Vísir - 04.06.1973, Page 6

Vísir - 04.06.1973, Page 6
6 Visir. Mánudagur 4. júni 1973. VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 Ritstjórn: Sföumúla 14. Simi 86611 (7 Ifnur) Askriftargjald kr. 300 á mánuöi innanlands I lausasölu kr. 18.00 eintakiö. Blaöaprent hf. Negrarnir okkar „Heimur versnandi fer”, segir margt fullorðið fólk, þegar það hugsar til æskunnar. Það hristir höfuðið yfir mótþróa og uppreisnargirni unga fólksins gagnvart hinum fullorðnu. En þeir, sem hrista höfuðið, átta sig ekki á samhengi málsins við framkomu fullorðins fólks gagnvart börnum. Hvarvetna má á almannafæri sjá fullorðið fólk sýna börnum ruddaskap. Oft eru börnin hálf- grátandi út af framkomu fullorðins fólks i verzl- unum og þjónustustöðum. Myndirnar af frekju, kaldrana og skömmum eru óendanlega margar: Barnið fer með sparibaukinn sinn i bankaútibú til að leggja aurana inn á bókina sina. Þetta er merkileg og hátiðleg stund i huga barnsins. En það er gert afturreka og sagt að snáfast til að koma þegar minna er að gera. í næstu atrennu er tekið við bauknum og barninu sagt að koma næsta dag, þegar búið sé að telja úr honum. Þegar barnið maldar i móinn, er öskrað á það. Sundstaðir borgarinnar eru sagðir opnir al- menningi. Barnið fer sólbjartan vordag með sundföt og nesti til að gera sér glaðan dag i sundi. Það er gert afturreka. Móðirin tekur upp simann og spyr, hvort sundlaugin sé lokuð i dag. Sagt er, að svo sé ekki. Þá spyr hún, hvers vegna barnið hafi verið gert afturreka. Hún fær langan reiði- lestur um, að ekki sé hægt að hafa börn i sund- lauginni, þvi að þau trufli kennslusund. Móðirin krefst þess, að sundlaugin standi við yfirlýsingan um, að hún sé opin almenningi og þá jafnt börn- um, sem fullorðnum. Svarið er, að simanum er skellt á. Barnið er sent út i búð til að kaupa kaffipakka. Það biður og biður við afgreiðsluborðið. Engum viðskiptavinanna dettur i hug að benda á, að röðin sé komin að barninu. Þeir ryðjast bara fram fyrir það. Afgreiðslufólkið læzt ekki sjá barnið, en afgreiðir hina fullorðnu með mestu geðprýði. Loksins er yrt á barnið: „Hvað ertu að flækjastfyrir! Hvað ertu að troða þér fram! „Tónninn er frekjulegur og augnaráðið kulda- legt. Börnin liða fyrir það, að þau eru minni máttar. Sumt fólk virðist fá útrás i að niðast á börnum, æpa á þau, tefja fyrir afgreiðslu erinda þeirra og sýna þeim hvers kyns andlega grimmd. Þetta fólk þorir ekki að sýna fullorðnum slika fram- komu og svalar sér á börnunum i staðinn. Það er stundum kvartað um, að úti i heimi sýni hvitir menn svörtum mönnum yfirgang, traðki á rétti þeirra og mismuni þeim i stóru og smáu. Við höfum ekki aðstöðu til að hneykslast á þessu, þvi að við höfum alveg jafnstórt svertingjavandamál hér heima. Hér eru það börnin, sem gegna hlut- verki svertingjanna. Þau eru réttlaus. Það má æpa á þau. Það má banna þeim aðgang að almenningsstöðum. Það má neita þeim um afgreiðslu. Þetta eru engar fullyrðingar út i bláinn. Ef menn hugsa málið af fullkomnum heiðarleika, minnast þeir áreiðanlega margra slikra atvika. Menn verða hvað eftir annað vitni að þvi, að börn eru meðhöndluð eins og sálarlaus kvikindi. Og það skyldi enginn furða sig á, að þau ör, sem þetta skilur eftir i barnsálinni, leiði siðar til mót- þróa og uppreisnargirni. Við þurfum að skipuleggja herferð i bættri umgengni við smælingja þjóðlifsins, — börnin. Illlllllllll M) UmsjónGuðmundur Pétursson Nicholas Pappas, skipherra tundurspiilisins Velos, sem ásamt 31 manni af áhöfn Velos gerði uppreisn um borð og leitaði hælis sem flóttamaður hjá itölskum yfirvöldum. Pappas sést (t.v.) með itölskum lögregluforingja. Flotinn gerir Papcedopoulos Ijótan grikk „Sterki maður Grikk- lands,” eins og fjölmiðl- um er svo gjarnt að kalla George Papa- dopoulos, á við vanda- mál að stríða, en þeirra er eins að leita i Róm eins og i Grikklandi. Klofningur innan hersins, sem hér áður stóð einhuga saman, hefur lagt einn þyngsta vandann á herðar rikisstjórnar Papo dopoulosar, sem hún hefur þurft að horfast i augu við. Höfuðsmaðurinn fyrrverandi lagöi á byltingarráðin fyrir sex árum siðan. Misheppnuð uppreisnartilraun flotans fyrir rúmri viku, undir stjórn fyrrverandi flotaforingja og loks uppreisn 31 manns um borð i tundurspillinum Velos, meðan á flotaæfingum NATO stóð, hafa afsannað þá trú grisku herforingjastjórnarinnar, að hún hafi herinn heils hugar a bak við sig. Flotinn, sem af hefð hefur alla tið verið konunghollur, er ei lengur trausts verður, og þær raddir gerast æ háværari, sem halda þvi fram, að óánægjan magnist jafnt og þétt innan flug- hersins. Aö baki þessu öllu liggur það vandamál, hvað skuli við Konstantin konung gera. Þessi 33 ára þjóðhöfðingi flúði til Rómar, eftir að hefa gert misheppnaða tilraun til gagnbyltingar til að velta herforingjaklikunni úr stóli i desember 1967. Dagblöð, sem hliðholl hafa verið stjórninni i Aþenu, halda þvi fram, að konungurinn, sem sjálfviljugur lagðist i útlegð, sé ofarlega mjög i huga Papadopoulosar. Þótt Konstantin hafi ekki — eftir þvi sem vitað er — á neinn hátt komið nærri þessum tveim uppreisnaraðgerðum flotans, þá hefur hann ekki til þessa þrætt fyrir þær Og sem eini löglegi konungur Grikklands (i flestra augum ennþá) er litið á Konstantin sem hugsanlegt sam- einingartákn flestra gagn- byltingarsinna, sem hugsa til þess að vekja upp lýðræðið i Grikklandi. Það kemur þvi ekki neinum á óvart, þegar nú virðist helzt sem Papadopoulos sé að undirbúa að- gerðir til að leggja konungsveldið niöur. Hann er sagður yfirvega mjög alvarlega að lýsa þvi yfir, að landið sé lýðveldi undir stjórn forseta — og bera annaðhvort við neyðarástandi eða vilja þjóðarinnar. Erlendir sendimenn i Aþenu segja, að það sé að verða æ ljósara, að Papadopoulos verði að ákveða hið fyrsta framtið landsins, til að fyrirbyggja meiri háttar árekstur og ágreining við herinn. Ef ekki, megi búast við þvi, að æðsta stjórn landsins molni niður undir andstæðuþung- anum. Kunnugum mönnum þykir sem atburðir siðustu viku hafi rýrt mjög álit Papadopoulosar út á við. Hann er ekki lengur sami „sterki maður” Grikklands, og verður nú að sýna snarræði til að falla ekki fyrir borð. Papadopoulos er ekki maður, sem auðveldlega verður stjakað frá. Fyrr á þessu ári sagði hann, að Grikkland þyrfti ekki að vænta neinnar meiri háttar breytingar i stjórnmálaþróun innan þess á árinu 1973. Hann einn mundi ákveða — sagði hann — hvenær lýðræðisfyrirkomulag yrði tekið upp aftur. En sá var bara munurinn á þá, að höfuðsmaðurinn fyrrverandi átti ekki við neina andstöðu að striða innan hersins, þegar hann mælti þau orð. Andstaðan gegn þessari ein- ræðisstjórn er orðin all áberandi. Millistéttirnar hafa orðið áþreif- anlega fyrir barðinu á efnahags- stefnu stjórnarinnar en hún hef ur leitt til gifurlegrar hækkunar á öllum lifsnauðsynjum og fram- færslu, sem hefur svo étið upp sparifé þeirra. Leigubilstjórar hafa opinberlega kvartað undan verðbólgunni, sem nam átta pró- sent i fyrra. Verksmiðju- og byggingaverkafólk krefst hærri launa og bilið milli fátækra og rikra breikkar enn. Fyrsta ódulda andstaðan gegn stjórn Papadopoulosar brauzt fram i stúdentaóeirðunum i febrúar. Arekstrar lögreglu og stúdenta i miðborg Aþenu komu óorði á stjórnina og vöktu vissar vonir hjá andstöðunni um, að þetta gæti orðið byrjunin á breyttu andrúmslofti i stjórn- málalifinu. En stúdentaóeirðirnar hjöðnuðu niður aftur eftir þvi sem stjórnin beitti meiri hörku. Eins og nú er málum komið, hefur stúdentahreyfingin horfið undir jörðina, en það er alltaf viss hætta á að hún kunni að koma upp á yfirborðið aftur til þess að fylgja fram kröfum stúdenta um aukið akademiskt frelsi. iNokkrir skipshafnarinnar Grikklandi. af Velos, sem vildu lýsa óánægju sinni með herforingjastjórnina i

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.