Vísir - 16.06.1973, Síða 6
6
Vísir. Laugardagur 16. júni 1973.
vísm
Útgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
./ Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611
Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Simi 86611
Ritstjórn: Siöumúla 14. Simi 86611 Cl lfnur)
Askriftargjald kr. 300 á mánuöi innanlands
i lausasölu kri 18.00 einfakiö.
Blaöaprent hf.
Ekki flot, en til bóta
Gengi krónunnar okkar hefur fengið að reyna
ýmislegt, siðan það var hækkað um 6% fyrir
hálfum öðrum mánuði. Þessi hækkun dugði svo
skammt, að ekki leið nema mánuður, unz krónan
hafði fallið aftur um 5,6% eða nokkurn veginn
sem hækkuninni nam.
Lækkunin stafaði af óbeinu floti krónunnat’.
Hún fylgir dollarnum á meðan flestar myntir
Vestur-Evrópu fljóta upp á við. Þýzka markið
flaut upp um 10%, hollenzka gyllinið og sænsku og
norsku krónurnar um meira en 9%, og aðrir
gjaldmiðlar minna. Með floti sinu bættu þessar
myntir stöðu sina gagnvart dollarnum, sem stóð i
stað, og þá gagnvart islenzku krónunni i leiðinni.
Seðlabankinn og rikisstjórnin hafá nú gert
tilraun til að rétta þetta af. Það er gert með
bráðabirgðalögum, er auka svigrúmið, sem
krónan getur flotið i. Með þessum bráðabirgða-
lögum hækkaði gengi krónunnar aftur um 2,2%,
sem nægir að visu ekki til að bæta upp gengis-
lækkun undanfarinna vikna, en er þó spor i þá
áttina.
Hið aukna svigrúm á gengi krónunnar er til
bóta, þótt það feli alls ekki i sér, að hún hafi verið
sétt á flot eins og gert hefur verið við fjölmargar
myntir á undanförnum misserum. Krónan má að
visu fljóta upp að vild, en ekki nema um 2,25%
niður á við. Það eru litil likindi til þess i okkar
verðbólguþjóðfélagi, að krónan hafi tilhneigingu
til að fljóta upp. Miklu liklegra er, að hún stefni
niður á við, og þar er takmarkað svigrúm sem
fyrrr.
Svo langt sem bráðabirgðalögin ná, eru þau
spor i rétta átt. En það vekur umhugsun um,
hvort ekki sé rétt fyrir okkur að leyfa krónunni að
fljóta og finna rétt verðgildi sitt frá degi til dags.
Ýmsar bremsur má hafa á sliku floti til að hindra
spekúlasjónir og sveiflur. Margar þjóðir, sem
skynsamlegasta hafa fjármálastefnuna, hafa
farið slikar leiðir með góðum árangri.
Það er ekki hægt að festa gengi gjaldmiðils
með lagaboði. Við höfum langa reynslu af þvi hér
á landi. Hvað eftir annað hefur i lengstu lög verið
forðazt að horfast i augu við veruleikann, unz
engin leið var orðin út úr ógöngunum önnur en að
skera krónuna niður mjög verulega. Slikar stökk-
breytingar hafa jafnan sett efnahagslifið úr
skorðum og magnað deilur um kjaramál. Tiðari
og minni breytingar væru farsælli.
Þvi miður byggist nýjasta hækkun krónunnar
um 2,2% ekki á slikum hugmyndum um eðlilegt
flot krónunnar. Þessi örlitla hækkun er mála-
myndatilraun til að hamla gegn sjálfvirkri
lækkunarþróun siðustu vikna og komast aftur i
átt til þess gengis, sem ákveðið var fyrir hálfum
öðrum mánuði. Þessi tilraun byggist á pólitiskum
forsendum en ekki efnahagslegum. Krónan
heldur áfram að lækka, þrátt fyrir slikar tilraunir
til hækkunar.
Það mikilvægasta við bráðabirgðalögin um
hækkunina er samt, að i þeim felst viss viður-
kenning Seðlabanka og rikisstjórnar á, að gengi
krónunnar þurfi að vera frjálsara, svo að hún geti
hverju sinni mælt sem réttast verð og gegnt hlut-
verki sinu sem bezt.
— JK
Rrezhnev og Nixon i heimsókn þess siöarnefnda til Moscvu i mai i fyrra. —Nú endurgeldur Brezhnev
kurteisina.
Brezhnef leggur
enn land undir fót
A ð n ý i o k i n n i
heimsókn sinni til Bonn
bregður Breshnev undir
sig betri fætinum aftur
og í þetta sinn leggur
hann af stað til að hitta
Nixon Bandarikja-
forseta i Washington.
66 ára gamall stendur Brezhnev
á hátir.di stjórnmálaferils sins.
Ekki alls fyrir löngu styrkti hann
sig i sessi, þegar hann kom
traustum stuðningsmönnum
sinum i æðsta ráðið og tryggði
sér þar áframhaldandi meiri-
hluta. Og nú er markmiðið með
ferðinni til Bandarikjanna að
lappa ögn upp á veikustu hlið
Ráðstjórnarrikjanna, sjálft efna-
hagslifið.
Þvi meir, sem Vesturlandabúar
hafa séð til Brezhnefs, þeim mun
betur virðist þeim falla maöurinn
i geð. Fundir hans og Nixons i
fyrrasumar og Brandts núna og
áður hafa orðið til þess að smám
saman þokast til hliðar sú
hugmynd sem menn höfðu gert
sér um, að þessi brúnaþungi og
þrekni aðalritari væri
harðsviraður valdataflmaður. —
Minnir það helzt á, þegar
Krúsjoff á sinum tima vann með
glettni sinni Vesturlandamenn á
sitt band.
Enginn skyldi þó ætla, að
Brezhnev sé mjúkur i samning-
um, og jafnvel bandariskir fjöl-
miðlar segja, að þar hafi Nixon
mætt jafnoka sinum. En við þau
tækifæri, sem Brezhnev hefur
verið i sviðsljósinu, hefur honum
tekizt að sýna, að hann er flug-
skarpur, aðlaðandi og fyndinn.
1 fyrstu móttöku sinni, meðan
hann var i Bonn, tók Brezhnev sér
glas með tómatsafa i hönd og
gekk til blaðamannanna: „Égvil,
að þið sjáið sjálfir”, sagði hann,
„að þetta er örugglega tómatsafi,
en ekki vodka”.
En góða skapið getur horfið
eins og dögg fyrir sólu, ef honum
þykir sér misboðið. „Við erum
friðsamleg þjóð”, næstum urraði
hann framan i dauðskelkaðan
blaðamann i Bonn. „Við komum
hingað til að ræða frið, en þið
gaspriöallan timann um strið. Ég
get beðið Andrej Gretchco
(varnarmálaráðherrann) um að
koma og svara spurningum
ykkar”.
Viðræður Brezhnevs og Nixons
munu að allra haldi snúast um
afvopnunartillögur og um aukin
verzlunarviðskipti milli land-
anna. Þó er varla að vænta stór-
tiðinda á sviði þróunarinnar i átt
til aukins og tryggari friðar. Ekki
á borð við samkomulagið, sem
gert var i heimsókn Nixons til
Mosvku, sem Brezhnev er núna
að endurgjalda.
En fjöldi minniháttar samninga
liggur fyrir reiðubúinn til undir-
ritunar og aðeins eftir að gera þá
lýðum kunna. Hins vegar má ekki
gera sér of stórar vonir um
einhverjar lausnir á stórmálum á
borð við deilu Araba og Gyðinga.
Um tilraunir þeirra til þess að
koma á aukinni verzlun landanna
i milli geta menn litið sagt fyrir,
enda mundi t.d. af hálfu
Bandarikjamanna þingið eiga
þar lokaorðið. En bandariskum
fyrirtækjum leikur mikill hugur á
að taka þátt i að nýta auðlyndir
Siberiu, sem er geysiauðug af
oliu, gasi og málmum ýmsum.
Sovétmönnum leikur á hinn
bóginn hugur á að flytja inn frá
Bandarikjunum hina háþróuðu
tækniþekkingu þeirra.
t þessum verzlunarhug-
leiðingum eru Bandarikjamenn
þó bundir i báða skó af samning-
um við Japan, Vestur-Þýzkaland
og önnur riki, sem mundu una þvi
illa, ef USA tæki upp viðskipti við
USSR, til þess að draga svo úr
viðskiptum við sina fyrri
skiptanauta. Fjöldi þingmanna
mundi lika spyrna við fótum gegn
aukinni verzlun við Rússa, á
meðan rússeneskir Gyðingar og
minnihlutahópar hafa ekki fullt
ferðafrelsi og leyfi til að flytjast
frá Ráðstjórnarrikjunum.
IIIIIIBIIIII
UmsjónGuðmundur
Pétursson
Brezhnev og Brandt ræðast viö á svölum hótelsins á Pétursbjargi, þar sem Brezhnev dvaldi i Bonn
I' ' J' .j;' > ^ wm ’/jHi
É’Þ i