Vísir - 07.10.1973, Blaðsíða 2
2
Visir. Laugardagur 6. október 1973.
vtenism:
Finnst yöur, aö stjórnmálamenn-
irnir okkar mættu vera liflegri i
kosningaáróöri?
Brynja Kristjánsdóttir, húsmóö-
ir: — Sumir þeirra koma afleit-
lega fyrir, t.d. i sjónvarpi. Mér
finnst þaö fara mjög mikið eftir
manngerbum, hvernig áhrif þeir
hafa á mann. Þeir mættu vera
innilegri og mannlegri. Mér
finnst þaö oft vanta hjá þeim.
Sjöfn Benónýsdóttir, húsmóöir:
— Já, það mættu þeir gjarnan.
Einnig mættu vera fleiri yngri
menn, sem sæju um pólitfsku
kynninguna.
Theódór Nordquist, fram-
kvæmdastjóri: — Þeir eiga ekki
að vera með neinn „sjóbisniss”.
Þeir eiga að kynna sinn málstað
fyrst og fremst. Ég er ekkert
óánægður meö þá kynningu. Hún
hefur breytzt með tilkomu sjón-
varpsins, en ég hef þó ekki trú á,
aö pólitiski áróðurinn verði eins
og i Bandarikjunum, þar sem
hann er nokkurs konar sirkus.
Jón Guöjónsson, frv. rlkisstarfs-
maöur: — Nei, þaö held ég ekki.
En ég er svo ópólitiskur og læt
mér nægja aö hlusta á pólitikus-
ana með öðru eyranu og láta það
fljóta út um hitt.
Ilrafnhildur Amundadóttir, skrif-
stofustúlka og húsm.: — Mér
finnst þeir fulldaufir, en þeir
mega auðvitað ekki fara aö spila
sig neitt. Maður má ekki fá á til-
finninguna, að veriö sé að spila
með mann.
Valdimar Helgason, leikari: —
Hvað er aö vera liflegur? Ég veit
ekki, hvernig þeir geta verið lif-
legir. Svo ber ég ekkert skyn-
bragð á pólitik.
LCSENDUR HAFA ORÐIÐ fg|
Seðlabankann um
borð í Gullfoss
Ólafur Hauksson skrifar:
— Allir eru að kvarta út af
Seðlabankanum. Tveimur árum
eftir að ákveðið er aö reisa hann
við Sölvhólsgötu, þá ris fjöldi
manna upp og mótmælir stað-
setningunni.
Seðlabankann vantar húsnæði,
og þá er ég kominn að merg máls-
ins. Miðlunartillaga, sem ætti að
gera Arnarhólsverndunarmenn
ánægða og útvega húsnæði fyrir
bankann. Þar að auki bjargar
þessi tillaga (ef einhver sam-
þykkir hana) sjálfu óskabarni
islenzku þjóðarinnar frá glötun og
gleymsku.
Gullfoss, flaggskip lslendinga
var að fara i sina seinustu ferð
fyrir nokkru. Ég legg til að
Seðlabankinn fái húsnæði sitt i
Gullfossi. Hægt er að leggja skip-
inu við einhverja litið notaða
höfn, þar sem nóg er af bila-
stæðum. Nú, ef Seðlab.. afsakið,
Gullfoss, skyggir á útsýnið, þá er
varla mikil fyrirhöfn að ræsa vél-
arnar og flytja hann á annan staö.
Nordal gæti nú kallað sig
skipper og bankaráðsmenn
fengju ýmsar ekki ófinni nafn-
giftir.
Talað er um, að Seðlabankinn
stjórni i raun og veru öllu at-
hafnalifi landsmanna. Þvi væri
ekki úr vegi að leigja rikisstjórn
inni káetu til stjórnarstarfa. Þá
er lika komin sú margumrædda
Þjóðarskúta, sem skopteiknarar
hafa verið að gera sér i hugar-
lund.
Og úr þvi að Seðlabankinn
verður þarna, þá á skútan auð-
vitað að heita Gullfoss áfram.
Sjálfsagt er, aö ráðherrarnir fái
að taka I stjórnvölinn við og viö.
Þá geta þeir siglt þjóðarskútunni
i strand í sinu eigin kjördæmi.
Eflaust er nóg rými um borð i
Gullfossi til að hýsa allt kerfið. Ef
báknið þenst út, þá má setja það á
pramma sem dregnir eru af skip-
inu. Svoleiðis prammar eru
notaðir i New York og viðar til að
ferja rusl út i hafsauga.
Ómögulegt er að telja upp allt
það gagn sem nú fengist úr hús-
næði rikisbáknsins. Allir valda-
mennirnir geta farið i sumarfri i
einu og tekið skrifstofuna með
sér.
Þarna er óskabarni islenzku
þjóðarinnar sem sagt bjargað.
Einsýnt þykir að tekinn verði upp
nýr þjóðsöngur, eða lagið sem
hljómsveit Ingimars Eydal
sönglar stundum:
Gullfoss með glæstum brag
greiðir oss heillaför..
Aðeins tvœr eiturœtur
af hundrað bjargast
,,Eitt af sterkustu eitur- og
fikniefnum veraldar er heróin.
Það brýtur niður hvern sem
er á stuttum tima og gerir hann
eða hana að viljalausum vesa-
ling.
Samkvæmt visindalegum
rannsóknum bjargast aðeins
tveir af hverjum hundrað, sem
farnir eru að sprauta i æð þessu
eitri. Og til þeirrar björgunar
eru þó viða notuð öll ráð, sem
sérlærðir læknar og fagmenntað
hjúkrunarfólk hefur yfir að
ráða.
Þvi er spurt: Er ekki hægt að
útrýma sliku eitri? Er ekki hægt
að koma i veg fyrir, að það verði
á vegi fólks?
Jú, sjálfsagt er það hægt. En i
kjölfar tóbaksreykinga og á
sömu vegum er það orðið auðs-
uppspretta til handa samvizku-
lausum einstaklingum annars-
vegar og heilum auðhringum
hins vegar
Peningar, peningar, fjárvon,
fjárvon... eru hrópin, sem
þarna eru orðin yfirskrift,
Einkum láta þau sætt I eyrum
allslausra unglinga, hugsunar-
lausra heimskingja, sem telja
sig gripa i stélið á gullgæs
hamingjunnar á þann hátt að
útvega eitur og selja það siðan.
Þetta er ein hræðilegasta
freisting á vegum frjálsrar
æsku. Allt, sem gert er til að
varna útbreiðslu, sölu út-
vegun, kaupum og gjöfum á
þessu eitri er þvi þýðingar
mikið.
En er ekki hægt að stöðva
ræktun og framleiðslu?
Það er erfitt, segja visindin.
Ræktun slikra • plantna er at-
vinnuvegur margra milljóna.
Plönturnar eru raunar ekki
notaðar beint. En eitrið er unnið
úr þeim I vissum verksmiðjum.
Og það er aftur atvinna
annarra tugþúsunda eða mill-
jóna.
Úr sömu plöntum er nefnilega
unnið codein, sem notað er að
meinalausu við verkjum og
kvillum, sem einkum þjáir
taugaveiklað fólk.
.Samt er von, segja sér-
fræðingarnir. Það er hægt að
vinna codein úr annarri ná-
skyldri jurt, sem ekki er skað-
leg.
Væri unnt að fá framleiðendur
til að skipta og rækta hana i
staðinn, væri miklu bjargað. Og
sú planta hefur þann kost, að
hún er fjölær. En valmúinn,
sem heróinið er unnið úr, er
aðeins einær jurt. — En fyrir
hann er boðið meira fé. Það
gerir muninn.
önnur mikilsverð athugun
hefur einnig verið gerð. Hún er
kennd við Norðmanninn, Olav
Brænden, og er i þvi fólgin, að
reikna út, hvaðan efnin koma og
stöðva þau á leiðinni, helzt
áður en þau fara af stað eða eru
afgreidd.
Margar þjóðir mundu vilja
greiða stórfé, aðeins til að fá
þau eyðilögð áður en þau yrðu
send á markaðinn.
En þessi aðferð hefur tapað
Hringið í síma 86611
6 milli kl. 13-15
Gjafa-
barna-
deildin
,,Nú er kjörið tækifæri
fyrir fæðingalækna að sýna
kærleik sinn á borði, svo og
fyrir aðra lækna t.d. tauga-
og geðlækna að sýna ást sina
á andlegum heilindum sam-
borgarans og fyrirbyggjandi
aðgerðum. Stofnið nú öfluga,
verndaða kjördeild- gjafa-
barnadeild- i hinu nýja
húsnæði fæöingadeildar-
innar og bjóðið öll börn
velkomin. Hafið eina opna
sjúkrastofu fyrir stúlkutetrin
og styðjið þær og styrkið á
allan hátt. Upprætið hinn
aldagamla hugsunarhátt, að
það sé smán og skömm að
gefa sitt barn. Það er
nefnilega ólikt meiri gæfa að
gefa barn sitt góðu fólki en
að láta deyða það. Lofthænur
og aðrir skammsýnir menn,
sem barizt hafa fyrir
frjálsum fóstureyðingum,
þekkja ekki þjáningar þeirra
ógæfusömu súlkna, sem hafa
látið eyða börnum sinum.
Margar þeirra eru meira og
minna sálsjúkar alla sina
ævi. Sumar geta aldrei átt
börn. Tómt hús er að tala um
kostnaðarhliðina á þessu
máli, almannafé er svo
bruðlað og sóað i þarflaus
mál eins og t.d. fóstur-
eyðingardoðrantinn, að engu
tali tekur. Hvað skyldi hann
hafa kostað? Svo er að sjá og
heyra eftir nýjustu tölum frá
fæðingadeildinni, að fóstur-
eyðingar séu orðnar frjálsar
hér og það fyrir löngu. Hver
ber ábyrgð á þessu þjóðar-
morði? Fer kannski fram
skipulögð upptaka á borg-
urunum jafnt fæddum sem
ófæddum á vegum rikis-
stjórnarinnar? Varla hinir
góðhjörtuðu fæðingalæknar,
sem ekki vilja koma nálægt
þessu? Mörg barnlaus hjón
hafa tekið börn áf erlendum
uppruna. Sum meira að
segja dökk á hörund. Það er
hvorki gæfulegt fyrir
viðkomandi barn né þjóðina i
heild.
Garún — Garún”
gildi, vegna þess að nú er farið
með auðveldum hætti að vinna
ópium, morfin og herónin úr
plöntum, þar sem þær eru rækt-
aðar og hráefnið þvi ekki flutt út
heldur fullunnin vara, sem
ómögulegt er að fylgjast með.
Olav Brænden telur ,,hash”
eða heróinblöndur meiri hættu
en allt annað á vegum mann-
kynsins, einkum vegna þess að
hash rænir neytandann allri
dómgreind og tilfinningu á ör-
stuttri stund. Hann getur framið
hryllilegustu glæpi með köldu
blóði, þótt hann annars væri hið
mesta göfugmenni.
Segja má þó, að rannsóknir á
þessum efnum, samsetningu
þeirra og verkunum séu enn á
byrjunarstigi.
Sumt ungt fólk, sem segist
hafa reykt „hash”, telur það
meinlaust og áhrifalitið.
En sérfræðingarnir segja við
þessu fyrirbæri nokkuð, sem er
vert er að taka með i reikningin-
„Þá hefur þú verið svikinn og
fengið heyblöndu i staðinn, sem
lyktar svipað og er kannske
framleidd á svipuðum slóðum.
Einhver milliliðanna hefur
viljað fá peningana þina fyrir
litið’.’ En þakkaðu samt fyrir.
Þú hefur þá ekki glatað sál
þinni, meðan þú reyktir heyið.
Hún er meira virði en peningar.
Arelius N'ielsson”