Vísir - 01.09.1973, Side 2

Vísir - 01.09.1973, Side 2
2 Vísir. Laugardagur 1. september 1973 visiBsm: Eiga tslendingar aö grípa til ein- hverra sérstakra aðgeröa vegna atburðanna um borö i Ægi á mið- unum? Gréta Gunnarsdóttir, húsmóðir: — Alveg örugglega. Bara eitthvað nógu róttækt. Sigurður Guömundsson, kennari: — Hafa ekki allir möguleikar, sem eru æskilegir og færir, verið nýttir? Kannski mætti visa sendi- herranum brezka úr landi. En ný viðhorf skapast vegna þessa slyss, og þá þarf um leið nýjar róttækar aðgerðir. Sigurlaug Guðmundsdóttir, hús- móðir: —Það er frekar tilefni að gera meira þegar dauðsföll verða. Mér virðist deilan vera farin að færast á alvarlegra stig. En þaö verður að fara varlega i allar aðgerðir. Guðbjörg Jóelsdóttir, húsmóðir: — Alveg eindregið. Að visu veit ég ekki hvaö hægt er að gera. Deilan er nú komin á alvarlegra stig. Ingólfur Pálmason, kennari: — Ég kem nú ekki auga á neinar sérstakar aðgerðir. Landhelgis- gæzlan hefur staðið sig vel, og ekkert að hennar störfum að finna. Það kæmi til álit að reka brezka sendiherrann úr landi. Kristján Einarsso, iögreglu- þjónn: — Já, en ég hef samt enga standard lausn á hvaða aðgerðir það mættu vera. En eitthvað þarf aö gera, og það helzt róttækar að- geröir. „Sem flestir œttu að temja sér frjálslyndi og umburðarlyndi", Það sýnir að hann er alltaf á dagskrá. Tökum sem dæmi sýningarnar á Súperstar. Ég var mjög hrifinn af þvi. Þá stóðu ein- mitt yfir föstumessur, og þangað 'kom ungt íóTk, og heyröi nákvæmlega sama boðskap, bara örðu visi borinn fram. Það var mjög jákvætt og gleðilegt”. „Það er erfitt samt sem áöur að dæma um alltsvona lagað. En við vitum það með alla, að þegar á reynir, er gripið til trúarinnar. Reynslan sýiiir lika, að þegar fýkur i öll önnur skjól, er hún það eina sem stenzt”. — Hefurðu einhverjar hug- myndir um breytingar i sam- bandi við kirkjuna, svo sem messuhald eða annaö? „Já, að á hverjum tima verði kirkjan að vera i takt við það fólk, sem hún lifir og starfar með. Tökum sem dæmi ýmis hugtök frá miðöldum. Þau voru i gildi þá, en þau ganga hins vegar ekki i dag”. „Mér finnst þess vegna mjög fáránlegt að innan kirkjunnar skuli vera hreyfing, sem er að reyna að innleiða alla þessa miðaldahluti upp á nýtt”. — Hvað um poppmessur? „Mér finnst sjálfsagt að reyna sem flest og sjá hvað hentar unga fólkinu. Það er opið og leitandi og þarf aö finna réttu svörin við hin- um ýmsu spurningum. Ungt fólk i dag má alls ekki afgreiða með þessari gömlu setningu: „Það er bara svona”. Og það er þá ekki úr vegi að lokum, aö spyrja ungu prests- frúna Eddu Carlsdóttur, hvernig það sé að vera eiginkona prests? „Þaö er mjög gott. Ég hef mik- inn áhuga á starfi hans. Tökum sem dæmi unga fólkiö. Mér finnst að það mætti sinna æskunni og æskulýðsstarfinu meir og á svo ýmsan hátt. Sjálf lauk ég prófi frá leiklistarskóla Þjóðleikhússins og ég tel að viö þurfum að gefa ungu fólki tækifæri til þess að tjá sig og opna sig um leið”. Og Páll bætti við: „Hún hefur sýnt mikinn áhuga á minu starfi, og þá bezt i Fríkirkjunni, þar sem hún stóö með mér af mikilli prýbi og dugnaöi i öllum prestsstörf- um”. Kosningarnar fara sem fyrr segir fram 9. september, og 3.206 eru á kjörskrá. — EA. segir séra Páll Pálsson „Ég legg höfuðáherzlu á, að sem flestir temji sér frjálslyndi og umburðar- lyndi. Bara lífið sjálft hef- ur hreinlega sýnt mér, að því víðsýnni sem menn eru, þeim mun auðveldara reynist fólki að lifa saman í sátt og samlyndi. Og fordómum og ofstæki vísa ég algjörlega á bug". Þetta sagði Páll Pálsson prest- ur, þegar við heimsóttum hann og konu hans, Eddu Carlsdóttur i litla libúð þeirra við Dráöuhlið, og spurðum hann þá meöal annars, hvert væri hans viðhorf til deilna i trúmálum. Páll Pálsson hefur meðal ann- ars verið um tima sóknarprestur i Vik i Mýrdal. Hann hefur starfað við kennslu i um 20 ár, og nú sið- ast var hann i hálft ár prestur viö Frikirkjuna. „Þangaö kom ég að- eins til þess að hjálpa á meðan prestur kirkjunnar var veikur”. „Það er ekki min reynsla, að fólk hafi minnkað það að leita til prests sins. Þegar ég var við Frikirkjuna, i hálft ár, hafði ég viötalstima, og i hvert sinn var biðröö út fyrir dyr og siminn stoppaöi ekki. Það eru ekki sér- stakir aldursflokkar sem leita til prests frekar en aðrir. Ég fermdi t.d. 80 börn i vor, og mjög mörg þeirra heimsóttu mig, eingöngu til þess að hitta mig einan, burtséö frá barnaspurningun- um”. — Er unglingavandamál nú frekar en áöur? „Alveg hiklaust nei, Það eru breyttir timar og breytt viöhorf, en fólkið sjálft er ekkert verra. Það er sagt, aö unga fólkið standi ekki lengur upp fyrir fullorðna fólkinu, og það vilji ekki hlýta boöum eða bönnum. Þetta er nákvæmlega það sama og Sókra- tes sagöi fyrir 3500 árum um unga fólkiö”. — Hvaö um þær hugmyndir, sem ungt fólk vill gera sér um Jesúm Krist, t.d. aö hann hafi veriö eiturlyfjaneytandi og eins og hippi er i dag? „í raun og veru er allt athyglis- vert, sem fram kemur um hann. „1 raun og vcru er allt athyglisvert, sem kemur fram um Jesúm Krist”. — Páll Pálsson ásamt konu sinni Eddu Carlsdóttur. „Um leið og Dýraverndunar- sambandið þakkar heilshugar veittan stuðning yðar við málefni dýraverndar, bæði varðandi spitalamálið og oliudauðann, væntir Sambandið þess, að þér sjáið yður fært að ljá eftirfarandi pláss i blaði yðar: Undanfarna mánuði hefur stór- hugur einstaks Islandsvinar legið óhreyfður i pakkhúsi, innan um snjóhjólbarða og sekkjað mjöl. Ekkert annað ár íslandssögunnar hefur borizt á land jafn gífurlegt magn gjafa, styrkja og annarrar ölmusu. Allt klabbið hafa lands- feðurnir þegið með viðeigandi þakkarávörpum, i metratali, glansmyndum og cocktailsam- sætum, en dýraspitali, heilshugar gjöf frá enskum nanni, rykfellur á hafnarbakkanum. Þar mun spitalinn sjálfsagt liggja innpakkaður unz boðinn verður upp fyrir áföllnum geymslu- DÝRAVERNDUNARSAMBANDIÐ: Safnað fyrir dýraspítala kostnaði, eða gefandinn sendir hann þakklátri þjóð. Slegið hefur verið á útrétta bróðurhönd til is- lenzkra dýra. Mark Watson stilaði gjöf sina upphaflega til islenzku dýra- verndarfélaganna. Félögin lýstu sig reiðubúin til að veita gjöfinni móttöku og þökkuðu af alhug. Gjöfinni fylgdi einnig mikill tækjakostur, greiðsla á helmingi uppsetningarkostnaðar og loks boð um að kosta hingað sér- menntaða dýrahjúkrunarkonu. Þessi rausn fylgdi i kjölfar fjölda annarra gjafa og veljvilja Mark Watsons til hinna ýmsu menningarmála okkar. Akveðið var að verja öllu fjármagni dýra- verndarfélaganna, samtals um einni milljón króna, til móttöku spitalans. Helzt kom til tals að festa kaup á landareign og hús- næði fyrir væntanlegan gæzlu- mann. Sjálfur rekstrarkostnaður- inn er ofviða fjárhag félaganna, sem hafa engan fastan tekjustofn, utan frjálsra framlaga. Treyst var á riki og borg. 1 sakleysi sinu héldu dýravinir nefnilega að stjórnvöldin myndu samgleðjast yfir þessum erka áfanga i heil- brigðis- og menningarsögu þjóöarinnar Spitalinn naut þegar velvilja. Tollar voru eftirgefnir og helmingur flutningsgjalds. Hags- munafélög dýraeigenda fögnuðu þessum visi að allsherjar dýra- hjúkrunaraðstöðu. Stórar gjafir og smáar bárust frá almenningi. Halldór Laxness sagði, á skemmtun Dýraverndunarsam- bandsins, að engin frétt hin siðari ár, hefði glatt sig meir en hingað- koma spitalans. Borgarráð var jákvætt i umsögn sinni og visaði styrkbeiðni til nefndar. Loks sást hilla undir æðsta draum dýravina allt frá dögum Tryggva Gunnars- sonar. En draumurinn hljóp I baklás. Þrátt fyrir goðæri til sjávar og sveita, almenna velmegun skatt- greiðenda og siðast en ekki sizt viðurkennda þörf fyrir gjöfina, sá ríkisvaldið sér ekki fært að verja árlega um tveim milljónum króna til þeirra íbúa landsins, sem gert hafa það byggilegt i ellefu aldir. Alþingi virðist þvi óhætt að strika út úr bókum sin- um lögin um dýravernd. Þau standast ekki i praxis þegar á reynir. ^Þrátt fyrir að eðlilegt sé, að ríkið annist allan spitalarekstur, án annarlegra hagnaðarsjónar- miða, sem aldrei mega vera ráð- andi afl i heilbrigðismálum, eru dýraverndarmenn fúsir tii að reisa spitalann fyrir eigið fé og vinnu. Reksturinn verður okkur burðarás um öxl. Þörf er nú á samtakamætti alls góðs fólks. Þeim, sem eitthvað vildu láta af hendi rakna er góðfúslega bent á giróreikning Dýraverndunar- sambandsins nr. 44000. Einnig taka dagblöðin á mdti framlög- um. Skömmin er þegar orðin of stór. Við skuldum dýrunum meira en einn spitala. Hann skal upp, og einhvern veginn höldum við honum opnum. Okkar litla milljón er til reiðu. Hver vill eiga næsta leik? Asgeir Hannes Eiriksson.” HRINGIÐ í síma 86611 KL13-15

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.