Vísir - 03.04.1973, Blaðsíða 5

Vísir - 03.04.1973, Blaðsíða 5
Vísir. Þriöjudagur 3. apríl 1973. 5 AP/IXITB ÚTLÖNDÍ MORGUN UTLÖND I MORGUN ÚTLÖND Umsjón Guðmundur Pétursson Verður mál Calleys Podgornij heimsœkir Kekkonen Forseti Ráðstiórnarrikjanna, Nikolaj Podgornij, kom i dag til Finnlands i fimm daga opinbera heimsókn i tilefni þess, að 25 ár eru liðin frá undirritun fyrsta vináttusáttmála þessara tveggja rikja. Munu þeir ræðast við for- setarnir, Podgornij og Urho Kekkonen, um samband þjóðanna i framtiðinni. Blóm að skilnaði Harðir í landhelginni tekið fyrir að nýju? William L. Calley/ liðs- foringi/ hefur snúið sér til hæstaréttar hersins og óskað náðunar á dómn- um, sem hann hlaut fyrir fjöldamorðin i May Lai. Byggir lögfræðingur Calleys kröfuna um, að áfrýjunarréttur hersins taki málið fyrir aftur, á nýlegum dómum, sem hann telur, að hljóti að breyta afstöðu herréttar- ins. Calley liðsforingi er enn i stofufangelsi sinu i Benning- virki i Georgiu. — Hans siðasta hálmstrá, ef áfrýjunarrétturinn bregzt honum, er Nixon forseti, sem hefur lofað þvi, að endurskoða mál hans sem æðsti yfirmaður herjanna, þegar hin ýmsu dómstig herréttarins hafa fjallað um mál hans. Hinn ungi liðsforingi var árið 1971 dæmdur i ævilangt fangelsi fyrir herréttinum i Benning- virki, fyrir morð að yfirlögðu ráði ,,á ekki færri en 22 Viet- nömum” og fyrir morðtilraun á vietnömsku barni. 20. ágúst 1971 mildaði yfir- maður þriðja hersins dóminn og breytti honum i 20 ára hegningarvinnu, sem herréttur- inn staðfesti 16. feb. siðastlið- Sagði herrétturinn, að 20 ára hegningarvinna væri sizt of strangur dómur fyrir fjölda- morðin. Calley, sem nú er 29 ára að aldri, var 24 ára gamall, þegar hann stjórnaði aðgerðum her- flokks sins i May Lai sveita- þorpinu þann 16. marz 1968. — Framburður vitna i herréttin- um leiddi i ljós, að herflokkur- inn hafði ekki mætt neinni mót- spyrnu, þegar hann kom til þorpsins, en samt hafi fjöldi þorpsbúa verið skotinn og drep- inn. Áfrýjunarrétturinn hefur 45 daga frest til þess að ákveða, hvort hann taki til endurskoðun- ar þetta heimsfræga mál. t'alley liðsforingi Frederick Weyand hers- höfðingi, yfirmaður heraflans iVietnam, fékk hlóm að skiln- aði um leið og hann og siöustu h a n d a r ís k u hermennirnir urðu á Inirt úr Vietnam. Að góðra dáta sið, þakkaði hers- höfðinginn blómagjöfina með kossi. í ofsaroki Vitað var um fimm skip, sem leiítu i vandræðum vegna of- viðrisins. Þar á meðal var eitt skipið „sjóræningjaskip”, eins og Bretar kalla þær ólöglegu út- varpsstövar, sem hafðar eru um borð i skipum utan við landhelg- ina. Veðrið skall á mjög skyndi- lega og með miklum ofsa. 1 fjór- um sýslum Englands varð mikil ringulreið, þegar raflinur slitn- uðu niður og hús urðu fyrir skemmdum. Tveir menn létu lifið, þegar tré brotnaði i veður- hamnum og féll yfir bil þeirra i þorpinu Scoulton. Þrjátiu hjólhýsi fuku út af bíiastæði i Great Yarmouth og lentu niðri i fjöru, þar sem kom- ið var að þeim eyðilögðum. Bandariski flugherinn sendi þyrlu til aðstoðar 16 manna áhöfn brezks flutningaskips, sem rak stjórnlaust i 10 vind- stigum út af Norfolk. Þrjár brezkar þyrlur björguðu svo 16 manna áhöfn flutningaskipsins Amberly, sem var komið með mikla slagsiðu og tók inn sjó. Rœndu framkvœmdastjóra og flotaforingja Vinstrisinnaðir skæru- liðar rændu í gær fram- kvæmdastjóra Eastman Kodak-fyrirtækisins i Buenos Aires og enn- fremur öldruðum flota- foringja, sem kominn var á eftirlaun. Skæruliðarnir, sem kalla sig byltingaher al- þýðunnar (ERP), lýstu ráni flotaforingjans á hendur sér, en þeir telja, að hann hafi átt sök á þvi, að 16 skæruliðar, sem voru i flotafangelsi i Trelew, voru drepnir i ágúst s.I. Yfirvöld höfðu lýst því yfir, að fangarnir hefðu verið felldir á flótta, en skæruliðarnir hafa haldið þvi fram, að fangarnir hafi verið leiddir út úr fangaklefum sinum og teknir af lifi. Framkvæmdastjórinn, sem er bandariskur að þjóðerni, var á leið til vinnu sinnar, þegar bifreið mönnuð skæruliðum var ekið á bil hans. Átta menn stukku út og höfðu framkvæmdastjórann á brott með sér. Skæruliðarnir hafa siðan ekkert látið frá sér heyra, annað en lýsa þvi yfir, að þeir væru valdir að mannráninu. Þeir hafa engar kröfur sett fram ennþá til lausnar föngum sinum. Þetta tvöfalda mannrán þykir hafa sett hinn nýkjörna forseta Argentinu, Hector Campora, i vanda. Hann hafði i kosninga- baráttunni lofað öllum pólitiskum föngum frelsi. Margir þessara fanga liggja undir ákærum um mannrán og hermdarverk. Sýnist mönnum.að þetta siðasta mannrán skæruliðanna, sem mælist mjög illa fyrir i Argentinu, muni styrkja herforingjaklik- una, sem krefst þess, að lögum verði komið yfir hermdarverka- menn. Uruguay mun taka „mjög strangt" á þeim er- lendu togurum, sem veiöa leyfislaust innan 200 mílna fiskveiðilögsögu landsins, sagöi yfirmaður flota þeirra í Uruguay, Nonrado Olazabal. Tilefni þessara ummæla flota- foringjans eru þau, að tundur- spillirinn Artigas tók á miðviku- daginn japanskt fiskveiðiskip Sumiyoshi Maru 16, og svo annað á sunnudag, Suiyoshi Maru 86. Bæði skipin voru færð til hafnar i Montevideo, þar sem skipstjórar þeirra biða dóms. Frá þvi 1969 hefur Uruguay haldið fram 200 milna fiskveiði- lögsögu og voru báðir Japanirnir innan hennar og voru komnir með hátt i fullfermi af túnfiski, þegar þeir voru teknir. 1 fyrstu fréttum, sem bárust af töku Maru 16, var sagt, að tundurspillirinn hefði skotið á bátinn, en þær fréttir hafa nú verið bornar til baka. Hvað flotaforinginn á við, þegar hann talar um að ,,taka mjög strangt á landhelgisbrjót- um,” liggur ekki Ijóst fyrir, en mönnum verður hugsað til hinnar háu sektar, sem Uruguaymenn tóku af griska verksmiðjuskipinu Mykinai i fyrra, en hún nam 96.000 dollurum, og varð til þess að griski sendiherrann mótmælti dómnum. Honum var þó ekki breytt. Sjórœningjar llvassviðri geisaði á austur- strönd Englands i nótt og rótaði upp ólgusjó, svo að skip áttu i crfiðleikum i Norðursjónum. Flýia fíóðin 1 þorpinu Bizerte i Túnis urðu ibúarnir að flýja heimili sin i flóðunum I siðustu viku, sem við sögðum frá í gær. Tal- iðvaraðnær 53 þúsund manns hefðu misst heimili sin. — Úr- hellisrigningar siðustu viku ollu flóðunum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.