Vísir - 07.10.1973, Blaðsíða 4
o«o«o*
4
Visir. Laugardagur 6. október 1973.
Hvað eru þeir að
poppa úti í heiffff*?
ALLMAN BROTIlICItS BANI) liefur átt LP-plötu i samfellt fimm vikur i efsta sæti vinsældalistans vestanhafs. Það er platan
Um miöjan síöasta áratug
komst mikiö rót á poppheiminn,
þegar hin svokallaöa blues-
bomba féll. Þá þótti enginn
maöur meö mönnum, nema
hann væri i hljómsvcitum eins
óg John Mayall’s Blues break-
ers, Fleetwood Mac, Chicken
Shack, eöa öörum álika. Allt
saman brczkar hljómsveitir,
enda varö þaö llka raunin, aö
þessi útgáfa af blues náöi eigin-
lega eingöngu vinsældum i
Evrópu. í Bandarikjunum
kunnu þcir ekki aö meta blues
sunginn meö cockney-hreim og
fannst slik meöhöndlun hiö
mesta tilfinningaleysi gagnvart
uppruna þessarar tónlistar. Því
eins og ef til vill flestir vita, er
bluesinn upprunninn á bóm-
ullarckrum I suðurrikjum
Bandarikjanna.
Nú hefur annað merkilegt átt
sérstað. I Bandarikjunum hefur
nú gripið um sig mikill áhugi á
þessari gömlu tónlistarstefnu,
og suðurrikjahljómsveitir eiga
nú miklu fylgi að fagna. Mig
langar að kynna hinar helztu
hljómsveitir þessarar stefnu.
En ég vil þó taka það fram að þó
þær byggi allar tónlist sina á
grunni hins gamla suöurrikja
blues, þá hefur hver þeirra
blandað ýmsu öðru við hinn
upprunalega blues, þó ræturnar
séu greinilegar. Og annað at-
hyglisvert atriöi er, að allar eru
þessar hljómsveitir nær ein-
göngu skipaðar hvitum mönn-
um. En meölimir hljómsveit-
anna hafa allir alizt upp við
bluesinn og þvi öðlazt mikla til-
finningu fyrit tónlistinni, sem
þeir spila.
Sú hljómsveit, sem fyrst ruddi
brautina, var the Allman
Brothers Band. Ég hef áður
fjallað um Allman Brothers og
ætla þvi ekki að fjölyrða um tón-
list þeirra, en vil þó geta þess,
að I seinni tið hefur fleiri og
fleiri áhrifa fariö að gæta I tón
„Brothers and Sisters”.
list þeirra, en þeir eru þó aldrei
feimnir að sýna hvar ræturnar
liggja. Til dæmis um þær vin-
sældir sem Allman Brothers
njóta nú i Bandarikjunum, skal
nefnt, að nýja platan þeirra
„Brothers and Sisters” hefur nú
verið i 5 vikur i efsta sæti
bandariska vinsældalistans, og
ekki nóg meö þaö, heldur jöfn-
uðu þeir þarlent met i plötusölu,
sem plata bitlanna „Abbcy
Road” átti, þ.e.a.s. tvær mill-
jónir eintaka á fyrsta
mánuðinum eftir útgáfu plöt-
unnar.
Næst á eftir fylgir hljómsveit
frá Texas, sem heitir Z.Z. Top.
Þeir eru aöeins þrir og hljóð-
færaskipan er gitar, bassi og
trommur. Þessir náungar spila
annaðhvort mjög fastan blues
eða blanda þungu rokki saman
viö. Allt sem þeir gera, gera
þeir af miklum krafti og enginn
efast um tilfinninguna, þegar
þeirsyngjarámrirödduog Billy
Gibbons kreistir og pinir gitar-
inn, svo hann vælir undan. Já,
það gengur talsvert á þegar Z.Z.
Top er i stuði, og það eru þeir
alltaf, annað er ekki hægt að
heyra á hinni nýju plötu þeirra
„Tres Homres”.
Marshall Tucker Bander hin
eina þessara hljómsveita, sem
notar blásturhljóðfæri, en einn
meðlimur hljómsveitarinnar,
Jerry Eubanks, spilar bæöi á
saxófón og flautu, og gerir það
bæði vel og smekklega. Annars
er uppistaða hljómsveitarinnar
bræðurnir Tom og Toy Cald-
well. Fyrsta plata þeirra, sem
ersamnefnd hljómsveitinni, ber
þó dálitinnkeim af þvi, að þeir
eru dálitið óákveðnir hvað þeir
ætla að gera i framtiðinni. En
eitt sannfærir Marshall Tucker
Band mann þó um. Þeir eru
geysilega góðir, sem og upp-
gangur þeirra nú sýnir, en þessi
plata er nú mjög ofarlega á vin-
sældalistanum margumtalaða.
VVet Willie er fjórða hljóm-
sveitin, sem virkilegri frægö
hefur náð i Bandarikjunum, en
þó ekki i eins miklu rnæli og þær
hljómsveitir sem fyrr voru
nefndar. Siðasta plata Wet
Willie, „Drippin Wet” var
„live” plata, en þeir munu njóta
sin betur fyrir framan áhorf-
endur en i stúdiói, en það gefur
greinilega að heyra á „Drippin
Wet”. Það virðist vera algengt
þarna suðurfrá, að bræður séu
saman i hljómsveit, t.d. Allman
Brothers, Marshall Tucker
Band, og svo má einnig geta
þess, að Johnny og Edgar
Winter eru báðir frá Texas, og
þó Edgar teljist varla vera á
þessari linu, þá hefur Johnny
Winter ávallt haldið tryggð við
hinngamla Texas-blues. En það
var „Wet Willie” sem við vorum
að minnast á. Þar eru lika bræð-
ur, sem starfa saman, heita þeir
Jack og Jimmy Hall. Sá fyrr-
nefndi leikur á bassa, en hinn
siöarnefndi sér um söng og
munnhörpuleik hljómsveitar-
innar, með miklum móði, en
auk þess blæs hann i saxófón,
þegar það á við. Þó vinsældir
„Villa Vota” séu ekki i sama
mæli og hinna fyrrnefndu
hljómsveita, þá er mjög liklegt,
að þeir bæti það upp með sinni
næstu plötu þvi undanfarið hafa
þeir verið á ferðalagi með All-
man Brothers, og er liklegt að
það hafi verið þeim góö kynn-
ing.
Tilgangur þessara skrifa er
eingöngu aö upplýsa lesendur
um, hvaö er aö ske i popp-
músíkinni úti i heimi. En eins og
þiö vitiö þá er alltaf eitthvaö aö
ske úti i heimi, þó margt af þvi
vilji fara fram hjá okkur hér á
noröurhjaranum. Þið, sem
þetta hafiö lesiö, kannizt þó
allavega viö þessar helztu
suðurrlkja-hljómsveitir, ef svo
skyldi fara, aö lag meö ein-
hverri þeirra slysaöist til aö
heyrast I útvarpinu, eöa ef sjón-
varpið fengi þátt á útsölu meö
einhverri þeirra, sem viö fengj-
um þá væntanlega aö sjá eftir
nokkur ár.
MARSHALL TUCKER BAND er hin eina þessara hljómsveita,
sem notar blásturshljóöfæri. Plata þeirra er nú mjög ofarlega á
vinsældalistanum i USA.
ZZ TOP eru aðeins þrir og spila á gitar, bassa og trommur. Þaö
efast enginn um tilfinninguna, þar sem þeir eru annars veg-
ar.....
naybe
he meaniri
' •
►
,t:ba
m
mus
WET WIILIE njóta sin betur frammi fyrir áheyrendum en I
stúdiói, en það gefur aö heyra á life-plötu þeirra „Drippin Wet”.