Vísir - 03.04.1973, Blaðsíða 4

Vísir - 03.04.1973, Blaðsíða 4
4 Visir. Þriðjudagur 3. april 1973. Nokkuð fyrir börnin — og pabbana... Þeir voru að byrja sýningar á nýjum kabarett I klúbbnum ,,Bal du Moulin Rouge” I París. Myndin hér að neðan er frá einu atriðanna, en þvi er stjörnað af hlondinu, er skemmtir gestum I félagi við nokkra höfrunga, sem leika ýmsar listir. Nokkuð, sem maður skyldi ætla, að pabbarnir i Paris séu til- búnir til að „lofa börnunum sinum að sjá”. VAGN- Nú er aðeins eitt fyrirtæki eftir af þeim mörgu, sem eitt sinn framleiddu milljónir af vagnhjólum fyrir Bandarikjamenn. Ársframleiðslan er nú aðeins 10.000 hjól, og þar af er nálægt þriðjungur notaður til skrauts i görðum og á veggjum. Hin rúlla um þver og endilöng Bandarikin á alls konar farartækjum. Vagnhjólafyrirtækið, sem er i New York, hefur nú 22 starfs- menn, en áður fyrr skiptu þeir hundruðum. Sumir þeirra hafa unnið allt að 40 ár hjá fyrir- tækinu. Vélarnar eru það gamlar, að enga varahluti er að fá, og ef þær eyðileggjast, verðum við að loka, sagði einn starfs- maðurinn. Bóndinn kemur bölvandi og ragnandi inn til konu sinnar og segir: — Alveg er það furðulegt með beljuskömmina. Þarna hef ég setiðyfir lienni í allan morgun og beðið eftir að hún beri — en án árangurs. — Prófaðu að sitja ekki aftan við hana. — Nú, hvcrs vegna ckki þaö? — Jú, sjáðu til: Þegar hún litur aftur fyrir sig, kýrin, þá heldur hún, að hún sé búin að eiga.... — Maðurinn minn hrýtur svo voðalega. Gerir þinn það? — Ég veit það ekki. Sko, við höfum aðeins verið gift i átta daga.... — Já, þetta verða 20 dagar i steininum, eða 40 þúsund krónur. ■— Þá held ég, að ég taki pen- ingana heldur, herra dómari. —Læknirinn fullyrðir, aö ég yrði tium árum eldri; ef ég hætti bæði aö reykja og drekka. — Hvað ertu gamall núna? — 60 — Almáttugur, þá værir þú með öðrum orðum orðinn 70 ára I dag.... — Faðir, ég er orðinn ást- fanginn af stúlku. — Einmitt, já. Skynsamlega valið, sonur sæll. Kennarinn: — Það hefur verið reiknað út, að ljósið fer með 300.000 kilómetra hraða á sekúndu... og ef þú, Pétur, getur ekki fylgzt með, verður þú að fara fram á gang! Lárus hafði ekki komið I skólann um morguninn, en um kvöldið mætti kennarinn honum I bænum: — Þú varst ekki i skólanum I morgun, Lalli litli? — Nei, það var af þvi það kviknaði i húsinu okkar. — Það byrjaði nú ekki að brenna fyrr en i hádeginu — Það er rétt. En við byrjuðum að bera húsgögnin út klukkan niu i morgun... Nýjasta IBM kúluritvélin, IBM 82C, býður IBM 82 C er sýnd á sýningu okkar yður upp á stórkostlega nýjung. IBM 82 C er með sérstökum leiðréttingarbúnaði. IBM 82 C leiðréttir villurnar með einföldum áslætti. Einn góðan veðurdag munu kannske allar ritvélar verða eins og IBM 82 C. IBM verður ávallt á undan með nýjungarnar! á Hótel Sögu. Sýningin er öllum opin frá kl. 17—19 þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag. Inngangur um aðaldyr. % SKRIFSTOFUVELAR H.F. ' ^ Hverfisgötu 33 Simi 20560 - Pósthólf 377 OJ —* CQ cz c/>

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.