Vísir - 20.10.1973, Blaðsíða 1

Vísir - 20.10.1973, Blaðsíða 1
63. árg. — Laugardagur 20. október 1973 — 242. tbl. íslendingar í fjórflutningum milli Sovét og Indlands — sjá baksíðu Klippti framan af fingri í göngu- grindinni Innflutt göngugrind varö þess valdandi, aö barn missti framan af fingri, er þaft var aö hossa sér i grindinni. Setti harniö fingur á milli, þar sem járnin skerast. Sjá baksiðu Aðeins 7 prestaköll ón presta Það virðist i tizku mcðal ungra menntamanna að læra til prests. Guðfræðideildin útskrifaöi sl. 2 ár 14 guðfræðinga, og nú er svo komiö, að aðeins 7 brauö eru prestslaus á öllu landinu. 1 fyrra voru 7 ungir prestar vigðir og 7 hafa þegar tekið vigslu i ár. Sjá Kirkjusiðuna á bls. 8 „Lóta hin um að hugsa" Ráðlegging danska skák- mannsins og stórmcrstarans Bent Larsens til þeirra, sem lenda i þeirri aðstöðu að tefla á móti einhverjum, sem lent hefur i timahraki, er sú, ,,að fá sér tesopa eða súkku- laðibita, slappa af og láta hinn um að hugsa”. Sjá nánar í skákþætti á bls. 14. Alþýðubandalag einangrað Magnús Kjartansson telur ólíklegt en ekki útilokað að afgreiða mólið með /7bókun#/ Magnús Torfi Ólafsson og Björn Jónsson, ráðherrar Krjálslyndra og vinstri manna i rikisstjórninni. stvðja Ólaf Jóhannesson i land- helgismálinu. Þetta kom fram i viðtölum Visis við þá i gærkvöldi. I>ar með er Ijóst, að Alþýðu- bandalagið er einangrað i rikis- stjórninni. Forsætisráðherra sagði i sjón- varpsviðtali i gærkvöldi, að hann mundi tæplega treysta sér til að bera ábyrgð á þvi, að samnings- drögum hans og Heath yrði hafnað. Hann gefur þar i skyn , að hann muni standa og falla með afgreiðslu þessa máls. Hvað segja Alþýðubandalags- menn, vilja þeir einnig standa og falla með sinni afstöðu? „Þingflokkur Alþýðubanda- lagsins álitur, að þessi grund- völlur sé ekki eins og er þess eðlis, að rétt sé að samþykkja hann, ” sagði Magnús Kjartans- son iðnaðarráðherra. ,,l>etta er okkar mat á hlutunum, svo verður haldið ál'ram að athuga málið, og hvað út úr þvi kemur, veit maður auðvitað ekki. Magnús Kjartansson taldi mjög óliklegt, að þetta mál yrði afgreitt með bókun mótmæla ráðherra Alþýðubandalagsins. En slika af- greiðslu hlaul ákvörðun um leng- ingu á flugbraul Kellavikurflug- vallar, sem Alþýðubandalags- menn voru mótfallnir á sinum tima. Hann vildi þó ekki útiloka þann möguleika, að „bókunar- aðferðin” yrði notuð. Efnisatriði málsins vildi Magnús ekki ræða að svo stöddu. „Eg tel réll að ganga til samninga á þeim grundvelli, sem forsætisráðherra lagði með för sinni til London”, sagði Magnus Torfi Ólafsson menntamálaráð- herra. Efnislega sagði Björn Jónsson það sama i ræðu sinni i útvarpi i fyrrakvöld, og staðfesti hann það aftur i viðtali i gær- kvöldi. Þingfiokkar allra flokka voru á fundum i gær. Afstaða Framsóknarflokksins er vafa- laust með forsætisráðherra sinum. Þingflokkar sjálfstæðis- manna og Alþýðuflokks eru enn að kanna málið, og vildu þeir (ívlfi 1>. Gislason og Geir Hallgrimsson ekkert um málið segja að svo stöddu. —ÓG Ólafur Jóhannesson for- sælisráðherra kynnir bre/ku tillögurnar fyrir blaða- inönnuni á fundi i gær. Ilannes Jónsson blaðafull- trúi situr við lilið hans og tekur allt upp á segulhand. (Ljósm. Visis BG) „Vil semja ó grundvelli okkar Heath,f - se9ir ö|(rfur — vildi ekkert segja um andstöðu Alþýðubandalagsins í múlinu „Ég tel ekki rétt að kalla brezku tillögurnar úrslita kosti. fcg tel að þetta séu tillögur eða grundvöllur tillagna, sem orðiö hefur til viö skoöanaskipti og tillagnaskipti á milli min og forsætisráðherra Breta”. Þetta sagði Ólafur Jóhannesson i gær um túlkun Þjóðviljans, mál- gagns Alþýöubandalagsins, á þeim grundvelli að samkomu- lagi viö Breta, sem Ólafur kynnti á blaðamannafundi i gærdag. ,,Þó er það svo, að ég hef ekki samþykkt þennan grundvöll, til þess hafði ég ekkert umboð”, sagði forsætisráðherra enn- fremur. Forsætisráðherra var spurður að þvi, hvort hann vildi segja alveg hreint út um, hvort hann vildi samþykkja þessar tillögur. Svar forsætisráðherra var skýrt og greinilegt -JÁ-. Engin afstaða hefði verið tekin til til- lagnanna i þingflokki Framsóknarflokksins frekar en öðrum þingflokkum, nema ef vera kynni i þingflokki Alþýðu- bandalagsins. ,,Ég vil ganga til samninga við Breta á grundvelli þessara niðurstaðna af fundinum i London.sagði Ólafur Jóhannes- son. „Það þýðir ekki endilega, að ég sé ánægður með allt i samkomulaginu. Sérstaklega vil ég þar nefna veiðisvæðin. Þó vil ég sérstaklega vekja athygli á þvi, að með þessu eru verk- smiðjutogarar algjörlega úti- lokaðir frá veiðum hér við land. Þetta er að minu áliti mjög mikilsvert atriöi, sem hefur ávallt verið okkur mikiö kapps- mál að ná fram”. . Ólafur Jóhanne'sson var spurður að því, hvað andstaða Alþýðubandalagsins- gegn þessum samningum þýddi, þegar upplýst væri, aö hann vildi ganga til samninga á þessum grundvelli. „Min skoðun er sú, að þetta mál sé það mikilvægt, aö það sé hafið yfir öll flokkspólitisk sjónarmið”, sagði forsætisráð- herra. Hann vildi ekki svara þeirri spurningu, hvort hugsan- legt væri, að þetta mál yrði af- greitt i rikisstjórninni með bókun andmæla fulltrúa Alþýðubandalagsins. Málið væri ekki á þvi stigi, aö tima- bært væri aö ræða það á þeim grundvelli. Ekkert væri ákveðiö, hvenær ákvörðun yrði tekin i málinu, i svona mikilvægu máli væri nauðsynlegt að gefa sér góðan tima. „Þá verðum við lika að athuga, hver hinn valkosturinn er, ef við ekki viljum ganga að þessum tillögum”, sagði forsætisráðherra. „Við erum ákaflega reiðir við Breta og það er skiljanlegt, og þetta er ákaflega mikið tilfinningamál. En ég held, að þegar ákvöröun er tekin i þessu máli, þá verði að láta skynsemina og kalda rök- hyggju ráða, en ekki til- finningar”. „Ég vil taka fram, að þéssar tillögur, sem lagðarvoru fram i London, eru algjörlega minar tillögur og á mína ábyrgð. Ég hafði ekki aðstöðu til þess að bera mig saman við rikisstjórn um það. Málin stóöu þá þannig, að þvi er mér virtist, að svo leit helzt út fyrir, að upp úr samningum mundi alveg slitna. Ég taldi okkur þá geta staðið heldur illa gagnvart almenningsálitinu erlendis, ef að við hefðum ekki sýnt mjög áþreifanlegan vilja til samkomulags og lagt fram tillögur. —ÓG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.