Vísir - 20.10.1973, Blaðsíða 3
Visir. Laugardagur 20. október 1973.
3
Nefnd ó vegum biskups andmœlir frjálsum fóstureyðingum:
„Rýmkunartillögur óþarfar"
„Nefndin hefur ekki séð
ástæðu til að fjalla um rétt fóst-
urs til lifs, en leggur hins vegar
mikla áherzlu á rétt fósturs til
að fæðast velkomið i þennan
heim. Virðist i þcssu efni gæta
nokkurrar mótsagnar i mál-
fiutningi nefndarinnar, þar sem
hún gerir aðeins ráð fyrir rétti
fóstursins, þegar þaö þjónar
rökstuðningi hennar fyrir
frjálslegri fóstureyðingum".
Þannig segir m.a. i umsögn,
sem tekin var saman af nefnd
að beiðni biskups tslands, hr.
Sigurbjörns Einarssonar, um
frumvarp til laga um ráðgjöf og
fræðslu varðandi kynlif og barn-
eignir og um fóstureyðingar og
ófrjósemisaðgerðir. Þessa
umsögn hafa tekið saman þeir
dr. Björn Björnsson prófessor,
sem var formaður, sr. Svein-
björn Bjarnason prestur og
Sævar Guðbergsson, félagsráð-
gjafi. Nefndinni' til ráðuneytis
voru sr. Arngrimur Jónsson, sr.
Halldórs S. Gröndal, sr. Jónas
Gislason, lektor og sr. Lárus
Halldórsson. Er greinargerð
þessi 18 blaðsiður og er itarlega
farið i gegnum frumvarpið.
Segir i upphafi umsagnarinn-
ar: ,,Þau viðhorf. sem ráða i
grundvallaratriðum afstöðu
vorri til þessa máls, eru
mótuð af lifs - og mann-
gildismati kristinnar siðfræði.
Samkvæmt þessu mati er rétt-
urinn til lifs undirstaða allra
annarra mannréttinda. Kristnir
menn játa, að þennan rétt til að
lifa hafa þeir þegið að gjöf úr
hendi guðs".
Þá segir ennfremur að löggjöf
um fóstureyðingar i hverju
landi sé visbending um hvern
rétt menn ætla fóstrinu og hve
dýru verði þeir selja þennan
rétt. Er itarlega rætt um rétt
fóstursins og foreldranna,
skyldur og ábyrgð þjóðfélags-
ins, en jafnframt segir að nefnd-
in hafi ekki séð ástæðu til að
fjalla um rétt fósturs til lifs.
Telja þeir, sem tekið hafa
saman umsögnina rýmkunartil-
lögur nefndarinnar óþarfar, en
eru þó sammála ýmsum niður-
stöðum i fyrrgreindu frum-
varpi. Þá segir i ályktunarorð-
um umsagnarinnar:
„011 afstaða vor til þessa
máls, eins og hún hefur verið
reifuð hér að framan, byggist á
þeirri sannfæringu, að litilsvirð-
ing á rétti þess lifs, sem kviknað
hefur i móðurkviði, marki ekki
spor i átt til aukins frelsis og
bættra mannréttinda. Þvert á
móti álitum vér, að með litils-
virðingu á rétti fóstursins til lifs
sé gengið lengra til móts við öfl,
er vilja svipta einstaklinga og
þjóðfélagið þeirri ábyrgð, sem
gefur lifinu gildi”.
—ÞS.
Islenzkir ferðamenn til Kenya
Muliro sendiherra og Kag-
unda, deildarstjóri i fjár-
niálaráðuiievti Kenya.
— þróunarlöndin hungrar í gjaldeyri, og ferðamannaþjónusta
er nýfengin atvinnugrein. - Sendiherra Kenya
ó Norðurlöndum i heimsókn hér
Muliro, sendiherra Kenya á
Norðurlöndum — að islandi
undanskildu, koin frá Stokk-
hólmi i gær til Reykjavikur i
stutta kurteisisheimsókn.
Muliro er sendiherra Kenya
fyrir öll Norðurlönd og hefur
aðsetur i Stokkhólmi, og með
honum var Kagunda, sem er
deildarstjóri i fjármála- og
efnahagsáætlanaráðuneyti
lands sins.
Muliro kom hingað til að
styrkja tengsl Kenya við íslend-
inga, en Island hefur nýlega
gerzt aðili að sameiginlegri
þróunarlandaaðstoð með hinum
Norðurlöndunum.
Kenya er land, sem mjög
skortir menntað fólk, einkum á
sviði tækni og efnahagsmála, og
það fær aðstoð frá mörgum
löndum, þ.ám. Norðurlönd-
unum, til að reyna að koma
fótunum undir sig.
Muliro sagði Visi i gærkvöldi,
að meðallaun manna i Kenya
væru aðeins 135 Bandarikja
dalir á ári. Ibúar Kenya eru
um 10 milljónir talsins, og þar af
eru 50% undir 15 ára aldri.
Sem kunnugt er hlaut Kenya
sjálfstæði fyrir 10 árum, en þá
voru 41 þúsund börn i barna-
skólum landsins. Nú eru 149
þúsund börn i barnaskólum, en
aðeins 17% ibúanna fá ókeypis
fræðslu. Rikisstjórnin stefnir þó
að þvi, að allir ibúar landsins fái
notið kennslu á kostnað rikisins,
sagði Muliro sendiherra.
Sem fyrr segir skortir Kenya
menntað fólk til að kenna þeim
innfæddu og til að þjálfa þá i
tækni og verkmenningu. Nú
hafa sjö tslendingar ráðizt til
Kenya, þar sem þeir munu
starfa i tvö ár, en ráðning þeirra
fór i gegnum danskt fyrirtæki,
sem fjárfest hefur i Kenya.
Islendingarnir munu vera
viðskipta- og hagfræðingar og
vinna á sviði áætlanagerðar.
Einn er sá atvinnuvegur
Kenyabúa, sem hvað yngstur
er, en gefur þó núorðið góðan
arð, en það er þjónusta við
ferðamenn. Muliro sendiherra
sagði Visi, að aukning ferða-
mannastraumsins lil landsins
næmi 20% á ári, s.l. ár kom hálf
milljón erlendra ferðamanna til
Kenya. Sendiherrann beindi
þeim tilmælum til þeirra
Islendinga, sem ætla sér i ferða-
lög á næstunni, að hugsa þá til
Kenya, sem væri mjög þurfandi
fyrir erlendan gjaldeyri.
,,1 Kenya geta menn fundið
hvaðeina viðsitt hæli — enég vil
sérstaklega nefna hina mörgu
friðuðu garða, þar sem fólk
getur kannað villt dýralif
Afriku. Einn slikur garður er
nærri Nairobi, það tekur ekki
nema 15 minútur að aka þangað
úr miðborginni”.
—GG
Klám fyrir
tveim árum —
í Bogasal
í dagl!
Viðhorf almennings til kláms
breytast ört á þessu landi. Til
marks um það eru t.d. myndbirt-
ingar blaðanna. Núna fyrir fáein-
um dögum birti Morgunblaðið
ljósmynd af Alfreð Flóka viö eitt
þeirra verka, sem hafa verið til
sýnis i Bogasal Þjóðminjasafns-
ins siðustu vikuna. Myndbirting
Moggans hefur ekki vakiö neina
hneykslan manna svo vitað sé, en
fyrir aðeins tveim árum var
poppblaðið Samúel og Jónina gert
upptækt i Hafnarfirði, er það birti
mynd af Flóka við þetta sama
verk.
„Var Jónina virkilegá gerð
upptæk vegna þessarar myndai?
Ég hélt það væri kjaftasaga.” Og
Alfreð Flóki virtist afar undrandi,
er Visir hafði tal af honum i gær-
kvöldi.
„Þessi mynd min, „Ástvinir
Orlandinu”, er stórfenglegt lista-
verk eins og önnur verk min, og
ég hef ekki orðið þess var, að
nokkur sýningargesta minna hafi
litið verkið öðrum augum. Enda
er ekkert athugavert við myndina
siðferðislega,” sagði Flóki enn-
fremur.
„Astvinir Orlandinu” er gerð
árið 1970 og var Flóki einmitt að
vinna að þvi verki sinu, þegar
viðtalið fyrir fyrrnefnt popp-
timarit var tekið. Að sögn Flóka
er þetta eina kvenmannsmynd
hans, sem hann hefur málað eftir
módeli, og var fyrirsætan islenzk.
Rúmlega tvö þúsund manns
höfðu skoðað sýninguna i Bogasal
i gær, en henni lýkur annað kvöld.
Á sýningunni eru 36 myndir og er
nær helmingur þeirra seldur.
— ÞJM
ÞETTA ER GRUNDVÖLLUR
HEATHS OG ÓLAFS
Sá grundvöllur að lausn á
landhelgisdeilunni við Breta,
scm forsætisráðherrarnir
Edward Ileath og Ólafur Jó-
hannesson fundu á fundum sín-
um i London er i meginatriöum
á eftirfarandi hátt:
Grundvöllurinn er i sex liðum,
og i fyrsta liðnum kemur fram,
að Bretar takmarka togaraflota
sinn hér við land þannig, að
engir brezkir ■ frystitogarar
verði hér við land, fækkað verði
um 15 stóra togara og 15 af
minni gerð. Miðað ervið fjölda
brezkra togara hér við land árið
1971, og samkvæmt þvi hverfa
af miðunum 25 frystitogarar og
þrjátiu aðrir. Verða brezku tog-
ararnir hér við landþál40 i stað
195, og er það sama sem 36%
lækkun á heildarsmálestatölu
togaranna. Þarna gefa
íslendingar, ef úr verður, eftir
kröfu sina um fækkun stærri
togara um 30.
1 öðrum liö er fjallað um báta
veiðisvæðin, sem Islendingar
vilja alveg friða fyrir togurum,
Þaðsamþykkja Bretar, og hafa
þeir metið tap þeirra veiði-
svæða jafngildi 26 þúsund lesta
rýrnunar á afla.
1 þriðja liö fallast Bretar á
þau friðunarsvæði, sem Is-
lendingar iögðu til á fundum
siðastliðið vor.
Akvæðin um bátaveiðisvæði
og algjörlega friðuð svæði innan
50 milnanna eru óbreytt frá
fyrri tillögum Islendinga.
Fjórði liður samkomulagsins
er um þau hólfeða veiðisvæði,
sem brezkum togurum á að
vera leyfilegt að veiða á innan
50 milnanna. Rætt hefur verið i
fyrri viðræðum um sex veiðihólf
hringinn i kringum landið. Gert
er ráð fyrir þvi i grundvelli for-
sætisráðherranna að lausn
málsins, að á hverjum tima
verði eitt hólfið ávallt lokað, en
hin fimm verði opin til veiða
Breta.
1 þessu atriði er um nokkra
eftirgjöf af hálfu Islendinga að
ræða. Aður höfðum við bezt boð-
ið Bretum, að tvö svæðin yrðu
ávallt lokuð, en fjögur opin.
Fimmti liðurinn fjallar um
framkvæmd samkomulagsins
eða hvernig og hverjir eigi að
hafa eftirlit með þvi, að reglun-
um um veiðar brezku togaranna
hér við land sé hlýtt.
1 grundvellinum er sagt, að
gefa eigi út samþykktan lista
yfir þau brezku skip, sem mega
veiða á veiðisvæðunum innan 50
milnanna. Þessi skip eiga siðan
aö fá að veiða á umsömdum
veiðisvæðum, meðan sam-
komulagið er i gildi.
Ef eitthvert brezkt skip er
staðiðað ólöglegum veiðum, þá
hefur islenzka landhelgisgæzlan
rétt til að stöðva það, en kalla
siðan á næsta brezkt aðstoðar
skip til þess að sannreyna
málsatvik. Sérhver togari, sem
staðinn er að þvi að brjóta
ákvæði samkomulagsins,
verður strikaður út af listanum.
Þarna er veruleg breyting frá
þvi, sem Islendingar hafa áður
viljað fallast á varðandi eftirlit
með veiðum innan 50 milnanna
og framkvæmd samkomulags-
ins.
Brezkur landhelgisbrjótur,
sem brotlegur væri talinn af
Landhelgisgæzlunni, væri sam-
kvæmt þessum grundvelli ekki
færöur til hafnar og dæmdur
fyrir islenzkum dómstóli.
Aftur á móti væri hann svipt-
ur heimild til að veiða frekar á
veiðisvæðunum innan 50 miln-
anna.
1 sjötta lið grundvallarins er
tekið fram, að gildistimi hugs-
anlegs samkomulags verði tvö
ár frá undirskrift samnings.
Þar er um að ræða verulegan
mun frá þvi, sem sjávarútvegs-
ráðherra hefur marglýst yfir,
að gildistima samninga við
Breta eigi ávallt að miða við
þann tima, þegar upp úr
samningum slitnaði siðastliðið
vor.
Tekið er fram, að Bretar geti
fallizt á, að 130 þúsund lesta há-
marksveiði þeirra verði tekin
inn i væntanlegt samkomulag
rikjanna um málið.
—OG
Frá blaöamannafundinum, þegar forsætisráðherra skýrði frá þelm
grundvelli, er hann haföi meö sér til landsins eftir viöræðurnar viö
Heath.