Vísir - 24.03.1973, Blaðsíða 9

Vísir - 24.03.1973, Blaðsíða 9
Vlsir. Laugardagur 24. marz 1973. 9 Þcssi sportlegi sendibill er frá Ford og er af gerftinni Explorer, og er hann hálft i hvoru tilraun til aft sameina kosti þægilegs ferftablls og hagnýts sendiferftabíls. Hefur hann fengift gófta dóma fyrir sérlega rúmgott farþegahús og fallegar útlinur. Vélin er i miftjum bilnum, sem gerir akstureiginleikana betri og jafnari þyngd á öll hjól. Vængurinn sem sést á myndinni, er ekki ætlaftur sem hluti af bilnum, heldur sem skjól, þegar farift er á bílnum út I sveit til aft borfta nestiö sitt i ró og næfti, en heldur er ótrúlegt, aft hann yrfti hentugur hér á landi i þeirri veftráttu, sem hér er. BÍLAR UMFERO TÆKNI »» & * Umsjón: Jóhannes Reykdal Gott að hafa í huga: Umsjon : Stefan Guójohnsen Blaðamenn Vísis í efstu sœtunum Lótið vélina aldrei glamra! — nokkrar leiðbeiningar megi í veg fyrir „að um það hvernig koma vélin brœði úr sér" Þegar ekift er lengri vega- lengdir i sólskini, er hætta á, aft viftvörunarljósift i mælaboröinu sem sýnir oliuþrýstinginn, sjáist hreinlega ekki, ef þaft kviknar. Einnig getur þaft haft afdrifaríkar afleiftingar, ef ekki er smurþrýstimælir i bilnum, en afteins viftvörunarljós, sem kannski er bilaft, þegar á það reynir. Bezta ráðið til að koma i veg fyrir skemmdir á vélinni af völdum ónógs smurnings er að athuga reglulega oliumagnið á vélinni. Ef viðvörunarljós kviknar og nægilegt magn af oliu er á vélinni, þá losið virinn frá rofanum, sem er á vélinni. Ef ljósið helzt áfram, þá er bilunin i leiðslunni. Hins vegar, ef ljósið slokknar, þá er bilunin annaðhvort i rofanum sjálfum eða i smurkerfinu. Ef bilunin er i smurkerfinu, þá er um að ræða stiflu, oliu- dælan biluð eða oliusigti stiflað. Hægagangur Þegar vélin er i hægagangi, kemur það fyrir, að þrýstingur- inn fari niður undir núll á smur- mæli eða að viðvörunarljósið blikki. Þetta ætti ekki að þurfa að vera alvarlegt vandamál, ef þrýstingurinn fer i eðlilegt horf, þegar billinn er kominn yfir 15 kilómetra hraða. Hár aflestur á þrýstimæli getur annaðhvort verið af þeim orsökum að framhjáhlaupsrofi við smurdælu standi á sér, eða þegar köld olian er i smur- kerfinu, áður en vélin hitnar. Varast skal að láta vélina snú- ast hratt fyrr en hún hefur náð að hitna. Fylgizt vel með viðvörunar- ljósinu, ef það kviknar vegna ónógs þrýstings, þá getur orsök- in verið það alvarleg, að hún dragi stóran og mikinn dilk á eftirsér, þar sem biluð eða ónýt vél er. benzingjöfinni og hlustið vand- lega. Ef veikt glamurhljóð heyrist samfara dálitlu skrölt- hljóði, þá er möguleiki á þvi, að stangarlegurnar séu farnar að gefa sig eða farnar að nuddast utan i. Reynið þetta tvisvar til þrisvar, og ef hljóðið helzt, drepið þá á vélinni og hafið þá samband við verkstæði. Stangarlegurnar taka við átakinu frá hreyfingu stimpl- anna upp og niður og færa það yfir til hringhreyfingar sveifar- ássins. Stimpilstöngin er á milli stimpilsins og sveifarássins. Það eru jafn margar stangar- legur, eins og stimplarnir eru margir, og þar sem sveifar- ásinn snýst með um 6000 snúningum á minútu, þá er augljóst, að álagið á legurnar er mikið. Legurnar eru gerðar úr tveimur bogamynduðum hlut- um, úr stáli, fóðruðum með mýkri málmblöndu. Bilið á milli legunnar og sveifarássins má ekki fara yfir fimm þúsundustu úr tommu. Þetta bil er fyllt með oliu, sem dæltereftir göngum boruðum i sveifarásinn. Þessi þunna húð af oliu er allt og sumt, sem skilur að stangarlegurnar frá sveifarásnum, og það þarf þrýsting, sem samsvarar 30 pundum á ferþumlung til að halda þvi. Ef oliuborðið lækkar eða ojiu- sian stiflast, þá er mikil hætta á, að óhreinindi geti borizt með oliunni, og lendi þau i legunum, getur það haft það i för með sér, að legan eða sveifarásinn rispast, en það hefur það i för með sér, að mjúk málmhúð leg- unnar getur flagnað af. Ef um sveiflu á oliuþrýstingsmæli er að ræða, eða við- vörunarljósið kvikn- ar, þegar stöðvað er skyndilega og þegar teknar eru beygjur, þá er oliuborðið i oliubiðunni orðið of lágt, og oliudælan nær ekki nægilegu magni af oliu. Þrýstingurinn Bilið á milli legunnar og sveifarássins eykst, þegar vélin hitnar, svo að minni þrýsting þarf til að olian geti fyllt á milli, gerist þetta, þá gefur við- vörunarljósið það til kynna. Þegar legurnar eru einu sinni skemmdar, slitna þær fljótt, og ef um málm-við-málm snertingu er að ræða, geta afleiðingarnar orðið alvarlegar. Legan getur orðið það heit, að stimpilstöngin getur brostið vegna hitans. Brotni endi stimpilstangar- innar getur þá hreyfzt að vild og stórskemmt sveifarásinn sem snýst áfram. Eða jafnvel, sem er enn verra, stungizt i gegnum vélarhúsið og gjöreyðilagt vélina. Ef hinsvegar er leitað strax til verkstæðis víð fyrstu heyranlegu merki um óhljóð, ,,að vélin sé að bræða úr sér” eins og sagt er, þá er unnt að lágfæra vélina á auðveldan hátt' með þvi að skipta einungis um legurnar. Keppni hefur nú harðnað til muna i meistarakeppni Bridge- félags Reykjavikur og eru sveitir Arnar og Gylfa nú efstar og jafn- ar. Sveit stig 1.-2. Gylfa Baldurssonar 173 1.-2. Arnar Arnþórssonar 173 3. Hjalta Eliassonar 169 4. Óla M. Guðmundssonar 150 5. Braga Erlendssonar 141 6. Jóns Björnssonar 128 7. Ingimundar Arnasonar 119 8. Viðars Jónssonar 114 Næsta umferð verður spiluð i Domus Medica n.k. miðvikudags- kvöld og hefst kl. 20. Undankeppni Islandsmóts i tvi- menningskeppni var haldið s.l. helgi og var barizt um þau 19 sæti, sem Reykjavik er úthlutað. Röð efstu paranna varð þessi: 1. Hallur Simonarson og Þórir Sigurðsson 580 2. Guðmundur Pétursson og Óli M. Guðmundsson 576 3. Hörður Arnþórsson og Þórarinn Sigþórsson 571 4. Bernharður Guðmundsson og Július Guðmundsson 570 5. Lárus Karlsson og Sigurður Helgason 562 6. Karl Sigurhjartarson og Stefán Guöjohnsen 559 7. Benedikt Jóhannsson og Jóhann Jónsson 552 8. Ingibjörg Halldórsdóttir og Sigvaldi Þorsteinsson 541 9. Agnar Jörgenson og RóbertSigmundsson 538 10. Ingólfur Böðvarsson og Sveinn Helgason 535 Tveir af blaðamönnum Visis eru f efstu sætunum og verður fróðlegt að sjá hvort þeir halda þeim i úrslitakeppninni, sem haldin verður i Domus Medica dagana 31. marz og 1. april. Hér er spil frá undankeppninni, sem er athyglisvert að mörgu leyti. Það er nokkuð óvenjulegt að sjá islenzkar bridgekonur spila sagnkerfi itölsku bridgemeistar- anna þ.e. Bláa láufið, segja harða slemmu og spila henni heim með fallegri kastþröng. ur gaf. A 10 8 6 ¥ A 9 6 ♦ G 8 3 * 10 8 7 5 AKDG 9 7 5 * A4 3 ¥ K G ¥ 10 5 4 ♦ AK4 4 10 65 * A 3 * K 9 6 4 A 2 ¥ D 8 7 3 2 4 D 9 7 2 + D G 3 Sagnirnar voru á þessa leið: Vestur Norður Austur Suður Sigrún Sigrún 1 L P 1 S P 2 S P 4 S P 6 S P P p Eitt lauf lofar 17 punktum eða meir, einn spaði sýnir þrjá há- spilapunkta (ás og kóng eða þrjá kónga), tveir spaðar eru fimmlit- ur i spaða og fjórir spaðar er ekk- ert extra. Suður spilaði út hjartatvist og Sigrún tsaksdóttir lét gosann. Norður drap með ásnum og spil- aði meira hjarta. Sagnhafi tók nú sex sinnum tromp, norður henti einu hjarta og tveimur tiglum, austur tveimur tiglum og einu laufi, og suður henti tveimur hjörtum einum tigli og tveimur iaufum. Nú spilaði Sigrún laufaás og meira laufi. Þegar drottningin kom frá suðri gat hún svinað fyrir tiuna en hún drap heldur með kóngnum og suður var i kast- þröng með hjartadrottningu og drottninguna þriðju i tigli. Einvigi Bridgesambands ts- lands um landsliðssætin i ung- lingaflokki lauk með sigri sveitar Páls Hjaltasonar. Auk hans skipa þvi unglingalandsliðið Trausti Valsson, Sverrir Ármannsson og Helgi Sigurðsson. Tveir af þess- um ungu mönnum hafa ekki langt að sækja bridgekunnáttuna, en þeir eru synir þekktra bridge- meistara, Hjalta Eliassonar og Sigurðar Heigasonar. Forþjappa eykur vélaraflið um 30%: VELINNI HJALPAÐ AÐ „ANDA" Helztu áhyggjuefnin Margir ökumenn hafa miklar áhyggjur af þessum bilunum án þess raunverulega að gera sér grein fyrir þvi, hverjar þær eru. Flestir hafa þeir heyrt um þær, en ættu fæstir nokkurn tima að reyna, — ef þeir fylgjast vel með ástandi bila sinna. Ef slik tilfelli koma upp, þá er litill skaði skeður, ef strax er stöðvað og leitað til verkstæðis. Ef fyrrgreindar athuganir á orsökum þrýstingstaps hafa verið framkvæmdar og leiða ekkert i ljós og oliuþrýstingur- inn er áframlágureftir að vélin hefur hitnað, er bezta prófunin að láta vélina snúast á léttum hraða, vel yfir hægaganghraða. Eftir að hafa gert það i a.m. k. 10 sekúndur, sleppið þá hægt Ein af þeim leiftum sem notaftar hafa ver- ift til aft ná meiri krafti út úr vélum er sú aft nota forþjöppu. Forþjappan vinnur á þann hátt aft meira lofti er dælt inn i blöndunginn, og vélinni gert þannig auft- veldara aft „anda”. Þessi véi meft forþjöppu sem sést á mvndunum er til sýnis á alþjóftlegu bila- sýningunni i Genf scm lýkur á morgun. Forþjappan vinnur þannig aft tvö hverfi- hjól eru á sameiginlegum öxli. Útblástur- inn frá vélinni snýr öftru þeirra, en hitl dælir meira lofti inn til blöndungsins og soggreinarinnar. Meft auknum snúningshraða vélarinn- ar, og þar af leiftandi örari útblæstri, eykst snúningshrafti hverfihjólanna og geta þau snúizt meftallt aft 80.000 snúning- um á minútu. Forþjöppun er ein af þeim leiftum sem notaftar eru til aft vinna upp þaft orkutap sem hinar ýmsu mengunarvarnaraftgerft- ir hafa á bilvélarnar. Sérfræftingar Ford telja þessa forþjöppu auka afl véiarinnar, sem er V-6 þriggja litra, um 30%. Þessi vél er sú sama og notuð er i Ford Capri, Consul og Granada, en ráftagerftir eru uppi meft aft framleifta einnig vélar meft forþjöppu fyrir allar helztu gerftir af Ford i Evrópu, þ.e. Consul/Granada, Capri, Escort og Cortina/Taunus.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.