Vísir - 24.03.1973, Blaðsíða 15
Vlsir. Laugardagur 24. marz 1973. 15
n □AG | D KVÖLD | Q □AG | D * 0: r □ Q □AG |
Sjónvarp kl. 20.25, sunnudag:
HRESST UPP Á SKAPIÐ:
með söng Verzlunarskólakórsins
Meðal efnis á dagskrá sjón-
varpsins á morgun er
Verzlunarskólakórinn. Kór
skólans er löngu orðinn þekktur
fyrir söng sinn, og þetta er vist
ekki I fyrsta sinn, sem hann
kemur fram i sjónvarpssal.
Flestir muna eftir þvi, þegar
hann kom fram og söng lög úr
Jesú Kristi súperstjörnu i
fyrra, en þá voru þau lög sungin
opinberlega á Islandi i fyrsta
sinn. Þá söng Pálmi Gunnars-
son hlutverk Jesú Krists, en i
sýningu Leikfélags Reykjavikur
hafa heldur betur orðið enda-
skipti á hlutunum, þvi þar
syngur Pálmi Júdas.
Við ræddum við Magnús Ingi-
marsson um lög þau, sem
kórinn syngur í sjónvarpinu
annað kvöld, en Magnús hefur
stjórnað kórnum i þrjá vetur.
Lögin sem sungin verða, eru
úr ýmsum áttum. Magnús
sagði, að hingað til hefði kórinn
æft lög úr leikritum eða heilum
söngleikjum en nú hefur þessu
verið breytt að nokkru.
Elzta lagið, sem kórinn mun
syngja, er lagið um hana Disu i
Dalakofanum. En það lag var
fyrst flutt opinberlega árið 1950
á reviu i Sjálfstæðishúsinu i
Reykjavik. Textanum er örlitið
breytt hjá kór Verzlunar-
skólans.
Nýjasta lagið, sem kórinn
syngur hins vegar, er lagið
Care, sem Gilbert O’Sullivan
hefur sungið og sem leikið hefur
verið hvað eftir annað i óska-
lagaþáttum útvarpsins.
Kórinn starfar eingöngu á
veturna, á meðan skólaár
stendur yfir. A haustin hefjast
æfingar fyrir nemendamót
skólans, sem haldið var nú um
miðjan febrúar siðastliðinn, en
siðan hefur kórinn komið fram
opinberlega eftir það og sungið
sömu lög eða verk.
A milli 50 og 60 nemendur eru
nú i kórnum, þar af 12 piltar.
Magnús sagði mikinn söng-
áhuga rikja og að meðlimir
kórsins væru mjög áhugasamir
Og þar sem nú liður skjótt að
prófum i Verzlunarskólanum,
sem og i öðrum skólum, þá
verða þetta liklega siðustu for-
vöð að hlusta á kórinn syngja.
Verzlunarskólakórinn er á
dagskrá kl. 20.25
—EA
Sjónvarp klukkan
20.50 í kvöld:
FJÖLBREYTT KVÖLDSTUND
Viihjálmur Vilhjálmsson
kemur sérstaklega fljúgandi frá
Luxemburg til að syngja
lagið,,Komdu pabbi, komdu
heim” i Kvöldstundinni i kvöld.
Nokkrar breytingar verða á
kvöldstundinni að þessu sinni.
Gisli Rúnar og Júlli koma ekki
fram að þessu sinni. Þeir fóru til
útlanda til aö leika i auglýsinga-
myndum fyrir innlend fyrirtæki.
Munu þeir vera i London núna.
Ekki munu þeir vera hættir i
Kvöldstundinni, og verður fólk að
bita á jaxlinn og þola fjarveru
þeirra i þetta eina sinn.
1 staðinn koma tveir strákar,
sem kalla sig Diddi og Dódó (eða
Kaldur og Nonni). Þessir firar
leika búktalara og brúðuna hans.
Einnig kemur galdramaður
þáttarins fram, en eftir þvi sem
við höfum heyrt, er það frekar
misheppnaöur sem slikur. Þessir
tveir skemmtikraftar verða
kannski áfram, þó að Gisli Rúnar
og Júlli komi aftur, það er ekki að
vita.
Arni Johnsen kemur fram og
syngur tvö frumsamin lög.
Dixeland hljómsveit kemur fram
og leikur tvö eldfjörug lög.
Dansaður verður ballett Það er
Unnur Guðjónsdóttir, sem mun
hafa gert afbrigði við dans eftir
annan höfund.
Ungurmaður, Hjörtur Blöndal,
syngur frumsamið lag. Söng-
konan meðal gestgjafanna Berg-
lind Bjarnadóttir syngur einsöng,
og er það nýlunda, aö einn af
meðlimum Litils eins taki sig
útúr og syngi án þess að hin komi
þar nærri.
Ung stúlka Gyða Baldursdóttir,
15 ára, syngur lagiö og ljóðið:
Bréfið hennar Stinu, og þá ætti
allt að vera talið.
—LÖ
„Brellin blaðakona"
Sjónvarp
laugardag
kl. 20.25:
Sjálfsagt hafa margir
skemmt sér vel yfir fyrsta
þættinum um brellnu
blaðakonuna. i kvöld er
hún aftur á dagskrá, en
það er Shirley MacLaine,
sem fer með aðalhlut-
verkið í þessum brezka
gamanmyndaf lokki.
Með henni á myndinni er Nicky
Henson, en hann kemur fram i
þættinum i kvöld, sem nefnist:
Kappaksturinn.
Blaðakonan lendir vist i hinum
mestu ævintýrum, og þó að hún
sé vel pennafær, er ekki öll sagan
sögð, þvi að hún er jafnfær á
myndavélina lfka.
Brellin blaðakona er á dagskrá
kl. 20.25.
Útvorp kl. 16.25, laugardag
„STÖLDRUM VIÐ OG
STOKKUM UPP SPILIN
í VOR
##
Stanz tekur þó breytingum
,,£g er aðeins meðlijáiparinn.
Arni Þór Eyinundsson ber veg og
vanda af þessu öllu saman. Hann
velur músikina, en ég tek að mér
að svara hinum ýmsu spurn-
ingum”, sagði Pétur Svein-
bjarnarson, framkvæmdastjóri
Umferðarráðs, þegar viö
röbbuðum við hann, en meöal
efnis á dagskrá útvarpsins i dag
er þátturinn Stanz/
Pétur fræddi okkur á þvi, að á
öllum Norðurlöndunum væri um-
ferðarþættir, og allir væru þeir i
útvarpinu á laugardögum. Lik-
legast vegna þess, að þá eiga
flestir fri , og þá gefst helzt tæki-
færi til þess að hlusta á útvarpið.
t Danmörku er þátturinn
feiknarlega vinsæll, en þar er
hann i svipuðum dúr og Bein lina i
islenzka útvarpinu.Hlustendur fá
tækifæri til þess að hringja i út-
varpið og leggja fram spurningar
og fá bein svör við þeim.
Hér á landi er þátturinn
stytztur, en Pétur sagði, að þeir
vildu gjarnan hafa þáttinn i
svipuðum dúr og sá i Danmörku
er, en það er ekki aðstaða til þess
hér.
Við komumst þó að þvi, að i vor
er i bigerö, að þátturinn taki
breytingum. „Viðerum að hugsa
um að staldra viö og stokka upp
spilin og breyta forminu. A hvern
hátt er þó ekki vist ennþá”.
Þá hefur Pétur Sveinbjarnar-
son ákveðið að draga sig i hlé.
,,Ég er orðinn leiður á sjálfum
mér og aðrir á mér”. Það má
geta þess, að Pétur hætti um
tveggja ára skeið með umferðar-
þætti sina, en þegar hann hætti
hafði hann tekiö þátt i 500
þáttum. ,,Nú er ég hættur að
telja”, sagði hann. Það var árið
1968.
Minnst koma 2-3 bréf á viku, en
stundum koma 10. Pétur tjáði
okkur, að mörgum þeirra væri
erfitt að svara, þar sem þeir eru
þá beðnir um úrskurð á ýmsum
málum, hvað er rétt og hvað er
rangt, sem erfitt er að segja um.
„Við reynum að taka það fyrir,
sem á við almenning, sem til-
heyrir öllum, en fólk sýnir þessu
áhuga, og það vildi gjarnan fá að
ræða þessi mál. Músikina velur
Arni, þannig að sem flestir hafi
gaman af henni”.
Þátturinn Stanz er á dagskrá
kl. 16.25 og sjálfsagt ber þar eitt-
hvað á góma, sem á erindi til
allra úr umferðinni. —EA
Sjónvarp kl. 18, suimudag:
STUNDIN OKKAR
r
A annað hundrað bréf ó 3 dögum:
I Stundinni okkar, sem er á
dagskrá sjónvarpsins á
morgun, koma meöal annars
fram Baldur og Konni, sem
ekki hafa komiö fram á sjónar-
sviöið um langan tlma. Sjálf-
sagt verður þaö jafn gaman
fyrir fulloröna sem börn að fá
tækifæri til þess að heyra þá og
sjá á nýjan leik.
Baldur hefur nýlega hafizt
handa á þessu starfi á nvian
leik, en hann hefur um nokkurra
ára skeið kennt á Akranesi.
Aður hafði hann „Konna”, ef
svo má segja, að aðalstarfi og
hyggst hann taka til við á nýjan
leik.
Baldur og Konni munu koma
fram í þremur þáttum og koma
fram i fyrsta sinn á morgun i
Stundinni okkar og rabba þar
um daginn og veginn.
Annað efni i barnatimanum
að þessu sinni er hann Máni
páfagaukur. Máni páfagaukur
er fugl, sem getur talað og sagt
frá ýmsu, og hann er hinn
sprækasti.
Einhver áhrif hafa þó kvik-
myndatökuvélarnar I sjón-
varpssal haft á hann, þvi að þar
vill hann fæst segja. En hann er
þó allur aö koma til, og á
morgun svarar páfagaukurinn
(með hjálp þó) bréfum frá
börnum á landinu.
Þegar við höfðum samband
við Hermann Ragnar Stefáns-
son, sagði hann, að þau hefðu
beðið börnin um að senda bréf
til þáttarins, þar sem þau segðu
frá hinu og þessu, en spyrðu
einnig um það, sem þau langar
til að vita. Þar fá þau tækifæri
til þess að varpa fram spurn-
ingum um ýmis málefni, og
Máni ásamt Sigriði Margréti
Guðmundsdóttur mun svara
börnunum.
Þetta er i fyrsta sinn, sem
bréfum verður svarað i þessum
þætti, en Hermann tjáði okkur,
að i dag hefðu þegar verið
komin hátt á annað hundruð
bréf.
9. þáttur spurningakeppni
barnaskólanna á landinu verður
einnig á dagskrá, en þættirnir
verða samtals 15. Koma alls
fram 45 skólar.
Hermann sagði að tilgangurinn
með þessum spurningaþáttum
væri að komast i samband við
börnin úti á landi. Þarna fá þau
tækifæri til þess að heimsækja
Reykjavfk, sjónvarpið og
margt fleira, en þurfa ekki ein-
göngu að skrifa i barnatimann.
Ennfremur er á dagskrá
sovézk sirkusmynd og teikni-
myndasaga um „Kurteisa
köttinn”. Einnig syngur Arni
Blandon og les sögu. —EA
Baldur og Konni á skemmtun fyrir nokkrum árum.