Vísir - 20.10.1973, Blaðsíða 6

Vísir - 20.10.1973, Blaðsíða 6
6 Visir. Laugardagur 20. október 1973. VÍSIR Otgefandi:-Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 ' Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 Ritstjórn: Sihumúla 14. Simi 86611 (7,lfnur) Askriftargjald kr. 360 á mánuöi innanlands i lausasölu kr. 22.00 eintakiö. Blaöaprent hf. r Olafur hopar hvergi Forsætisráðherra virðist ætla að standa og falla með samningsdrögunum i landhelgismálinu. Það sýna ummæli hans i gær, á þá leið, að hann muni ,,ekki treysta sér til að bera ábyrgð á þvi”, að þeim yrði hafnað. Ekkert bendir til þess, að hann muni láta sjávarútvegsráðherra beygja sig með bragðvisi. Enda liggur i augum uppi, að heiður Ólafs Jóhannessonar sem stjórnmálaleið- toga er i veði. Fáir munu efast um, að forsætisráðherra hefur komið með fullri sæmd frá viðræðunum við Heath. Nú getur sérhver einstaklingur i landinu kynnt sér, hve miklar tilslakanir Breta urðu i viðræðum forsætisráðherranna. Ólafur Jóhannesson skýrði frá þvi i gær, að hann hefði i viðræðunum gert tillögur á eigin ábyrgð. Hann hefði ekki haft aðstöðu til að bera þær undir aðra ráðherra. Málin hefðu staðið þannig, að sér hefði virzt, að upp úr mundi slitna, ef hann gerði ekki tilboð, er sýndu mjög áþreifanlega samningsvilja íslendinga. íslenzki forsætisráðherrann tók þvi þann kostinn að leika sig úr úr þráteflinu, og hann náði með þeim leik góðri stöðu. íslendingar eru óvanir svokölluðum ,,topp- fundum”. Hins vegar er tiðast, þegar æðstu menn rikja hittast til að leita úrræða i deilumáli, að þeir standi að málum með svipuðum hætti og hér var gert. Þetta á einnig við um rikisstjórnir, sem eru samsteypa flokka. Þannig gerðist það i London, að forsætisráðherrarnir skiptust á skoðunum og tillögum og niðurstöðurnar urðu drög eða kjarni að samningi um lausn landhelgisdeilunnar. Forsætisráðherra leggur að sjálfsögðu áherzlu á, að hann hafði ekki umboð til að ganga á eigin spýtur frá slikum samningi. Til þess þurfti hann samþykki rikisstjórnar og Alþingis. Hann fór hvergi út fyrir umboð sitt. Hins vegar féllst hann á þann kjarna að samningi, sem fyrir liggur, og beitti sér fyrir þvi, að hann næði fram að ganga. Nú liggur fyrir, að allir stjórnmálaflokkar nema einn, hafa tekið samningsdrögunum vel. Hins vegar eru málin flóknari og mikilvægari en svo, að þeir hafi að svo komnu tekið endanlega afstöðu til þeirra. t fljótu bragði virðist vera nokkuð auðsær ávinningur að þvi að fallast á samkomulag á þessum grundvelli i samanburði við hinn kostinn, sem væri að hafna þvi og halda deilunni enn áfram. Hins vegar verður að gæta þess, að hvergi leynist afleikur i svo flókinni stöðu. Alþýðubandalagið snerist hins vegar strax gegn samningsdrögunum. Þingflokkur þess og málgagn flýttu sér sem mest mátti vera að gera þá andstöðu heyrinkunna, svo að greinilegt var, að koma átti forsætisráðherra i klipu. Forsætisráðherra hefur brugðizt við þvi tilræði af manndómi. Hann reynir enn að halda opnum leiðum, ef unnt yrði að leysa ágreininginn án stjórnarslita, en hann hopar hvergi. Sú leið, að Alþýðubandalagið „láti bóka” and- stöðu við málið og sitji áfram i rikisstjórn, þótt það yrði samþykkt og samningur gerður við Breta á þessum grundvelli, gæti þó ekki kallazt viðunandi lausn ágreinings i rikisstjórninni i þessu máli málanna. Enda mundi aldrei gróa um heilt. —HH tsraelskir striösfangar, sem teknir voru i Sinai RAUÐI KROSSINN FYLGIST MEÐ STRÍÐSFÖNGUNUM Alþjóðlega Rauða kross-nefndin tilkynnti á fimmtudag, að israel hefði lagt fram lista yfir 707 arabiska striðs- fanga, sem þeir hafa i haldi. Jafnframt lögðu þeir fram nafnalista yfir ,,um það bii” 300 israelska hermenn, sem er saknað og taldir vera i haldi hjá Aröbum. Talsmaöur Rauða krossins sagði einnig, að Egyptar hefðu, þegar hér er komið sögu i striðinu, gefið upp nöfn 37 tsraelskra striðsfanga, sem gefizt höfðu upp á varnarlinunni við Súezbakka fyrir nær hálfum mánuði. Vitað er um tvo Israels- menn i Llbanon, en ekki er vitað um neina i haldi I Sýrlandi. „Allmargir fanganna eru alvarlega særðir”, sagði tals- maður Rauða krossins. En sam- kvæmt ákvæðum Genfarsátt- málans eiga særðir fangar kröfu á þvi að verða samstundis sendir heim til ættjarðarinnar. Þessi mannúðarstofnun Sviss hefur enn á ný skorað á Israel að gerast aðili samþykktar um reglur varðandi striðsrekstur, sem miðast að þvi að vernda óbreytta borgara”, sagði Alain Modoux, blaðafulltrúi Rauða krossins i samtali vð fréttamann Associated Press. Viðbrögð Sýrlands og lraks við þessari áskorun Rauða krossins ísraelskur herinaður með sýrlenzkan striðsfanga. Rauða kross maður veifar fána sinum til merkis um, að ísraelsmennirnir í i víginu gefist upp. til allra striðandi aðila, þar sem nefndar voru i sömu andránni „hrollvekjandi fréttir” af árásum á borgaraleg skotmörk, urðu þau, að þau samþykktu reglurnar. Egyptaland sagði á miðviku- daginn, að það mundi virða þær, ef Israel vildi gefa tryggingu fyrir þvi sama. Þessar reglur voru samdar eftir tvær ráðstefnur, sem haldnar voru i Genf 1971 og 1972. Þar hittust sérfræðingar frá 70löndum eða meir. Þær öðluðust þó ekki gildi, þvi að þær þurftu enn samþykki þriðju ráðstefn- unnar, sem fulltrúar rikisstjórna þessara landa munu sækja snemma á næsta ári. A nafnalistanum yfir arabisku striðsfangana, sem Israel lagði fram, voru tveir þriðju hlutar fanganna Egyptar, og einn þriðji voru Sýrlendingar, trakar og Marokkó-menn. — Af tsraels- mönnunum ,,ca. 300”, sem saknað er, voru nær 200 á Sinai- vlgstöðvunum, en hinir gegndu þjónustu á Golanhæðunum og i Sýrlandi. Að sögn Modoux hefur Rauði krossinn áminnt deiluaðilana um skyldur þeirra samkvæmt Genfarsáttmálanum til þess að vernda fangana fyrir „almennri forvitni”. Þetta ákvæði var sér- staklega sett til þess að verja fangana gegn auðmýkingu. Modoux nefndi, að striðsfangar hefðu verið sýndir i sjónvarpsút- sendingum allra þriggja, Egypta, Sýrlendinga og Israelsmanna. Þó varaðist Modoux að nefna nokkurt ákveðið dæmi um einstaka tiltekin brot á ákvæðunum um meðferð striðs- fanga. ísraelskur striðsfangi leiddur fram i egypzka sjónvarpinu, þar sem hann var spurður spjörunum úr. „Starfsliði alþjóðlegu Rauða krossins verður fjölgað i Austur- löndum nær, strax og erindrekar Rauða krossins geta fengið að heimsækja fangana reglulega og oftar en núna”, sagði Modoux. En á meðan heldur Rauði krossinn áfram lyfjaflutningum þangað austur eftir. Siðast i gær fór flugvél með 8 smálestir af hjálpargögnum frá Nicosiu til Kairó. Modoux upplýsti, að nú hefði „Rauða stjarna Daviðs” I tsrael tilkynnt Rauða krossinum i fyrsta sinn, að samtökin mundu láta lyfjabirgðir af hendi rakna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.