Vísir - 17.09.1973, Blaðsíða 14

Vísir - 17.09.1973, Blaðsíða 14
14 Vlsir. Mánudagur 17. september 1973 Ekki tókst Dýrling- unum á laugardag að hefta sigurgöngu Leeds á leikvelli sinum The Dell í Southampton — hafnarborginni miklu á suðurströnd Englands. Nei, Leeds vann sinn sjöunda sigur i röð, þó svo litla „generálinn” Johhny Giles og þrumufleyginn Peter Lorimer vantaði. Leeds vann 2-1 og var sigurinn öruggari en þessar tölur gefa til kynna — Brian O’Neil skoraði eina mark Dýrlinganna eftir að venjulegum leiktima lauk, en hann er einn af hinum „útfluttu” leik- mönnum Burnley — einn af fjölmörgum, sem leika með þekktum liðum. SJO i Veðmangarar á Englandi eru nú farnir að bjóða 10 á móti 1, að Leeds vinni 12 fyrstu leiki sina i keppninni og bæti þar með met Tottenham frá haustinu 1960. Tottenham vann þá 11 leiki — bezta byrjun, sem um getur. Leeds hefur þegar náð þriggja stiga forskoti i 1. deild — markatalan er 19-4 — mun betri en hjá nokkru öðru liði i deildunum fjórum. Þrir marka- hæstu leikmennirnir i 1. deild eru úr Leeds — Lorimer beztur með sex mörk og hefur þó ekki leikið í tveimur siðustu leikjun- um, eða frá þvi hann hlaut meiðslin i leiknum gegn Birmingham, sem við sáum i sjónvarpinu á laugardag. Fyr- irliðinn Billy Bremner, sem nú er 31 árs, hefur skorað fjögur mörk — eða meira en á öllu leiktimabilinu siðasta, og Alan Clarke hefur einnig skorað fjög- ur mörk. Og enn hefur enginn leikmaður Leeds verið bókaður eða fengið tiltal frá dómara. Yfir 26 þúsund áhorfendur þrengdu sér inn á The Dell á laugardag og sáu Alan Clarke skjóta niður heimaliðið, sem lék án sfns bezta manns i leiknum — Mike Channon. Clarke skoraði bæði mörk Leeds — hið fyrra á 32. min. eftir fyrirgjöf Eddie Gray — oghiðsiðara á 77. mín. 1 lokin skoraði svo O’Neill — en hann var óheppinn að skora ekki annað mark í leiknum. David Harway. . .bjargaði snilldarlega frá honum. Burnley var óheppið að tapa stigi gegn Derby á heimavelli sinum. Þeir Martin Dobson og Leighton James fóru illa með opin færi i fyrri hálfleiknum og Burnley hafði yfirburði. Dobson skoraði þó, en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Leikurinn fór að mestu fram við og i vita- teig Derby og svo var allt I einu spyrnt langt fram völlinn. Archie Gemmill sendi á Roger Davies og hann skoraði hjá Alan Stevenson. Þrátt fyrir markið lét Burnley árar ekki falla — ■ ÞJÓFAAÐVÖRUNARKERFI BRUNAAÐVÖRUNARKERFI SERH/EFT FYRIRTÆKI \\v// VARI SIMI 37393 sótti mun meira, og loks á 77. min. jafnaði miðherjinn ungi Ray Hankin, sem aðeins er 17 ára, með ágætum skalla eftir fyrirgjöf James. Þarna var Derby-liðið heppið að ná stigi. Hinir kunnu framherjar liðsins komust litið áfram gegn hinum leikreyndu varnarmönnum Burnley, þar sem Keith Newton, áður landsliðsbakvörður, sem Burnley fékk „ókeypis” frá Everton, lék aðalhlutverkið. Newton, 32 ára, kann enn vel sitt fag, og I hinni bakvarðar- stöðunni vakti Peter Noble mikla athygli. Hann var keypt- ur frá Swindon i sumar og lék alltaf i framlínunni áður fyrr. Colin Waldron, sem Burnley fékk frá Chelsea fyrir nokkrum árum fyrir 30 þúsund pund, lék einnig stórvel sem miðvörður og kvað Kevin Hector i kútinn. Ahorfendur voru 23.334. Við skulum nú lita á úrslitin i leikjunum á laugardaginn. 1. dcild: Birmingham—Liverpool 1-1 Burnley—Derby 1-1 Chelsea—Coventry 1-0 Everton—Q.P.R. 1-0 Leicester—Manch. City 1-1 Manch. Utd.—-West Ham 3-1 Newcastle—Wolves 2-0 Reading—Bury 2-2 Rotherham— Hartlepool 2-2 Workington—Lincoln 1-1 Þegar maður litur á þessi úrslit stingur strax i augun stór- sigur Arsenal i Norwich. Það er annaö hvort I ökkla eða eyra hjá Lundúnaliðinu. Arsenal lék mjög vel i fyrri hálfleik — með Charlie George sem aðalmann — og skoraði þá þrjú mörk. George skoraði hið fyrsta á 14. mln. með miklu skoti utan vita- teigs. Þá átti hann stangarskot — knötturinn hrökk út á völlinn aftur og bakvörðurinn og fyrir- liði Arsenal, Bob McNab, fylgdi fast eftir og skoraði. Þriðja mark Arsenal skoraði Alan Ball úr vitaspyrnu. Siðari hálfleikur- inn hófst með stórsókn Norwieh og liðið hafði yfirtökin nær allan hálfleikinn. En ekki tókst leik- mönnum liðsins að skora — vegna frábærs leiks Bob Wilson I marki Arsenal — og svo bætti Arsenal fjórða markinu við. Það var Ray Kennedy fimm min. fyrir leikslok — mikið einstaklingsframtak hjá hon- um. Bobby Moore var meðal 42 þúsund áhorfenda á Old Traff- ord og sá félaga sina i West Ham yfirspilaða af Manch. Utd. LEEDS sem lék sinn bezta leik i marga mánuði. Þar munaði mestu um framlag ensku landsliðsmann- anna Brian Kidd og Ian Moore, sem lék með að nýju eftir langa fjarveru vegna meiðsla. Kidd, sem litið hefur verið með sið- ustu vikurnar, skoraði tvivegis með þrumuskotum af 25 metra færi— fyrra markið kom þegar á 7. min., en hið siðara eftir klukkustundar leik. Ian Moore skoraði 3ja markið, en Billy Bonds skoraði eina mark West Ham úr vitaspyrnu. Kannski eru nú betri timar framundan hjá hinu fræga félagi Manchest- er United? Tveir Pétrar voru hetjur Chelsea gegn Coventry frammi fyrir 24 þúsund áhorfendum á Stamford Bridge. Peter Osgood skoraði einfalt mark á 11. min., eftir að Bill Glazier, markvörð- ur Coventry, hafði slegið frá skaliknött Tommy Baldwin. Osgood átti stórleik, Svo kom að hinum — Peter Bonetti varði vitaspyrnu Míck Coop — önnur vitaspyrnan, sem hann ver i vikunni Markatalan 1-0 gefur ekki til kynna yfirburði Lundúnaliðsins. Óheppnin eltir Birmingham — liðið var sannarlega óheppið að hljóta ekki bæði stigin gegn Norwich—Arsenal Southampton—Leeds Stoke—Ipswich Tottenham—Sheff. Utd. 0-4 j 1-2 l-l ! 1-2 2. deild: Bolton-C. Palace 2-0 Cardiff—Fulham 0-0 Luton—Portsmouth 3-3 I -'Æ Middlesbro—A. Villa 0-0 Millwall—Hull City 3-0 Notts County—Swindon 2-0 Orient—Blackpool 3-2 Oxford—Sunderland 0-1 nSHHHHPf . - Preston—Bristol City 1-1 Sheff. Wed.—Carlisle 1-0 WBA—Nottm. Forest 3-3 3. deild: Brighton—Charlton 1-2 pgrf. jðjPx Bristol Rov.—Halifax 2-0 Chesterfield —Blackburn 3-0 j§|| jrt- Hereford—Watford 1-1 Í-;í>'v Huddersf.—Aldershot 1-0 Oldham—Wrexham 0-0 Shrewsbury —Rochdale 2-0 Southport—Plymouth 1-1 Walsall—Bournemouth 1-2 York—Port Vale 3-1 z^' * ÉÉjkJk 4. deild: Bradford—-Peterboro M 1 S jrEÍlr Brentford—Doncaster 2-0 1 ISSSSSIIISlllSlSÍlvJ Chester—Exeter 0-1 ■HH ÆHSBBm ■ Peter Osgood, Chelsea, (til vinstri) og Brian Kidd, Manch. Utd. léku mjög vel með liðum sinum á laugardag. Liverpool. Það hafði algjöra yf- irburði á miðjunni, þar sem Bobby Hope átti stórleik, en tengiliðir Liverpool sáust varla. A 66 min. tókst Birmingham loks að skora — Bob Latchford — eftir mistök fyrirliða Liverpool Tommy Smith. En fimm min. fyrir leikslok tókst Liverpool að jafna, þegar Brian Hall skoraði. Það er eins og Tottenham geti ekki leikið á White Hart Lane nú. Liðið tapaði sinum 3ja leik þar á laugardag gegn ágætu liði' Sheff. Utd. Tottenham sótti mun meira i byrjun, en það var þó United, sem skoraði fyrst. Alan Woodward skoraði sitt 100. mark fyrir lið sitt á 36. min. — spyrnti knettinum innan á stöng og I mark. Martin Chivers jafn- aði fyrir Tottenham, en fjórum min. fyrir leikslok skoraði Jim Bone sigurmarkið Leic'.æster sótti mun meira gegn Manch. City, en tókst ekki að tryggja sér sigur vegna stór- leiks Joe Corrigan i marki City. Loks á 77. min tókst Keith Well- er að skora fyrir Leicester, en fimm min. síðar jafnaði Colin Bell — heppnismark. Eftir hornspyrnu stökk Bell upp til að skalla — náði ekki til knattar- ins með höfðinu, en af viðbeini hanshrökk boltinn framhjá Pet- er Shilton, landsliðsmarkverði Leicester og Englands. Úlfarnir sóttu meira i fyrri hálfleik I Newcastle, en tókst ekki að skora. Þó var fyrirliðinn Mike Bailey tvivegis nálægt þvi með góðum skotum. I siðari hálfleiknum skoraði svo Newcastle tvivegis á siðustu fimm min. leiksins. Fyrst Irving Nattrass, og siðan Pat Howard. Phil Parkes lék ekki I marki Úlfanna — var settur úr liðinu eftir að hafa leikið 175 leiki samfleytt. Geoff Hurst bjargaði stigi fyr- ir Stoke, þegar hann skallaði i mark á 72. min og jafnaði þar með mark, sem Clime Cods hafði skorað fyrir Ipswich i byrjun siðari hálfleiks. Everton vann leiðinlegan leik gegn QPR með frábæru marki Mike Lyons á 74. min. Þá má geta þess, að Alan Durban, sem við höfum svo oft séð með Derby-liðinu i sjón- varpinu, var seldur i vikunni til Shrewsbury i 3. deild. Hann lék á laugardaginn — Shrewsbury vann sinn fyrsta leik, og Durban skoraði annað markið i 2-0 sigrinum gegn Rochdale. Annar kunnur kappi, Neil Young, sem lék svo lengi með Manch. City, skoraði mark Preston gegn Bristol City, þó ekki nægði það liöi Bobby Charlton til sigurs. Bristol jafnaði. Á Skotlandi léku erkifiend- urnir Rangers og Celtic á leik- velli Rangers, Ibrox Park. Celtic sigraði 1-0 með marki Jimmy Johstone. Leikurinn var frábær. í 2. deild á Englandi eru fimm lið með sjö stig — Aston Villa, Bolton, Sunderland, Middlesbro og Bristol City — C. Palace meðst með eitt stig. 13. deild eru Tranmere og Bristol Rovers efst með átta sig eftir fimm leiki. Colchester—Newport 4-1 Gillingham— Darlingt. 0-1 Mansfield—Swansea 2-1 Charlie George — skoraði fyrsta mark Arsenal I Norwich. Brian Clohgh hjá Derby vill nú kaupa hann og býður 300 þúsund sterlings- pund!!! Staðan 11. deild er nú bannig: Leeds 7 7 0 0 19 4 14 Burnley 7 4 3 0 13 7 11 Newcastle 7 4 2 1 12 6 10 Leicester 7 3 4 0 9 5 10 Derby 7 4 2 1 8 5 10 Coventry 7 4 1 2 8 5 9 Manch. City 7 3 2 2 8 7 8 Liverpool 7 3 2 2 9 7 8 Sheff.Utd. 7 3 1 3 10 8 7 Everton 7 2 3 2 8 7 7 Arsenal 7 3 1 3 10 10 7 Chelsea 7 3 0 4 9 8 6 Q.P.R. 7 1 4 2 8 9 6 Manch. Utd. 7 3 0 4 8 10 6 Southampt. 7 2 2 3 7 10 6 Stoke 7 0 5 2 6 8 5 Tottenham 7 2 1 4 8 12 5 Norwich 7 1 3 3 8 13 5 Ipswich 7 1 3 3 9 15 5 Wolves 7 2 0 5 7 13 4 West Ham 7 0 3 4 9 14 3 Birmingham 7 0 2 5 6 16 2

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.