Vísir - 24.03.1973, Blaðsíða 20

Vísir - 24.03.1973, Blaðsíða 20
VÍSIR Laugardagur 24. marz 1973. Kínversk •• r • FJARLÆGÐIR í JÁRNUM ÚR SUNDLAUGINNI vorusyrang ó Miklatúni Við seldum þeim ól fyrír 100 milljónir á síðasta óri Klnverjar hafa ákveöið að halda vörusýningu I Myndlistar- húsinu á Miklatúni, og tnun hún verða opnuð 20. april næst komandi. — Ætlunin er, aö á sýningunni verði aðallega smærri iðnaðar- vörur, handiönaður og vefnaðar vörur, sagði Lin Hua sendiráðs- ritari við kinverska sendiráðið, er við ræddum við hann um fyrir- hugaða sýningu þeirra. — Borgaryfirvöld voru svo vin samleg að ljá okkur afnot af Myndlistarhúsinu á Miklatúni, og ætlum við að sýna þar ýmsar vörur á u.þ.b. 500 fermetra svæði.- t tilefni af sýningunni er væntanleg kinversk viðskipta- sendinefnd hingað til lands og vonast Kinverjar til þess, að viðskiptasamstarf og önnur tengls þjóöanna aukist og batni i framtiðinni. Innflutningur okkar frá Kina var á siðastliðnum tveim árum náiægt 20 milijónir hvortörið. Við seldum aftur á móti ekkert til Kina á árinu 1971, en 1972, keyptu þeir af okkur ál fyrir tæplega 100 milljónir króna. Eins og áður sagði hefst sýningin 20. april, og er búizt við, að hún standi i 10 daga. —ÓG Ein flugvél, fimm skip, urmull húseigna Á LEIÐ UNDIR HAMARINN Timi nauðungarupphoða. Kimm skip, ein flugvél og urmull húseigna fara undir hamarinn I april, ef eigendur bjarga sér ekki. i siðasta Lögbirtingablaði eru eftir kröfu Gjaldbeimtunnar aug- lýst nauðungaruppboð, alls 314 fyrir skuldum, scm munu nema samtals á sjötta milljónatuginn. Flugvél, eign Flugstöðvarinnar hf., er á þessum lista, fyrir um 1,8 milljón króna skuld. Þá eru á listanum skipin Goð- inn, Karlsefni, Asbjörg, Reykja- borg og Draupnir. Auðvitað má vel' vera, að eigendur greiði skuldir sínar, opinber gjöld og fasteignagjöld, i tæka tið og halda eignum sinum. Ef ekki, þá verða nauðungarupp- boð þessi sett i skrifstofu borgar- fógeta 26. april klukkan 10 og sið- ar háð á fasteignunum sjálfum, eftir ákvörðun uppboðsréttar, eins og segir á tungumáli réttvis- innar. — IHi — Þegar þeir komu sér loks- ins fram i afgreiðsluna þá héldu þeir áfram að svivirða starfs- fólk og gesti. Ilótanir um morð og barsmiðar dundu á nær- stöddum, auk þess sem þeir voru með hrindingar og ólæti — þannig sagðist verði i Sund laugunum i I.augardal frá um framkomu tveggja ungra pilta þar á staðnum i fyrradag. Piltarnir höfðu verið i laugunum og höfðu látið dólgs- lega áreitt aðra gesti og svarað illu einu til, þegar starfsfólk bað þá að hegða sér skikkanlega. Þar sem þeir héldu upp- teknum hætti, þrátt fyrir itrekaðar aðvaranir, var þeim visað burtu. Piltarnir létu sér ekki segjast en eftir nokkurt þóf héldu þeir inn i búningsklefana o'g klæddu sig. Allan timann linntu þeir ekki látunum og höfðu uppi háværar hótanir um að drepa og skera nærstadda. Þeir héldu uppteknum hætti, þegar fram i afgreiðsluna kom, eins og frá er sagt i byrjun fréttarinnar, og sýndu ekki á sér neitt fararsnið. Sundlaugarvörðurinn sá sig þvi tilneyddan til þess að hringja á lögregluna til að fjar- lægja piltana. En i þann mund réðist annar þeirra að verðinum. Þangað til lögreglan Júpiter á miðin, þótt aörir liggi. / Togorar Togaraeigendur og Lúðvik deila um, hverju rikisstj. hafi heitið togaraeigendum. Segja eigendur. að þeir hafi failizt á tilmæli rikisstjórnarinnar um, að gerðardómur skæri úr, ef ekki næðust samningar við yfirmenn. Yfirmenn hafi fellt tillögu um Tryggva gerðardóm, og þá hafi stjórnin snúið við blaöinu og látiö sam- þ.vkkja sem lög tilboð yfirmanna. Lúðvik Jósefsson sagði i gær, að eigendur færu ekki rétt með. Þessar erjur bætast við óánægju togaraeigenda með sigla það, sern þeir telja aögerðarleysi stjórnvalda við þvi mikla tapi, sem útgeröin hafi beðið. Þvi er enn ekki hreyfing á stóru togurunum, nema hvað togarar Tryggva Ófeigssonar sigldu. Tryggvi stendur utan félags útvegsmanna. —HH KONA RÆND Á 79 ÁRA GÖMUL RAUÐARÁRSTÍG Ráöizt var á gamla konu, scm var á leið eftir Rauðarárstign- um i fyrrakvöld. Arásarmaður- inn réðst aftan að konunni, hrinti henni í götuna og þjarmaði að henni. Konan var að koma frá Hlemmtorgi og var komin á móts við nýbyggingu Framsóknarflokksins, þegar maöurinn lagði til atlögu. Sjómugga og myrkur var, þegar þetta skeði, en einnig er þessi hluti götunnar fremur illa upplýstur, og gat konan enga grein gert sér fyrir útliti manns- íns. Árásarmanninum tókst að ná veski gömlu konunnar og hljóp siðan hið skjótasta á brott. Meiðsli konunnar. sem er 79 ára, eru sem betur fer ekki alvarleg, en þó varð að sauma nokkur spor i enni hennar, og einnig er hún nokkuð marin. Ekki er hægt að segja, að af- rakstur ódæðismannsins hafi verið mikill, þvi i veskinu voru aðeins rúmar 500 krónur. Aftur á móti tapaði konan tvennum gleraugum, sem i veskinu voru, auk ýmissa muna. — ÓG. kom, hélt atgangurinn áfram og létu piltarnir ekki af háttalagi sinu við gesti og starfsfólk. Tökst öðrum þeirra meðal annars að sparka i höfuð varðarins, á meðan hann var að fást við hinn piltinn. Þegar lögreglan kom á staðinn var atgangurinn orðinn það harður, að hún varð að f jarlægja báða piltana af staðnum i járnum. —ÓG Fyrrv.þingmaður teflir við Breið- holtsunglinga Það er ekki á hverjum degi, sem mönnuin gefst kostur á að taka skák við þingmennina okkar. Oftast láta þeir sér nægja þá „skák”, sem tefld er i þingsölum flcsta daga i skammdeginu. En i dag ætlarfyrrv. þingm. Jón Þor- steinsson að tefla fjöltefli við unglinga i Breiðholti. Skákstarf- semi hefur farið fram siðustu viku á vegum Taflfélags Reykja vikur og Æskulýðsráðs i Breiö- holtinu og heldurþað áfram næstu :t laugardaga kl. 1-3.45. Unglingarnir eru beðnir að taka með sér töfl sin, og jafnframt ættu þeir að hafa það i huga, að hér er um sterkan skákmann að ræða, en Jónvareinn okkar allra sterkasti skákmaður fyrir ekki alllöngu siðan og vann marga fræga sigra. — JBP — Hvað mundi Krístur segja? Ljóðaflokkur Ninu Bjarkar Árnadóttur um Krist verður fluttur i Norræna húsinu á laugardag. Ljóðaflokkurinn skiptist i tvo þætti. Fyrri þátturinn fjallar um Krist, meðan liann var hér á jörðu. en seinni þátturinn um, livað liann mundi segja, ef hann kæmi aftur i dag. Verkið nefnist „Fyrir börn og fullorðna’’ Leikararnir Helga Hjörvar og Arnar Jónsson flytja ásamt höfundi undir stjórn Hilde Helgason. Til sýnis verða skissur, sem Þorbjörg Höskuldsdóttir hefur gert við ljóðaflokkinn. Þessi flokkur var unninn siðastliðið sumar og i vetur og hefur ekki verið fluttur fyrr. HH. Skipverji meö pokann sinn um borö I Júpiter.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.