Vísir - 03.04.1973, Blaðsíða 9

Vísir - 03.04.1973, Blaðsíða 9
Reykja- víkur- meistarar Mvistaramót Keykjavikur I badminton var háö um helgina i l.augardalshöllinni. Þátttaka var inikil. A myndinni hér aö ofan eru Keykjavlkurmeistararnir i hinum ein- slöku flokkum — en nánar veröur skrifaö um mótið á morgun. Frá vinstri Sigfús Arnason, Baldur ólafs- son, Steinunn Pétursdóttir, Svanbjörg Pálsdóttir, ottó Guöjónsson, Steinar Petersen, Lovísa Sigurðardóttir, llanna Lára Pálsdóttir, Haraldur Korneliusson, sem varð þrefaldur meistari, Karl Maack og Lárus Guö- mundsson. A myndina vantar Sigriöi M. Jónsdóttur. Ljósmynd Rafn Viggósson. Leikur Hauka-liðsins var allt annað en „Ijómandi góður" „Veiztu hvað Ljóminn er Ijómandi góður”?, datt manni helzt hug þegar Haukarnir, sem reyndar kepptu undir merki ÍBH, hlupu inn á völlinn, i Kefla- vik i fyrradag og skörtuðu Ljómaauglýsingu á treyjum sinum gegn heimamönnum, sem að sjálfsögðu voru ÍBK-piltarnir, hinir tap- lausu á nýbyrjuðu leiktima- bili, — og Litlu bikarkeppn- inni, en hún skipar nú orðið æ virðulegri sess i knatt- spyrnumótunum. Kefl- vikingar héldu sama striki og i fyrri leikjum sinum og sigruðu með nokkrum yfir- burðum, fjórum mörkum gegn engu. Þrátt fyrir mikinn markamun, væri ofmæli að segja, að leikur IBK, hafi verið sannfærandi og þaðan af siður Hauka, sem áttu langt frá þvi ,,ljóm- andi” leik. Eru langtum lakari en i fyrra á sama tima, en þá voru þeir IBK mjög erfiðir viðureignar. Hins nýja þjálfara þeirra, Þorsteins Frið- þjófssonar, biður þvi ærið verkefni, sem hann vafalaust veldur, enda góð- ur efniviður i liði Hauka. Litt hugsaðar langspyrnur voru áberandi i leiknum og eins að leik- menn létu knöttinn hoppa a.m.k. einu sinni, áður en þeir reyndu að ná valdi yfir honum. Slikt er hægt að afsaka i V. i'lokki, en ekki hjá ellefu beztu mönn- um félaganna, sem kallast meistara- flokkur. I þau skipti, sem IBK náði samleik og nýtti útherjana, bar það árangur. Eftir eitt mark skorað af Steinari Jóhannssyni, úr löngu út- sparki Þorsteins Ólafssonar mark- varðar, undan norðan kaldanum i fyrri háldleik, áttu Keflvikingar sæmilega leikkafla gegn vindi i seinni hálfleik. Strax á fyrstu minútu bætti Steinar öðru marki við eftir sendingu frá hliðarlinu. Fékk knöttinn inn á vita- punkt, tók hann niður og skaut þrumu- skoti i markhornið neðst. Fallegt mark. Aður en fimm min.voru liðnar lék hinn skotóheppni Ólafur Júliusson, brenndi fjórum sinnum af i leiknum, á tvo varnarmenn Haukanna og sendi til Grétars „harðjaxls” Magnússonar, lykilsmanns IBK i leiknum, sem fann knettinum leið i markið af um 15 m. færi, eftir að varnarmaður og mark- vörður höfðu reynt að hefta för hans, 3:0. Eftir alger undirtök IBK það sem eftir var leiksins, skoraði Karl Her- mannsson, 4ða mark leiksins, svona upp á eigin spýtur, á siðustu sekúndum leiksins. Haukarnir áttu nokkrar sóknarlotur i fyrri hálfleik, þar sem IBK-vörnin mátti taka á honum stóra sinum, til að forða marki, en þar með er allt upptal- ið, enda sóknarleikur þeirra i molum. Þrátt fyrir ósigurinn áttu þeir Sigurð- ur Jóakimsson, Arnar Guðmundsson, Steingrimur Hálfdánarson og Guð- mundur Sigmarsson, ljómandi leik, og fá þar með strákarnir með Ljóma- merkið, það lof sem þeir eiga skilið að fá, eins og þar stendur... I liði IBK, vakti nýr vinstri bakvörð- ur, Lúðvik Gunnarsson, sem lék i stöðu Astráðar Gunnarssonar, sem var meiddur, nokkra athýgli og virðist þar gott efni á ferðinni. Steinar Jóhanns- son var einna skæðastur þeirra sóknarmanna og virðist i miklum ham um þessar mundir. Ólafur Júliusson skapaði sér oft góð færi, en hittnin brást honum algerlega. Þorsteínn var öruggur i markinu, en Grétar Magnús- son, var hins vegar bezti maður vallarins, sivinnandi og hvetjandi fyr- ir liðið. Nokkur afsökun fyrir heldur lélegan leik, þegar á heildina er litið, voru fremur slæmar aðstæður. Sólbráðin myndaði eðjuskán á völlinn, sem gerði hann hálan og orsakaði að aur festist á knöttinn, svo erfitt gat verið að spyrna honum. Dómari var Hreiðar Arsælsson og dæmdi hann mjög vel prúðmannlegan leik. emm. MATTHÍAS BLIKABANI Akurnesingar hlutu sinn fyrsta sigur I Litlu bikarkeppninni i Kópa- vogi á laugardag — verðskuldaður sigur 3-2 i allskcmmtilegum leik, sem þó einkenndist injög af erfið- uni aöstæöum á vellinum. Matthias Hallgrimsson lék mjög vel i liði Skagamanna og áttu Blikarnir erfitt með að hemja hann. Matthias sendi knöttinn i mark þegar á 3ju min., en nokkru fyrir hlé tókst Ólafi Friðrikssyni að jafna fyrir Breiðablik. Matthias skoraði annað mark sitt fljótt i siðari hálfleiknum og Skaga- menn komust i 3-1 með marki Harðar Jóhannessonar. Rétt fyrir leikslok skoraði Hinrik Þórhallsson annað mark Breiðabliks. Þetta var annar leikur Akraness i keppninni — liðið tapaði hinum fyrsta fyrir FH. Teitur Þórðarson fékk mikið höfuðhögg i fyrri hálfleik, en lék þó áfram um stund. I leikhléinu var hann hins vegar mjög miður sin — náð var i sjúkrabifreið og Teitur fluttur á slysavarðstofuna. Hann hafði hlotið heilahristing. Fastir liðir eins og venjulega í kðrfunni! — Úrslitin verða milli „erkifjendanna" ÍR og KR eftir sigur KR-inga gegn Ármanni ó sunnudag Það verða „fastir liðir eins og venjulega” við Nú þegir hann Ali Fyrrum hcimsmeistari i þungavigtinni i hnefaleikum, Mu- hameö Ali, liggur nú á sjúkrahúsi I San Diego eftir kjálkabrotiö — en taliö er aö hann veröi út- skrifaður næstu daga. Ali hringdi oft f gær til eigin- konu sinnar, Belindu, sem liggur á ööru sjúkrahúsi f borginni, en hún fékk taugaáfall eftir keppn- ina á laugardag. Hvorki Ali né hans nánustu vilja ræöa um áform hans i framtiðinni, svo enginh veit hvort hann gerir til- raun til að endurheimta titilinn I þungavigtinni eftir hið óvænta tap gegn Norton. Sérfræðingar leggja þó lftiö upp úr tapinu. Leikurinn var háður 1 heimabæ Nortons, San Diego, og Ilarold Mayes hjá BBC sagöi i gær aö ckkert nema rothögg Ali heföi getaö komið i veg fyrir sigur Nortons þar. Þeir telja einnig, aö Ali ætti aö geta hafiö keppni á ný eftir fjóra mánuöi. lok 1. deildarinnar i körfuboltanum þetta vorið eins og svo mörg undanfarin ár. Eftir sigur KR yfir Ár- menningum á sunnu- dagskvöldið, verður siðasti leikurinn milli ÍR og KR barátta annars liðsins — núna KR — til þess að vinna og ná aukaleik. Leikir þessara aðila, KR og Armanns, bjóða alltaf upp á mikla spennu og Armenningar hafa verið hálfgerður höfuð- verkur fyrir þá KR-inga undan- farin ár. Þessi leikur varð engin undantekning, stöðug barátta allan leikinn og engin miskunn hjá Armenningum, þó svo að þeir hafi tryggt sér þriðja sætið i mótinu og eigi ekki lengur kost á betri útkomu. Bæði liðin léku stifa vörn og var leikurinn þvi nokkuð harður — og kannski skemmtilegri en ella, — dómararnir þeir Hörður Tulinius og Erlendur Eysteinsson sluppu þó vel frá erfiðum leik. Armenningar höfðu yfir- höndina i byrjun leiksins en munurinn var aldrei mikill. Upp úr miðjum hálfleiknum fóru KR-ingar að siga á og á 14. minútu stóðu leikar 28 gegn 19 fyrir þá. Staðan i hálfleik var svo 42 stig gegn 33 KR i vil. Baráttan hélt áfram i siðari hálfleik og KR-ingar, sem höfðu yfirhöndina allan timann, gátu aldrei slakað á. Sigurinn var ekki öruggur fyrr en flauta tima- varðarins tilkynnti leikslok. KR-ingar verðskulduðu sigur i þessum leik. Þó hefur maður það á tilfinningunni, að meira ætti að koma út úr leikjum þeirra, jafn- góðum einstaklingum og liðið hefuráað skipa. I þessum leik voru þeir beztir Guttormur og Kolbeinn, skoruðu 21 og 19 stig. Beztir Armenninga voru þeir Jón Sigurðsson, sem gerði 15 stig og Birgir með 16. Um aðra helgi verða það þvi „erkifjendurnir” KR og 1R, sem mætast og þá kemur i ljós hvort IR-ingar ná að verða íslands- meistarar fimmta árið i röð eða KR tekst að krækja i aukaleik. -ÓG. Tvö stig Leeds en vonin er lítil Bakvörðurinn Poul Reaney, múlattinn i Leedsliðinu, Vjar heldur betur i sviðsljósinu, þegar Coventry og Leeds léku i 1. deildinni ensku i gærkvöldi. Hann skoraði eina mark leiksins og sýndi að öðru leyti stórsnjallan leik. Sigurinn heldur enn voninni hjá Leeds um meistaratitilinn, þó lítil sé. Þetta var fyrsta mark Poul Reaney á leiktimabilinu og eitt af örfáum mörkum, sem hann hefur skorað fyrir Leeds, þrátt fyrir langa veru i aðalliðinu. Hann og Alan Clarke léku upp, þegar fimm minútur voru eftir af fyrri hálfleiknum — Clarke lék Reaney vel frian, og hann sendi knöttinn I markið. Leeds tókst svo að halda marki sinu hreinu. Liðið hefur nú 48 stig — fimm stigum minna en Liverpool — og hefur leikið einum leik minna. Liverpool og Leeds eiga eftir að leika á Anfield i Liverpool, og Leeds þarf að sigra i þeim leik ef einhver möguleiki á að vera á sigri. Svöna til gamans má geta þess, að þó Poul Reaney sé fæddur i Lundúnum, hefur hann ekki leikið með öðru liði en Leeds. Hann hefur leikið nokkra landsleiki fyrir England sem hægri bak- vörður. Fyrir 2-3 árum fót- brotnaði hann og var lengi frá keppni. Honum gekk illa að komast i lið Leeds á ný eftir að hafa náð sér eftir meiðslin — en svo varð Leeds fyrir öðru áfalli. Bakvörðurinn Terry Cooper fót- brotanði i fyrravor og Reaney hefur verið fastur maður i liði Leeds siðustu mánuðina — var þó ekki öruggur með sæti i fyrstu leikjunum á þessu leiktimabili. Cooper, sem var fastur bak- vörður i enska landsliðinu og af mörgum talinn bezti markvörður heims, er nú að byrja að leika á ný með varaliði Leeds. Þarna berjast þeir um boltann: Gisli Jóhannsson (nr. 7) úr Borgarnesi og Þorleifur Björnsson, Akureyri, i úrslitaleiknum I 2. deild körfúbolt- ans. Ljósmynd Bjarnleifur. Keppnin i 3. þyngdarflokki landsflokkaglimunnar á sunnudag var skemmlileg og góðar glimur sýndar. Sigurvegari var Armenningurinn Guðmundur Freyr Halldórsson, lcngst til hægri á mynd Bjarnleifs hér að ofan. i öðru sæti varð Rögnvaldur ölafsson, KR, (i miðið) og þriðji Austfirðingurinn Þorvaldur Aðal- steinsson (sonur hins kunna glimumanns úr KR hér áður fyrr Eirlkssonar). Heimsmeistararnir féllu fyrir Svíuml — Óvœnt úrslit ú HM í ísknattleik í Moskvu Von Tékka að verja heimsmeistaratitilinn sinn í isknattleik varð nánast að engu i fyrsta leik hinna „stóru” i heimsmeistarakeppn- inni, sem nú stendur yfir i Moskvu. Sviar gerðu sér þá litið fyrir og sigr- uðu heimsmeistarana með 2-0. Yfir 14 þúsund áhorfendur voru I þéttsetinni Luzniki-íshöllinni, þegar Tékkar mættu Svium. Leikurinn var afar spennandi, en tvær fyrstu loturnar fóru þannig, að ekki var skorað. Sama virtist ætla að verða uppi á teningnum i þeirri þriðju og siðustu, en loka- minúturnar tókst Svium að skora tvivegis. Dan Söderström skoraði Hefðu getað sent stigin í póstii Þórsarar virðast búnir að sœtta sig við fall Þeir hefðu alveg eins mátt senda stigin hingað suður i pósti Þórsararnir, þvi baráttuhugurinn i leik þeirra gegn Val um helgina var enginn og erd leikmenn greini- lega búnir að sætta sig við 2. deildina næsta ár. Þeir eiga þó þrjá leiki eftir — og tæknilega möguleika á að halda sér uppi — alla hér i Reykjavik, gegn Ár- manni, HSK og Val. Að loknum fimm minútum voru Valsarar búnir að ná tökurn á leiknum og var staðan i hálfleik 34 gegn 20 þeim i vil. Siðari hálfleikur var siðan enn meiri einstefna og lauk leiknum með 82 stigum gegn 38. Beztur Valsara i þessum leik var Kári Marisson, hann skoraði 24 stig. Þórir skoraði 23 stig. Stigahæstur Þórsara voru þeir Jón Pálsson og Rafn Haraldsson með 14 og 10 stig. Það eru þvi mestar horfurnar á, að Akureyrarferðir létti ekki pyngjur 1. deildar liðanna næsta vetur, hefur það auðvitað sina kosti en fyrir útbreiðslu körfu- boltaiþróttarinnar er það mikill skaði. -óG. fyrst — en hann hafði áður mis- notaðgott tækifæri sænsku áhorf- endunum til mikillar örvæntingar — og siðan Tord Lindström. Leikurinn var harður og fengu bæði liðin leikmönnum visað út af i átta minútur hvort. Hetjan i liði Svia var markvörðurinn Christer Abrahamsson, sem sýndi frábær- an leik og varði allt, sem á mark- ið kom. Sex lönd leika um heims- meistaratitilinn i A-riðli, og falla tvöþau neðstu niður i B-riðil. Sæti þeirra næsta ár taka Aust- ur-Þjóðverjar og Bandarikja- menn. Úrslit i einstökum leikjum hafa orðið þessi. Sovétrikin—V-Þýzkaland 17-1 Sviþjóð—Pólland 11-2 Tékkóslóvakia—Pólland 14-1 Finnland—V-Þýzkaland 8-3 Sviþjóð—Tékkóslóvakia 2-0 Mestar likur eru á þvi, að Pól- land og Vestur-Þýzkaland falli. Sviþjóð og Sovétrikin eru efst með 4 stig hvort land, en i gær- kvöldi sigruðu Sovétrikin Finn- land með 8-2. Einstakar lotur fóru þannig, Sovétrikin talin á undan 3-0, 1-2 og 4-0. Þessir ungu sveinar kepptu f sveinaflokki i landsflokkaglimunni á sunnudag. Auöunn Gunnarsson (til vinstri) varð sigurvegari. Til hægri er Marinó Marinósson og báðir eru Austfiröingar. Ljósmynd Bjarnleif- r 1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.