Vísir - 03.04.1973, Blaðsíða 1

Vísir - 03.04.1973, Blaðsíða 1
vísm 63. árg. — Þriðiudagur 3. april 1973. — 79. tbl. „GRÆÐUM A GOSINU" — lœknir kœrir blaðamonn SE&HÖR fyrir fölsuð ummœli — BAKSÍÐA Einar Valur Bjarnason, læknir i Vestmannaeyjum er hér I Kaup- mannahöfn og sýnir hnefafyili af öskunni dr Heimaey. Glistrup fram með sinn O-lista Hann Glistrup er ekki á þvi að borga skatta. Samkvæmt njiverandi „kerfi” gerist þess ekki þörf, álitur hann, og þvi þá að vera að borga skatta? Og nú er Glistrup farinn að vasast i stjórnmál- um, — hann er með O-listann og tekur við þar sem islenzk- ir O-Iistamenn hættu. — Sjá bls. 6. Kostar samkomu- lagið 200 milljónir Laxárdeilan virðist veraað leysast? Og sannarlega verður það samkomulag keypt dýru verði. Svo virðist sem 200 milljónir króna fari i súginn þar nyrðra. Við rædd- um við Knút Otterstedt, raf- veitustjóra á Akureyri i gær. — Sjá bls. 2. Hver er eftirlœtis- maturinn þinn? — Sjó Vísir spyr á bls. 2 Skorið á togvíra — Togari reynir ásiglingu Varðskip skar á togvira brezka togarans St. Leger H-178 klukkan rúm- lega 10 i morgun, þar sem hann var á veið- um á Selvogsbanka. Brezki togarinn Maretta FD-245, sem var á sömu slóðum reyndi að sigla á varðskipið en tókst ekki. -ÓG. Tvœr konur létust í hörðum árekstri DAUÐASLYS A REYKJANESBRAUT Tvær konur létust i mjög hörðum bifreiða- árekstri, sem varð á Reykjanesbrautinni á móts við veginn upp á Keflavikurflugvöll. Slysið varð klukkan rúmlega tólf i nótt. Konurnar voru á leið suður til Keflavikur i litilli fólksbifreið, en á móti þeim kom stór fólksflutn- ingabifreið. Er bifreiðarnar mættust, virðist konan, sem ók litlu bifreiðinni, hafa misst stjórn á henni og var hún komin á rang- an vegarhelming. Töluverð hálka var á Reykjanesbrautinni er þetta varð. Skullu framendar bifreiðanna saman án þess að nokkuð fengizt að gert. Báðar konurnar munu hafa látizt samstundis, bifreið þeirra er mjög illa farin og talin gjörónýt. Hin bifreiðin er mikið skemmd og ekki ökufær. I henni var fólk, sem var að koma frá vinnu í frystihúsi i Keflavik, ekki urðu nein meiðsli á farþegum hennar. Konurnar tvær, sem létust voru báðar giftar, önnur var á sextugs- aldri en hin rúmlega þritug. Ekki er unnt að segja frá nöfnum kvennanna, þar sem ekki hafði náðst til allra aðstandenda. —ÓG ÞJÓNAR FARA í VCRKFALL — Vfnveitingahúsin lokuð og hótelin geta ekki sýnt fulla þjónustu Þ jónar eru komnir í verk- fall, vínveitingahús lokuö og hótel færðu gestum í rúmið í morgun, salir eru lokaðir. Tilefnið er hækkun söluskatts um tvö prósent, sem varð fyrsta marz og rennur í Viðlagasjóð Vest- mannaeyja. „Okkar skilningur er, að sölu- skattur eigi að vera siðasta álagið og þjónustugjald eigi ekki að leggja á söluskatt, segir Haraldur Arnason deildarstjóri söluskatts- deildar skattstofunnar. Þjónar vilja leggja þjónustugjaldið ofan á verðið, eftir að söluskattur er kominn á það, sem er auðvitað þeim mun hærri upphæð. Veitingahúsaeigendur álita það óréttlæti, að þjónar taki laun af söluskattinum. Þjónustugjald er 15%. Hins vegar segir Haraldur, að þjónar hafi áður fengið þannig uppgert, að söluskattur hafi verið lagður ofan á verðið á undan þjónustugjaldi. Þjónar eru þvi komnir i verk- fali og krefjast sinnar prósentu af hækkuðum söluskatti. Þeir and- mæla einnig þvi fyrirkomulagi, sem veitingahúsaeigendur hafa ákveðið að taka upp, að setja á matseðla verð réttanna að öllu meðtöldu, einnig þjónustugjaldi. Þjónar báru undir Alþýðusam- band íslands skilning sinn á samningum og telja þeir það samningsrof að fá ekki hækkun. Málið er fyrir Félagsdómi. CO —HH Mörgum mun víst finnast „huggulegt” að fá morgunveröinn upp i herbergi, enda ekki annarra kosta völ I morgun vegna verkfalls þjóna. Þcssi gestur á „Borginni” naut ástandsins í morgun. TAUGASTRÍÐ í MJÖLYIÐSKIPTUM — sjá bls. 3 GERÐU INNRÁS í SKÓLA! — Nemendurnir urðu að sœkja um inngöngu í skólann að nýju Fyrsta april-ærsl hlupu I nem- endur nokkurra gagnfræðaskóla borgarinnar i gær — einum degi of seint að visu — en það hefur lengi verið nokkuð árviss at- burður. Stór hópur nemenda úr einum gagnfræðaskólanna kom i nokk- urs konar heimsókn i Gagn- fræðaskólann við Ármúla og var þar töluvert aðsópsmikill að sögn skólastjórans. Hann sagði okkur, að þetta hefði verið svona á hverju ári, en aldrei valdið neinum vand- ræðum fyrr en nú. „Gestirnir” komust inn um allar stofur, lömdu hurðir og jafnvel munu hafa verið unnar skemmdir á rofum og tenglum. „Ég tel, að hér þyrfti ekki að vera um neitt vandamál að ræða, ef tekið væri á þessu fast- ari tökum i öllum skólunum”, sagði skólastjórinn. Aðkomu- hópurinn hvarf siðan á brott og fylgdu honum einhverjir nem- endur Ármúlaskólans. „Við gerðum manntal i öllum bekkjum i næsta tima og til- kynnti ég i morgun þeim nemendum, sem fjarverandi reyndust, að þar sem þau væru i frjálsu skólanámi, teldi ég þau hafa gengið úr skóla, og yrðu þvi að sækja um skólavist að nýju, ef þau óskuðu. Það gerðu þau nær öll strax i morgun og mun þeim verða tilkynnt um af- greiðslu málsins kiukkan fimm i dag. Með þessu viljum við að- eins undirstrika það álit okkar, að við teljum, að nemendur, sem eru að skólanámi að eigin vali, hafa ekki leyfi til að yfir- gefa skólann — fyrirvaralaust ogánleyfis— án þess að til ein- hverra mótaðgerða sé gripið. Hér er ekki um neinar hefndar- aðgerðir að ræða, heldur álitum við, að hafa eigi reglur i heiðri”, sagði skólastjórinn að lokum. Við ræddum við nokkra nem- endur, sem höfðu farið brott úr skólanum i gær, og sögðu þau okkur, að þetta hefði komið þeim mjög á óvart. „Bæði þykir okkur slæmt að missa úr einn dag og svo finnst okkur þetta ekki réttlátt, þvi það vantar oft krakka i tima og jafnvel heilu dagana, án þess að nokkuð sé gert.” —CG.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.