Vísir - 03.04.1973, Blaðsíða 2

Vísir - 03.04.1973, Blaðsíða 2
2 Visir. Þriðjudagur 3. apríl 1973. rfsntsm-- Hver er eftirlætis- matur yöar? Finnbogi Guömarsson, forstjóri: Það er nú fljótsagt. Það er kálfa- hangikjöt, kartöflur og frönsk sósa. t eftirrétt vil ég ameriska blóðköggla flugsúpu. Þetta et ég á jólunum. Friðrik Ari Þrastarson, verka- maður: Það er reyk-ur fiskur, helzt karfi. A jólunum vil ég helzt fá steiktan lambahrygg. lngiberg Sigurbjörnsson, bifvéla- virki: Það er eiginlega enginn ákveðinn matur. Mér þykir hangikjöt gott á jólaborðið. Ég er litiö fyrir brasaðan mat. Beztur þykir mér rammislenzkur matur. Gunnar örn Jónsson, kennari: Svinakjöt finnst mér bezt, alla- vega vil ég hafa þaö á jólunum. Fiskur þykir mér ágætur, en frekar vil ég samt kjöt. Ilörður Jónsson, verzlunar- maður: Góð T-beinsteik með frönskum kartöflum og tilheyr- andi finnst mér afbragðsmatur. Einnig er ég hrifinn af reyktum ham með sætum kartöflum, en það er nú ekki til hér á landi. Það er eiginlega enginn almennilegur matur til hér. Sigfrið Ólafsson, bifreiðarstjóri: Ný svið, það er albezti matur, sem ég bragða á. Þetta finnst mér hátiðamatur. Um annan mat er mér nokkuð sama, nema hvað mér finnst kjöt heldur betra en fiskur. SKUGGALEGT ÚTLIT í RAFORKUMÁL UNUM — segir Knútur Otterstedt, rafveitustjóri á Akureyri ,,Ég held það verði að segjast eins og það er, að útlitið sé heldur skuggalegt meö raforkumálin hérna”, sagöi Knútur Otterstedt, rafveitustjóri á Akureyri, I viötali viðVIsi igær. Eins og skýrt hefur verið frá, hefur tekizt eins konar bráðahirgðasamkomulag milli stjórnar Laxárvirkjunar og Land- eigendafél. Laxár og Mývatns. Aðilar hafa ekki enn skrifaö nöfn sln undir samkomulagið, — aðeins upphafsstafi, en búizt er við þvl, að unnt veröi að ganga endanlega frá samkomulaginu á næstunni. Þá verður erfiðu leiðindamáli lokið. Samkomulagið hefur ekki veriö gert opinbert ennþá. Það gengur m.a. út á það, að Laxárvirkjun hætti við upphaflega áætlaðar virkjanir, sem að miklu leyti hefur veriö lokið, en nýti aðeins 6.5 megavatta virkjun i staö þeirra 38 megavatta, sem mann- virkin eru gerð fyrir. Um 500 milljónir króna fara i þessa virkjun, en aðeins hefði þurft að verja til virkjunarinnar tæpum 300 milljónum króna, ef alla tíð hefði veriö reiknað með aðeins 6.5 megavatta virkjun. Ekki vildi Knútur upplýsa á þessu stigi, hvernig farið verður með þessar rúmu 200 umfram- milljónir. Aður hefur komið fram, að rafmagnsnotendur á svæði Laxárvirkjunar munu ekki greiða þennan umframkostnað niöur með hærra orkuverði. Þvi má gera fastlega ráð fyrir þvi, að rikissjóður muni koma til og borga brúsann. Eflaust er rikis- valdið með einhver skilyrði fyrir slikri lausn. Það þarf til dæmis að fá Norðlendinga til að samþykkja það, að lina verði lögð norður yfir hálendið frá Þjórsárvirkjunum. ,,Það liggur alveg ljóst fyrir, að hér kemur fljótlega til rafmagns- skorts, nema sérstakar ráð- stafanir verði geröar”, segir Knútur. — ,,A þessu stigi veit ég ekki, hvaða möguleikar koma helzt til álita. Ljóst er, að við komumst vel i gegnum næsta vetur með þvi að við fáum 6.5 megavött úr nýju virkjuninni i Laxá. Til lausnar á rafmagns- málunum eftir þann tima hefur verið efst á blaði að leggja linu norður. Allter þó á huldu um það, hvað hún mundi kosta, hvernig hún yrði, hversu langan tima tæki að undirbúa gerð hennar og hve langan tima tæki að reisa hana. Verður gufuaflið nú til þess að tryggja Norölendingum raforku á næstu árum. Gufuaflsstöðin I Bjarnar- flagi hefur reynzt vel miðað viö allar aöstæöur. Passiusálmarnir það eina... Kári Elisson hringdi: „Maður getur ekki imyndað sér, að það séu margir sammála gömlu konunni, sem hringdi i les- endaþátt ykkar i VIsi og kvartaði undan þvi hve útvarpssagan „Ofvitinn” eftir Þórberg Þórðar- son sé klúr. — Ég er að minnsta kosti mikið ósammála henni, þvi að mér finnst þessi saga ekki klúrari en gengur og gerist með sögur — nema ef jafnvel siður væri. Og hvaða máli skiptir það, hvort sagan er lesin strax á eftir Passiusálmunum? Manneskja, sem hefur svona viðkvæmar tilfinningar fyrir hlutunum, ætti ekki að kveikja á útvarpstækinu sinu, fyrr en Pass- iusálmarnir byrja, og slökkva siðan á þvi strax að lestri þeirra loknum. — Það hlýtur að vera eina efnið, sem hún getur hlustað á án þess að eiga á hættu að verða misboðið”. Húsmœður sameinist! J.K.Þ. hringdi: Eitt og eitt í einu — fyrst mjólk og svo.... Mitt kæra blað, sem ég veiti mér enn að kaupa, þrátt fyrir alla dýrtið. Mig langar til að stinga niður penna og svara þessari glaðklakkalegu húsfreyju úr Reykjavik, önnu Snorradóttur, nokkrum orðum. Hvaða kona er þetta eiginlega og hvar i flokki stendur hún? Sú, sem glöð vill enn frekar sprengja upp verð á bú- vörum. Hvaða fjárhag og hlunn- indi hefur hún á bak við sig og hvað borgar hún i skatta? Við reykviskar húsmæður, sem höfum af frekar veikum mætti verið að mótmæla vaxandi dýrtið og óeðlilegri hækkun nauðsynja- vara, hyggjum ekki á uppgjöf. Við munum stórherða sóknina. Það er engin tilviljun, að við byrjum á búvörum, þær snerta okkur mest. Okkur vantar sterkari forustu, en hún mun koma. Við erum engir bjálfar, okkur er fullkunnugt um hollustu mjólkurafurða og lambakjöts, en mælirinn er fullur og buddan tóm. Að hvatningu önnu munum við glaðar taka fyrir aðrar vöru- tegundir sfðar, er búvörur hafa verið lækkaðar. Dagblaðið Timinn og Þjóðviljinn hafa undanfarna daga bent okkur „sljóum húsmæðrum” réttilega á gifurlegar og óréttlætanlegar hækkanirá öðrum vörutegundum og þjónustu td. fiski, sykri, kaffi hita og rafmagni o.fl. Það biður sins tima. Anna Snorradóttir og sér i lagi Jónas Arnason hafa óviljandi orðið okkur að ómetan- legu liði. Rekiö saman okkar sundurleita hóp og hvatt okkur til nýrra dáða. Jónas með taktlausri framk. sinni i sjálfu okkar Alþingishúsi ætti ekkert annað skiTið en að við köstuðum frá okkur pottunum, fylktum' liði honum til heiðurs, ýttum á flot einum af okkar gömlu togurum og gæfum honum gratis ferð i austurveg, hvar hann gæti raupað frjálst um land- helgina og hræðslu sina við hús- mæður i Reykjavik. Gjarnan mætti hann taka Svövu litlu með sér og reyna að koma henni á gott barnaheimili, helzt i sveit. Niður- greiðslan að heiman kr. 5000 á mánuði. Að endingu, hvernig væri, að ölgerðin Egill Skallagrimsson gengi i liö með okkur og lækkaði verulega verð á maltöli, sem við myndum þá kaupa i stórum stil til aö geta hert sóknina. Það er jú nærandi og styrkjandi sem allir vita. Upp með gildi islenzku krónunnar. Sigriður Jónsdóttir „Ég þakka Dagrúnu Kristjáns- dóttur kærlega fyrir sjónvarps- viðtalið. — Ég spyr og vænti svars: Hvar eru nú allar húsmæður og mæður, sem söfnuöu undir- skriftum til þess að stöðva útsölu á brennivini á sinum tima? Nú er tækifæri til að safna undirskriftum til að stöðva verð- bólgu landbúnaðarafurða og koma þeim lista til réttra aðila. Og marsérum nú! Baráttukveðja”. Númerin eru ó símakópunni Baldur Agústsson, forstjóri BA- auglýsinga, hringdi: „Einhver lesandi Visis varð til þess að skrifa um hlifðar- kápurnar utan um simaskrárnar og vék hann að þvi, aö siminn hefur auglýst að þessar kápur hylji simanúmer lögreglu og slökkviliös, sem prentuð eru aftan á simaskrána. Ég þakka lesandanum vinsam- leg ummæli um hlifðarkápuna, en þegar hann segir auðvelt að þrifa hlifðarkápuna utan af simskránni til þess aö lesa þessi númer, vil ég benda á, að það er hreinn óþarfi. Þessi simanúmer lögreglu og slökkviliðs (hér i Reykjavik) eru nefnilega á hlifðarkápunni. Nefnilega á kápuboðungnum aftan á simaskránni. Þar eru reyndar fleiri upplýsingar sem að haldi geta komið, eins og hvar eigi að leita slysahjálpar o.s.frv”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.