Vísir - 07.10.1973, Blaðsíða 8

Vísir - 07.10.1973, Blaðsíða 8
8 Vlsir. Laugardagur 6. október 1973. ÉG iR STÓRRÍKUR II. Kor. 7.4. Nú eru margir menn á islandi orðnir milljónarar. Það telst sannarlcga ekki lengur til neinna stórtiðinda að vera tal- inn fyrir eign, sem metin er cinnar cöa fleiri milljóna króna viröi. — Þetta á sér tvær orsakir og eru báðar efnahagslegar. Er þvl ekki beinllnis nauðsynlegt aö gera þær að sérstöku efni á Kirkjusiðu. —Samt skaöar ekki aö geta þeirra: önnur er sú, að krónan hefur lækkað. Hin er sú, að cfnahagur fólksins hefur far- ið batnandi. Samt sem áður mun þaö vera viðs fjarri öllum mönnum, jafnvel þótt þeir væru margmilljónarar, aö taka svo orða: ,,Ég er stórríkur”, eins og Páll scgir um sjálfan sig I texta þeim, sem tilgreindur er hér að ofan. En áður en fleira er sagt og lengra er haldiö i samanburðin- um á Páli postula og rikisbubb- um þessarar aldar, er bezt að geta þess i hverju auðæfi Páls eru fólgin. Hann segist vera stórrlkur af glcöi. — Hver er uppspretta þessa mikla auðs? Veraldarvelgengni! Nei — a.m.k. ekki i þeirri merkingu sem heimshyggjumennirnir tala um. Páll hefur haft áhyggjur af ástandinu i söfnuði sinum i Korintuborg. Þar hefur ýmis- legt farið úrskeiðis og aflaga, þvi aö snemma bar á því, aö kristnir menn höguðu sér ekki eins og kristnum mönnum sómdi. Páll skrifar þeim áminn- ingar- og umvöndunarbréf, tal- ar enga tæpitungu frekar en honum er tamt. En honum liður illa: „Hold vort hafði enga eirð, heldur vorum vér á alla vegu aðþrengdir, barátta hiö ytra, ótti hiö innra.” Siðan er sagt: ,,En Guö, sem huggar hina beygöu, hann huggaöi oss meö komu Titusar.” (II. Kor. 7.5.6.) Titus færöi Páli góöar fréttir frá Korintu. Hinn óstýriláti söfnuö- ur haföi tekið sig á. Þeir voru hryggir og iðruðust. Sú hryggö var Guöi aö skapi. Hún verkar sem afturhvarf til hjálpræðis, sem engan iðrar, en hryggð heimsins veldur dauða. Yfir þessu afturhvarfi gleðst Páll svo innilega, að hann gefur þessa yfirlýsingu, sem kemur eins og fagnaðarhróp frá hans dýpstu hjartarótum: Égerstór- rikur.Það rikidæmi veldur eng- um áhyggjum, leggur engar byröar á menn eöa vekur hjá þeim óró og kviða eins og titt er um auð þessa heims. Mörgum hefur auðsafn orðið hált og æviraunir þungar sálum bakaö segir i ljóði eftir Guðmund Guð- mundsson. Eða þá vonbrigðin, flestir kannast við hið forn- kveðna: svo er auöur sem augabragð h'ann er valtastur vina. Um ekkert slikt er að ræða þegar litiö er á þann auð, sem var rikidæmi Páls postula. Það var auður hjartans, gleðin, fögnuöurinn yfir þvi aö hafa áunnið menn fyrir Krist og þar með fært út riki hans hér á jörðu. Auöur Páls, sem hann gladdist svo mjög yfir, var með öörum orðum ekki af jarðnesk- um toga, heldur af himneskum, guölegum uppruna. Þess vegna mundi hann hafa getað tekið undir með Matthiasi: Hver, sem á himneska auðinn, frá honum stelur ei dauðinn þótt eigi hann ekki á sig kjólinn er hann samt rikari en sólin. En svo að komið sé aftur niður á jörðina og vitnað til mannsins, sem lét byggja Kirkjuvogs- kirkju i Höfnum (Vilhj. Kr. Hákonarson) og minnzt var á eitt sinn á Kirkjusiðu, þá er ekki úr vegi að rifja það upp, sem eftir honum er haft, að hann yrði þeim mun rikari sem hann gæfi meira. Þetta mun raunar eiga að skiljast i bókstaflegum (hér peningalegum) skilningi En hitt hlýtur lika að mega les- ast út úr orðum þessa höfðing- lynda manns, að allt það sem hann léti af hendi rakna til fá- tækra og þurfandi yrði honum til gleði og ómetanlegrar gæfu. Fögnuður hjartans óx við hverja gjöf. Hamingjusól hans hækkaöi á lofti eftir þvi sem hann hafði efni á að láta meira gott af sér leiða, þvi að sælla er að gefa en þiggja. — Þetta minnir lika á það, sem Páll segir á öðrum stað (II Kor. 9. 6-7): „Sá sem sáir sparlega mun og uppskera sparlega, en sá sem sáir með blessunum mun og uppskera með blessun- um. Sérhver gefi eins og hann hefur ásett sér i hjarta sinu, ekki með ólund eða með nauð- ung þvi að Guð elskar glaðan gjafara.” Margir eru gjafmildir, kristn- ir menn, bæði hér á landi og vitt um heim. Og allra er reynslan sú sama: Gjöfin auðgar og gleð- ur, veitir fylling og fró og ber ávöxt i góðu og göfugu hjarta. En ofar öllum mannlegum, jaröneskum auði og hvernig svo sem honum er varið, er Guðs óumræðilega gjöf — aö hann gaf oss mönnunum son sinn einget- inn til þess aö hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi ei- lift lif. Sú gjöf auðgar hvern kristinn mann að himneskri von, gleöi trúarinnar á góöan Guð og yl þess kærleika, sem styrkir samfélag og bræöralag allra manna. Friðsœl byggð — Fagurt land Skcmmtilega og skáldlega segir Helgi Hjörvar frá Breiöa- bólstað I lýsingu sinni á Snæ- fellsnesi I Árbók Ferðafélags- ins: Skammt inn frá Dröngum er Breiðabólstaöur, kirkjustaður enn og höfðingjasetur um lang- an aldur. Þar nam land I önd- vcrðu Steinn m jöksiglandi, bróðir Þóris haustmyrkurs. En mjög hefir hinn forni siglinga- garpur dregið sig I hlé úr sævar- drifinu, þvi að á Breiöabólstað er friðsæi byggð og fagurt land, en lygn fjöröurinn úti fyrir. Þar er birkiskógur I landi, allmikill og sumarfagur, og vegir ágæta góðir inn Ströndina. Fjórir snœfellskir prófastor Það mun ekki vera algengl, að mynd náist af fjórum próföstum sam- an úr sama prófastsdæmi. En þessi mynd, sem kirkjusiöan birtir nú I tilefni af kirkjuvlgslu á Breiðabólstað á Skógarströnd er tekin á fundi fyrrverandi presta á Elliheimilinu Grund sl. vetur. A myndinni eru sitjandi t.v. sr. Jósef Jónsson frá Setbergi, og t.h. sr. Sigurður Lárusson frá Stykkishólmi. Standandi eru t.v. sr. Þorgrlmur V. Sigurðsson frá Staðarstað og t.h. sr. Magnús Guðmundsson frá Ólafsvik. Með siöustu prestakallalögum frá 1970 voru Snæfellsnes og Dalir sameinuð i eitt prófastsdæmi. Núverandi prófastur er sr. Jón Kr. isfeld I Búðardal. FRÆKORN Óttast þú eigi Óttast þú eigi, þvi að ég er með þér. Lát eigi hugfallast, þvl að ég er þinn Guð. Ég styrki þig og hjálpa þér. Ég styrki þig með hægri hendi réttlætis míns. (Jesaja 41.10) Frómt líf— farsæll dauði Heilbrigði, hjartans kæti hér með samvizkan góð ástvina eftirlæti fyrir utan trega og móð, frómt llf og farsæll dauði fylgjast með réttu að. Af hverjum heimsins auði helzt vil ég kjósa það. Hallgr. Pétursson. Kirkjuvígsla á Skógarströnd Á höfuðdaginn — sunnudag — 29. ágúst 1971 brann kirkjan á Breiða- bólstað á Skógarströnd til kaldra kola. Veður var hvasst, og svo ört breidd- ist eldurinn út, að engum kirkjugrip varð bjargað úr hinu helga húsi. I vikunni áður hafði prófastur Snæfellinga, sr. Þorgrimur á Staöarstað gert úttekt á Breiöa- bólstað, sem þá var tekinn úr tölu prestssetra, þvi að sam- kvæmt nýjum lögum var brauö- ið niðurlagt og sameinað Stykkishólmi. A Breiðabólstaö búa nú hjónin Daniel Njálsson og Valgerður Guðjónsdóttir meö börnum sinum. En þótt prestakalliö sé fyrir bi og verði ekki endurreist, er kirkja á ný risin á Breiðaból- stað. Gekk bygging hennar bæði fljótt og vel og er fagur ávöxtur af fórnfúsu dugmiklu starfi bæði heimamanna og annarra. Var kirkjan vigð að viðstöddu miklu fjölmenni sunnudaginn 16. september af biskupnum yfir Islandi. Voru þá liðin 35 ár siðan hann vigðist prestur til Breiða- bólstaðar. Viðstaddir kirkjuvigsluna voru 10 prestsvigðir menn. Viglsuvottar voru þeir sr. Jón Ki. Isfeld prófastur i Búðardal, sr. Arni Bergur Sigurbjörnsson i Ólafsvik, Asgeir Jónsson hreppstj. Valshamri, formaöur sóknarnefndar, og Þórður Ind- riðason Keisbakka, sóknar- nefndarmaður og safnaðarfull- trúi. Daniel kirkjubóndi var meöhjálpari og las inngöngu- bæn. Eftir vigsluna skirði sóknar- presturinn, sr. Hjalti Guö- mundsson, 2 börn og fermdi 3 ungmenni. Að lokum fór fram altarisganga, sem þeir önnuöust sr. Hjalti og sr. Magnús Guö- mundsson i Grundarfirði. Organisti við athöfnina var Vikingur Jóhannsson i Stykkis- hólmi. Orgelið i kirkjunni er gefið af þeim feðgum á Hauka- brekku, óskari Danielssyni og Skarphéðni syni hans. Daniel Jónsson bóndi á Dröngum og sóknarnefndar- maður lýsti kirkjuhúsinu og gat um þær fjölmörgu gjafir sem kirkjunni höfðu borizt. Flutti hann þakkir sóknar og safnaöar fyrir höfðinglega aðstoð við kirkjubygginguna. Jóhann Jónasson forstjóri frá öxney talaði fyrir hönd burtfluttra Skógstrendinga og annara að- komumanna, sem stutt hafa byggingu hússins með ráðum og dáð. An þess hefði þetta mikla átak veríð erfitt hinum fámenna söfnuði, sem nú er um 40 manns. Yfirsmiður við kirkjuna var Þorvaldur Brynjólfsson, en Bjarni ólafsson teiknaði hana. Eftir vigsluathöfnina bauð söfnuöurinn öllum viðstöddum heim að Dröngum, þar sem búa hjónin Steinunn Bjarnadóttir og fyrrnefndur Daniel Jónsson. Var kirkjugestum veitt þar af mikilli rausn. Þessi kirkjuvigsla á Skógarströnd var öll hin hátið- legasta. Helgur fögnuður rikti i hugum hinna mörgu kirkju- gesta og bliða siðsumardagsins hafði öll völd i náttúrunnar fögru veröld.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.