Vísir - 16.06.1973, Side 9
Vísir. Laugardagur 16. júni 1973.
9
Noröurlandamótiö i sveita-
keppni i bridge hefst núna eftir
helgina, og sendir island sitt
hvora sveitina i opna flokkinn og
unglingaflokkinn.
En alla þessa viku hefur stjórn
Bridgesambands isiands staðið
með öndina i hálsinum, vegna
þess að horfði til þess að island
sendi ekki sveit f opna flokkinn. —
Annað parið, hinir gamalreyndu
spilamenn Benedikt Jóhannsson
og Jóhann Jónsson, hættu við að
fara, þegar aðeins vika var til
stenfu.
BSÍ-stjórnin leitaði til
varapara, en ekkert þeirra sá sér
fært að fara með svo stuttum
fyrirvara. Með þvi að Hannes
Jónsson og Þórir Leifsson yrðu
ekki sendir einir, lá við borð, að
island sem hafði fengið fram
komiö breytingu á mótstilhög-
uninni i Álaborg hjá frændum
okkar, Dönum, mundi svo ekki
mæta til leiks.
En landsliðsnefndarmenn
fengu þá félaga Gylfa Baldursson
og Jakob R. Möller til þess aö
hlaupa i skarðiö,.
Unglingalandsliðiö er skipað
Helga Sigurössyni, Páli Hjartar-
syni, Sverri Ármannssyni,
Trausta Valssyni — en fyrirliði
beggja sveitann er Alfreð
Alfreðsson, sveitarstjóri.
Noðurlandamótinu verður
þannig hagaö, að spilaðir verða
þrir 20-spila leikir milli sveita og
eru gefin 20 stig mest fyrir unnin
lcik, en það er hægt að tapa með
minus fimm.
Bridge í Fœreyjum
Bridgedeild Breiðfirðinga sótti
frændur voru, Færeyinga, heim
24. mai sl. og dvaldi þar i góðu yf-
irlæti til 31. mai. Þátttakendur i
ferðinni voru 26, þar af 22 spilar-
ar.
Gestgjafar hópsins voru
Nyggja bridgefélagið i Þórshöfn,
en ráðgert er að það heimsæki
B.D.B. á næsta ári. Við komuna
til Þórshafnar var gestum skipt
niður á heimili gestgjafanna til
dvalar og voru móttökur og við-
urgerningur allur með þeim á-
gætum, að seint mun gleymast.
Tvimennings- og hraðsveitar-
keppni voru háðar við gestgjaf-
ana og var keppni þannig háttað,
að gestir spiluðu aðeins við
heimamenn en ekki innbyrðis.
Vann B.D.B. báðar þessar keppn-
inEfstir í tvimenning urðu Björn
Gislason og Ólafur Guttormsson,
en sveit Jóhönnu Guðmundsdótt-
ur varð efst i hraðsveitarkeppn-
inni.
Þá var að lokum keppt á 4 borð-
um við Havnar bridgefélagið og
vann B.D.B. með nokkrum mun.
Auk spilamennsku buðu heima-
menn i lengri og skemmri hóp-
ferðir á sjó og landi.
Heimsókninni lauk með veg-
legu hófi, sem formaður Nyggja
bridgefélagsins, Albert Hansen,
stjórnaði af rausn og skörungs-
skap. Þar voru verðlaun afhent
og hlaut B.D.B. tvo veglega silf-
urbikara, sem Bókagarður og
Esmar Hansen höfðu gefið i til-
efni þessarar heimsóknar. Var
hófinu siðan framhaldið við dans
og ölteiti langt fram eftir nóttu.
Var ferðin og dvölin i Færeyj-
um öllum þátttakendum ógleym-
anlegt ævintýri.
Fararstjóri var Margeir Sigur-
jónsson.
TROMPKÓNGURINN
KOM SIGLANDI
Spílið~niag er frá nýafstöðnu
tslandsmóti, og er athyglisvert að
mörgu leyti. Það kom fyrir milli
sveita Arnar Arnþórssonar og
Kristmanns Guðmundssonar, en
seinni hálfleikur var sýndur á
sýningartöflunni.
Staðan var: allir utan hættu og
austur gaf.
4 A-10-9-5-4-3
¥ D-G-6
♦ A-8
4 7-3
4 8-7-2 4 K
¥ A-K-4-2 ¥ 10-9-7-6-3
♦ 10-7-2 ♦ K-G-6-5-4
* D-6-2 4 A-8
♦ D-G-6
¥ 8
♦ D-9-3
4 K-G-10-9-5-4
1 lokaða salnum þar sem sveit
Kristmanns sat n-s gengu sagnir:
Austur Suður Vestur Norður
1 ¥ 2 ♦ 2¥ 2A
34 <¥ 44
p p p
Austur spilaöi út hjartatiu,
vestur drap með AS og spilaði
tigli til baka. Sagnhafi hleypti á
drottningu, austur drap á kóng,
tók laufás og beiö siðan eftir
trompslagnum, sem hann fekk.
Einn niður og 50 til a-v
A sýningartöflunni gengu
sagnir þannig:
Austur Suður Vestur Norður
Sigfús Þórarinn Kristm Hörður
l¥ 2 4 2 ¥ 24
P P 3 ¥ 3 4
P 4 4 Allir pass.
Enn var útspilið hjartatia, en
vestur gpetti ekki að sér og drap
með KONGNUM. Hann spilaði
siöan spaöa og Hörður staldraði
viö. Óliklegt var, að austur hefði
spilað út frá hjartaásnum og þar
með var vestur sannaður með ás
og kóng i hjarta. Til þess að eiga
opnun, þá þurfti austur að eiga
spaðakóng og þess vegna drap
Höröur á ásinn og uppskar verð-
launin, þegar kóngurinn kom
siglandi. Nú var efhungis eftir að
vinna yfirslaginn, og þaö geröi
Höröur einnig. Hann spilaði út
laufi, austur lét lágt, kóngurinn
upp, sem átti slaginn. Siðan
meira lauf og austur átti slaginn á
ásinn. Hann gerði siöustu til-
raunina með þvi að spila út tigli,
en drottningin tók þann slag.
Fimm unnir og sveit Arnar
græddi 11 stig á spilinu.
AÐ KAUPA
VERÐTRYGGÐ
SPARISKlRTEINI RÍKISSJÓÐS
JAFNGILDIR FJÁRFESTINGU
í FASTEIGN
EINFALDASTA OG HAGKVÆMASTA FJÁRFESTINGIN
SKATT- OG FRAMTALSFRJÁLS
TIL SÖLU I ÖLLUM BÖNKUM — ÚTIBÚUM
SPARISJÓÐUM OG HJÁ NOKKRUM VERÐBRÉFASÖLUM
SEÐLABANKI ÍSLANDS