Vísir - 24.03.1973, Blaðsíða 7

Vísir - 24.03.1973, Blaðsíða 7
Vlsir. Laugardagur 24. marz 1973. cTVIenningarmál Útvarp sjonvarp: 09 Útþynnt goman — mikil alvara Gott skemmtiefni er alltaf vel þegið, bæði i hljóðvarpi og sjónvarpi. Þvi miður er orðið fjarska litið um beint skemmtiefni i hljóð- varpinu. Það er helzt hægt að kalla þættina „Hratt flýgur stund” skemmtiþætti, og þar er jafnan blandað saman gaman og alvöru viðs vegar að af landinu. í vetur hefur meira að segja verið farið út fyrii\ landsteinana i leit að efni. I vetur hefur sjónvarpið boðið upp á innlenda skemmtiþætti tvisvar í mánuði á laugardags- kvöldum. Til skamms tima hafði Rió trfó á hendi kynningu á þvi efni sem þar var flutt. Þessir þættir öðluðust fljótt vinsældir, held ég að mér sé óhætt að segja. Það var ekki sízt til að létta upp á, að þar komu fram „kaffikarlarn- ír” tveir og létu marga óborgan- lega brandara fjúka. Ennfremur mátti þar sjá og heyra ýmsa af færustu listamönnum þjóðarinn- ar i bland við óþekkt nöfn. En form þáttarins var farið að ganga sér til húðar, og hefði hiklaust verið rétt að breyta þvi þegar Ríó hætti þátttöku sinni i þessum þáttum. Litið eitt. Auðvitað er því ekki að neita að þessir þættir voru i mörgu aðeins stæling á erlendum skemmtiþátt- um sem vinsælda hafa notið. En við gerum bara ekki jafn háar kröfur, með réttu eða röngu, þeg- ar um er að ræða islenzka flytj- endur. Auk þess er svo gaman að fá slika þætti eftir leiðinda dag- skrá hina daga vikunnar, að við fyllumst þakklátssemi og segj- um: Mikið var þetta nú annars skemmtilegt. Og fyrirgefum næstum sjónvarpinu um leið fyrir þau mörgu kvöld sem notuð eru til að troða upp á okkur drep- leiðinlegum fræðsluþáttum. En þegar Rió hvarf úr þessum skemmtiþ. tóku Litið eitt við kynningu. Og þessir ágætu krakk- ar gjalda þess svo sannarlega að Rió dró sig i hlé þegar leikurinn stóð sem hæst: Afleiðingin er óhjákvæmilega sú, að það sem hefði þótt gott i fyrstu þáttum Rió, þykir ekkert skemmtilegt núna. Og fyndni „kaffikarlanna” er orðin svo lapþunn að þeir hljóta að vera með ódrekkandi skólp i brúsunum. Hins vegar er núna meira af efni sem eldra fólk hefur gaman af, og er það vissu- lega þakkarvert. En form þáttar- ins hefur gengið sér til húðar, og þá dugar ekki að spila klappplöt- una eftir hvert atriði. Ennþá Rió. Forráðamenn sjónvarpsins virðast álita, að fyrst svona vel tókst til með þætti Rió triós fram- an af, þá sé hér um að ræða óþrjótandi brunn af skemmtileg- heitum, sem stöðugt megi ausa út yfir skemmtiþyrstan landslýð. Þetta er hinn mesti misskilningur sem hvorki er þessu ágæta triói til góðs né heldur sjónvarpsneytend- um. Þess vegna er mér fyrirmun- að að skilja þá ákvörðun að gera kvikmynd um hljómleika sem þeir félagar héldu i kvikmynda- húsi, búta þetta niður i marga þætti og ætla siðan að bjóða upp á þetta efni langt fram á sumar. Ja, ef einhver verður ekki hættur að hafa gaman af, þá er ég illa svik- inn. Og hvað segja aðrir islenzkir skemmtikraftar og hljómsveitir um svona mismunun? Oft hefur nú komið hljóð úr horni af minna tilefni. Þetta margnefnda trió hefur svo sannarlega margt til brunns að bera, en öllu má of- bjóða. Útvarp alvara. Eins og ég tók fram i upphafi hefur sjónvarpið mun meiri möguleika á flutningi skemmti- þátta. Það getur t.d. alltaf sýnt erlenda þætti þegar ástæða þykir til. Þó þykir mér ástæða til að eftir Sœmund Guðvinsson benda þeim ágætu mönnum á, að það er vissara að vekja enn meiri athygli á þvi, er dagskrá er kynnt, að um skemmtiefni sé að ræða. Það vill nefniiega fara fram hjá mörgum, einkum ef um er að ræða sænskt efni. En þrátt fyrir yfirburði sjón- varps á þessu sviði er alveg ótækt að hljóðvarpsmenn fari ifýlu og láti áheyrendur halda að þeir þjá- ist af andlegu harðlifi. Ég get ekki kallað þá dægurmúsik, sem dag- lega er látin berja hlustir lands- manna skemmtiefni. Nær væri að nefna þetta afþreyingarefni. Væri t.d. ekki möguleiki á, þó ekki væri meira, að láta ómar Ragnarsson koma með svona 20 minútna prógram á laugardags- eða sunnudagskvöldi einu sinni i mánuði. Það mætti t.d. flétta þetta inn i danslagatimann. Eða má ómar ef til vill ekki koma fram i hljóðvarpi af þvi að hann er starfsmaður sjónvarps? Ég geri mér fullkomlega Ijóst, að það er erfitt að útvega efni i t.d. vikulegan þátt. Það er nánast ógerlegt nema i mjög stuttan tima. Þvi verður að hafa þættina fremur stutta og ekki nema t.d. tvisvar i mánuði. En allavega hlýtur að vera hægt að gera eitt- hvað i þessa átt. Það vinna marg- ir ágætir húmoristar þarna við hljóðvarpið og þeir hljóta að geta lagt eitthvað til málanna. Ef allt annað bregzt má þó allt- af hafa viðtal við Björn á Löngu- mýri um fjárlögin. Nú, eða þá að upptökumenn færu á fund hjá Fé- lagi léttlyndra vinstri manna i Reykjavik. Hér er án efa efni i af- bragðsskemmtiþátt. Að visu yrði um að ræða auglýsingu fyrir alla flokkana, sem eru innan Samtak- anna og þar með brot á hinu margumtalaða hlutleysi útvarps. En þá getur útvarpsráð bara lýst yfir harmi sinum eftir á, og þar með fullnægt öllu réttlæti. RIó trió og félagar: Agúst Atlason, Helgi Pétursson, Robert Korce, umboðsmaður þeirra I Amerikuferð- inni, ólafur Þórðarson og Gunnar Þórðarson, gltarleikari úr Trúbroti. Sigurdur Egill Garðarsson skrifar um tónlist: HLUSTIÐ MEÐ MÉR Sinfónluhljómsveit tslands: 12. tónleikar 22. marz. 1973 Stjórnandi: Antonia de Almeida Einleikari: Garrick Ohlsson Það er einstaklega ánægjulegt þegar hingað berast frábærir listamenn úr tónlistar- heiminum. Hinsvegar dregur það töluvert úr gleði manns þegar efnis- skráin er ekki eins smekklega valin. Það er að bera i bakkafullan lækinn að hafa eingöngu disæt hárómantisk verk á efnisskránni. Hér hefði t.d. mátt krydda keim- lika efnisskrána með nútimaverki sem hefði skapað sterkari and- stæður. Tónleikarnir hófust með Faust-forleik eftir Richard Wagner, sem er langt frá þvi að vera með athyglisverðari verkum tónskáldsins. Hljómsveitar- stjórinn Antonio de Almeida lagði mikla áherzlu á dramatiska túlkun i þessu verki, sem hljóm- sveitin skilaði eftir beztu getu ágætlega ve! Þar næst var Pianókonsert nr. 2 i A-dúr, eftir Franz Liszt. Einleikari i þessu verki var Garrick Ohlsson, sem þegar hefur getið sér frægð fyrir djarf- ari túlkun en gengur og gerist. Hann varð fyrstur Ameriku- manna til þess að vinna Chopin- pianókeppnina i Varsjá fyrir um það bil tveimur árum, þá aðeins 22 ára gamall. Það er óhætt að segja að hann hafi „stolið” sen- unni á þessum tónleikum, með ógleymanlegri túlkun og túlkunargleði sem var ánægju- lega laus við atvinnumennsku. Hann virðist nota virtdósatækni sina eingöngu til mjög persónu- legrar túlkunar. Athyglisvert var hvernig hann notaði endurómun, Garrick Ohlsson áslátt og pedal-tækni til þess að yfirstiga hljómburðargalla hússins. Það var sem hann viidi segja — hlustið með mér á þetta. Hljómsveitin skilaði hlutverki sinu með mikilli prýði. Jafnvægið á milli styrkleika einleikshljóð- færisins og hljómsveitarinnar var með bezta móti. Og hljómsveitin náði afbragðsgóðum leik undir handleiðslu hljómsveitar- stjórans. Einleikshlutverk Péturs Þorvaldssonar (celló) var mjög snyrtilega leyst með hógværri túlkun. Undirtektir áheyrenda voru nægilega áhrifamiklar til þess að fá pianósnillinginn til þess að leika tvö aukalög. Hið fyrra „Flugeldar”, prelúdía eftir Debussy, var ógleymanlega flutt, en hið seinna, Marzurka eftir Chopin, fékk fremur óvanalega túlkun. En það er þessi djarfi og persónulegi túlkunarmáti Garrick Ohlssons sem hefur vakið athygli manna viða um heim. Dapurleg rómantik Siðast á efnisskránni á þessum tónleikum var sinfónia nr. 2 i e-moll, op. 27, eftir Sergej Rachmaninoff. Hin dapurlega rómantik sem svo mjög einkennir mörg verk Rachmaninoffs, setur mjög svip sinn á þetta verk. Hljómsveitarstjórinn Antonia de Almeida lagði sig allan fram til þess að ná sterkum áhrifum með ýtarlegum styrkleika- Antonia de Almeida breytingum og undirstrikuðum hraðabreytingum i þessu verki. Samhljómun strengja og blásara tókst misjafnlega vel i öðrum þætti þessa verks. En i þriðja þætti verksins Adagio stóð hljóm- sveitin sig betur i túlkuninni. Klarinettusóló Gunnars Egils- sonar i þessum þætti var afbragðs vel leikið. 1 siðasta þætti verksins tókst leikur hljómsveitarinnar einna bezt, þó að hraðinn hafi stundum verið á takmörkum getu hennar i heild.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.