Vísir - 20.10.1973, Blaðsíða 9

Vísir - 20.10.1973, Blaðsíða 9
Visir. Laugardagur 20. október 1973. 9 Grasið visnar Blómin og trén i göröum borg- arinnar hafa óvenju iengi haldið litskrúði sinu og laufi að þessu sinni. Senn eru komnar vetur- nætur. En það er fyrst núna sið- ustu dagana, sem hinn fagri sumargróöur I görðum borgar- innar er farinn að fölna — visna — falla samkvæmt ósveigjan- legu lögmáli árstiðanna. — Aldrei fer hjá þvl, að veturinn, sem vér vitum að senn tekur öll völd i náttúrunnar riki, setji lika mark sitt á oss mennina. Áhrif hans seytla llka inn I sálina, vekja hjá oss kviða, jafnvel ugg, hversu vel sem vér erum I stakk búin til að verjast kulda hans, útiloka myrkur hans úr hibýl- um vorum eða verjast honum að öðru 1% yti að ytra hætti. Hér skai vetrarkoman ekki gerð frekaií að umræðuefni. En Kirkjusiðan hefuf fengið senda örstutta hugleiðingu I tilefni af þessum misseramótum frá presti norðanlands, sr. Finn- boga Kristjánssyni i Hvammi i Laxárdal. Texti hennar er: 8. versið i 40. kapitula Jesaja- ritsins, er hljóðar svo: „GRAS- IÐ VISNAR, BLÓMIN FÖLNA, EN ORÐGUÐSVORS STEND- UR STÖÐUGT EILÍFLEGA”. Ut af þessum orðum leggur sr. Finnbogi á þessa leið: Þessi fögru og áhrifariku orð benda oss á andstæður, annars vegar fallvölt timanleg verð- mæti og hins vegar hin eilifu andlegu gæði, sem lyfta mönn- um duftinu frá til hins æðra lifs og sælu, til andlegs samlifs við góðan og eilifan Guð, sem flytur oss sinn boðskap á ótal vegu i sinu mikla og veglega sköpunarverki og sögu og i boð- skap sinna miklu spámanna, spekinga og ágætustu afreks- manna og þá fyrst og fremst i boðskap Jesú sjálfs. 1 ljósi þess- arar opinberunar verða hin efnislegu og timanlegu gæði harla mikils virði sem góðar Guðs gjafir, sem oss ber að fara vel með og nota oss til sannra heilla og blessunar, samkvæmt Guðs visdómsfulla og heilaga tilgangi. Jesús hefur og vissu- lega bent oss alvarlega á þetta i sinni áhrifariku dæmisögu um pundin. Lifið er vissulega erfið- ur reynsluskóli, en varast ber vissulega allt kæruleysi, hjátrú og vantrú sem leiðir til upp- lausnar og auðnuleysis, en þrátt fyrir hina ýmsu erfiöleika og þrautir mannlegs lifs leggur Guð mönnunum likn með þrautum á ótal vegu langt fram yfir það sem vér skammsýnir menn fáum skynjað og skilið. Astand batnar vissulega tals- vert almennt með efnislegri og félagslegri þróun, sem meðal annars hefur átt sér stað fyrir fórnfúsa baráttu hinna ágætustu manna i kristindómi, visindum og bróðurlegu samvirku félags- starfi. Jesús hefur með sinum mátt- uga sannleiksboðskap glætt með mönnum ást til gjafarans allra hluta og gæða og skilning á æðri andlegum verðmætum og sið- ferðismátt til þess að standast hinar ýmsu raunir og starfa saman i æðri bróðurkærleika að hvers annars heill. Jesús gat þvi með sanni sagt: „Sælireru þeir, sem heyra Guðs orð og varð- veita þaö”. Guðs eilifa lifsins orð sé ljós á vorum vegum til æðra lifs og fullkomnunar, svo að hið bróðurlega samstarf að sannri almennings heill megi vel tak- ast og menn taki sönnum fram- förum i öllu góðu. Guð gefi oss mönnum sinn himneska frið i Jesú nafni. * V Umsjón : Stefán Guójohnsen ♦ V oiT Toi r1 ÖA Aö !♦ ♦; ♦ ♦ !♦ ♦!' Slðasti leikur okkar á Evrópumótinu i Ostende var við Finna. Yfirleitt hafa þeir ekki sótt gull I greipar okkar og þessi leikur var eng- in undantekning, nema síður væri. Þó að helmingur spilanna i fyrri hálfleik félli, þá gáfu þau sem eftir voru 65 punkta forskot. Hér er eitt af spilunum sem féll. Staðan var a-v á hættu og suður gaf. ♦ 9-3 ¥ 10-6 4 9-7-6-5-2 * A-D-8-4 ♦ D-8-5-4 ¥ 9-7-2 4 G-10 Jf. G-10-7-6 A A-6-2 ¥ A-K-D-G-8-3 4 8-3 Jf. 5-3 A K-G-10-7 ¥ 5-4 4 A-K-D-4 * K-9-2 I opna salnum gengu sagnir á þessa leið: Suöur Vestur Norður Austur Hjalti Linden Asmundur Arle 1A P 1 G D RD 2 * P 2 ¥ P P P Þótt n-s geti unnið fjóra tigla er erfitt fyrir þá að komast i tigulsamninginn. Norður segir eðlilega pass við’tveimur lauf- um, þvi þau vill hann spila, en þegar tvö hjörtu koma til hans, þá er erfitt að fara að bjóða upp á tigulinn á þriggja-sagnastig- inu. Austur fékk sina upplögðu átta slagi og 110 fyrir spilið. 1 lokaða salnum fóru sagnir nokkuð á annan veg: SLEMMUTÆKNI FINNANNA VAR TÖLUVERT ÁBÓTAVANT Suður Vestur Immonen Karl 1 G P P P Norður Austur Winqvist Stefán p p D Finnarnir notuðu sterkt grand, þannig að fljótt á litið virðist dobl austurs töluvert hættuspil. Svo er þó ekki, þvi samkvæmt sagnvenjum sér- fræðinga er dobliö skilyrðislaus beiðni um spaðaútspil. Spaði kom út að vörmu spori og austur átti sjö fyrstu slagina 100 til a-v. Ekki voru öll spilin svona ró- leg, þvi þegar stóru spilin tóku við, þá virtist vanta töluvert upp á slemmutækni Finnanna. Þeir reyndu við fimm slemmur og töpuðu öllum, en slepptu siðan einni sem stóö. Hún var þannig: Staðan var allir á hættu og austur gaf. A K-D-G-6-5-4-2 ¥ 2 4 9-4-3 Jf. 5-4 A 10-8-7 ¥ G-10-4 4 10-5 ,4 A-K-G-7-2 A 3 ¥ A-K-D 4 A-K-D-G-8-7 Jf, 10-6-3 A A-9 ¥ 9-8-7-6 5-3 4 6-2 * D-9-8 í opna salnum gengu sagnir þannig: Austur Suður Winqvist Hjalti 1 ♦ P 4 4 P 5 ♦ P Vestur Norður Immonen Asmundur 1 A 3 ♦ 5 ♦ P P P Suður spilaði út hjarta agnhafi fékk alla slagina. í lokaða salnum sögðu a-v indrunar: Austur Suður Stefán Englund 1* P 2 ♦ P 3 ♦ P 6 ♦ P Vestur Norður Karl Nortola 1 ♦ P 3 * P 3 G P P P Ekki bezta slemma i heimi, en nógu góð. Suður spilaði út spaðaás, en austur átti næstu 12 slagi. Island græddi 12 IMP og vann leikinn 124:40 eða 20 gegn —3. Að þremur umferðum loknum i meistaratvimenningskeppni Bridgefélags Reykjavikur er staðan þessi: 1. Hörður Blöndal og Simon Simonarson 759 2. Guðiaugur Jóhannsson og örn Arnþórsson 736 3. Hannes Jónsson og Oliver Kristofersson 716 4. Jón Asbjörnsson og Páll Bergsson 704 5. Hermann Lárusson og Sverrir Armannsson 703 6. Asmundur Pálsson og Stefán Guðjohnsen 702 7. Guðmundur Pétursson og Jón Hjaltason 701 8. Gylfi Baldursson og Sveinn Helgason 699 9. -10. Jakob Möller og Þráinn Finnbogason 689 9.-10. Hilmar Guðmundsson og Jakob Bjarnason 689 Næsta umferð er n.k. mið- vikudag i Domus Medica og eru keppendur beðnir um að mæta kl. 19,55. LÁTTU GANGA LJÓÐASKRÁ Leirmundur byrjar þáttinn í dag með eftirfarandi vísu. Ben. Ax. er ei baldinn við að beita rimnatökum. Hóar nú út hjálparlið að hylja blaðið stökum. Ég þakka Leirmundi visuna, og þar sem hann er nú genginn I hjálparsveitina, vona ég að hann svikist ekki um aö mæta á æfingum. Og þá eru það botnarnir við fyrsta fyrri- partinn. Húmar að og haustið svalt hneppir allt I dróma. Innst I sái þó eiga skalt yndi vors og blóma. Þórarinn frá Steintúni. Veraldar þótt lán sé valt vonarstjörnur Ijóma. Sig. Magnússon, Hverfisg. 14, Hf. Þó að úti þyki kalt, þá er margt til sóma. Sigurgeir Þorvaldsson, Keflavik. Þó lætur guð um landið allt lifsins köllun óma. Anna Jónsdóttir, Klettahllð 8, Hveragerði. Vermir huga að vita allt á vorin I sólarljóma. Guðm. Jóh. Halldórsson, Mávahlið 15, Rv. Laufin falla lifið allt leggst I kalda góma. Sig. Bj. Ef þér veröur úti kalt á ég kaffi og rjóma. L.J. Ég þakka botnana og vona aö þeir fyrir- gefi mér þaö, sem sendu fleiri en einn botn, að ég birti þá ekki alla. En þaö var ekki af þvi að botnarnir væru slæmir, heldur til að forðast þaö, að þátturinn yrði of einhæfur og langdreginn. En úr þvi ég minnist á þetta get ég sagt ykkur til gamans að örn Arnarson dundaði viö það einn vetur aö breyta visu undir afdráttarhætti — eftir annað skáld — á 4608 vegu ( með þvi aö flytja oröin fram og aftur), þannig að visan var undantekningarlaust sléttubönd, aldýr, veggjuð (eöa veggjuð og fléttuö). Siðan bætti hann þvi við, að tvær breytingarnar á upphaflegri röð oröanna yrðu hvor um sig til þess, að enn fengjust 4608 afbrigði, og væru þá komin samtals 13824 afbrigði undir sléttubandahætti — og auk þess mætti breyta visunni þannig, að hún væri „rétt kveöin” en eigi sléttubönd, að minnsta kosti á 19104 vegu. (Illgresi, eftirm. 4. útg.) Ég ætla ekki að hvetja ykkur til að fara aö dæmi Arnar i þessu efni, hins vegar er ykkur guðvelkomið að senda þættinum áfram fleiri en einn visubotn. Sigurgeir Þorvaldsson sendir þættinum visu, sem hann orti, er hann ásamt fjölskyldu ók fram hjá Kirkjubóli i Hvitársíðu og hugsaði um góðskáldið er þar býr. Guðmundur á Kirkjubóli býr-, besta skáld á voru landi. Elur sinar ær og mjólkurkýr eins og nafni hans frá Sandi. Sigurgeir óskar eftir gamansömum þætti og Sig. Bj. tekur i sama streng. Um gamansemina segir K.N. á einum stað. Þetta færa þarf I stef, þó ég hafi legiö. Lifið væri erfitt, ef enginn gæti hlegið. Böövar Guðlaugsson er mörgum kunnur fyrir skemmtileg kvæði og visur. Þátturinn endar I dag á þessari visu eftir hann, sem hann nefnir: Dýrt kveðið. Fyllir um hæl mitt heilabú hversdags-þvælu-fjandi. Vertu sæl að sinni nú Sigga skælbrosandi. Aö siðustu næsti fyrripartur. Gylfi stiga vill I væng við vinstri menn og konur. Ben. Ax.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.