Vísir - 20.10.1973, Blaðsíða 16

Vísir - 20.10.1973, Blaðsíða 16
16 ___________________________________________________________Vlsir. Laugardagur 20. október 1973. | í DAG | í KVÖLD | í DAG j í KVÖLD | g DAG | í K 1 1ÍTVARP • Laugardagur 20. október 7.00 Morgunútvarpí' Veöur- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 Morgunstund barnanna kl. 8.45: Lalli, Sólbrá og tröll- iö”, ævintýr eftir Hjálmar Bergman, siöari hluti. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12f.00 Óskalög sjúklinga. Kristin Sveinbjörnsdóttir' kynnir. 14.30 Á Iþróttavellinum. Jón Asgeirsson segir frá. 15.00 Vikan sem var, Umsjónarmaöur Páll Heiö- ar Jónsson. 16.00 Fréttir. 16.15 Veöurfregnir. Tiu á toppnum.örn Petersen sér um dægurlagaþátt. 17.20 1 umferðinni. Þáttur I umsjá Jóns B. Gunnlaugs- sonar. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.30 Fréttir. 18.45 Veöurfregnir. 18.55 Tilkynningar. 19.00 Veöurspá . Finnskt kvöld.a. Spjali um land og þjóö. Kristin Þórarinsdóttir Manthyla flytur. b. „Bezti leikari Finnlands”, smá- saga eftir Veijo Meri i þýö- ingu Kristinar. Erlingur Gislason les. c. Lög eftir Yrjo Kilpinen-Marti Talvela syngur. Irwing Gage leikur á pianó. d. Finnsk ljóö i Is- lenzkri þýöingu Einars Braga og Hannesar Sigfús- sonar. Steinunn Jóhannes- dóttir les. e. Pianókonsert nr. 2 op. 33 eftir Selim Palmgren. Izumi Tateto og Filharmóniusveitin i Hel- sinki leika, Jorma Panula stj. 20.35 Gaman af gömlum blöö- um. Umsjón: Loftur Guömundsson. 21.05 Hljómplöturabb. Guö- mundur Jónsson bregður plötum á fóninn. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Eyjapist- ill. 22.30 Dansiög. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. 1 SJÓNVARP • Laugardagur 20. októberi 1973 16.30 Þingvikan Þáttur um störf Alþingis. Umsjónar- menn Björn Teitsson og Björn Þorsteinsson. 17.00 lþróttir Umsjónar- maöur Ömar Ragnarsson. 18.00 Enskp knattspyrnan Hlé 20.00 Fréttir 20.00 Veöur og auglýsingar 20.25 Söngelska fjölskyldan Bandariskur söngva- og gamanmyndaflokkur. Þýð- andi Guörún Jörundsdóttir. 20.50 Vaka. Umsjónarmenn þáttarins ’Olafur H. Simon- arson, Björn Th. Björnsson, Einar Þ. Ásgeirsson, Jón Asgeirsson, Ólafur Kvaran, Siguröur Sv. Pálsson, Stefán Baldursson og Þor- leifur Hauksson. 21.35 FuglaTinurinn á Alcatraz (The Birdman of Alcatraz) Bandarisk bió- mynd frá árinu 1962, byggö á ævisögu Roberts Straud eftir Tom Gaddis. Leikstjóri John Frankenheimer. Aöal- hlutverk Burt Lancaster, Karl Malden, Neville Brand og Betty Field. Þýðandi Heba Júliusdóttir. Robert Straud er dæmdur I lífstiöar fangelsi fyrir manndráp. Hann er haföur einn i klefa I öryggisskyni. Þröstur, sem hann hefur fundið i fangelsisgaröinum, hænist mjög aö honum, og þar með byrja rannsóknir hans á fuglum, sem verða sifellt umfangsmeiri þrátt fyrir bágbornar aðstæöur. 23.55 Dagskrárlok. Sjónvarp kl. 20.25: HRÆÐIÐ UR HONUM LÍFTÓRUNA,,,! ...! Söngelska fjöldskyldan skemmtir sjónvarpsáhorf- endum I kvöld meö hressileika, sem hennar er von og vísa. Þáttur þessi veröur liklega á dagskrá sjónvarpsins i aílan vctur, og þá sýndur annan hvern laugardag. 1 kvöld taka þau sér fyrir hendur aö syngja i Las Vegas. Danny, sem ekki er nema 10 ára gamall, kynnist ungri stúlku, sem er vinkona háttsetts forstjóra á staðnum. Viðkomandi forstjóri veröur afbrýðisamur, þegar hann kemst að þessu, og fær sig ekki til þess að trúa þvi, að Danny sé aöeins 10 ára gamall. Hann hefur þó ekki séð hann. Hann sendir þegar i stað tvo af bófum sinum og skipar þeim að hræða úr Danny liftóruna. Þeim tekst það næstum þvi, en á endanum fer þó allt vel. Við látum það nægja að segja þetta um þáttinn, enda harla litið spennandi að vita nákvæmlega, hvernig fer. —EA Sjónvarp kl. 20.50: 30. þáttur Vöku í kvöld Vaka aftur ó dagskró sjónvarpsins, með nokkrum breytingum. Einn liður bœfist við - arkitektúr Böövar Guömundsson Iltur inn til Gunnars Gunnarssonar i Vöku I kvöld. Þátturinn Vaka, dagskrá um bókmenntir og listir, er aftur kominn á sjónvarpsdagskrána, og verður þar hálfsmánaðar- lega I vetur. A móti honum, þ.e.a.s. annan hvern laugardag, veröur sýndur skemmtiþáttur. Þetta er 3. áriö, semþátturinn Vaka er á dagskrá sjón- varpsins, og T kvöld verður sýndur 30. þátturinn. Nokkrar breytingar hafa átt sér stað á skipulagi þáttarins. Bætt hefur verið inn i hann nýjum lið, þ.e. arkitektúr, en ekki reyndist unnt að taka þann þátt fyrir i kvöld. Þá sjá fleiri um þáttinn en áður, en umsjónarmaður er ólafur Haukur Simonarson. En látum okkur þá sjá, hvað boðið verður upp á i kvöld. 1 fyrsta lagi er það leiklistin, en það er Stefán Baldursson, sem ræöir um leikrit Þjóðleik- hússins, Hafið bláa hafið. Sýnd verða atriði úr leikritinu, og Stefán segir frá þvi. Jón Asgeirsson fjallar um Pál tsólfsson i tilefni 80 ára afmælis hans á dögunum. Hann ræðir stuttlega um hann, og brugðið veröur upp myndum af Páli og úr lifi hans. Sigurður Sverrir Pálsson ræðir við þrjá kvikmynda- gerðarmenn, þá Asgeir Long, Pál Steingrimsson og Ernst Kettler. Rætt verður um kvik- mynd þeirra, Eldeyjuna, og i fyrsta skipti í sjónvarpinu verður nú sýndur stuttur kafli úr henni. Sigurður Sverrir litur einnig við á vinnustofu Asgeirs Long, og svo eru þeir félagar að koma sér upp sameiginlegum bústað, sem þeir nefna Kvik sf. Þangað fer sjónvarpið einnig i heimsókn. Björn Th. Björnsson tekur fyrir þrjár sýningar, sem nú standa yfir. Það er sýning Hrings Jóhannessonar i Norræna húsinu, sýning Alfreös Flóka i Bogasal Þjóðminja- safnsins og sýning Asmundar Sveinssonar i Listasafninu. Þá fer Böðvar GuðmundssonT heimsókn til Gunnars Gunnars- sonar rithöfundar i tilefni af þvi, að Gunnar er að gera nýja þýðingu á Fjallkirkjunni. Ólafur Kvaran fjallar um sýningu Sverris Haraldssonar, og þar með er vist flest upptalið. Það er ekki hægt að segja annað en þátturinn Vaka sé hinn fjölbreytilegasti, og sjálfsagt er þar eitthvað að finna fyrir alla. Vaka er á dagskrá klukkan 20.50. —EA Jón Asgeirsson ræöir um Pál isólfsson itiiefni 80 ára afmælis hans á dögunum. Sjónvarp kl. 21.35: Rannsóknir á fuglum við bágbornar aðstœður The Birdman of Alcatraz, eöa Fuglavinurinn á Alcatraz, nefnist laugardagskvikmyndin að þessu sinni. Myndin er bandarisk og er frá árinu 1962. Hún er byggö á ævisögu Roberts Straud eftir Tom Gaddis. Efnisþráður myndarinnar er á þá leið, að Robert Straud er dæmdur i lifstiðarfangelsi fyrir manndráp. Hann er hafður einn I klefa i öryggisskyni. Þröstur, sem hann hefur fundið i fang- elsisgarðinum, hænist mjög aö honum, og þar með byrja rann- sóknir 'hans á fuglum, sem verða sffellt umfangsmeiri þrátt fyrir bágbornar aöstæður. Leikstjóri myndarinnar er John Frankenheimer. Meö aðalhlutverk fara Burt Lancaster, Karl Malden, Neville Brand og Betty Field. A meðfylgjandi mynd sjáum við atriði úr myndinni, en hún hefst kl. 21.35. —EA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.