Vísir - 16.06.1973, Page 1

Vísir - 16.06.1973, Page 1
63. árg. — Laugardagur 16. júnl 1973 — 135. tbl. Liggja eiturefnin í siónum við Sundahöfn? Standa hvor á sfnu eins og hundar á roði enginn árangur af fundi Einars Águstssonar og Sir Alec Douglas Home í gœr Visir óskar lesendumj gleöilegrar þjóöhátíðarS og biöur um gott veður J um allt land — þóttj veöurfræöingar spáij skúrum sunnanlands. • • Frá fréttamanni Visis, Birni Bjarmam í Kaup- mannahöfn: Einar Ágústsson, utan- ríkisráðherra hélt stuttan blaðamannat und með íslenzkum og dösnkum blaðamönnum í dag klukkan 4. Hann kvað viðræður sínar í morgun við Sir Alec ekki hafa borið neinn árangur og hann hefði ekki fengið neitt loforð Breta um að þeir drægju flota sinn út úr landhelginni. Hann kvaðst hafa rætt þetta mál við marga ráðherra og fengið afbragðs góðar undirtektir. Þá kvaðst hann hafa orðið var við að Bretar hefðu fengið þungan þrýsting frá sömu aðilum og i þvi sambandi minntist hann á norrænu ráðherrana tvo og Joseph Luns. t morgun náðu islenzkir blaðamenn tali af Sir Alec Douglas Home fyrir utan fundar- salinn hér i Höfn. Kvaðst hann þá reiöubúinn til að hefja umræður um landhelgismálið hvenær sem væri. Einar Agústsson, utanrikisráð- herra hafði þetta að segja um ástandið, þegar fréttamaður Visis ræddi við hann: „Hvor um sig, ég og Sir Alec, stendur á sinu einsog hundar á roði”. Utanrikis- ráðherra kvað það ekki ákveðið, hvenær tilkynning um endur- skoðun varnarsamningsins yröi lögð fyrir fastaráð NATO. Engar umræður hafa farið fram milli Rodgers, utanrikisráðherra Bandarikjanna og hans um herstöðina. Spurningunni um ósamræmi um skoðanir hans og Lúðviks Jósepssonar um, hvernig standa bæri að virðæðum við Breta, ef þeir fjarlægðu herskip sin, þá sagði hann, að það væri bjargföst skoðun sin að taka bæri upp viðræður þar sem frá var horfið, sem sé fyrri tilboð standa. Ráð- herra vék einnig að ólýðræðis- legum aðgerðum Portúgala og Grikkja i ræðu sinni, og kvað það mál ekki hafa verið mikið rætt og þá ekki nema undir rós, án þess að nefndar hafi verið sérstakar þjóðir. A fundi, sem Joseph Luns hélt i dag, sagði hann að hann mundi halda áffam milligöngu um að koma á samningum milli Breta og tslendinga. Rogers hélt fund um svipað leyti, og vék hann sér þá undan þvi að ræða herstöðina i Keflavik, en undirstrikaði likt og Einar Ágústsson hafði gert áður að endurskoðun varnarsamnings og fiskveiðideilan væru tvö aðskilin mál og mætti alls ekki blanda saman. —BB Það kostar kannski nokkur átök, að reisa sér kofa, en ánægja erfiðisins verður lfka aö sama skapi marg- föld. Þessa mynd tók ljósmyndari Vfsis á Meistaravöllum I gær, þar sem hamarshöggin kváðu við viðstöðulaust. Það þurfa jú allir þak yfir höfuðiö. Þar er unnið af Meistaravellir draga enn á ný til sin fjölda barna, en þar hóf starfsvöllur Reykjavíkurborgar starfsemi sina að nýju i þessari viku. Þangað koma nú á degi hverjum um og yfir eitthundrað börn, en völiurinn er öilum opinn, sem vilja taka ærlega til hendinni við leiki og störf. Þar eru starfandi þrir karl- menn og ein kona, sem leiðbeina börnunum og úthluta þeim verkfærum og efnivið, en börnunum er gert kleift að negla þarna saman kofa, smiða borð og stóla, föndra með „pappamassa”, teikna, mála og jafnvel sauma út og vefa. Margir góðviljaðir atvinnu- rekendur hafa verið starfs- vellinum innan handar við öflun efniviðs, og drifur að sitt af hverju tagi, eins og t.d. kassa, járn, timbur og skinn. Skortir börnin þvi næsta fátt til að framleiða það sem hugmynda- áhuga flugið biður þeim. Starfsvöllurinn er starfandi frá klukkan niu á morgnana til klukkan fjögur á daginn og er sá timi oft fullfljótur að liða, að þvi er börnin sögðu blaðamanni Visis og ljósmyndara, þegar þeir litu þar við i gær. Hefur heyrzt, að mikill áhugi séfyrir opnun fleiri starfsvalla i borginni, og þá i stærri hverfum eins og Arbæ og Breiðholti. —ÞJM Brjeznev gerir stuttan stanz á vellinum Leiðtogi Brjeznev fær kærkomið tækifæri tii að aölaga sig að vestrænna manna háttum þegar hann á um fjögurra klukkustunda viðdvöl á Keflavikurflugvelli i faðmi varnaiiðsins. Hann kemur hingað I þotu sinni i hádeginu og fylgdariið hans skömmu siðar. ÖIl hersingin heldur svo héðan til fundar við Nixon Bandarikjaforseta um kaffileitið — og þá hefur Brjeznev trúlega bragöað á ameriskum grill-réttum og hlustað eftir þvi tungumáli, sem hann á eftir aö heyra svo mikið fyrir vestan....Sjá nánar um ferðaáætiun Sovétieiðtogans á bls. 6. ★ STOFNA JAFNVEL NÝ FYRIR- TÆKI í EYJUM Bjartsýnin heldur áfram að aukast meðal Vestmanna- eyinga, já og raunar lands- manna allra, þvi hver vill ekki aö Eyjamenn endur- heimti sina heimabyggð úr höndum Sucts. Þeir eru jafnvel farnir að stofna ný fyrirtæki i Eyjum, nýjar greinar þjónustu fyrir þá sem heim munu snúa. Við könnum þetta mái nánar. Sjá bls 2. ★ Stólrœðan margumtal- aða enn i lesenda- bréfunum Það er ckki oft, sem stólræður vekja deiiur. Þetta geröist þó á dögunum, þegar séra Siguröur Iiaukur Guðjónsson hélt ræðu, sem útvarpað var. í iesenda- bréfum Visis hafa lesendur fjailað um málið og presturinn svarað fyrir sig. Tvö bréf um þetta mál eru i dáikinum i dag. — Sjá bis. 2. POLYFON GERÐI LUKKU! Frá Birni Bjarman, Kaupmannahöfn i gærkvöldi: Pólýfónkórinn hefur veriö á söngferöalagi að undanförnu og hélt tvenna hljómieika hér i Danmörku. Fékk kórinn geysigóöar undir- tektir hljómleikagcsta og eru dönsku blööin með mjög góöa gagnrýni um hljóm- leikana i dag.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.