Vísir - 16.06.1973, Page 2
2
Vísir. Laugardagur 16. júní 1973.
limsm:
Ætliö þér að fara á kvöldskemmt-
un á 17. júni?
Ólafur Stefánsson þökuleggjari:
Ne. . .hei, ég ætla i parti, þvi mér
finnst þetta vera vitlaust að vera
að draga skemmtanirnar úr mið-
bænum út i skólana. Þetta er vit-
leysa, aö ástandið hafi verið svo
slæmt, i fyrra i bænum. Þjóðhá-
tiðarnefnd er bara að blekkja.
Ólafur llaraldsson, ncmi:
Kannski, og kannski ekki. Ég held
að kvöldskemmtunin eigi frekar
að vera i miöbænum, þvi ekki
held ég að drykkjan verði minni
núna, og þetta truflar bara ná-
grenni skólanna.
Kllert Sigurjónsson, nemi: Nei,
þvi ég er að fara i bilpróf daginn
eftir og get ekki leyft mér aðj
drekka brennivin daginn áður.j
Annars er ég lylgjandi þvi að
dreifa hátiðahöldunum, þótt ég
haldi ekki að drykkjan minnki.
Aftur á móti ber ábyggilega
minna á henni þegar allt veröur
svona dreift.
Klsa Guömundsdóttir, sendill:
Nei, og það er af þvi að ég er ó-
ánægð með að þessu skuli vera
dreift á skólana, og svo finnst mér
hljómsveitavalið ekkert frábært.
Það væri i mesta lagi að ég
skryppi aðeins.
Jakob Lindal, verzlunarmaour:
Já, ætli það ekki. Annars finnst
tnér ekki nógu gott að hafa þetta
skki i miðbænum, þvi það bætir
ekki drykkjuna, og fólk fer bara
að ráfa milli staða. Fylliriið verð-
ar sem sagt dreift um alla borg-
Þórunn Þorvarðardóttir, hús-
móöir: Já ég fer frekar þegar
skipulagið er svona. Ég er með-
fylgjandi þvi að dreifa þessu, þvi
hitt gaf ekki góða raun.
Fjörugt atvinnulíf að komast
ó í Vestmannaeyjum að nýju
ekki af minni krafti viö útgeröina nú i sumar en í fyrrasumar — þó þaö hafi
IHeimaey frá í fyrra........
Karlarnir I Eyjum vinna
kannski f jölgaö eitthvaö fjöllum
Fyrsta fyrirtækið,
sem hefur starfsemi
sina eftir að gosið hófst
i Heimaey, ber nafnið
Gestgjafinn. Er það
matsölustaður, sem
fram til þessa hafði
borið nafnið Mjólkur-
bar, en hefur tekið all
verulegum stakka-
skiptum eftir eigenda-
skipti, sem átttu sér
stað i fyrrasumar.
Gestgjafinn opnaði formlega
á hvitasunnudag og verður
væntanlega haldið opnum dag
hvern eftirleiðis, en gosið haföi
óhjákvæmilega hamlað öllum
matseld fyrstu mánuðina eftir
gosið.
Æ fleiri fyrirtæki búa sig nú
undir að hefja starfsemi i
Eyjum að nýju og önnur eru
jafnvel þegar komin vel af stað.
„Meiningin er, að þau
fyrirtæki, sem hér voru
starfandi fram að eldgosinu
yfirtaki sin fyrri störf hér i
Eyjum smátt og smátt, og
viölagasjóður dragi sig til
baka”, sagöi Páll Zóphanias-
son, bæjarverkfræðingur Vest-
mannaeyjinga i viðtali við Visi i
gær.
Hönfin hefur haldið úti sinni
þjónustu með vatn og annað við
bátaflotann. Hafnarlifið er lika
að verða fjörugra með hverjum
deginum sem liður. Fyrir stuttu
var t.d. landað þar um 60
tonnum af spærling. Það fór i
fiskim jölsverksmiðjuna.
Fiskimjölsverksmiðjan haföi
verið I gangi nokkuð lengur, eða
frá þvi loðnan var sem mest. Og
I samhliða þvi hefur Lifrarsam-
lagið verið starfrækt og
sameiginlegt mötuneyti fyrir
þessi fyritæki bæði. Eru nú ráð-
gert, að mötuneytið geti jafnvel
farið að selja fleirum i Eyjum
fast fæði.
1 vinnslustöðvinni hefur
veriö frystir i gangi viðstöðu-
laust og hefur hann ekki haft við
að framleiða i-s fyrir bátana.
Eyjabergið skortir litið annað
en aukið rafmagn til að geta
hafið starfsemi að nýju.
Vinnslustöðin á við sömu örðug-
leika að striða áður en hún getur
farið af stað að nýju. Standa
vonir til að bæði þessi fyritæki
geti veriö komin af stað að nýju
fyrir haustið rétt eins og ekkert
hafi i skorizt.
Páll kvað það engum erfið-
leikum háö að fá fólk til starfa i
Eyjum. „Það er að minnsta
kosti ekkert erfiðara en gengur
og gerizt”, sagðihann. „Það er
alltaf erfitt að fá faglærða
menn”.
Eitthvað eru Vestmanna-
eyingar farnir að týnast heim að
nýju. Nokkrar fjölskyldur, sem
eiga hús sin heil og alla innan-
stokksmuni og annað á sinum
stað eru byrjaðar eðlilegt
heimilishald á nýjan leik. Ef frá
eru taldir erfiðleikarnir vegna
rafmagns, en eldað er á gasi og
rafmagnið sparað á annan hátt.
Fimm hundruð kilóvatta rafstöð
sér bænum fyrir öllu rafmagni
og er hún i 80 til 90 prósent
notkun allan sólarhringinn.
Hins vegar er nægilegt vatn til
allra hluta.
—ÞJM
Þaö fór þó aldrei svo, aö þaö
finndist ekki lykt af loönu i
Vestmannaeyjum þrátt fyrir
eldgosiö. Og nú er þaö spær-
lingur, sem þeir eru aö bræöa
I Eyjum..
Lesendur
jÍ haía
RUDOLF
ÍSLEND-
INGUR
í HÚÐ
OG HÁR
H. P. hringdi:
„Maður getur ekki á sér setið
um að gera svolitla athugasemd
við þessi skrif, sem spunnizt hafa
út af greinarstúf Rudolfs Þ.
Stolzwald, þarsem hann setti út á
málflutning séra Sigurðar Hauks
Guöjónssonar i útvarpsmessu
hins siðarnefnda.
í þessum skrifum er i öðru
tilvikinu dylgjað um að Rudolf sé
ekki islenzkur og skilji ekki
islenzku, og siðan hefur þessu að
manni finnst verið slegiö föstu.
Mér finnst þurfa að leiörétta
þetta.
Þvi að Rudolf er fæddur i
Vestmannaeyjum fyrir 40 árum
og hefur búið alla sina æfi hér á
íslandi. Móðir hans var islenzk i
báöar ættir og faðir hans var
Islendingur (þótt hann væri
þýzkrar ættar, þá bjó hann hér
siðustu áratugi sina^hér á tslandi
og hafði islenzkan rikis-
borgararétt og var landinu nýtari
þegn, en margur hér fæddur).
— svo ætla ég ekki að hafa fleiri
orð um það.
En vegna ummæla prests um
meydóm islenzkrar kvenþjóðar
og tengsl hans við varnarliöið,
vildi ég segja frá samtali, sem við
hjónin áttum við ameriskan lækni
hér á stríösárunum, en þar kom
„ástandið” til tals. Læknirinn
sagði: „Margir þessir piltar
(hermennirnir) koma frá'
ágætum heimilum. — Samt er
varla furða þótt þeir bregðist við
eins og aðrir karlmenn, ef þeir
kynnast laglegum islenzkum
stúlkum.”
Og það má lika ihafa hugfast það
sem Daninn segir: „Det skal to
til.”
Alfons Björgvinsson
skrifar:
á vist segi ég landinn okkar á
Hellu, þvi að Rudolf Þórarinn
Stolzenwald er góöur og gegn
landi okkar, þótt hann beri þýzkt
ættarnafji. — Maöur er meira en
litið undrandi á svargrein þeirri
er séra Sigurður Haukur
Guðjónsson skrifar hinn 7. júni
s.l. þegar hann svaraði gr.
Rudolfs um stólræðu séa Sigurðar
i útvarpinu þ. 2 . mai.
Ég var ekki siður hneykslaður
en Rudolf á orðum prestsins, og
skil ég mæta vel islenzku, rétt
eins og Islendingurinn Rúdolf
Stolzenwald. — Ekki var ég
minna hneykslaður á dylgjum
prestsins i garð Rudolfs, sem
hann virðist halda, ab ég sé
einhver prestahatari. — Það
þyrfti að koma þessum presti i
skilning um það, að það eru til
menn og konur á Islandi, sem
vilja og gera landi sinu meira
gagn en öskrandi
múgæsingamenn i ræðustólum. —
Ég hygg að Rudolf sé þeirra á
meðal.
Þegar presturinn lætur i ljós
vanþóknun sina á „ljótum
orðum” Rudo viröist hann ekki
sjá bjálkann i sinum eigin (i
svargreinni).
Skynugur eins og presturinn er
hefur hann grunað þýzkan
skyldleika Rudolfs og ætlað að slá
sér upp á þvi. En það skaut hann
aldeilis framhjá, þvi að Rudolf er
fæddur Islendingur og hefur búið
hér alla sina ævi.
Ég tek undir orö Rudolfs að þaö
þyrfti að veita svona mönnum
ákúru, og það þvi heldur, sem
þeir eiga að vera öðrum til
fyrirmyndar um kristilegt
bræðraþel.”
HRINGIÐ í
SÍMA 8-66-11
KL13-15