Vísir - 24.03.1973, Blaðsíða 10

Vísir - 24.03.1973, Blaðsíða 10
Vísir. Laugardagur 24. marz 1973. Ólafur H. Jónsson dregur Norftmenn að sér og sendir sifian fallega á Björgvin inn á llnu. Ljósmynd Bjarnleifur. Norömenn voru fljótir til varnar, þegar Einar Magnússon komst i færi. Þeir koma þarna þrir á móti honum, en Einar sendir knöttinn yfir þá i markiö. Björgvin fvlgist spenntur meö. Ljósmynd Bjarnleifur. Enn jofntefli í Norðmannaslag ísland vann upp tveggja marka forskot Noregs, en nýtti ekki lokasóknina til sigurs. Jofntefli 15-15 — Ég er ánægður með frammistöðu islenzka liðsins, sem hafði ekki æft saman eina einustu æfingu fyrir lands- leikinn. Það var gott að ná jafntefli gegn liði, sem hefur verið stöðugt i landsleikjunum i allan vetur, sagði formaður landsliðsnefndar, Jón Erlendsson, eftir lands- leikinn við Noreg i Laugardalshöllinni i gærkvöldi. Það var ekki stór landsleikur — siður en svo — en spenna var mikil og fjórða jafn- teflið i niu landsleikjum þjóðanna varð stað- reynd 15-15. norskum tókst ekki að skora þær sekúndur, sem eftir voru. Þaö kom i ljós, að samæfing islenzka liðsins var ekki fyrir hendi — einkum i sóknarleiknum. En varnarleikurinn var yfirleitt prýðilegur, þó svo Norðmenn fengu 2-3 auðveld heppnismörk. Ólafur Benediktsson var sæmi- legur i markinu fyrri hálfleik og varði þá meðal annars viti — siðari hálfleikurinn var slakur hjá honum og Gunnar Einarsson settur í markið siðustu 11 minúturnar og stóð sig ekki betur. 1 varnarleiknum var Agúst ögmundsson aðalmaðurinn, en Gunnsteinn, Björgvin, Stefán Gunnarsson, sem lék i stað Sigur- bergs, og Ólafur — og Einar á miðjunni aftast — stóðu vel fyrir sinu. 1 sókninni voru Ólafur og Einar hættulegastir — Geir nokkuð misjafn — og Jón Karls- son var heppinn með tvö skot, sem höfnuðu i markinu. En hvernig er meö linumennina — eru þeir alveg hættir að finna leiðina i mark mótherjanna? Ekki mark að þessu sinni. Leikurinn byrjaði vel. Eftir 40 sek. sendi Geir knöttinn i mark Vorðmanna—- Th. Hansen jafnaði, en eftir 8 min. var staðan 3-1 fyrir tsland, Einar og Ólafur H. skoruðu. Siðan ekki islenzkt mark i 10 min. og Norðmenn jöfnuðu i 3- 3 — og þó varði Ólafur Ben. viti á þeim tima. Jón kom Islandi i 4- 3, Klaveness jafnaði. Agúst Svavarsson svaraöi strax með marki 5-4, og Einar kom íslandi i 6-4 á 23. min. En þá lék lánið við Norðmenn. Þeir jöfnuöu — hvort tveggja m'örk, sem auðvelt hefði átt að vera að komast hjá. Geir skoraði úr viti á 26. min., en næstu tvö mörk voru norsk — Tyrdal kom Noregi i 8-7, þegar 20 sek. voru eftir, en með harðfylgi tókst Ólafi aö jafna. 8-8 i fyrri hálfleik — og þvi er ekki að neita, að sænsku dómararnir vorú norska liðinu hagstæðir, svo ekki sé meira sagt. Tyrdal skoraði fyrsta markið i s.h. eftir varnarmistök Geirs, en Einar jafnaði i 9-9 á 3.min. Siðan kom slæmur kafli isl. liðsins — Geir átti tvö skot framhjá og Einar eitt, en Norðmenn voru litlu betri og tókst ekki að ná nema einu mark á þessu timabili. Jón jafnaði i 10-10 á lO.min. með lausu skoti, sem kom i varnar- mann og breytti aðeins stefnu — en aftur kom slakur kafli, Geir með skot framhjá,skref dæmd á Einar og ruðningur á Jón. Norð- menn komust i 12-10 — en á 16 min. svaraði Ólafur með fallegu marki. Viti var dæmt á Jón og aftur tveggja marka munur. Einar skoraði 12. mark Islands á 20.min. — en Tyrdal svaraði með skoti i mitt Isl. markið, sem ekki tókst aö verja 14-12. Þá brauzt Geir laglega inn á linu og skoraði og rétt á eftir úr viti. 14-14 og fimm min. eftir. Og þegar rúmar tvær min. voru eftir náði Island forustu með marki Ólafs — Sten Öster svaraði nær samstundis. 15-15. Lokaminúturnar tvær tókst ekki að nýta — þvi miður. Sænsku dómararnir, Larsson og Nilsson, dæmdu betur siðari hálfleikinn — en þegar á heildina er litið voru það Norðmenn, sem högnuðust á dómum þeirra. Mörk tslands skoruðu Einar 4, Ólafur 4, Geir 4 (2 viti), Jón 2 og Ágúst Svavarsson 1. Fyrir Noreg skoruðu Sten Osther 4 (2 viti), T. Hansen, 3, Tyrdal 3, I. Hansen, K. Grislingas, Per Ringsa, Allan Gjærde og Klaveness 1 hver. hsim. Já, spennan var mikil, en ég er ekki frá þvi að þeir, sem stjórnuðu liðinu utan vallar, hafi kastað frá sér sigri loka- minúturnar. Norðmenn jöfnuðu i 15-15, þegar tvær minútur voru til .jeiksloka. Það hefði verið hægur vandi að leika upp á sigur, en mesti ógnvaldurinn hjá islenzka liðinu, Einar Magnús- son, var látinn sitja á bekkjunum lokakaflann meðan inn á voru menn, sem nær öruggt er að ekki skora mark i landsleik. Hvers vegna var Einari ekki skellt inn á til að ógna ásamt Ólafi H. Jóns- syni og Geir? Þetta voru mestu mistök forráðamanna liðsins — og jafnvel heföi getað illa farið. Ólafur átti misheppnað skot, þegar hálf minúta var eftir — en Þrjór breytingar Þrjár breytingar eru gerö- ar frá I gær á isl. landsliðinu, sem leikur viö Norðmenn kl. 3 i dag í Laugardalshöll, Hjalti Einarsson, FH, Viðar Simonarson, FH, og Axel Axelsson, Fram, koma I stað Gunnars Einarssonar, Jóns Karlssonar, og Agústs Svavarssonar. Liöið verður þannig skip- aö: Ólafur Benediktsson, Val, Hjalti Einarsson, FH, Gunnsteinn Skúlason, Val, Auðunn Óskarsson, FH, Agúst ögmundsson, Val, Einar Magnússon, Viking, Björgvin Björgvinsson, Fram, Stcfán Gunnarsson, Val, Geir Hallsteinsson, FH, Viðar Simonarson, FH, og Axel Axelsson, Fram. Staðan í körfunni tR 11 11 0 1001 718 22 KR 11 10 1 952 753 20 A 10 6 4 705 711 12 ts 10 5 5 809 809 10 UMFN 12 4 8 877 1044 8 i HSK 9 2 7 602 682 4 ! Valur 9 2 7 737 769 4 I Þór 10 1 9 539 737 2 Davið Dewany, UMFN 240 Agnar Friðriksson, 1R 215 Kristinn Jörundsson, 1R 196 Bjarni Gunnar, IS 193 Kolbeinn Pálsson, KR 186 Jón Sigurðsson, A isi EinarSigfússon, fR 168 Gunnar Þorvaldsson, UMFN 153 Kolbeinn Kristinss, 1R 151 ÞórirMagnússon, Valur 149 Kristinn Stefánsson, KR 138 Brynjar Sigurðsson, UMFN 135 Nýju meistararnir gegn þeim gömlu! 1 gær var dregið i undanúr- slit i hinutn ýmsu Evrópu- mótum i knattspyrnunni. Leikið er heima og heiman og verða leikirnir háöir 11. og 25. april. Þaö lið, sem talið er á undan á heimaleik- inn fyrst. Evrópubikarkeppnin. Juventus—Derby Ajax—Real Madrid Evrópukeppni bikarhafa Leeds—Hadjuk Split Sparta, Prag—AC Milanó UEFA-bikarkeppnin Tottenham—Liverpool Borussia M,—Twente, Holl.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.