Vísir - 20.10.1973, Blaðsíða 8

Vísir - 20.10.1973, Blaðsíða 8
8 Vlsir. Laugardagur 20. október 1973. VÍGÐIR 1972: 1. Úlfar Guðmundsson........................til Ólafsfjarðar 2. Einar Jónsson.......................................til Söðulsholts 3. Ólafur Jens Sigurðsson...............................til Kirkjuhvols 4. Haukur Agústsson.....................til Hofs I Vopnafirði 5; Gunnar Kjörnsson.......................til Bolungarvikur (i. Ilalldór Gröndal...................................scm farprestur 7. Arni Bergur Sigurbjörnsson...........................til ólafsvíkur VÍGÐIR 1973: 1. Karl Sigurbjörnsson...................til Vestmannaeyja 2. Valgeir Astráðsson..................... til Eyrarbakka 3. Gylfi Jónsson.......................................til Staðarfells 4. Sveinbjörn S. Bjarnason.........aðst. prestur að Búðardal 5. Páll Þórðarson ..........................til Norðfjarðar (i. Birgir Asgeirsson..................................til Siglufjarðar 7. Jakob A. Hjálmarsson....................til Seyðisfjarðar Nú munu ekki nema 7 prestaköll prestslaus, flest fámenn og þeim þjónað af nágrannaprestum. I nokkrum prestaköllum eru settir prestar, eins og t.d. Reykhólum, þar sem vlgslubiskup Suðurlands, sr. Sigurður Pálsson, þjónar sóknum við norðan- verðan Breiðafjörð. VETRARSTARF- SEMI KFUK OG KFUM Alltaf siðan sr. Friðrik Frið- riksson stofnaði Kristilegt félag ungra manna hér i bænum um aldamótin slðustu, hefur sá ágæti félagsskapur haldið uppi kristilegri starfsenii fyrir börn, unglinga og fullorðna. Nokkru seinna tók svo K.F.U.K. til Vetrarstarf félaganna hófst að venju i byrjun þessa mánað- ar. Og i viku hverri — flesta daga vikunnar — eru fundir og samkomur og tómstundastarf á sex stöðum i borginni á vegum félaganna, einnig i Kópavogi, þar sem félögin eiga hús i bygg- ingu. bað er vissulega þess vert að vekja athygli foreldra og ann- arra forráðamanna barna og unglinga á starfi K.F.U.M. og K., hvetja þau til að vera með i þvi, sækja fundi og samkomur og hljóta af þvi margs konar blessun. Prestsvígsla í Dómkirkjunni — Fjölgun í prestastéttinni LAUSUM BRAUÐ- UM FÆKKAR — fjórtón guðfrœðingar hafa verið vígðir Sunnudaginn 7. okt s.l. vígöi herra biskupinn tvo guðf ræðikandidata í Reykjavíkurdómkirkju/ þá Birgi Ásgeirsson og Jakob Ágúst Hjálmarsson. Báðir þessir ungu prestar hafa nýlega lokið guðfræðiprófi. Svo sem kunnugt er, hef- ur verið nokkur skortur á prestum, ekki síður en læknum, undanfarið úti á landsbyggðinni. sl. 2 ór Alls eru 111 prestsembætti hér á landi samkvæmt gildandi presta- kallalögum, sem samþykkt voru á Alþingi 1970. Þar af eru 17 i Reykjavik og Kópavogi. Hafa þau jafnan veriö fullskipuö, þótt oft hafiverið fáir (jafnvel einn) um- sækjendur öðru máli gegnir um þau brauð — 94 — sem eru utan Reykiavik- ur. Þar hefur oft verið prests- laust, sums staðar langtimum saman i 12-15 prestaköllum. Sið- ustu 2 árin hefur hér mikil bót á orðið, þvi aö á árinu 1972 og þaö sem af er þessu ári hafa hvorki meira né minna en 14 guðfræðingar alls verið vigðir til prests. Eru þeir nú allir, utan einn, i þjónustu utan Reykja- vikur. Þessir guðfræðingar eru: Frá Prestsvigslu i Dómkirkjunni 10. okt. Siglufjarðarkirkja Seyðisf jaröarkirkja Ljósm. Jóh. Björnsd. Ljósm. Jóh. Björnsd. 1 þessum kirkjum munu þeir messa prestarnir, sem hr. biskupinn vigði I Dómkirkjunni 10. okt. sl. Lausar lögregluþjónsstöður Umsóknir skulu stilaðar á sérstök eyðu- blöð er fást i skrifstofu minni. Umsóknarfrestur er til 30. október. Umsækjendur skulu vera á aldrinum 21-30 ára, hafa lokið gagnfræðaprófi, eða hafa aðra hliðstæða menntun. Þeir er áður hafa sótt um lögreglustarf skulu endurnýja umsóknir sinar. Lögreglustjórinn á Keflavikurflugvelli 18. október 1973. Björn Ingvarsson. Merkjasala Blindra- vinafélags lslands verður sunnudaginn 21. okt. og hefst kl. 10 f.h. Sölubörn komið og hjálpið blindum. — Góð sölulaun. Merkin verða afhent i anddyrum allra barnaskólanna i Reykjavik, Kópavogi og Hafnarfirði, Barnaskóla Garðahrepps og Mýrarhúsaskóla. Hjálpið blindum og kaupið merki dagsins. Merkið gildir sem happdrættismiði. Blindravinafélag íslands FRÆKORN Staka eftir sr. Gunnar prófast Páls- son: 1 fæðingunni veit enginn hvað um hans hagi þá skeður. Viltu þá fremur vita um það hvað verða mun þá þúkveður? Úr bænabók: Kenn oss, góði Guð, að þjóna þér eins og ber, að gefa án þess að hugsa um hvað það kostar, að berjast góðu baráttunni án þess að lita á sárin, að erfiða án þess að leita hvildar, að vinna án þess að lita á önnur laun en þau að vita að vér höfum þjónað þér og gjört vilja þinn. Góð kirkjusókn: Sumarið 1935 ferðuðust þeir sr. Arni Sigurðsson og sr. Sigur- björn A. Gislason um Vestur- Skaftafellssýslu og fluttu mess- ur i öllum kirkjum héraðsins. Þá voru þar 1718 ibúar. Af þeim sóttu 700 manns messur hjá þeim ferðafélögum. Ljósin á fljótinu. Ferðamaður úr Norðurálfu var á ferð austur á Indlandi, staddur við heilaga Ganges- fljót. Það var heitt og dimmtog kyrrt — og ferðamaðurinn horf- ir út yfir þessa miklu móðu, sem sigur hægt og tígulega i átt til úthafsins. En nú vekja athygli hans litlir ljósdeplar, sem liða niður ána með straumi fljótsins. — Þetta eru litlir lampar. Ljós þeirra nærast af feiti dýra. Þeir hafa verið settir út á ána, til að lýsa sálum þeirra framliðnu manna, hverra ösku hefur verið dreift út á hið heilaga fljót. ^ v' .h PÓSTUR OG SlMI S1'íS Laus staSa hjá Radiótæknideild Staða skrifstofufólks IV, (15. Ifi. við fulla starfsþjálfun). Verzlunarpróf eða hliðstæð menntun æskileg, en einnig kemur til greina að ráða mann með tækniþekkingu. Umsóknir á þar til gerðum eyðu- blöðum sendist póst- og simamála- stjórninni fyrir 22. október n.k. Hve lengi viltu biða ef tir fréttunum? Mltu fá þærheim til þín samdægurs? Eóa viltu bíóa til næsta niorguns? VÍSIR flytur fréttir dagsins ídag!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.