Vísir - 03.04.1973, Blaðsíða 7

Vísir - 03.04.1973, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 3. aprfl 1!)73. 7 Æfingar fyrir sundbolinn og sólina sem gera mó hvar sem er Minni og sterkari bakhluti. Sitjið með bakið beint og fæt- urna stöðuga á gólfinu. Dragið siðan vöðva bakhlutans saman, þannig að þið lyftizt upp i stóln- um og athugið að horfa beint fram og hafa bakið beint. Teljið upp að fimm og endurtakiö æfinguna. K> Grennra mitti Lyftið höndunum upp og teygið siðan til skiptis hægri og vinstri hönd upp i loftið, eins hátt og mögulega er hægt að komast. Látið eins og verið sé að tina ber af trjágreinum. Þessa æfingu má gera oft a dag, svo sem i vinnunni, ef möppur og bækur, sem nota þarf, eru settar I hillu hátt uppi á vegg, þannig að ekki sé hægt að komast I þær nema teygja sig verulega. Sumarið er i nánd. Að minnsta kosti virð- ist okkur sem sólin sé talsvert farin að hækka á himni, og dag hvern lengist sá timi, sem hún er á lofti. Það liður ekki á löngu áður en fólk getur farið að ganga léttklætt um bæ- inn, og brátt fyllast sundstaðirnir af mann- skap, sem ólmur vill ná sér i lit á skrokkinn. Svo er lika hægt að notast við báðströndina okkar Reykvikinga, Nauthólsvikina, og þá er aðeins að vona að sumarið verði gott. En áður en sundbolurinn og bikinið er dregið fram úr skáp, þá er Fallegri og þrýstnari upphandleggir Réttið handleggina beint út frá hliðunum. Snúiö siðan lófunum meðsnöggum hreyfingum, fyrst fram, sfðan aftur. Endurtakiö æfinguna mörgum sinnum á Kilóin burtu af lærunum Til þess að ná kílóunum burt af lærunum og styrkja vöðvana má gera skemmtilega æfingu. Safnið saman nokkrum síma- skrám og setjið þær á gólfið á milli fótanna. Stillið ýkkur svo upp eins og teikningin sýnir og dragið siðan hælana að bókun- um eins og það ætti að pressa þær saman. Teljið upp að sex, hvilið siðan, en endurtakið æfinguna nokkrum sinnum. Grannir ökklar og sterkar ristar Sitjið eins og teikningin sýnir. Snúið siðan öðrum fætinum i hringi, eins og verið sé að hjóla, og hafið hreyfingarnar stórar og hægar. Skiptiö siöan um fót og gerið æfinguna oft á dag. Þeim mun fyrr sést árangurinn. Tannhurstinn notaður einu sinni og síðan fleygt Tannbursti, sem ekki er notaður nema einu sinni, er Iík- lega eitt af þvi nýjasta á mark- aönum i dag. Eftir að búið er að nota hann, má fleygja honum. Furðulegt en samt satt. Okkur finnst það kannski óþarfa peningaeyðsla að kaupa einn tannbursta fyrir hverja tann- burstun kvölds og morgna, en þcssir tannburstar virðast þó ryðja sér mjög til rúms viða eriendis. Sérstaklega þvkja þeir hent- ugir fyrir þá, sem ferðast mikiö og sem næstum þvi ,,búa i ferðatösku”, þvi að það þarf ekki að hafa neitt tannkrem með sér i töskunni. Tannkremiö er i tannburstanum. Sérstaklega virðast slikir tannburstar ná miklum vin- sældum á hótelum, mótelum, skipum, i flugvélum og á sjúkrahúsum. Tannburstinn er tekinn úr umbúðunum, bleyttur litillega, og siðan byrjað að bursta. Tannkremið kemur siöan af sjálfu sér úr burstanum. Það kannski nokkuð, sem þarf að hugsa fyrir, og það með þokkalegum fyrirvara. Aukakilóin eru ekkert sérlega skemmtileg, þegar vel á að taka sig út i sól- inni. Aðferðirnar til þess að losna við þau eru nógar, en þá fyrst kemur árangurinn i ljós, ef viljinn er fyrir hendi, og ef ekki er læðzt i sæta köku eða „gotteri”, þegar slikt á ekki við. Meðfylgjandi æfing- ar ættu að hjálpa eitt- hvað upp á sakirnar. Þær eiga að hjálpa til við að gera mittið grennra, hendurnar sterkari og fæturna grennri. Þessar ein- földu æfingar má gera hvar sem er. Það þarf engan leikfimisal eða sérstakan búning til þess að gera þær, en aftur á móti verður að gera þær hvern einasta dag! Umsjón: Edda Andrésdóttir þarf ekki aö setja á. — Og síðan má bara fleygja burstanum. L4NDHELGIS PEniMGumnn MINNISPENINGUR UM ÚTFÆRSLU FISKVEIÐILÖGSÖGUNNAR 1. SEPTEMBER 1972 Allur ágóöi af sölu peninganna rennur f Landssöfnun Landhelgissjóðs. STÆRD & IIAMARKSUPPLAG: Stærð peningsins er 33 mm i þvermál. Hámarksupplag er: Gull IX karöt: 1000 stk. Silfur 925 (sterling): 4000 stk. Bronz: 4000 stk. PENINGURINN er gerður hjá hinni þekktu myntsláttu AB Sporrong, Norrtiilje, Svlþjóð. Hver peningur er auðkendur mcð hlaupandi núméri. Sölustaðir: JENS GUDJÓNSSON, gullsmiður, Laugavegi 60. JÓN DALMANNSSON, gullsmiður, Skólavörðustig 21. AFGREIÐSLA LANDHELGISPENINGSINS Armúla 1. — Simi 82420. TIL EFLINGAR ISLENZKRI FISKVEIÐILOGSÖGU.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.