Vísir - 20.10.1973, Blaðsíða 4

Vísir - 20.10.1973, Blaðsíða 4
4 Vlsir. Laugardagur 20. október 1973. Eik á plötur i Bretlandi? Þeir félagarnir i hljómsveitinni EIK gera sér nú vonir um að fá á næstunni hljóðritaðar nokkrar tón smiða sinna til útgáfu á hljóm- plötum f Bretlandi. Olafur Sigurðsson, trommu- leikari hljómsveitarinnar, og Haraldur Þorsteinsson bassaleik- ari eru nýkomnir heim eftir meira en mánaðarlangt ferðalag milli hljómplötuútgefenda i Bret- landi. Þessir tveir fulltrúar hljóm- sveitarinnar höfðu með sér segul- bandsupptökur að heiman, og höfðu þær að geyma frumsamin lög, sem EIK á sameiginlegan heiður af, en hljómsveitin hefur fr hissa á vinsœldum plötunnar Pctur söngvari. Litla platan er ekki rétt grafskrift Svanfriðar hans.... Það kom mér mikið á óvart, að Svanfriður skyldi að iokum leggja út I að gefa þessa plötu út og enn þá meira, að hún skyldi öðlast þær vinsældir, sem raun cr á. Uað er bara i einu tilfelli, scm ég hefði haldið, að fólk gæti haft smágaman af lögunum „Kalli kvennagull” og „Jibby jey”. Aðstæðurnar þyrftu að vera þessar: Seinni hluti kvölds um helgi i einhverju diskóteki salurinn mettaður fólki og slæmu lofti og athyglisgáfa flestra farin á flakk. Aðcins I þessu cina tilfelli gæti ég hugsað mér einhvern geta tekið undir Jibby-jcy — Jibby Jibby jey eða, ujú ujú ujúhú Bomsala Bomsala Bei. En að það skuli vera raunin, að fólk með fullar gáfur skuli geta sett þessa plötu á fón og haft gaman af, er mér meira en óskiljanlegt. Bæði lögin, sem eru eftir Gylfa Ægisson, eru slöpp og tekstarnir óttaíegt rugl. Þeir Svanfriðarmenn reyiia að hafa undirspilið i stil við hið afkára- lega hráefni og tekst það nokkuð vel. Hljómburður á plötunni er svo ömurlegur, að það væri hrós að segja, að það væri „slagara- ástand” á henni, en með þvi orði lýsti Birgir Rafnsson hljóm- burði plötunnar. Svanfriður hafði spilað þessi lög á dansleikjum sinum við ágætar undirtektir, og mun það vera helzta ástæðan fyrir þvi, að hún fór út i að gefa plöt- una út. Þó ég telji lögin hafa gert meira en þjóna tilgangi sinum á dansleikjunum, þá verð ég að viðurkenna, að þeir höfðu rétt fyrir sér i þvi, að platan myndi seljast, þó varla séu þeir mjög hreyknir af verknaði sinum. Og þótt meðlimir Svanfriðar hafi að lokum fundið uppskriftina, sem virðist vera árangursrikust við plötugerð á Islandi, þá vona ég, að enginn þeirra fjögurra eigi eftir að nota hana aftur. Ég læt mig ekki dreyma um að plata jafn léleg og þessi eða lélegri eigi ekki eftir að koma út á lslandi. Það er súrt til þess að vita, en stað- reynd engu að siður. Markaður- inn fyrir svona rusl er alltof stór til þess að hann sé ónotaður. w einsett sér að flytja einungis frumsamið efni. Á EIK nú orðið nógu mörg lög á stóra plötu — raunar tvær slikar. Einkum eru það þrjú fyrirtæki, sem eru likleg til að vilja sinna EIKINNI. Það eru hin vel þekktu útgáfufyrirtæki TRAKK, IS- LAND-record og Chrysler. Birgir — gerir vonandi betur með Hljómum og C’hange...... Þeir kalla sig DÖGG Hljómsveitin TILFINNING haföi ekki spilaö lengi saman, þegar þeir félagarnir komust að raun um, að bezt væri að leysa upp hljómsveitina. Nú eru komnar tvær hljómsveitir i hennar stað. Þeir félagarnir, sem höfðu spilað á bassa og trommur, urðu fyrri til og létu lögskrá sér nafnið, en hinir völdu sér þá nýtt nafn. Nafnið DÖGG. Það er Dögg, sem við sjáum á myndinni hér fyrir ofan. Strákarnir úr Tilfinningu cru þeir ólafur Hclga- son, trommur (sitjandi), Kjartan Eggertsson, gitar (beint fyrir ofan Ólaf) og Páll Pálsson, söngvari (aftast). Hinir þrir hafa aldrei spilaö með hljómsveit áður, en sá sem heldur I stýrið mcð Kjartani heitir Nikulás Róbertsson og spiiar á pianó og saxófón. Ilann er við nám i Tónskólanum og nýtur þar einmitt leiösagnar Kjartans. Hinir nýliðarnir eru bræöur og heita Jóhann og Rúnar og eru Þórissynir. Jóhann leikur á bassa og Rúnar á gitar. ,,Viö höfum verið að æfa country og rock”, segja strákarnir. Og þeir vilja taka það skýrt fram, aö þeir vilji umfram allt spila góða hljómlist. Tekjurnar séu þeim ekki eins þýöingarmikiö atriði. —ÞJM VERÐUR JOI HANS JÓA VINSÆLL??!! Á þessari plötu Jóhanns G. Jóhannssonar gefur að heyra lög númer 3 og 4 af þeim sex, sem hann tók upp i London sl. vor. Eins og áður, þá er báðum lög- unum teflt fram sem A- hlið, þó annað þeirra sé mun líklegra til vinsælda Jóhann G. Jóhannsson. Lag hans um „Jóa rokkara” á trú- lega eftir að taka við vinsældum „Óla rokkara". w w en hitt. Þar er um að ræða „Joe the Mad Rocker", sem er hratt og skemmti- legt rokklag. Textinn fjallar um Jóa, brjálaðan rokkara sem ekkert skipt- irmáli nema rokk og ról. Þó lagið sé „venjulegt’ rokklag, þá er meðferð Jóhanns og hinna frábæru aðstoðar- manna hans á efninu mjög góí og smekkleg, takið sérstaklega eftir hinu stutta og næma gitar- sólói og raunar öllum gitarleik lagsins, en náunginn, sem heldur á gitarnum, heitir Miller Anderson og var áður með Keef Hartley en hefur nú stofnað sina eigin hljómsveit, Hemlock, og hefur þeim verið spáð miklu gengi i enskum músikblöðum. Hitt lagið heitir „Asking for Love” og er alger andstæða Jóa rokkara. Lagið er yfirmáta rólegt og fallegt, og ég tel, að með ivið viðameiri og breyttri útsetningu hefði mátt gera það að miklu vinsældalagi. Dtsetning Jóhanns á laginu er mjög sérstök. Ég var hér um bil búinn að skrifa „einföld”, en þá datt mér i hug, að sennilega hef- ur það útheimt mikla hugsun að útsetja lagið á jafneinfaldan hátt og gert var. Flestir þurfa sennilega að hlusta svona 2-3 á „Asking for Love” til þess að læra að meta lagið, en eftir að það hefur tekizt verður það einstaklega þægilegt áheyrnar, þannig að manni dettur helzt i hug að lýsa laginu með þvi að segja, að það liði eða svifi um. Þó þessi plata sé mjög góð, þá tel ég hana ekki eins liklega til vinsælda og „Don’t try to Fool Me”, vegna þess að hvorugt þeirra kemur til með að ná til eins breiðs hóps fólks og fyrr- nefnt lag. En svo gæti þó farið og sérstaklega væri gaman, ef „Asking for Love” næði til sem allra flestra, þvi vinsældir „Joe the Mad Rocker” verða örugg- lega eingöngu bundnar við það fólk, sem gaman hefur af góðu rokki. OTIMABÆRT AÐ SETJA LJÓSBRÁ Á PLÖTU... Það er örugglega mikill meirihluti landsmanna, sem liafði ekki hugmynd um, að norður i landi starfaði hljóm- sveit, sem heitir Ljósbrá! Og enn eru þeir örugglega margir, sem óupplýstir eru, þvi plata þeirra félaga hefur fengið mjög dræmar undirtektir lands- manna, enda ekki furða, þvi plötuútgáfa af þessu tagi er al- ger óþarfi. Að visu sýna liös- menn Ljósbrár, að þeir eru ágætis spilarar, sérstaklega er þó gitarleikari hljómsveitarinn- ar athyglisverður, svo og njóta þeir aðstoðar góöra manna. Hvorugt laganna er það gripandi að þau eigi möguleika til að ná vinsældum. Lagið, sem teflt er fram á A-hlið plötunnar er eftir hinn afkastamikla Gylfa Ægisso-n og heitir „Til Suður- landa”. Lagið sjálft er svona la la miðað við standardinn hjá honum. En textinn sem er eins og nafnið ber með sér, óður til suðursins og þess sem þar er að hafa, er mjög klaufalega gerður. Lagið á B-hlið plötunnar „Angur”, sem er eftir Brynleif Karlsson og Ká'. er betra en það, sem er að finna hinum megin, en samt ekki betra en svo, að það gæti i mesta lagi sómt sér sem b-hliðar lag eða eitt af mörgum á LP-plötu. Þó mér finnist þessi plötugerð hjá Ljósbrá ótimabær, þá sýnir platan, að hljómsveitin sem slik er nokkuð góð og þó það efni sem þeir höfðu i höndunum við gerð þessarar plötu sé ekki upp á marga fiska, þá gera þeir sitt bezta til að útkoman verði sem frambærilegust. Gott gitarsóló á „Til Suðurlanda” og gott flautusóló i „Angur” standa til merkis þar um. Sennilega tiðkast það hvergi i heiminum, að i lok umsagnar um plötur þurfi að vara fólk við lélegum hljómburði Hljóm- burðurinn á þessari plötu er lélegur, og vildi ég sem minnst segja honum til hróss. En það verður þó að koma fram, að hann er betri en ýmislegt annað, sem tekið hefur verið upp hér á landi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.