Vísir - 03.04.1973, Blaðsíða 6

Vísir - 03.04.1973, Blaðsíða 6
6 Visir. Þriðjudagur 3. april 1973. VISIR Otgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiðsla: Ritstjórn: Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Pétursson Valdimar H. Jóhannesson Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 32. Slmar 11660 86611 Hverfisgötu 32. Simi 86611 Síöumúla 14. Simi 86611 (7 Ifnur) Askriftargjald kr 300 á mánuði innanlands I lausasölu kr. 18.00 eintakiö. Blaöaprent hf. Öfugverkun miðstýringar Valdhafar hneigjast stundum að trú á, að flókin vandamál efnahagslifsins sé unnt að leysa með tilskipunum, nýjum nefndum og stofnunum, eða með annarri miðstýringu. Venjulega uppskera þeir aðeins aukna útgáfu hinna upprunalegu vandamála. Ef verðlag hækkar, vaknar sú von, að slikt megi hindra með höftum, svokölluðu verðlags- eftirliti. Þetta hefur viða verið reynt og lengur hér á landi cn i flestum öðrum löndum. Reynslan hefur sýnt, að verðlagshöft megna ekki að halda verði niðri. Þótt ótrúlegt megi virðast, þá ýta þau meira að segja undir verð- bólguna, ef þau eru nógu langvinn. í fyrsta lagi leiðir eftirlitið til sjálfvirkra hækkana og i öðru lagi drepur það i dróma hið eðlilega verðlags- eftirlit neytendanna sjálfra. Við höfum hér á landi langa reynslu af hinum sjálfvirku hækkunum. Stundum er eins og verð- lagseftirlitið sé eins konar sjálfvirk afgreiðslustofnun fyrir hækkanir. Þar er reiknað út, hve mikil verðhækkun eigi að sigla i kjölfar aukins tilkostnaðar. Þessi dauða rikistofnun svæfir neytendur. Viða annars staðar i heiminum eru þeir virkir að- ilar að markaðskerfinu, hafna hópum saman vör- um, sem eru of dýrar eða of lélegar, og beina kaupum sinum að hagstæðari vörum. Hér þarf 44% hækkun á mjólk til að ýta við húsmæðrum, en i nágrannalöndunum nægir 5% hækkun til þess, að allt fari á annan endann. Það hefur lika komið i ljós, að verðlag hækkar örar i löndum verðlagshafta en i hinum löndun- um. Þess vegna hafa þessi höft viðast verið lögð niður meðal þróaðra þjóða. Við íslendingar höfum ekki áttað okkur á þessu og sitjum uppi með okkar verðlagshöft og verðbólgu. Verðlagshöft geta haft hrikalegar afleiðingar. Eitt alvarlegasta dæmið er, hvernig húsaleigu- eftirlitið hefur leikið New York. Sænski hagfræð- ingurinn og sósialdemókratinn Assar Lindbeck segir, að slikt eftirlit sé næst á eftir sprengjuárás öruggasta leiðin til að eyðileggja borgir. Þróunin i New York og i öðrum þeim borgum, sem hafa lent i húsaleigueftirliti, er þessi: íbúða- byggingar dragast fljótlega saman, þvi að menn sjá sér ekki lengur hag i að byggja eða kaupa. Siðan byggist upp svartur markaður með marg- földu verði á við opinbera verðið. Kunningsskap- ar- og pólitisk spilling grefur um sig, þegar verið er að úthluta ibúðum. Viðhaldi húsa hrakar stór- lega. Vitahringurinn verður ofboðslegur i milljónaborg eins og New York. Markaðskerfið verkar á annan hátt. Ef eftir- spurnin eykst, hækkar verðið og fleiri leggja út i byggingar og kaup. Þar með næst jafnvægi á nýjan leik, um leið og komizt er hjá húsnæðis- skorti. Húsaleiga er há, en þá er lika tekið tillit til hennar, þegar samið er um kaup og kjör. Þvi til viðbótar koma svo aðgerðir borgaryfirvalda til að hjálpa þeim, sem miður mega sin. Þeir fá ibúðir til leigu á niðurgreiddu verði. Þetta kerfi hefur gert Reykjavik kleift að margfaldast að stærð á fáum áratugum og að taka i einu vetfangi við þúsundum Vestmanna- eyinga, án þess að húsnæðisskortur verði jafn- mikill og yfirleitt er i erlendum borgum. Á þessu sviði höfum við valið réttu leiðina, þótt við höfum ekki borið gæfu til þess i hinum almennu verð- lagsmálum. Glistrup keypti nafn ,,Framfaraflokksins” af pyslusalanum Káas. Hefur ekki greitt skatt í nokkur ár stofnaði flokk og œtlar að bjóða fram O-lista til þess að fella niður útsvar og tekjuskatt O-listinn, sællar minningar — listi Framboösflokksins — Iifgaði upp á alþingiskosningar okkar siðast, en hvort Daninn Mogens Glistrup hefur heyrt af þessu eða ekki — verður ekkert um sagt — þótt hann ætli sér að taka upp merki flokksins. Glistrup hefur stofnað nýjan stjórnmúlaflokk I Danmörku, og kallar hann flokkinn Framfara- flokkinn. (Takið eftir, hve nafniö er litið breytt). Honum tókst að safna 19.000 undirskriftum, sem hrekkur til þess, aö flokkurinn má bjóða fram. — Hvaða bókstaf fær hann úthlutað? ,,Ég ætla aö biðja um ,,G” fyrir Glistrup, eða þá „0”, sem einnig getur þýtt núll, en það er einmitt tekjuskattsprósentan, sem flokkurinn berst fyrir”, segir Mogens Glistrup. Ef menn halda, aö þetta sé eitt- hvert grin, þá er það mesti mis- skilningur. Glistrup og fylgis- mönnum hans er bláköld alvara. Og skoðanakannanir benda til þess, að Framfaraflokkurinn geti unnið ein þrettán eða fjórtán þingsæti I næstu þingkosningum I Danmörku — af 179 mögulegum. — Nei, Mogens Glistrup er sko enginn Ugluspegill, og þó... Hver er þessi Mogens Glistrup, sem tekur upp merki O-listans, og hvernig fer hann að þvl að bera það svo hátt, að hann eygir mögu- leika að fá 13 fulltrúa kjörna á þjóðþing Dana? Hann er Kaupmannahafnarlög- maður, sem heldur þvi fram, að eina leiðin til þess að bjarga efna- hagsmálum Danmerkur sé að hætta að greiða skatta! — Hægara sagt en gert, segir kannski einhver. — Nú, en Mogens er búinn að margsanna i verki, að hann greiðir ekki eyri i skatt. Hann hefur ekki gert það um nokkurra ára bil. Glistrup hefur ekkert farið dult með, hve létt hann sleppur frá sköttunum. Siður en svo, þvi að hann hefur auglýst það rækilega og tekur að sér að stofnsetja fyrirtæki fyrir hvern, sem vill, og búa svo um hnútana, aö við- komandi, sem kaupir af honum fyrirtækið, þurfi ekki heldur að greiða eyri i skatt. Skattsvikari? — O, ekki aldeilis. Allt siðastliðið ár hefur skattrannsóknarlögregla Dana grúskað i bókhaldi hans, og...það sýnir alltaf tap”, gortar Glistrup, ,,sem ég útskýri fyrir skattinum, og hann verður að viðurkenna þaö”. 1 landi, þar sem skattaálögur eru einhverjar þær þyngstu, sem sögur fara af — i fyrra fóru næstum 53% af þjóðarframleiðsl- unni i skatta, og búizt er við þvi, að það verði orðin 58% árið 1975 — fór ekki hjá þvi, að þessi skatta- sérfræðingur vekti athygli. Margir hafa orðið til þess að leita ráða hjá honum og aðstoðar, og nú selur hann „fyrirtækin” rétt eins og súkkulaðifram- Mogens Glistrup á leiöinni með 19.000 undirskriftir til „skrifstofu báknsins”. leiðandi selur sælgætið sitt. Þau renna út. — Hvert þeirra kostar rúmar 150 þús. minnst, og þykir ekki dýrt. Þau eru seld alveg tilbúin með löglegum pappirum, hlutabréfum, þing- lesin og allt. — Glistrup er búinn að framleiða 2.591 slfkt fyrirtæki siðan 1970. Sum selur hann. Sumum heldur hann sjálfur og lætur siðan eitt verzla við annað, svo að aldrei sést neinn hagnaður. Þannig hefur hann sjálfur verið köllun sinni trúr með að reyna að bjarga Danmörku með þvi að greiða enga skatta. Og hann stofnaði loks stjórnmálaflokk, þvi að það er engan veginn eigingirni, sem rekur hann áfram til þess arna. Þetta er i hans augum það eina rétta, og hann vill berjast fyrir þvi, að aðrir Danir njóti þessa sama. Sjálfur heldur hann þvi fram, að honum gremjist kerfið sem hann hefur farið svona i kringum. „Sem lögfræðingur ætti ég auð- vitað að vera ánægður með það”, segir hann. „En það er svo fárán- legt, að það tekur fram, „Inesco”. Og ég vil sýna fram á, hve óréttlát skattalögin eru”. Þar með varð Framfara- flokkurinn til og stefnumál hans þrjú, sem eru:Burtmeð tekjuút- svar og tekjuskatt. Burt með lög og lagagreinar, sem enginn skilur. Burt með alla skriffinnsk- una. Danir eru orðnir meira en litið þreyttir flestir á rikisbákninu og allir skriffinnskunni. Skrifstofu- bákn hins opinbera fer sistækk- andi, og bættust við það 40.00 Danir bara i fyrra, svo að núna eru 500.00 manns starfandi á vegum þess opinbera, af aðeins 2,4 milljónum vinnandi manna danskra. Enda heldur Glistrup þvi fram, að senda megi 80% þessa starfs- krafts út i framleiðslustörfin, án þess aö nokkurs muriar gætti á félagsmálunum. Hann vill láta skera fjárlögin niður um minnst einn fimmta af þeim 50 billjón króna (danskra) niðurstöðu- tölum, sem þau sýndu siðast. Og hann telur, að með þvi að gæta meira jafnræðis i skattalögunum, og breyta á sanngjarnari veg, þá yrðu milljón króna (Isl). árstekjur skattfrjálsar. Danska herinn vill hann láta leggja niður. „Hann er fyrir löngu orðinn bara brandari innan NATO”. — 1 stað herstjórnar- innar og varnamálaráðuneytisins ættum við að fá okkur hljómplötu, sem spilaði á rússnesku: „Við gefumst upp”. — Sömu örlög hugsar hann sér að utanrikis- málin ættu að hljóta. „Leggja niður sendiráðin erlendis, þvi að Danir hafa hvort sem er ekki sjálfstæða utanrikisstefnu”, segir Glistrup. „Svo lengi sem við erum fúsir til þess að greiða skatta, munu stjórnmálamenn og skrifstofu- hitlerar halda áfram að eyða peningum”, segir Glistrup. „Það er þess vegna, sem mér finnst næstum siðlaust að greiða skatta, og þvi trúi ég þvi, að sá maður, sem smýgur i gegnum greipar skattsins, sé blessun fyrir sam- félagið”. Þetta hefur greinilega hlotið hljómgrunn hjá mörgum — meðal annars stjórnmálaflokkum, eins og Miðflokknum og Óháða flokkn- um, sem ætla i kosningabandalag með Framfaraflokknum. Þeir hafa lýst þvi yfir, og settu aðeins eitt skilyrði fyrir samstarfinu — að einhverjir þeirra manna yrðu á O-listanum, þegar stundin rynni upp.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.