allt i hendi sér um það, hvernig spurt var, og þar var ekki tekið á „viðkvæmu” málun- um. Hér mátti ekki fréttamaður frá sjónvarpi, eða annar hlutlaus aðili nærri koma, eins og vaninn hefur verið i slikum umræðuþátt- um, til þess að áhorfendur fengju innsýn i málin frá báðum hliðum. Þeir kunnu að láta verðlagsmálin liggja i þagnargildi og láta ósagt frá ályktunum um verðlagsmál á þvi tveggja vikna þingi, sem bændasamtökin héldu hér i Reykjavik. „Slyngir piltar, sniðugir piltar”, sagði gamli gyðingurinn i Oliver Twist. Þaö er gott til þess að vita, að við eig- um lika slynga pilta hér á landi, þótt á öðru sviði sé. Það er sennilega heldur engin tilviljun, heldur sniðugheit, að hin voldugu hagsmunasamtök bænda, „Búnaðarfélag Islands”, „Framleiðsluráð land- búnaöarins” og „Stéttarsamband bænda” skuli öll vera staösett einmitt i Reykjavik, en ekkert þeirra i dreifbýlinu, úti á landi, ekki einu sinni i landbúnaðar- og samvinnubænum Akureyri. Er þetta nú ekki dálitið i mótsögn við hinar sifelldu kvartanir dreif- býlismanna, ekki sizt bænda um „jafnvægisleysi i byggð landsins”, m.a. með þvi aö halda öllum þjónustustofnunum i Reykjavik og nágrenni. Hins vegar hafa komið fram tillögur um aö setja á stofn tækniskóla á Akureyri, einmitt frá dreifbýlis- mönnum! Væri ekki ráð að flytja fyrst i dreibýlið þær stofnanir, sem þar eiga helzt heima, svo sem áðurnefnd samtök og stór- stofnanir, og létta þar með á „til- kostnaði” þeim, sem bændur ávallt telja vera meginorsök verðhækkana landbúnaðarvara? Viöbrögð neytenda. Eins og áður er minnzt á, og öllum almenningi er kunnugt samþykkti H úsm æðr af élag Reykjavikur fyrir skömmu ályktun þess efnis að skora á stjórnvöld að hefta verðbólgu- þróunina, svo og aðrar tillögur, sem voru fólgnar i þvi, að konur sýni vilja sinn i verki með þvi að kaupa ekki kartöflur, smjör, dilkakjöt og mjólk aðra hverja viku, þar til fengizt hefur leið- réttingþessara mála. Einnig kom fram, að nánar yröi auglýst siðar, hvenær til mótmælaaðgerða yrði gripið og hvernig. Sizt er við þessu að amast og sýnir, aö islenzk kvenna- og hús- mæðrasamtök voru ekki búin að taka andvörpin, þótt lengi hefðu legið rúmföst, og væntu menn nú góðra viðbragða og framkvæmda i raun. En hvað var nú þetta, var ekki sama kvöld og áðurnefndur sjónvarpsþáttur bændasam- takanna (sl. þriðjudag) viðtal við formann Húsmæðrafélagsins, þar sem hún er spurð um væntan- legar aðgerðir og álit sitt á þeim. Og þar kom fram, að engar „skipulagðar aðgerðir” myndu fara fram, heldur yrði þetta allt lagt i hendur „hverrar og einnar húsmóður”. Sem sagt, allur móður runninn af, og borið við einna helzt, að illa næðist til kvennasamtaka úti á landi. Sann- leikurinn er hins vegar sá, að engu máli skiptir, hvort einhver fámennur hópur húsmæðra úti á landsbyggðinni heldur áfram að hvolfa aleigunni úr buddum sin- um á borð mjólkursamsalanna. Það, sem skiptir máli er auðvitað það, hvort obbinn af islenzkum húsmæðrum, en hann er eins og allir vita staðsettur á Stór- Reykjavikur svæðinu, dregur úr innkaupum á neyzluvarningi al- mennt, en ekki sizt landbúnaðar- afurðum, i svo sem eina viku, þvi yrði það gert skipulega og á sama tima, er slikt alvara á ferðum, að engri rikisstjórn erstættá öðru en gera skyndiráðstafanir til úrbóta, með nýjan verðlagsgrundvöll að markmiði. An mjólkur geta allir verið i vikutima þvi mjólk er óhollust allra drykkja til neyzlu i þeim mæli, sem gert er hérlendis. En vart er þess að vænta, að þeir sem hafa vanizt hinum hvita drykk með hverri máltið láti sig vanta „stóra mjólkurglasið sitt”, eitt helzta hjálparmeðal góðrar og langvarandi æðakölkunar. Enn siður er að vænta stórvægilegs stuðnings frá Neytendasam- tökunum, sem eru búin að vera lasburða lengi, a.m.k. er litið að frétta af þeim, nema þau séu heimsótt sérstaklega og spurð, og eru þó svörin nokkuð kölkuð og ekki i takt við timann. En einmitt vegna mjólkur- dreifingar málsins upplýstist, að ekki lægi fyrir nein opinber yfir- lýsing frá hálfu Neytendasam- takanna, — en þau væru „frekar hlynnt þvi”, að mjólk dreifðist á fleiri aðila, þar sem það „ætti við”. Ekki fékkst ákveðnari af- staða þaðan, og er gott til þess að vita fyrir bændasamtökin að eiga hauk i horni, þar sem Neytenda- samtökin eru. Væri ekki ráð, þar sem þessi samtök, sem mynduð eru til stuðnings almenningi, eru svo ráðvillt og leitandi i afstöðu sinni, að þau skiptu um nafn og hétu „Leitendasamtökin”. En hvort sem Húsmæðrafélagi Reykjavikur og öörum siðbúnum vakningasamkomum verður eitt- hvað ágengt i baráttu sinni gegn verðhækkunum, þá er vist, aö óttinn við óðaverðbólguna breiðist enn ört út um allt landið, og hafi fólk peninga undir hönd- um, sem verður æ sjaldgæfara, er hlaupið til og kaup gerð, unz allt fé er þrotið, þvi peningar, eins og þeir eru i dag, er það sem fólk hreinlega treystir sér ekki til að eiga. Kaupæði hefur nú staðið um nokkurt skeið, en virðist þó vera senn á enda, en ekki vegna áhugaleysis um áframhaldandi kaup, heldur vegna þess aö peningar eru þrotnir, svo og láns- möguleikar i peningastofnunum, og kaupmátturinn i algjöru lág- marki. Það er þvi ekki fjarri lagi að ætla, að það fólk, sem ekki vill sameinast i aðgerðum nú um að draga úr kaupum neyzlu- varnings, muni „frelsast” á þeim vakningasamkomum, sem haldnar munu verða, eftir verð- hækkana-flóðbylgju þá, sem skellur yfir 1. júni nk. Stúlkur Skálatúnsheimilið i Mosfellssveit óskar að ráða strax stúlkur til afleysinga i eldhúsi og þvottahúsi. Uppl. frá kl. 10-14 mánudag og þriðjudag i sima 66249. Bílaverkstœði Laghentur reglusamur maöur óskast á bilaverkstæði i nýju húsnæði. Þarf aö vera vanurlogsuöu og einhvers konar járnvinnu og geta haft vinnuumsjón aö einhverju leyti. Tilboð sendist blaðinu fyrir 1. april merkt „Bilavið- skipti 170”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.