Vísir - 03.04.1973, Blaðsíða 13

Vísir - 03.04.1973, Blaðsíða 13
Vísir. Þriðjudagur 3. apríl 1973. 13 > 1 □AG | Q KVÖLD | □ □AG | Q KVOLD | □ □AG VI HAR BESLUTAT: INGEN FAR "HJALPA" MAMMA NAR HON KOMMER HEM FRAN JOBBET. s án och med nu: ALLA FYRASKALL HJÁl ILF MED HEMSYSSLORN, ! ‘S a „Frá og meö deginum I dag skulu allir fjórir hjáipast aö meö heimilisverkin”, má sjá standa þarna á skiltinu á meöfylgjandi mynd. Líklega veröur komiö aö þessum punkti I þættinumFjöiskyidanog heim- iliðíkvöld, en myndin er tekin á sýningunni Fjölskyldan á rökstólum. Hvert er hlutverk heim- ilisins? Umrœðuþáttur um fjölskylduna og heimilið Hvaða áhrif hefur þaö á börnin og heimiliö, þegar báöir forcldrar vinna úti? Hvernig á heimiliö aö vera? Hvert er hiutverk heimiiis- ins? Þetta eru liklega spurningar, sem margur veltir fyrir sér, og um sama efni hefur mikiö veriö rætt og ritaö. En viö því vanda- máli, sem oft getur skapazt i þessum efnum, finnst sennilega ekki lausn á einum degi. Þessi mál verða meðal annars á dagskrá sjónvarpsins i kvöld, en þar er klukkan 21.20 þátturinn Fjölskyldan og heimilið, um- ræðuþáttur, sem dr. Kjartan Jóhannsson stjórnar. 1 þættinum koma fram Auður Þorbergsdóttir borgardómari, Gerður Oskarsdóttir kennari, Guðmundur Magnússon skóla- stjóri og Sigsteinn Pálsson bóndi á Blikastöðum. 1 þættinum verður meðal annars rætt um hlutverk heim- ilisins og hvernig það hefur breytzt á undanförnum árum. Einnig verður um það rætt, hverjar breytingar séu væntan- legar og liklegar i framtiðinni á heimilinu og þau vandamál, sem geta fylgt þeim breytingum. Og hvernig sé bezt að snúast við þeim breytingum. Einnig verður rætt um konuna á heimilinu og tvöfalt hlutverk hennar, ef hún vinnur utan heimilisins og stundar húsmóður- störfin ásamt þvi. Hvaða áhrif hefur slikt á upp- eldi barnanna, ef báðir foreldrar eru að heiman? Hvaða kröfur gerir það til þjóðfélagsins, ef stuðla á að þvi, að konan fari- meira út á hinn almenna vinnu- markað? Hvernig á svo heimilið að vera og hvernig á fjölskyldu- lifið að vera? Það er sennilega erfitt að fá svör við öllum þessum spurn- ingum á einu kvöldi, enda eru skoðánir skiptar á þessu máli. Það verður þó gaman og fróð- legt að fylgjast með þessum um- ræðum i kvöld, og hér er á ferð- inni efni, sem hæfir öllum. Sjónvarp, kl. 21.20: Útvarp, kl. 19.50: Er nœgilega mikið tillit tekið til barnsins í íbúð- inni? Mólið rœtt í „Barnið og samfélagið" í kvöld Barniö og samfélagið er meöal efnis á dagskrá útvarpsins i kvöld, en þaö er þáttur, sem er á hverjum þriðjudegi i útvarpinu i umsjá Gyöu Hagnarsdóttur fóstru. Þátturinn stendur aöeins i 10 minútur, en þar er komið inn á margt fróðlegt viövikjandi barn- inu og samfélaginu. Við ræddum litillega við Gyðu, en i þættinum i kvöld mun hún ræða við Gunnar Magnússon hús- gagnaarkitekt um börn og hibýli. Meðal annars verður um það rætt, hvort fermetrafjölda ibúða sé almennt skipt rétt miðað við þarfir fjölskyldunnar og hvort nægilega mikið tillit sé tekið til þarfa barnanna, þegar ibúðin er innréttuð. Einnig er um það rætt, hvort fermetrafjöldinni sé um of nýttur i þágu fullorðna fólksins, en um það eru sjálfsagt skiptar skoðan- ir. Margur hver kýs stórar og iburðarmiklar stofur á heimili sinu, þar sem allt er fullt af stássi og finheitum, en þá gleymist ef til vill, að það er til barn á heimilinu, sem þarf að fá að valsa og hoppa um án þvingunar. Undirstrikað er i þættinum, að það er fjölskyldan i heild, sem býr i ibúðinni, en ekki að ibúðin sé miðuð við gestaboð og annað slikt. Komið er inn á húsgagnaval og minnzt er á það, að i stað stórra og íburðarmikilla husgagna er nú hægt að velja ýmis stilhrein og góð húsgögn, sem óhætt er fyrir börnin að vera nálægt án þess að þau skemmist. Húsgögnin eru betri hvað snertir gæði, þau eru sterkari og henta betur venju- legum heimilum. Ýmsum spurningum er varpað fram, og einnig er komið inn á þá hlið málsins, að börnin séu ekki einangruð inni i barna- herbergjum, heldur fái þau að leika sér um annars staðar i ibúðinni og njóti hennar allrar jafnt og þeir fullorðnu. Barnið og samfélagið er á dag- skrá kl. 19.50. —EA ÚTVARP iT ÞRIÐJUDAGUR 3. april 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Eftir hádegiö: Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög og spjallar við hlustendur. 14.15 Til umhugsunar 14.30 Frá sérskólum i Reykja- vik: XIV: Vélskóli tslands Anna Snorradóttir talar við Andrés Guðjónsson skóla- V.V.V.WAW.V.V.V.VW.W.V.V.V.W.V.V.V.V.V.' m m Nl Spáin gildir fyrir miövikudaginn 4. april Hrúturinn,21. marz - 20. april. Sennilega verður dagurinn að einhverju leyti þreytandi. Ef til vill sjálfum þér að kenna á vissan hátt, en aðrir koma einnig við sögu. Nautið,21. april - 21. mai. Gamall kunningl þinn gerir þér greiða, sem kemur sér einkar vel fyrir þig eins og á stendur. Sú manneskja mun áður hafa reynzt þér vel. Tviburarnir, 22. mai - 21. júni. Það getur farið svo, að þú verðir að gripa til óvenjulegra ráða fyrir brigðmælieða slóðaskap einhverra sem þú treystir i peningamálum. Krabbinn, 23. júni - 23. júli. Þú færð sennilega ekki það tækifæri, sem þú hefur gert þér vonir um, ef til vill sitt hvað fleira, sem ekki gengur alveg að óskum. Ljóniö,24. júli - 23. ágúst. Dagurinn virðist geta orðið nokkuð notadrjúgur, jafnvel þótt ekki gangi allt ákaflega hratt fyrir sig. Þegar á liður verður skemmtilegt hjá þeim yngri. Meyjan,24. ágúst — 23. sept.Bréf og fréttir geta reynzt hagstæð, en að öðru leyti gengur allt heldur seinlega. Betra að selja en kaupa hvað viðskipti snertir. Vogin,24. sept. - 23. okt. Það getur eitthvað gerzt óvænt i dag, sennilega fyrripartinn, sem kemur sér mjög vel fyrir þig peningalega, eða hvað af- komuna snertir. . n\ Pl* Drekinn, 24 okt. — 22. nóv. Þetta verður heldur þungur dagur fram eftir, en lagast nokkuð, einkum peningalega, þegar á liður. Kvöldið getur orðið skemmtilegt heima. Bogmaöurinn, 23. nóv. - 21. des. Þetta verður sómasamlegur dagur, að mörgu leyti að minnsta kosti, en ekki skaltu kippa þér upp við, þótt sumir verði dálitið snakillir. Steingeitin,22. des. -20.jan. Þú ættir ekki að láta neinn kunningja þinna telja þér trú um, að eitt- hvað stangist á við almennt velsæmi, sem i sjálfu sér er alvanalegt. Vatnsberinn,21. jan - 19. febr. Þú færð eitthvert óvenjulegt tækifæri i dag, ef til vill vegna frétta, sem þér berast með dálitið undarlegum og óvenjulegum hætti. Fiskarnir, 20. febr. - 20. marz. Þú verður ef til vill fyrir einhverju happi i dag, sennilega pen- ingalegu og mjög óvæntu. Unga fólkinu verður kvöldið skemmtilegt. I WAVWAW.V.W/.V.W.W.W.V.V.V.VAV.V.VA stjóra. 15.00 Miðdegistónleikar Aimée van de Wiele semballeikari og hljómsveit Tónlistarskólans i Paris flytja Sveitarkonsert eftir Poulenc: Georges Prétre stj. Bernard Kruysen syngur „Lög frá Feneyj- um” op. 58 eftir Fauré. Alexander Brailowsky og Sinfóniuhljómsveitin i Boston leika Pianókonsert nr. 4 I c-moll eftir Saint- Saens: Charles Munch stj. 16.00 Fréttir 16.15 Veðurfregnir. Tilkynningar. 16.25 Popphornið 17.10 Framburðarkennsla i þýzku, spænsku og esperanto 17.40 tJtvarpssaga barnanna: „Nonni og Manni fara á fjöll” eftir Jón Sveinsson. Freysteinn Gunnarsson islenzkaði. Hjalti Rögnvaldsson leikari les (5). 18.00 Eyjapistill. Bænarorð. Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Fréttaspegill 19.35 Umhverfismál Arnþór Garðarsson fuglafræðingur talar. 19.50 Barnið og samfélagiö Gyða Ragnarsdóttir talar við Gunnar Magnússon húsgagnaarkitekt um börn og hibýli. 20.00 Lög unga fólksins Ragnheiður Drifa Stein- þórsdóttir kynnir. 20.50 iþróttir Jón Asgeirsson sér um þáttinn. 21.10 Siegfries Bchrcnd leikur á gitar verk eftir þýzka höfunda frá ýmsum timum. 21.35 Mystisk reynsla Sigvaldi Hjálmarsson flytur erindi. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Lestur Passiusálma (37) SJÓNVARP • Þ RIÐJUDAGUR 3. apríl 1973 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Ashton-fjölskyldan 47. þáttur. Breytingar Þýðandi Heba Júliusdóttir. Efni 46. þáttar: Shefton Briggs fær þvi loks fram- gengt, að prentsmiðjan er seld, þrátt fyrir andstöðu Edwins og dætra hans. David og Sheila hafa tekið saman að nýju og hann fær atvinnu sem sölumaður. Striðinu er iokið i Evrópu og kosningar eru i aðsigi i Bretlandi. 21.20 Fjölskyldan og heimilið Umræðuþáttur i sjónvarps- sal. Umræðustjóri dr. Kjartan Jóhannsson. 22.00 Frá Listahátiö ’72 Arve Tellefsen og Sinfóniuhljóm- sveit sænska útvarpsins leika fiðlukonsert eftir Jan Sibelius. Stjórnandi Sixten Ehrling. 22.35 Dagskrárlok. 'W.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.Í

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.