Vísir - 07.10.1973, Blaðsíða 3
Visir. Laugardagur 6. október 1973.
3
Hvers virði er „lausn" Einars í
Einar Agústsson utanrikisráö-
lier.ra heiur i viötölum i Banda-
rikjunum látiö aö þvi liggja, aö
slikar hugmyndir séu helzt á dag-
skrá. Er þetta einhver „lausn” á
öryggismáiunum eða aðeins sjón-
spil? Visir spuröi forystumenn
stjórnmálaflokkanna um það.
varnarmálunum?
Fara flestir eða allir bandarisku
hermennirnir af vellinum en
bandariskir og íslenzkir „tækni-
inenn" komi i þeirra stað?
Verður áfram NATO-stöð á
Keflavikurflugvelli án rcglulegs
hers. en NATO auki eftirlitsstarf
frá stöðvum i Skotlandi i staðinn?
Sjálfstœðisflokkurinn sigraði
þegar kosið var um varnarmálin
— rœtt við Jóhann Hafstein formann Sjálfstœðisflokksins
„Öryggismálin eru okkar
alvarlegustu mál", sagði
Jóhann Hafstein, formaður
Sjálfstæðisflokksins, i viðtali við
Visi i morgun. „t landhelgis-
máiunum eigum við að geta
staðið saman allir, en
ágreiningur er um öryggis-
málin. Meðan sumir vilja við-
halda og styrkja samstarf vest-
rænna þjóða um öryggismálin,
eru aðrir, sem viija halda i
austur.
Um för utanrikisráðherra vil
ég litið segja á þessu stigi. Hann
hefur sagt, að það sé Alþingis að
taka ákvörðunina og það verður
viðfangsefni þingflokks og
miðstjórnar Sjálfstæðis-
flokksins og annarra flokka að
bregðast við málunum með
ábyrgð og alvöru. Ég vil minna
á, að einu sinni var kosið um
varnarmálin i þingkosningum.
Það var ekki i siðustu
kosningum, heldur árið 1956,
þegar allir flokkar nema
Sjálfstæðisfl. höfðu fyrir
kosningar lýst þvi yfir, að
varnarliðið skyldi fara. Sjálf-
stæðisflokkurinn fékk i þeim
kosningum meira fylgi en hann
hafði haft um langan aldur.
Hinir flokkarnir breyttu siðar
stefnu og sömdu i nóvember
1956 um, að varnarliðið skyldi
vera áfram. Við sjálfstæðis-
menn erum enn sömu skoðunar
og þá, og ég hygg ekki, að hugur
fólksins sé mikið breyttur i
þessu máli.
Afstaða Sjálfstæðisflokksins
er skýrt mörkuð i ályktun lands-
fundarins i vor og sérstökum
bæklingi um öryggismálin, sem
flokkurinn gaf út. Hún er i
stytztu máli sú: „Að haga öllum
aðgerðum og ákvörðunum i
varnarmálum á þann veg, að
öryggi lands og þjóðar verði
ekki stofnað i hættu," eins og
segir I ályktun flokksins” —HH
##
Tímabœrt að Íslendingar taki
meiri þátt í eftirlitsstarfinu
— segir Gylfi Þ. Gíslason
Gylfi Þ. Gislason, formaður
Alþýðuflokksins, tekur hug-
myndum utanrfkisráöherra um
varnarmálin ekki óliklega.
„Fyrir Alþingi liggur þings-
ályktunartillaga um endur-
skoðun varnarsamningsins,
flutt af öllum þingmönnum
Alþýðuflokksins. Við erum
þeirrar skoðunar, að tslend-
ingar eigi að vera áfram i
Atlantshafsbandalaginu. Fyrst
og fremst með aðild að þvi
verða varnir tslands tryggðar.
En við teljum orðið timabært að
endurskoða núverandi skipan
varnarmálanna”, sagði Gylfi Þ.
Gislason, i viðtali við Visi I
morgun.
„Stöðin i Keflavik gegnir
mjög mikilvægu eftirlitsstarfi á
Norður-Atlantshafi. Þvi starfi
verður að halda áfram. Við
teljum hins vegar, að
tslendingar eigi og geti tekið
þátt i þvi i vaxandi mæli og að
nú beri að tryggja, að svo veröi.
Til þeirra starfa þarf ekki
fyrst og fremst hermenn I
venjulegum skilningi þess orðs.
íslenzkir tæknimenn land-
helgisgæzlan og islenzk lögregla
gætu i siauknum mæli tekið að
sér störf i þágu þessa eftirlits.
Einnig ætti að skilja algerlega
milli allrar starfrækslu eftirlits-
stöðvarinnar og farþega
flugsins. Mér hefur til dæmis
alltaf verið mikill þyrnir i
augum, að tslendingar skuli
þurfa að aka framhjá banda-
riskum hermönnum, þegar þeir
fara inn á og út af Islenzkri flug-
stöö. Ég geri ráð fyrir, að við-
ræöur utanrikisráðherra séu á
algeru byrjunarstigi og get
ekkert um þær sagt án nánari
vitneskju. Úrsögn úr Atlants-
hafsbandalaginu er ekki til
umræðu, og ég hlýt að vona, aö
niðurstaða viðræðnanna verði
nýr samningur, i grundvallar-
atriðum i anda þeirrar tillögu,
sem við þingmenn Alþýðu-
flokksins höfum flutt um
máliö”. —HH
Gylfi Þ. Gíslason
„Ekki fyrirfram
hafna því"
bandalagsins um uppástungur Einars
Eru Alþýðubandalagsmenn
sáttir við þær hugmyndir, að
hér verði bandarlskir tækni-
menn og tslendingar verði
þjálfaðir til að taka við störfum
i NATO-stöðinni i Keflavik, en
eiginlegir hermenn fari?
„Persónulega tel ég það mjög
mikinn áfanga, ef við losnum
við hermcnn”, sagði Gils
Guðmundsson, þingmaður
Alþýðubandalagsins, I viötali
við VIsi I morgun.
„Viðhorf okkar i Alþýðu-
bandalaginu er, að við ættum að
hverfa úr NATO og þá væru
fallnar brott hugsanlegar
skyldur, sem við hefðum gagn-
vart þvi. Nú er það ekki fyrir
hendi að um það sé að ræða að
við förum úr NATO, eins og
undirstrikað var við myndun
rikisstjórnarinnar”, segir
Gils, „þar sem ekki var
samkomulag milli stjórnar-
flokkanna um það. Þá vaknar
að sjálfsögðu sú spurning hvað á
að taka við, þegar herinn fer.
Alþýðubandalagið hefur ekki
fyrirfram neitað þeim mögu-
leika, að um þetta sé rætt, enda
þótt við kysum, að allt, sem
lyktar af njósnum og herstarfi,
leggist niður og völlurinn verði
eingöngu fyrir almennt flug,
„civil”. Ég vil ekki á þessu stigi
hafna því, áð það komi til
umræðu, hvað tekur við, eftir að
herinn fer”, sagði Gils.
—HH
Gils Guðmundsson
HÆGRI/fUPPREISNARMENN"
FRAMSOKNAR BÍÐA ÁTEKTA
Það er forvitnilegt að
vita, hver er afstaða
þeirra þingmanna
Framsóknar, sem
höfðu lýst yfir andstöðu
við brottför hersins, á
hugmyndum utanrikis-
ráðherra.
„Ég hef ekki tekið ákvörðun
um þessi nýju viðhorf þeirra”,
sagði Björn Pálsson alþingis-
maður i viðtali við blaöið i
morgun.
„Ég vil vera áfram I NATO og
semja við Bandaríkjamenn,”
sagöi Björn.
Jón Skaftason alþingismaður
lét einnig i ljós, að hann vildi
bfða átekta, áður en hann tæki
afstöðu til málsins.
Asamt þeim tveimur höfðu að
minnsta kosti þrir þingmenn
Framsóknarlátiðað þvlliggja ,
eins og málin horfðu áður að
þeir væru andvígir brottför
hersins, Björn Fr. Björnsson,
Ingvar Gislason og Steingrímur
Hermannsson.
—HH
Björn Pálsson
SÁ STÆRSTI VAR EIN MILLJÓN
Skyndikönnun hjá
Seðlabankanum
Er almenningur aðþrcngdari
peningalega um þetta leyti en
aðra tima árs? Skyndikönnun
Seðlabankans á innstæðulausum
tékkum virðistgefa það til kynna.
t fyrrakvöld fór ein slik fram og
voru þá 616 innstæðulausir, sam-
tals að upphæð 10.096.733 krónur.
Sveinbjörn Hafliðason, lög-
fræðingur Seðlabanka íslands,
sagði okkur, að á sama tima i
fyrra hefði verið gerð könnun og
þá var upphæð innstæðulausra
ávisana nær þvi sú sama og i gær.
1 tveimur siðustu könnunum, sem
gerðar hafa verið snemma árs, er
upphæðin aftur á móti nálægt
helmingi minni. 1 öll skiptin er
fjöldi ávisana alltaf mjög
svipaður eða milli sex og sjö
hundruð.
Sveinbjörn Hafliðason sagði,
að stærsta ávisunin, sem inn-
stæðulaus hefði verið að þessu
sinni, hefði verið að upphæð ein
milljón króna.
Hann sagði, að flestar ávisanir
væru venjulega að upphæð undir
5000krónum og hefði einnig verið
svo nú. Meðal þeirra reikninga,
sem kemur i ljós að gefnar hafa
verið út á innistæðulausir tékkar
er alltaf töluvert af launa-
reikningum, það er reikningum,
sem fyrirtæki leggja launa starfs-
manna sinna inn á. —ÓG
Hvaða Steinunn?
Steinunn Sigurðardóttir, einn
fréttaskýrenda i Landshorni,
þætti Sjónvarpsins, sem hóf
göngu sina i gærkvöldi, cr ekki
blaðamaður á Morgunblaðinu.
Þannig kynntum við hana i
blaðinu i gær, en það er sem sagt
ekki rétt. Steinunn hefur starfað
sem fréttamaður hjá Útvarpinu
og einnig hefur hún ritað greinar i
ýmis blöð. — ÓG