Vísir - 07.10.1973, Blaðsíða 5
Vlsir. Laugardagur 6. október 1973.
5
Samanlagt hefur konan tíðir
í um það bil 6 ár af œvi sinni!
Fjórðu hverja viku i
um það bil 40 ár hafa
konur, flestar hverjar,
tiðir. Það gerir saman-
lagt sex ár af lifi kon-
unnar. Konan losnar
við tiðir, á meðan hún
er vanfær, og i sumum
tilfellum hefur konan
látið fjarlægja eggja-
stokkana eða annað
slikt.
1 mörgum tilfellum er konan
eins og óhrein, á meðan á tiðum
stendur. Samfarir rétt fyrir og
eftir tiðir voru t.d. bannaðar hjá
sumum fyrr á árum.
Þvi miður liður konunni einn-
ig eins og hún sé óhrein, á
meðan á þessu stendur. Hún
þvær og skrúbbar og skiptir um
bindi eða stauka, og það er eins
og hún verði aldrei hrein eða
losni við tilheyrandi lykt.
Tiðir — gróðavegur.
Sumir reyna að þéna á tiðum
kvenna. Auglýsingar, i kvenna-
blöðum aðallega, lofa bindum,
sem gera það að verkum, að öll
óþægileg lykt á að hverfa, og
birta svo heilsiðumyndir af
staukum, sem gera það að verk-
um, að það „sést ekki”, þegar á
þessu timabili konunnar stend-
ur.
Það á ekki að sjást að konan
hefur tiðir, og það á helzt ekki
aö tala um það. Hver kannast
ekki við þau nöfn, sem konan
notar til þess að þurfa aldrei að
nefna þetta orð. Sumir segja,
„Rósa frænka er komin i heim-
sókn”, „kjallarinn er i ólagi”
eða eitthvað slikt.
Að litið sé á tiðir sem eitthvað
sjúklegt, heyrist, þegar talað er
um magaverki, slappleika
o.s.frv. Margir rithöfundar
skrifa um tiðir, eins og þær séu
eitthvað yfirnáttúrlegt, dular-
fullt og hættulegt.
Tilfinningin um að vera
óhrein gerir það að verkum, að
mörg konan vill ekki hafa sam-
farir, á meðan á þeim stendur.
Við hræðumst stundum starf-
semi okkar eigin likama. Við
eigum erfitt með að sjá um okk-
ur sjálf i sumum tilfellum.
Kvenréttindakonan fræga, Ger-
maine Greer skrifar: „Ef þú
verður veik við tilhugsunina um
aö bragða þitt eigiö tiðablóð,
áttu langt eftir litla stúlka.” Það
er talsvert til i þvi, sem hún
segir, á þessum timum frjáls-
lyndis i öllum hlutum.
Aha — hún hefur tiðir
I mörgum bókum, sem
upplýsa og fræða um starfsemi
likama karls og konu, er litið á
tiðir sem eitthvað sjúklegt, sem
allir verða að taka einstaklega
mikiö tillit til:
„Slikir erfiðleikar i sálarlifi
stúlkunnar eiga sér eðlilegan
forgrunn, og þess vegna mega
drengirnir ekki láta það orsaka
rifrildi eða misskilning. Þessi
krafa um skilning og tillitssemi
af drengsins hálfu verður siðan
nauösynleg og sjálfsögð I hlut-
verki eiginmannsins...”
Hér er t.d. litið á tiðir sem
sjúkdóm næstum þvi. Hér er
krafizt tillitssemi við konuna
vissa daga i hverjum mánuði.
„Aha, hún hefur tiðir”, eða
„Svona, svona það er þetta
mánaöarlega”, verða þvi eöli-
leg viðbrögð, ef einhver mis-
brestur verður á i hinu daglega
lifi.
Þegar manna grætur
ofan i þvottabalann..
TIðir skilja eðlilega drengi frá
stúlkum. Stúlkur, sem hafa
tiðir, eru ekki þær sjálfar, er
stundum sagt. Mamma hefur
tiðir, þess vegna grætur hún
Á þeim tíma er konan oft í feluleik. Það er ekki hœgt
að tala um tíðir sem sjálfsagðan hlut. „Rósa frœnka er
komin í heimsókn", orða sumir það
r IIMIMI
i SÍÐAN I
ofan I þvottabalann. Konur hafa
tiöir, þess vegna geta þær ekki
verið með, þær eru bæklaðar
fjóra daga hvers mánaðar.
Maður litur ekki á konur, á
meðan þær hafa tiðir.
Visindamenn sýna fram á, að
kvenkyns nemendum i skólum
tekst verr upp i prófum rétt
fyrir tiðir en aðra daga. Konum
liður vissulega misjafnlega
þessa daga. Þær verða ef til vill
þreyttar og uppstökkar, en það
verðum við þótt tiðir séu hvergi
nálægt. Það eru aðrar orsakir
fyrir þvi einnig, svo sem svefn-
leysi, höfuðverkur, einhverjar
áhyggjur eða annað slikt.
Vist finnast þær konur, sem
verða að liggja i tvo daga eöa
svo, á meðan á tiðum siendur og
þurfa að taka sterkar töflur til
þess að afbera sárustu verkina.
En það hjálpar ekki svo mikiö
að vorkenna þeim. Það, sem
gera þarf, er að finna orsakirn-
ar fyrir þvi, hvers vegna þetta
er svo sárssukafullt.
Þær eru áreiðanlega margar,
likamlegar eða andlegar, en
eitthvað þyrfti að vera hægt að
gera.
Ekki eins og galli,
sem aðskilur
Konan verður að viðurkenna
þetta timabil i hverjum mánuði,
en konan verður einnig að hafa
tækifæri til þess að skipta um
bindi eða stauka á vinnustað, i
skóla, eða hvar sem er. A sum-
um vinnustöðum er hvergi gert
ráð fyrir sliku, og sums staðar
eru ekki einu sinni fötur fyrir
slika hluti. Einhver aðstaða, þar
sem gert er ráð fyrir þvi að kon-
an hafi tiðir, ætti að finnast á
fleiri stööum.
Tiðir eru ágætar afsakanir til
þess að gripa I á vinnumarkaðn-
um, þ.e.a.s. ef það gildir að
halda konunni i þokkalegri fjar-
lægð I viðkomandi atvinnu. Þá
er eins gott að láta ekki á þvi
bera, þó að mánaðarlegu tima-
bili sé fyrir að fara.
Það er lika slæmt að þurfa aö
gripa til þess sem afsökunar, þó
tiðum sé fyrir að fara. Um leið
er verið að vekja athygli á kven-
legri starfsemi likamans, sem
hægt er að nota og höggva á,
hvenær sem að mismun kynj-
anna kemur. Það verður að var-
ast að lita á tiðir sem einhvern
stóran galla, sem aðskilur kon-
una frá karlmanninum á þann
hátt.
Áöur fyrr voru tiðir næstum
þvi bannorð i kennslu skóla-
barna og unglinga, eins og
reyndar öll starfsemi likamans
sem viðkom kynlifi. En það
hlýtur að vera mikilvægt að
uppfræða börnin um slika hluti.
Það getur haft alvarlegar af-
leiðingar fyrir kannski 10 ára
gamlar stúlkur og 8 ára gamlar,
eins og skeð hefur, að finna fyrir
þvi einn daginn, að hún er byrj-
uð að hafa tiðir. Að vera barn,
en fá snögglega óræka sönnun
fyrir þvi að geta sjálf fætt
barn. Eins og ein stúlkan orðaði
það: „Verð ég nú að hætta að
leika mér mamma?”
— EA
Umsjón:
Edda Andrésdóttir
® ALLTflF FJÖLGAR VOLKSWAGEN ®
VOLKSWAGEN
ÁRGERÐ 1974
- VALKOSTALISTI -
„a la carte"
- LÆKKAÐ VERÐ -
Hver þeirra hentar yður? Yður er boðið upp á mismun-
andi vélarstærðir, undirvagna og margvíslegan búnað
— En þrátt fyrir þessa valkosti, þá er mjog niargt
sameiginlegt með þeim ollum. — Tokum til dæmis
Frábær vini:ubrögð og frágangur bæði að utan og innan.
o— Hátt endursöluverð — Orugg varahluta og viðgerð
arþjónusta — og nú siðast en ekki sizt, lægri verð, eða
frá kr. 358 600. .
© HEKLAhf
l.■ ij<i.t«• <|. 170—1 72 — Sim. 21240
Smiðir
Trésmiðir og menn vanir smiðum óskast,
gott kaup. Unnið i bænum. Uppl. i sima
30146 eftir kl. 7.