Vísir


Vísir - 24.03.1973, Qupperneq 3

Vísir - 24.03.1973, Qupperneq 3
Vísir. Laugardagur 24. marz 1973. 3 BÝLI Á SUÐURLANDI í HÆTTU AF FLÚORMENGUN Ekki nóðist að frysta loðnu upp í samninga — Bœndum róðlagt að hafa skepnur sínar inni Eiturefnið flúor hefur borizt ti I lands með ösku frá Eyjum og búfé stafar hætta af. Bændum er ráð- lagt að hafa fé sitt inni eins lengi og kostur er. Mælingar hafa leitt i ljós tals- vert magn af flúor, einkum á svæðinu frá Ytri-Rangá til Vikur i Mýrdal. öskufalls hefur gætt á Rangárvöllum og i Fljótshlið. Flúór safnast fyrir i likama skepnanna. Þvi kunna eitur- áhrifin að koma fram eftir mánuði eða ár. Skemmdir af völdum efnisins eru nú þegar áberandi á mosa og greni. Hins vegar hefur eitrunar Varizt veskja- þjófa Stolið af fólki ó veitingastöðum Þeir fóru fyrir litið pcningar manns eins, sem hugðist gera sér giaðan dag á einu veitingahús- anna um siðustu helgi. Skömmu eftir að hann kom inn á veitingastaðinn, ætlaði hann að fá sér hressingu við einn barinn. Þar var nokkur þröng manna, og þurfti hann að biða nokkra stund eftir afgreiðslu. Þykir honum þá maður nokkur, er einnig stóð þar, gerast heldur nærgöngull og ýtinn, svo hann spyrnir við fótum. Það kunni hinn aðilinn aftur á móti ekki að meta og fóru svo leikar að þar hófust miklar stimpingar og hark. Lauk þeim þannig að öðrum manninum var visað út af veitingastaðnum, en hinn stóð eftir sigri hrósandi og hugðist nú halda áfram við skemmtunina, þar sem frá var horfið. Honum brá þó heldur i brún, þegar hann ætlaði að gripa til veskis sins, þvi það var þá horfið og fannst hvergi, er að var leitað. Manninum var aftur á móti sagt af einum gestanna, sem horft hafði á atburðinn ásamt fjölda annarra að hann hefði séð veski detta á gólfiö, meðan á stimpingunum stóð, og hefði nærstödd stúlka tekið það upp. Ekki gaf sig þó fram nein stúlka með veski mannsins, og varð hann að hverfa á brott nokkrum þúsundunum fátækari. Þvi miður er það alls ekki óalgengt, aö fólk sem er að skemmta sér á veitingahúsum borgarinnar, verði fyrir þvi, að stolið sé frá þvi veskjum eða fjár- munum. Að sögn rannsóknarlögregl- unnar er alltaf töluvert um það, að henni berist kærur um veskja- þjófnaði. Einnig er ástæða til að ætla, að ekki komi nema hluti þjófnaðanna til kasta lögregl- unnar. Oft er lögreglan lætur aðila vita um veski, sem fundizt hafa, kemur i ljós að aðilar hafa talið tilgangslaust að kæra eða hafa af ýmsum ástæðum heldur óljósar hugmyndir um, hverju þeir hafa eytt af fjármunum sinum. Alltaf eru lagðar fram nokkrar kærur eftir hverja helgi og hefur fjöldi þeirra eitt sinn komizt upp i 10 að sögn rannsóknarlög'regl unnar. —ÓG enn ekki orðið vart i dýrum, sem hafa verið rannsökuð. Eitrun getur annaðhvort verið bráðeitrun eða langtimaeitrun. Hinnar siðarnefndu gætti mest i Heklugosinu 1970. Sérfræðingar segja, að verði framhald á öskufalli með svipuðu flúormagni og mælzt hefur, sé vist, að gróður mengist svo, að hætta verði mikil. Raunar sé hættan nú þegar talsverð. Mælingar sýna, að i ösku frá Heimaey er sizt minna af flúor en var i ösku frá Heklu. Það fer að sjálfsögðu mest eftir vindi og vindátt, hvenær askan berst til lands. Flúor er tiltölulega mest i fingérðri ösku. Það sezt á ylir- borðið. Fingerða askan berst einmitt lengst með vindi. Halldór Pálsson búnaðarmálastjóri segir, að fé á þessu svæði eigi ..hvorteð er ekki erindi út fyrr en i lok april ". Efnahagslega borgi sig ekki fyrir bændur að beita búfé fyrr vegna skemmda á grasi. —HH samningá, sem gerðir voru uin sölu á frystri loönu til Japans i þetta sinn. Samið liafði verið um sölu á 28.000 lestum en heiidarfrysting mun hafa numiö nálægt 19000 lcstuni. Útflutningsverðmæti þessa inagns nuin vera 500 til 600 milljónir. —ÓG Nokkrir leikaranna í einu atriði úr Margt býr I þokunni. Frá v. Asta Bjartmars, Edda Aðalsteinsdóttir, Marta Björnsdóttir, Jóhann Björns- son og Unnur Guðjónsdóttir. „Bíðum með að setja eldgosið á sviðl" Leikfélag Vestmannaeyja hefur sýningar að nýju á Seltjarnarnesinu ,,Það þýðir vist litið að deila við dómarann, og ekkert þýðir að rifast við náttúruna”, sagði formaður Leikfélagsins i Vestmannaeyjum, Gunnar Sig- urniundsson um eldsumbrotin, þegar hann leit við hjá okkur hérna á ritstjórnarskrifstofun- um i gær. En nú hefur Leikfélagið hugs- að sér að fara af stað með leik- sýningar á Seltjarnarnesinu. Þrátt fyrir eld og eimyrju i Eyjum verður sýnt sakamála- leikritið „Margt býr i þokunni”. Þau i Leikfélaginu voru svo heppin að fá inni i félagsheimil- inu á Seltjarnarnesi fyrir æfingar, og einnig fengu þau til afnota herbergi i Iðnó. En það eru liklega fá leik- félögin, sem hafa lent i öðru eins og Vestmannaeyja^ leikfélagið. Til þess að fá sviðsmyndina, sem til þarf fyrir sýninguna, þurfti að komast inn i hús i Eyj- um sem fullt var af eiturgasi, en það var reyndar ekki nema helmingurinn, sem náðist. Hinn hafði þegar verið fluttur hingað Búið var að sýna þetta fyrr- nefnda leikrit i Eyjum i nokkurn tima, og einnig hafði veriö ferð- azt með það um Austfirði, þar sem það var sýnt á þremur eöa fjórum stöðum. A sunnudag verður leikritið sýnt almenningi kl. 20,30, en það má geta þess aö i gærkvöldi var það sýnt fyrir hjálparfólk Rauðakrossins. Það mætti kannski ætla eftir allt saman að leikfélagið setti á svið eldgosið i Eyjum? „Nei, ætli við geymum það ekki til betri tima. Við sjáum að minnsta kosti til hvernig fer”. Annars er annað leikrit i bigerð hjá þeim Eyjaskeggjum, og það er leikritið „Kona i morgunslopp”. Það er eftir Ted Willis, sem samdi leikritið Hita- byigju og er einn okkar bezti stuðningsmaður i landhelgis- máiinu. Gunnar sagði okkur að kjark- ur i leikfélagsmönnum væri mikill, enda flestir komnir i ibúðir og búnir að koma sér fyrir. Það má geta þess I leið- inni, að framkvæmdastjóri Leikfélagsins er Unnur Guðjónsdóttir, sú sem er forstöðukonan i „kommúnunni” i Kópavoginum, sem við sögðum frá fyrir stuttu. —EA // ÞURFUM AÐ VERA ALFRÆÐIBÆKUR" „Með nokkrum rétti má segja, að leiösögumaður þurfi að vera lifandi alfræðibók um allt, er varöar island og islendinga i nútlð og fortið”. Svo stendur meðal annars á plaggi, sem félag leiðsögumanna hefur látið frá sér fara. Þeir, sem þetta félag stofnuðu nýlega, eru greinilega fullir áhuga á, að eitthvað verði gert, til að þessi starfsgrein njóti virðingar og sannmælis, en gera sér, að þvi er virðist einnig grein fyrir, að til fólks i þessu starfi þurfi að gera ýmislegar kröfur. Þeir hafa sett sér það markmið að til leiðsögu ferða- manna á tslandi veljist aldrei aðrir en þeir, sem inna störf sin af hendi, svo sem bezt verður á kosið, eða eins og bezt gerist meðal annarra þjóða. —Ló 60 milljómr úr flutningasjóði Styrkirnir skipta millj- ónum til sumra bótanna Loðnulöndunarnefnd og flutningsstyrkir hafa sannað ógœti sitt Tæpar 60 milljónir hafa nú ver- ið greiddar i flutningsstyrki vegna loðnuveiðanna. Sjóöurinn, sem er fjármagnaöur sameigin- lega af séljendum og kaupendum þ.e. sjómönnum, útgerðarmönn- um og bræðslunum, hefur greitt frá 10 aurum fyrir kg i flutnings- styrk og upp i 1,75. Upphæðin fór eftir fjarlægð löndunarhafnar frá veiðistað og aöstæðum á hverjum tima. Óhætt er að fullyrða, að starf loðnulöndunarnefndar hafi tekist mjög vel. Það fjármagn, sem hún hefur haft yfir að ráða, til að geta dreift löndunum bátanna hefur komið i góðar þarfir. Siðastliðinn sólarhring veiddust ■ um 4500 lestir og fékkst sá afli á mestöllu veiðisvæðinu. 24 bátar tilkynntu afla og voru nokkrir þeirra með fullfermi. Greinilega er nú kominn þorsk- hugur i menn og nokkurtlos komið á ioðnuveiðarnar, enda má búast við hún fari alveg að hverfa. —ÓG

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.